Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 25 ERLENT Louise Woodward kveðst hrædd við að fara aftur í fangelsi Afrýj un tekin fyrir í hæstarétti Boston. Reutei's. HÆSTIRÉTTUR í Massachusetts í Bandaríkjunum mun í dag hlýða á málflutning saksóknara vegna áfiýjunar á þeirri umdeildu ákvörð- un dómara að milda dóm yfir bresku barnfóstrunni Louise Woodward, sem fundin var sek um að hafa banað Matt- hew Eappen, átta mánaða dreng er hún gætti. Saksóknari fer fram á að hæstiréttur staðfesti úrskurð kviðdóms frá í október sl., um að Woodward sé sek um manndráp af gáleysi, og sam- kvæmt því eigi hún að sitja í fangelsi í að minnsta kosti 15 ár. Dómarinn í málinu, Hiller Zobel, ógilti niðurstöðu kvið- dómsins, samkvæmt reglum um valdsvið dómara, og dæmdi Woodward til 279 daga varðhalds, eða þess tíma sem hún hafði þegar setið inni. Fór dómarinn út fyrir valdsvið sitt? Lögspekingar eru sammála um að áfrýjunarmálið fyrir hæstarétti snúist um það hvort Zobel hafi farið út fyrir valdsvið sitt er hann breytti dómnum, en ekki um lengd fanga- vistar Woodwards. Hæstiréttur get- ur ákveðið að réttað skuli á ný í málinu; að niðurstaða kviðdóms skuli standa; eða að dómur Zobels skuli standa. Verjendur Woodwards halda því fram við hæstarétt að ekki hafi verið lagðar fram við réttarhöldin í október nægilega afgerandi sannanir til þess að hægt væri að finna Woodward seka um morð. Litlar líkur eru á að hæstiréttur kveði upp úrskurð í dag, og búast má við að hann verði gefinn skrif- lega einhverntíma á næstu 130 dögum. Samkvæmt úrskurði kviðdóm- enda í október trúðu þeir því að Woodward hefðj orðið Eappen að bana að yfirlögðu ráði með því að hrista hann og berja síðan höfði hans við harðan flöt í febrúar í fyrra. Frá því Woodward var látin laus hefur hún verið búsett á heimili eins verjenda sinna, en henni var gert að vera í Massacusetts uns áfrýjun málsins hefði verið af- greidd. „Ég var taugaóstyrk“ I viðtali við bresku. sjón- varpsstöðina Channel 4 seg- ir Woodward m.a. að hún hefði áhuga á að fara í há- skóla í London þar sem fólk þekkti hana síður. I viðtal- inu ræðir hún ekki um þær vísbendingar sem saksókn- arar lögðu fram í málinu gegn henni. „Ég vil ekki láta þetta koma frekara róti á líf mitt en orðið er,“ segir hún í viðtalinu. „Pað segja allir að ég eigi ekki að hafa áhyggj- ur, en ég er hrædd. Ég er hrædd við að fara aftur í fangelsi." Woodward segir að það, að hún hafi átt til að glotta í vitnastúkunni, kunni að hafa átt þátt í að hún var fundin sek. „Ég veit að fólk sagði að ég hefði hlegið á röngum augnablik- um og ég fer að hlæja þegar ég er taugaóstyrk . . . Ég var ekki að hlæja af því að eitthvað hafi verið fyndið heldur vegna þess að ég var taugaóstyrk." Woodward þarf ekki að mæta við málflutninginn íyrir hæstarétti í dag, en fréttaskýrendur telja líklegt að hún muni engu að síður verða viðstödd. Reuters Meintir hermdar- verkamenn handteknir SEX Alsírbúar, sem grunaðir eru um aðild að sprengju- tilræðum í París og víðar í Evrópu, voru handteknir í húsi í miðborg Brussel í gær eftir skotbardaga við sérsveit belgísku lögreglunnar. Einn Alsírbúi til viðbótar var enn í húsinu og talið var að hann væri vopnaður handsprengjum og riffli. Talið er að mennirnir séu fé- lagar í fslömsku uppreisnar- hreyfíngunni GIA, sem berst fyr- ir stofnun íslamsks ríkis í Alsír. Talið er að hreyfingin hafi staðið fyrir sprengjutilræðum í Evrópu, einkum París, og grunur leikur á að sjömenningarnir hafi tekið þátt í þeim. Sendiherra Alsírs í Brussel fagnaði handtökunni og sagði hana sýna að ítrekaðar beiðnir alsírskra stjórnvalda um að Evrópuríki gripu til aðgerða gegn GIA hefðu borið árangur. Stjórnarfarskreppa í Slóvakíu Meciar eignar sér forsetavald Bratislava. Reuters. ÞJÓÐPING Slóvakíu gerði í gær aðra tilraun til að kjósa forseta lýðveldisins, en það var fyrirfram vitað að hvorugur hinna tveggja frambjóðenda hlyti nægilegan stuðning til að ná kjöri í emb- ættið. Frambjóð- endumir tveir, Ladislav Ballek og Milan Fogas, vom fulltrúar stjómarand- stöðunnar. Tals- Vladimir menn stjómar- Meciar flokks VD- dimirs Meciars forsætisráðherra, HZDS, sem ræður lögum og lof- um á þinginu, höfðu lýst því yfir að þingflokkurinn myndi styðja hvorugan frambjóðandann. HZDS hefur hins vegar viljandi ekki lagt til eigin frambjóðanda. Slóvakía hefur verið forseta- laus frá því á miðnætti á mánu- dag, eftir að Michal Kovac lagði niður embætti að loknu fimm ára kjörtímabili sínu. Meciar forsæt- isráðherra beið ekki boðanna eft- ir valdaafsal Kovac og eignaði sér þau völd forsetans sem hann gat samkvæmt stjórnarskránni. A þriðjudag aflýsti hann þjóðarat- kvæðagreiðslu sem hinn pólitíski andstæðingur hans, Kovac, hafði boðað til um það hvort forsetinn skyldi þjóðkjörinn og hvort þjóð- in vildi að landið gengi í Atlants- hafsbandalagið. Og Meciar rak alla sendiherra Slóvakíu, sem Kovac hafði skipað, nema einn. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni hafði Kovac ætlað að reyna að leysa þann hnút, sem stjórnarfar landsins var komið í. Á miðvikudag kom svo í ljós að Meciar beitti náðunarvaldi for- setans til að stöðva dómsrann- sókn á mannráni sonar forsetans fyrrverandi árið 1995. Starfsmað- ur slóvakísku leyniþjónustunnar (SIS) hefur opinberlega greint frá því að leyniþjónustan stóð fyrir mannráninu. Lítill vafi þyk- ir leika á því að það var fram- kvæmt að pólitískri skipan æðsta yfirmanns leyniþjónustunnar, innanríkisráðherrans, sem er ná- inn samstarfsmaður Meciars. Meciar heldur því fram að þessar aðgerðir hans í nafni for- setavalds séu gerðar í því skyni að „skapa velvilja í Slóvakíu". Hann hefur ekki útskýrt nánar við hvað hann eigi með þessu. Það er þó ekki svo að allt vald forsetans hafi færzt í hendur for- sætisráðherrans. Enginn getur undirritað lög í landinu og enginn annar en forseti lýðveldisins get- ur skipað eða tekið við afsögnum ráðherra og ríkisstjómar. Meciar hyggst nýta tímann fram að kosningum f haust Stjórnmálaskýrendur telja að Meciar hyggist hindra að nýr for- seti verði kjörinn þar til í haust, þegar þingkosningar eiga að fara fram, og hann vilji nýta sér hið forsetalausa tímabil til að útbúa breytingar á stjórnarskránni sem geti gengið í gildi eftir kosning- arnar. Pessar breytingar em taldar munu felast fyrst og fremst í því að búa til embætti valdamikils þjóðhöfðingja sem þingið geti ekki sett af. Það kæmi fáum á óvart ef tilvonandi í'ram- bjóðandi í þetta breytta forseta- embætti héti Vladimir Meciar. Einstakt tilboð til handahafa ATLAS- og Gullkorta Eurocard! -I Verð aóciiis 7. -14. mars' Á Grípið 'fll tækifærið . i -Wk 1 <b* Ekki að hika! Þctta gæti orðið óglcymanlcgt skíóaævintjTÍ! Frábært tækifæri (il að brcgða scr á skíði í Bæversku ölpunum. Ilafið samband við söluskrifstolur Fluglciöa og við sjáum um að útvega góóa gistingu á frábærum skíðastöðum skainmt fráMiincltcn. I Hafid samband við söluskrifstofurFlugleiða eða símsðludeild Flugleiða ísíma SOSOIOO (svaraðrnánud. -fðstud. kI.8-19ogálaugard. kl.8-l6.) á manninn m.v. 2 fullorðna í bíl í A-flokki. Aðeins zj _i_ • JL_ vy v/ xi á manninn m.v. 2 fullorðna í bfl í B-flokki. FLUGLEIÐIR 'Innifaliö: flug og bíll og fugvallarskattar. Endaiaus fnðindi! Traunur iiUmkurferiafitagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.