Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hitaspttin breiðist hægt og sígandi út íslensklr hestamenn hafa lengi slátað af j)ví að vera með hrossastofn sem laus væri við alla smitsjukdóma. Hægt og bitandi UPP með stertinn, borgarstjóri. Nú verður myndað í bak og fyrir ef þú er að þvælast um borg og bý á ijársjúkri merinni í bruna gaddi... Minnisvarði til heiðurs Konrad Maurer TIL stendur að reisa minnisvarða til heiðurs íslandsvininum Konrad Maurer hinn 29. apríl næstkom- andi á leiði hans í Miinchen í Þýskalandi en þá eru liðin 175 ár frá fæðingu hans. Minnisvarðinn er kostaður af Ferðafélagi Islands en ritnefnd Ferðafélagsins hefur unnið að framkvæmd verksins. Þá hafa sendiherra Islands í Þýskalandi, Ingimundur Sigfússon, og Christi- an Ude, yfirborgarstjóri Munchen borgar, haft umsjón með að verkið nái fram að ganga í Þýskalandi. Að sögn Jóhanns J. Ólafssonar stórkaupmanns, sem er einn þeirra manna sem hafa haft for- göngu í þessu máli, hefur ekki enn verið ákveðið hver muni afhjúpa minnisvarðann en nöfn yfirborgar- stjórans og Dr. Kurt Schier sem mikið hefur unnið að framgangi út- gáfu á ritum Maurer hafa verið nefnd. Ferðabók Maurers gefín út í fyrra Þýski lagaprófessorinn Konrad Maurer er Islendingum að góðu kunnur en rit um ferðalög hans hér á landi kom út í fyrra á vegum Ferðafélags Islands. Bókin heitir Islandsferð 1858 og er í þýðingu Baldurs Hafstað. Hún er talin ein merkasta lýsing þessa tíma á Is- lensku samfélagi, menningu og náttúru en tilviljun ein réð því að handrit bókarinnar fannst. Það reyndist liggja í skókassa í kjallara hjá einum afkomanda Maurers í Þýskalandi og fannst fyrir 26 ár- um. Maurer var mikill vinur Jóns Sigurðssonar forseta og áttu þeir lengi vel í bréfaskriftum. Hann var einn helsti brautryðjandi nútíma- legra rannsókna á íslenskum forn- sögum og aflvaki íslenskrar þjóð- sagnasöfnunar. Morgunblaðið/Árni Sæberg STEINSMIÐJA Sigurðar Helga- sonar smfðaði minnisvarðann. Hér má sjá Ólaf Þorbjörnsson við minnisvarðann en hann sá um smíði og hönnun steinanna. Laxasalat, 140 ml Newmans Say Cheese pastasósa, 397 gr w 169-“ Ysu naggar, 370 gr : AHir daqar eru tilbodsdagar lijá okkur ~ — j -- ^ . ,$0 I LEIÐINNI HEIM • UM LAND ALLT Samkeppni um hönnun minjagripa Viljum örva ný- sköpun og auka fjölbreytni SAMKEPPNI um hönnun minjagripa stendur nú yfir á vegum iðnaðarráðu- neytisins í tengslum við verkefnið „átak til atvinnu- sköpunar". Samkeppnin snýst um hönnun minjagripa fyrir íslenska og erlenda ferðamenn í samvinnu við Handverk og hönnun, sem er annað verkefni á vegum forsætisráðuneytisins. Verkefnisstjóri er Guðrún Hannele Henttinen starfs- maður Handverks og hönn- unar og segir hún markmið- ið með samkeppninni að efla nýsköpun og fá fram meiri fjölbreytni í gerð minjagripa handa ferðamönnum á Is- landi. Þátttakendur eru hvattir til þess að skilgreina hug- takið vítt að hennar sögn og líta á minjagrip sem hlut sem ferða- maður kaupir til minningar um ferð, stað eða stund, hvort sem um er að ræða nytjahlut eða hlut til skrauts. Hugmyndum skal skila í frumgerð og má tillagan ekki hafa sést opinberlega áður. Ailar tegundir efnis eru leyfileg- ar og skilafrestur tillagna rennur út 17. apríl 1998. Að samkeppninni lokinni verð- ur haldin sýning á verðlaunuðum og athyglisverðum tillögum í byrjun maí. Veitt verða þrenn verðlaun; 500 þúsund króna, 300 þúsund króna og 200 þúsund króna. Auk þess verða veitt 100 þúsund króna verðlaun fyrir at- hyglisverðustu tillöguna úr end- urunnu eða endurnýttu efni. - Hvers konar hlutum er verið að fiska eftir með þessari sam- keppni? „Við erum fyrst og fremst að hugsa um að örva nýsköpun því þörfm fyrir nýja hluti á markað er stöðug. Tilgangurinn er líka sá í og með að fá fólk til þess að velta fyrir sér hugtakinu minja- gripur upp á nýtt. Tímamir eru breyttir í dag og minjagripur er orðinn mikið meira en lítill skrautmunur. Hann getur verið nytjahlutur, flík og margt fleira. Minjagripur er í raun bara hlutur sem maður kaupir til minja um einhverja ferð, stað, viðburð eða eitthvað slíkt. Okkar von er sú að fólk taki þátt í sam- keppninni með opnum huga og einskorði sig ekki við gömlu skil- greininguna ef svo má að orði komast. Samkeppnin er opin öll- um sem vilja taka þátt og engar takmarkanir varðandi hráefni, stærð eða verðflokk. ----------- Því má búast við að fjölbreytnin verði mik- il.“ - Hefur slík sam- keppni verið haldin áð- ur? „Við vorum með samkeppni ár- ið 1994 en þá var markmiðið líka að fólk notaði íslenskt hráefni. Slíkt skilyrði er hins vegar ekki sett nú. Þátttakan var mjög góð fyrir fjórum árum því við fengum 410 tillögur." - Þykir fjölbreytnin ekki nægi- legt á íslenska minjagripamark- aðinum? „Fjölbreytnin hefur aukist mjög mikið undanfarin ár en bet- ur má ef duga skal. Það þarf sí- fellt að eiga sér stað endumýjun á hlutum.“ - Hafa íslenskir minjagripir valdið óánægju? „Fólk vill gjarnan kaupa hluti Guðrún Hannele Henttinen ► Guðrún Hannele Henttinen fæddist í Reykjavík árið 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1976 og prófi í hand- menntakennslu frá Kennarahá- skóla Islands árið 1985. Guðrún lagði stund á framhaldsnám 1 kennslufræði handmennta í Finnlandi 1989-1991 og lauk í vor námi í útflutnings- og mark- aðsfræðum frá Endurmenntun- ardeild Háskóla íslands. Hún leggur nú stund á meistaranám í uppeldis- og menntunarfræði í Háskólanum með starfi sínu. Guðrún hefur verið verkefnis- stjóri Handverks og hönnunar frá 1994. Hún er gift Karli Alv- arssyni flugumferðarstjóra og lögfræðinema á síðasta ári og eiga þau fjögur börn. „Sérstökum handverksgall- eríum hefur fjölgað mikið“ sem minnir á staðinn sem það heimsækir. Hluturinn getur minnt á tiltekna sögu, menningu eða eitthvað í náttúru viðkomandi staðar og við viljum gjaman sjá meira af slíkum hlutum á mark- aði. Nokkrir staðir á landsbyggð- inni hafa teldð sig til og látið hanna fyrir sig hluti sem tengjast þeim sérstaklega sem mér finnst skemmtilegt. Byggt er á ákveðn- um hefðum eða menningararfi, aðferðum í handverki eða þess háttar. Vestfirðir eru ágætt dæmi en þar tíðkast sérstakt prjónamynstur svokallað laufa- viðarmynstur sem þekkt er í vettlingum. Slíkt framtak finnst okkur jákvætt." - Hverjir leggja helst fyrir sig minjagripagerð? „Það er alls kyns fólk, listhand- _________ verksmenn og hand- verksmenn eða aðrir sem eru síður að huga að handverki en meira í fjöldaframleiðslu. Margt handverks- og listhandverksfólk hef- ur minj agripagerð sem aukabú- grein meðfram stærri verkefn- um. Sérstökum handverksgallerí- um hefur fjölgað rnikið." - Hvað eru margir starfandi i þessari grein og hversu miklum fjárhæðum veltirhún? „Við höfum ákveðnar hug- myndir um það. í gagnabanka Handverks og hönnunar eru um 500 manns sem sinna þessu að meira eða minna leyti. Einnig er- um við að fara að senda út spurn- ingalista til þess að kanna þetta nánar svo við fáum betri mynd af því hver fjöldinn er og hversu miklu þessi grein skilar þjóðar- búinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.