Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 17
FRÉTTIR
Formaður verkalýðsfélags Norðfirðinga
Ekkert gerst í sam-
einingarmálum
AÐ SÖGN Jóns Inga Rristjánsson-
ar, formanns Verkalýðsfélags Norð-
fírðinga, eru engar viðræður í gangi
um sameiningu verkalýðsfélaga á
Austfjörðum, „I rauninni hefur ekk-
ert gerst annað en það sem rætt hef-
ur verið á þingum Alþýðusambands
Austuriands," segir hann.
Fram kom í frétt Morgunblaðsins
af sameiningarviðræðum í verka-
lýðshreyfingunni fyrir skömmu að
mikil umræða hefði átt sér stað um
sameiningarmál á Austurlandi en á
síðasta þingi Alþýðusambands Aust-
urlands var samþykkt að skoða
möguleikann á því að stofna eitt fé-
lag fyrir allt svæðið. Að mati Jóns
Inga er mismikill áhugi á samein-
ingu milli félaga. „Við förum ekki að
leggja niður þjónustu á einum stað
til að setja hana upp á öðrum stað,“
sagði hann.
„Það er ekkert sem knýr á um að
við í Neskaupstað sameinumst öðr-
um félögum. Aftur á móti erum við
tilbúnir í viðræður um að taka við
öðrum félögum ef þeir vilja samein-
ast okkur.“
Morgunblaðið/Ásdís
Samningur
um Iðnó
undirritaður
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri og Magnús Geir
Þórðarson, iistrænn stjórnandi
Iðnó, undirrituðu samkomulag
milli Reykjavíkurborgar og Iðnó
ehf. um rekstur hússins á mið-
vikudag. Samkvæmt samningn-
um mun Iðnó ehf. reka alhliða
menningarhús í Iðnó án opin-
berra styrkja. Gert er ráð fyrir
að húsið verði opnað í lok apríl
og sagði Magnús Geir að rekin
yrði kraftmikil menningarstarf-
semi í húsinu í samstarfi við fjöl-
marga ólfka aðila.
Borgarverkfræðingi hefur ver-
ið falið að leggja mat á breytta
landnotkun i Norðlingaholti eða
í Höllum, úr íbúðabyggð í at-
hafnasvæði.
Norðlingahoit
eða Hallar
Breyting á
landnotkun
metin
BORGARRÁÐ hefur samþykkt til-
lögu borgarstjóra um að fela borgar-
skipulagi í samvinnu við borgarverk-
fræðing að leggja mat á kosti þess
og galla að breyta landnotkun í
Norðlingaholti eða í Höllum, úr
íbúðabyggð í athafnasvæði.
í greinargerð með tillögunni segir
að mikil eftirspurn hafi verið eftir at-
vinnulóðum í Reykjavík undanfarna
mánuði. Mun meiri en fyrirséð var
við vinnslu Aðalskipulagsins. í ljósi
þess sé mikilvægt að skoða mögu-
leika á athafnasvæðum í borginni
þar til hægt verði að skipuleggja og
úthluta lóðum á framtíðarsvæðum en
besti kosturinn til framtíðar sé Geld-
inganes-Eiðsvík.
Á fundinum bókuðu borgarráðs-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að til-
laga borgarstjóra væri sú sama og
sjálfstséðismenn kynntu á blaða-
mannafundi s.l. fóstudag að lögð yrði
fram á fundinum. Ekki sé ástæða til
að elta ólar við vandræðalegar til-
raunir R-listans til að hylja forystu-
leysi og hugmyndaleysi í brýnum
hagsmunamálum borgarbúa.
I bókun borgairáðsfulltrúa R-lista
segir að sjálfstæðismenn hafi ekki
kynnt eðá boðað borgarfulltrúum
sérstakan tillöguflutning um þetta
mál. Hefðu sjálfstæðismenn litið svo
á að um stefnumótandi tímamótatil-
lögu væri að ræða hefðu þeir átt að
setja hana á dagskrá borgarstjómar
en ffestur til þess hafi runnið út sl.
mánudag.
í síðari bókun Sjálfstæðisflokksins
er þvi haldið fram að R-listinn hafi
engin ný atvinnusvæði skipulagt á
tímabilinu og því séu atvinnulóðir
nánast uppurnar í borginni.
Kf' V%\ y&i , „JÍL
produc^stevEN spi elberg
DEBBIE ALLEN COLÍN WILSON"
WWTI1?DAV1D FRANZONl ÍMI
d,rectb?STEVEN SPIELBERG M »
tmrrFO
INTCRNAJlONAt
PICTURES
www.amistad-thefUm.CQm