Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998
kt.................. ■ 11
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Hítasdttin vekur margar spurningar um nýtt umhverfí hestamennskunnar
Ovissan versti
óvinurinn
Hestamennskan á höfuðborgarsvæðinu
hefur veríð með óvenjulegum hætti síðast-
liðnar tvær vikur vegna hitasóttarinnar
sem þar herjar. Ekki er ljóst hversu lengi
núverandi ástand varir og hver framvindan
verður. Valdimar Kristinsson reifar hér
hvað er breytt og veltir fyrir sér hvemig
umhverfíð gæti verið fram á vor.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
VEL VIÐRAR til mótahalds á Tjörninni í Reykjavík um þessar mund-
ir, ísinn að verða vel traustur og veðrið bjart og fallegt eins og var í
fyrra þegar tamningamenn gengust fyrir skemmtilegu móti. Ekki er
útlit fyrir að slfkt verði mögulegt að þessu sinni vegna smitandi hita-
sóttar.
FRAM til þessa hafa hestamenn
getað um frjálst höfuð strokið í iðk-
un áhugamálsins en nú virðist orðin
breyting á. Menn hafa farið hvert
sem þeim þóknast að skoða hesta
og hitta menn og þótt sjálfsagt. Ut-
anbæjarmenn hafa á sama hátt get-
að heimsótt hestamenn á höfuð-
borgarsvæðinu og sent hross til
tamningar án þess að gera neinar
sérstakar ráðstafanir. Nú er þetta
breytt og enginn veit á þessari
stundu hversu lengi þetta ástand
varir.
Hestamótum og fundum hefúr
verið aflýst á höfuðborgarsvæðinu-
um um óákveðinn tíma, baimað er
að að flytja hross milli landshluta
og lögbýla en túlkun á þriðja liðn-
um um þann við að flytja hross milli
hesthúsa á sýktu svæði er á þá leið
að hverjum og einum er í sjálfsvald
sett hvort hann fer með hugsanlega
ósýktan hest sinn mili húsa. Þetta
þýðir í raun að hægt verður á nýjan
leik að halda reiðnámskeið á höfuð-
borgarsvæðinu svo fremi sem nem-
endumir era tilbúnir að mæta með
hross sín. Þá geta tamningamenn á
nýjan leik farið á milli húsa til að
temja hross ef eigendumir eru
sáttir við það og jámingamenn geta
jámað fyrir þá sem það vilja. Með
þessari túlkun á reglugerðinni fer
ástandið á höfuðborgarsvæðinu að
færast nær eðlilegu horfi.
Hugarfar hestamanna gagnvart
sóttinni hefur verið að breytast
undanfarna daga og er nú svo kom-
ið að margir þeirra sem ekki hafa
fengið sóttina í hús sitt vilja fá hana
sem fyrst svo hægt sé að hefja
áhyggjulausar útreiðar að nýju.
Hestamenn í þessum hópi telja
sýnt að ekki verði hjá henni komist
og úr því að ekki sé um lífshættu-
lega veiki að ræða sé illu best af
lokið. Hestamenn í hinum hópnum
telja hinsvegar betra að fara var-
lega meðan ekki er vitað með vissu
hvað um er að ræða.
En meðan bann við flutningi
hrossa út af sýktum svæðum er í
gildi verður óbreytt ástand frá því
sem nú er hvað samskipti milli
svæða varðar. Eftir því sem nær líð-
ur vori er hætt við að fari að fara
um þá sem standa að stóram sýn-
ingum og mótum. Stríðið stendur
nú um að halda sóttinni frá úti-
gangshrossum þar tál tíð batnar og
helst fram yfir köstun. Um það ríkir
full sátt og ætla má að allir leggist á
eitt um að svo verði. Má því búast
við áframhaldandi hömlum í sam-
gangi milli dreifbýlis og höfuðborg-
arsvæðisins fram á vor og jafnvel
lengur. Snemma í maí er ráðgert að
halda stórsýningu í reiðhöllinni í
Víðidal, sömu helgi verður árleg
sýning stóðhestastöðvarinnar og
rekur svo hver viðburðurinn annan,
flestir á suðvesturhominu. Hryssur
byrja að kasta í maí og era að fram
eftir sumri. Af þessu má ráða að
einhverjar hömlur verði við lýði
áfram.
En það era áhrif sóttarinnar á
landsmótshald sem valda mönnum
fyrir norðan og líklega víðar mest-
um áhyggjum. Hitasóttin getur
haft áhrif á úrtökumót fyrir lands-
mótið, ferðalög ríðandi manna á
mótið og komu erlendra gesta á
mótið og í versta falli gæti þetta
orðið til þess að ekkert landsmót
yrði haldið. Það yrði vissulega mik-
ið áfall fyrir hestamennskuna ef svo
illa færi. Gera má ráð fyrir að
hestamenn fari á næstu dögum að
funda um nýtt umhverfi hesta-
mennskunnar og glöggva sig á
stöðunni. En það sem mörgum þyk-
ir verst er sú óvissa sem ennþá rík-
ir um sóttina. Hvemig þróast hún
og hver verða áhrif hennar fram
eftir sumri?
Margir era uggandi um hvað
næstu mánuðir bera í skauti sér,
því miklir hagsmunir era í húfi hjá
mörgum aðilum og er þar nærtæk-
ast að nefna hrossaflutningabíl-
stjóra, tamninga- og jámingamenn,
hestaleigur, útflutningsaðila og
ferðaþjónustuna. En það er óvissan
sem ennþá ræður ferðinni og með-
an svo háttar til er vænlegast að
vona hið besta.
Færir fórnir vegna
hitasóttarinnar
Lét sýkt
trippi af
hendi til
krufningar
HELGI Eggertsson bóndi að
Kjarri í Ölfusi lagði vísindamönnum
á Keldum til eitt trippi, sem sýkst
hafði, til krufningar í gær. Sagði
Helgi að Páll Stefánsson dýralækn-
ir á Selfossi hefði tjáð sér að þeir á
Keldum hefðu lýst yfir miklum
áhuga á að fá sýkt hross til krafn-
ingar
Smitun hrossanna í Kjarri hefur
valdið Helga og dýralæknum
nokkram heilabrotum því fyrst
komu fram einkenni á útigangs-
hrossunum. Helgi segist strax hafa
lokað fyrir allan umgang aðkomu-
fólks við stóðið þegar fregnir bárast
af hitasóttinni á höfuðborgarsvæð-
inu. Því sé það nokkuð kynlegt að
einkenni komi fyrst fram í úti-
gangnum. í gær höfðu 23 af 48 úti-
gangshrossum veikst í Kjarri og
húshrossin vora að byrja að veikjast
í fyrrakvöld, að sögn Helga.
Hann sagðist hafa fylgst grannt
með útigangnum eftir að fór að bera
á veikinni og það hefði vakið athygli
sína hversu sperrt og frískleg
hrossin vora þótt þau væru komin
með hita. Sem dæmi nefndi hann
fyrstu verðlauna hryssu sem er með
fyli undan Orra og hann mældi ein-
ungis í öryggisskyni. A henni hafi
ekki verið neitt að sjá en hún reynd-
ist vera með 39,2 stiga hita. Hann
vildi benda mönnum á að kæmi upp
smit í útigangsstóði yrði að fylgjast
vel með þeim, því sum hver og lík-
lega flest hrossanna ætu þegar
þeim væri gefið en fljótlega færðu
þau sig frá sem væra komin með
hita.
MorgunblaðiyValdimar Kristinsson
HITASÓTTIN hefúr nú borist í öll hesthúsahverfi á höfuðborgarsvæð-
inu og voru Glaðheimar í Kópavogi eitt siðasta vígið til að falla. Hér
sjást tveir Gustfélagar, Bjarai Sigurðsson tamningamaður og Guð-
brandur Kjartansson læknir, á spjalli en Guðbrandur hafði misst einn
hitasóttarveikan hest úr garnaflækju nóttina áður.
Eindregið mælt gegn
notkun stíla í hross
„VIÐ VITUM að sjálfsögðu ekkert
hvaða áhrif stílar ætlaðir fólki hafa á
hross því engar rannsóknir hafa ver-
ið gerðar þar um, eftir því sem við
dýralæknar best vitum. Þess vegna
getum við engan veginn mælt með
því að hestamenn setji stíla í veika
hesta - þar sem engar vísindalegar
forsendur era fyrir hendi til þess,“
sagði Helgi Sigurðsson í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Síminn hafði ekki stoppað hjá hon-
um og eins var um aðra dýralækna á
höfuðborgarsvæðinu eftir að haft var
eftir Lillu Hjaltadóttur í hestaþætti í
Morgunblaðinu á þriðjudag, að hún
hefði sett stíla í þá hesta sem veikt-
ust af hitasóttinni hjá henni. Var
gjarnan spurt hversu marga stíla
ætti að setja í hvem hest eða hvar
væri hægt að fá þá. Helgi undirstrik-
aði að menn færa varlega í að gefa
hestum lyf sem ekki era ætluð hest-
^m. Slíkt gæti haft ófyrirsjáanlegar
afleiðingar. Hann sagði svo að end-
ingu að dýralæknar hefðu öðrum
hnöppum að hneppa um þessar
mundir en að svara fyrirspumum
um stfla í hesta.
I fyrrinótt var sýktur hestur í
Kópavogi aflífaður en hann hafði
fengið garnaflækju og var talið von-
laust að hægt væri að bjarga hestin-
um. Helgi dýralæknir sagðist ekki
vilja slá því fóstu að rekja mætti
þetta til hitasóttarinnar en hugsan-
lega sé hér um afleiðingu aukinnar
gamahreyfinga að ræða, sem sé
fylgifiskur hitasóttarinnar.
Vegna frásagnar í hestaþætti á
þriðjudag af hesti sem fluttur var
austur að Gýgjarhóli í Biskupstung-
um og sagt að hann hefði verið send-
ur þangað í tilraunaskyni vildi Sigur-
borg Daðadóttir dýralæknir að fram
kæmi, að þessi svokallaða tilraun hafi
verið gerð án hennar vitundar og
þetta hafi ekki verið eftir henni haft.
Öll hross búin að ná sér
og komin í þj álfun
segir Atli
Guðmundsson,
tamningmaður
EFTIR því sem næst verður
komist virðist smitsjúkdómurinn
fyrst hafa skotið upp koilinum á
Hestamiðstöðinni Dal í Mosfellsbæ.
Atli Guðmundsson tamningamaður
og reiðkennari og kona hans, Eva
Mandal, reka stöðina. Atli segir að
þegar þetta kom upp hafi hann
farið að hugsa um og fara yfir þær
varúðarráðstafanir sem hann
hefur tamið sér eftir að hann fór
að starfa mikið eriendis við
reiðkennslu - án þess þó að nokkuð
bendi til þess að veikin hafi borist
með honum frá útlöndum.
Til þessa hafi hann haft
sérstakar reiðbuxur, skó, hanska
og kuldagalla sem hann notí
einungis við störf eriendis. Að
öðru leytí noti hann sömu fötin
heima og erlendis, en það sé
ófrávfkjanleg regla að þvo öll föt
sem hann notar f ferðum sfnum
utanlands strax og heim er komið.
Atli var í Svíþjóð þegar fyrstu
hrossin veiktust í Dal 9. febrúar en
kom heim tveimur dögum seinna.
Hann hafði áður verið í Finnlandi
upp úr miðjum janúar. Atli segir
að eftir því sem næst verður
komist hafí engin veiki verið í
gangi í Finnlandi þar sem hann
dvaldi og því ekki hægt að rekja
þennan sjúkdóm til ferða hans
þangað. Hann bendir hins vegar á
að í Dal sé mikil umferð manna,
bæði Islendinga og útlendinga, og
hafi verið reynt að fara ofan f
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
VEIKIN virðist nú alveg gengin yfir í Hestamiðstöðinni Dal og eru
Atli og kona hans, Eva Mandal, komin á ný á fulla ferð f þjálfun hrossa
og eru þau hér ásamt stóðhestinum Hjálmari frá Vatnsleysu sem ber
þann sérkennilega lit sem kallast slettuskjóttur.
saumana á því hveijir hafa komið,
hvenær og hvaðan þeir komu.
Margar sögur hafa komist á
kreik og sagði Atli að ein þeirra
sem sér hefðu borist til eyma væri
á þá leið að Eva kona hans hafi
sótt hann út á Keflavíkurflugvöll
og hafi hann verið í reiðbuxunum
sem hann notaði erlendis. Þaðan
hafi þau farið beint upp í Dal í
hesthúsið og þannig hafi smitið
komist af stað. Svona sögur séu að
sjálfsögðu ekki svaraverðar.
Veikin virðist nú alveg gengin
yfir f Dai. Sfðast mældist hiti f
hrossi kringum 20. febrúar. 011
hross eru búin að jafna sig en Atli
sagðist fara varlega í þjálfun
þeirra. Þau væra að vísu frísk og
full af orku, svo ætla má að þetta
hafi haft lftíl áhrif á þau.
Það eina sem hamlar eðlilegri
starfsemi hjá Atla og Evu er að
ekki er hægt að skipta út hrossum
og fá ný til þjálfunar eins og til
stóð. Flest þeirra hrossa sem um
ræðir era af höfuðborgarsvæðinu
og vonaðist Atli til að fljótlega yrði
leyfður samgangur iunan svæðis-
ins þar sem veikin væri kominn f
öll hesthúshverfin á svæðinu.
Hann tók þó fram að þótt veikin sé
gengin yfir í Dal telji hann
áríðandi að botn fáist í þetta mál.
Hvað sé hér á ferðinni, hvaðan
veikin kemur og hvaða áhrif þetta
hafi hafi á hestamennskuna á
næstu vikum og mánuðum.