Morgunblaðið - 06.03.1998, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.03.1998, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 17 FRÉTTIR Formaður verkalýðsfélags Norðfirðinga Ekkert gerst í sam- einingarmálum AÐ SÖGN Jóns Inga Rristjánsson- ar, formanns Verkalýðsfélags Norð- fírðinga, eru engar viðræður í gangi um sameiningu verkalýðsfélaga á Austfjörðum, „I rauninni hefur ekk- ert gerst annað en það sem rætt hef- ur verið á þingum Alþýðusambands Austuriands," segir hann. Fram kom í frétt Morgunblaðsins af sameiningarviðræðum í verka- lýðshreyfingunni fyrir skömmu að mikil umræða hefði átt sér stað um sameiningarmál á Austurlandi en á síðasta þingi Alþýðusambands Aust- urlands var samþykkt að skoða möguleikann á því að stofna eitt fé- lag fyrir allt svæðið. Að mati Jóns Inga er mismikill áhugi á samein- ingu milli félaga. „Við förum ekki að leggja niður þjónustu á einum stað til að setja hana upp á öðrum stað,“ sagði hann. „Það er ekkert sem knýr á um að við í Neskaupstað sameinumst öðr- um félögum. Aftur á móti erum við tilbúnir í viðræður um að taka við öðrum félögum ef þeir vilja samein- ast okkur.“ Morgunblaðið/Ásdís Samningur um Iðnó undirritaður INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Magnús Geir Þórðarson, iistrænn stjórnandi Iðnó, undirrituðu samkomulag milli Reykjavíkurborgar og Iðnó ehf. um rekstur hússins á mið- vikudag. Samkvæmt samningn- um mun Iðnó ehf. reka alhliða menningarhús í Iðnó án opin- berra styrkja. Gert er ráð fyrir að húsið verði opnað í lok apríl og sagði Magnús Geir að rekin yrði kraftmikil menningarstarf- semi í húsinu í samstarfi við fjöl- marga ólfka aðila. Borgarverkfræðingi hefur ver- ið falið að leggja mat á breytta landnotkun i Norðlingaholti eða í Höllum, úr íbúðabyggð í at- hafnasvæði. Norðlingahoit eða Hallar Breyting á landnotkun metin BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu borgarstjóra um að fela borgar- skipulagi í samvinnu við borgarverk- fræðing að leggja mat á kosti þess og galla að breyta landnotkun í Norðlingaholti eða í Höllum, úr íbúðabyggð í athafnasvæði. í greinargerð með tillögunni segir að mikil eftirspurn hafi verið eftir at- vinnulóðum í Reykjavík undanfarna mánuði. Mun meiri en fyrirséð var við vinnslu Aðalskipulagsins. í ljósi þess sé mikilvægt að skoða mögu- leika á athafnasvæðum í borginni þar til hægt verði að skipuleggja og úthluta lóðum á framtíðarsvæðum en besti kosturinn til framtíðar sé Geld- inganes-Eiðsvík. Á fundinum bókuðu borgarráðs- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins að til- laga borgarstjóra væri sú sama og sjálfstséðismenn kynntu á blaða- mannafundi s.l. fóstudag að lögð yrði fram á fundinum. Ekki sé ástæða til að elta ólar við vandræðalegar til- raunir R-listans til að hylja forystu- leysi og hugmyndaleysi í brýnum hagsmunamálum borgarbúa. I bókun borgairáðsfulltrúa R-lista segir að sjálfstæðismenn hafi ekki kynnt eðá boðað borgarfulltrúum sérstakan tillöguflutning um þetta mál. Hefðu sjálfstæðismenn litið svo á að um stefnumótandi tímamótatil- lögu væri að ræða hefðu þeir átt að setja hana á dagskrá borgarstjómar en ffestur til þess hafi runnið út sl. mánudag. í síðari bókun Sjálfstæðisflokksins er þvi haldið fram að R-listinn hafi engin ný atvinnusvæði skipulagt á tímabilinu og því séu atvinnulóðir nánast uppurnar í borginni. Kf' V%\ y&i , „JÍL produc^stevEN spi elberg DEBBIE ALLEN COLÍN WILSON" WWTI1?DAV1D FRANZONl ÍMI d,rectb?STEVEN SPIELBERG M » tmrrFO INTCRNAJlONAt PICTURES www.amistad-thefUm.CQm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.