Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 55 i i í i i i Í 1 i 1 í í <1 4 4 4 4 4 4 4 0 : 4 4 4 4 í! I 4 Neyðarkall Um Sjómanna- skólann Frá Sigurði Guðjónssyni: EG FINN mig knúinn til að leggja góðu málefni lið ef ske kynni að ég gæti ýtt við þeim þúsundum manna sem hafa fengið góðan bata við end- urhæfingu á Grensásdeildinni síðast- liðin 25 ár, en nú í vor eru einmitt 25 ár síðan hún tók til starfa. Það vill svo til að í lok mars eru 24 ár síðan ég var lagður þar inn, þá lamaður upp að mitti, eftir stóra mænuskurðaðgerð. Þar tókst þeim ágætu sjúkraþjálfurum, sem þar unnu, að koma mér á tvær hækjur eftir 4 og hálfs mánaðar þjálfun. Ég gat unnið ýmis létt störf, en eftir 9 og hálft ár var ég orðinn svo bilaður í öxlum og hnjám að ég varð að fá hjólastól og nú er langt liðið á 15. ár- ið síðan. Þó hef ég alltaf fengið sjúkraþjálfun þar í nokkrar vikur á hverju ári og haft mjög mikið gagn af því. Ég er sannfærður um að ég væri löngu orðinn langlegusjúkling- ur ef ég hefði ekki notið þessarar þjálfunar. Síðast var ég þar tæpar 5 vikur nú nýlega og alltaf hef ég feng- ið þar talsverða og stundum mikla heilsubót. Síðustu árin, eða eftir að Sjúkrahús Reykjavíkur var stofnað með samruna margra heilbrigðis- stofnana, hefur sífellt hallað undan fæti með rekstur Grensásdeildarinn- ar, því fljótt komu upp hugmyndir hjá stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur að leggja endurhæfmgardeildina á Skoðana- skipti í Dagsljósi Frá Einari Þorsteini: í UMRÆÐUÞÆTTI um óhefð- bundnar lækningar hinn 17. febrúar síðastliðinn kom fram að undirritað- ur hefur sent Landlækni, Ólafi E. Ólafssyni, erlendar upplýsingar um nokkur mál sem að hans mati gætu skipt heilsu þjóðarinnar meginmáli. En einnig kom fram að sá mæti emb- ættismaður kannaðist ekkert við þær sendingar. Hér mun áreiðan- lega um að kenna minnistapi. Engu að síður telur undirritaður ástæðu til þess að fylgja þessu máli eftir. „Því erum við ekki að skrifa íslandssög- una á hverjum degi...“ eins og enn annar mætur maður komst svo fim- lega að orði. í skjölum mínum er merkt við þrjár sendingar til Land- læknisembættisins af þessu tagi: 1) Október 1993 Efni: Rafsegulmengun. - Tilvitnun í Dr. Cyril Smith, sameindasérfræð- ing á sviði lifandi vera við Salford- háskólann í Englandi. Hann varar m.a. við breyttu hegðunarmynstri fólks af þessum orsökum. 2) September 1995 Efni: Gervisætuefnið Aspai'tame. - Tilvitnun í Dr. Erik Millhouse frá vísindasögustofnun háskólans í Sur- rey. Hann varar sérstaklega við því hvernig var farið að því að sam- þykkja þetta skaðlega gerviefni í Bandaríkjunum. Það er nú komið í alla sykursnauða gosdrykki hér á landi án innlendrar vísindaskoðunar. - Bandarískir læknar vara eindregið við því að þungaðar konur neyti þessa efnis. 3) Janúar 1997 Efni: Yfilit yfir ónæmisstyrktarlyf- ið 714X. - Tilvitnun í Dr. Daniel Sdicu líffræðing frá C.O.S.E. í Quebec Kanada. Skýrsla hans fjallar um notkun lækna og árangur þessa nýja lyfs gegn krabbameini í Kanada. Auk lýsinga á meðferðinni sjálfri. - A þetta síðasta minntist undirritaður í umræddum sjónvarpsþætti. Ég þykist viss um að Ólafur land- læknir er sammála mér um það að í stað þess að finna óvini og kukl í hverju horni eða láta lærdómshroka sinn byrgja sér sýn; væri ekki nær að allir þeir sem yfir upplýsingum búa, t.d. utan frá hinum stóra heimi, sem geta komið heilsu almennings að gagni, komi þeim á framfæri? En það er ekki nóg að vilja... það þarf einnig að gera. EINAR ÞORSTEINN, hönnuður. Grensási niður. Þó hefur oftast verið margra mánaða biðlisti á Reykja- lundi og einnig á Grensásdeildinni. Vegna þessarar stöðugu óvissu um rekstur Grensásdeildarinnar hefur reynst svo erfitt að fá starfsfólk þangað, einkum hjúkrunarkonur, að nú eru sjúkrarúm deildarinnar, sem eru 60, ekki nýtt nema rúmlega að hálfu leyti. Sjúkraþjálfararnir hafa þó flestir þraukað en meirihluti þeirra er búinn að starfa þar 10-20 ár og svo hafa ein eða tvær bæst við. Allt eru þetta úrvals sjúkraþjálfarar, en þær gætu þjálfað miklu fleiri sjúklinga. Sama má segja um lækn- ana, þeir gætu annast miklu fleiri sjúklinga eða þá 60 sem húsið rúmar. Fyrstu 15-20 árin sem stofnunin var rekin var hvert einsta rúm skipað, þ.e.a.s. húsið og starfskraftar full- nýttir. Oft kom fyrir að allt að 10 rúm voru á göngunum fyrir sjúk- linga utan úr bæ, sem voru dagsjúk- lingar og þurftu að hafa aðstöðu til að hvíla sig milli erfiðra æfinga. Samt voru oftast margir á biðlista. Svo stórbatnaði aðstaðan þegar full- komin æfingasundlaug var tekin í notkun þar og mér er sagt að það sé einhver fullkomnasta endurhæfinga- sundlaug á Norðurlöndum. Það er mikil synd að fullnýta ekki þá góðu aðstöðu sem er á Grensási. Þar hafa þúsundir manna dvalið lengri eða skemmri tíma og mikill meirihluti, sem þar hefur verið, hefur fengið mikla heilsubót og hefur komist aft- ur út á vinnumarkaðinn og fjölda- margir fengið það mikla bót meina sinna að þeir hafa getað séð um sig sjálfir og haldið heimili. Þetta hvort tveggja hefur sparað þjóðfélaginu mjög háar fjárhæðir og ég efast um að margar stofnanir hafi borgað sig betur þegar á allt er litið. Ennfrem- ur hefur þessi stofnun veitt þúsund- um manna mikla gleði því margan sjúklinginn hef ég séð, sem kom þar inn svo mikið veikur eða slasaður að mér þótti nær óhugsandi að hægt væri að hjálpa honum til nokkurrar heilsu. Ég tel mig hafa orðið vitni að algerum kraftaverkum þar. Frá Grensásdeildinni hafa margir farið glaðir og með þakklátum huga og eignast nýja von um heilbrigt líf. Þar hefur alla tíð starfað samhent og ein- vala lið. Ásgeir B. Ellertsson hefur verið yfirlæknir frá upphafi, ég get ekki látið hjá líða að minnast sér- staklega á þann mikla mannvin og drengskaparmann. Nú skora ég á alla þá mörgu sem hafa dvalið á Grensásdeildinni að stofna Vinafélag Grensásdeildar. Ég er nú orðinn gamall og einnig svo mikið fatlaður að ég á ekki hægt með að mæta á stofnfund væntanlegs félags. En til- valið væri að nota 25 ára afmælið til þess að hrinda þessu máli í fram- kvæmd. Ég trúi ekki fyrr en ég reyni, að ekki sé fjöldi manna sem vill leggja hönd á plóginn, þeir sem hafa verið á Grensásdeildinni og fengið þar mikla eða fulla heilsubót. Stöndum öll saman og stofnum Vina- félag Grensásdeildar fyrir eða í síð- asta lagi á 25 ára afmæli stofnunar- innar. Einhver dugandi drengskap- armaður þarf að hafa forgöngu að fé- lagsstofnuninni og æskilegt væri að nokkrir væntanlegir félagsmenn kæmu saman til að semja drög að lögum fyrir félagið. Ykkur er vel- komið að hafa samband við mig í síma 4711698 eða skrifa mér línu. Ég er tilbúinn að leggja þessu máli það lið sem ég get. Heimilisfang mitt er Arskógar 20b, Egilsstöðum. Mér fyndist fara vel á því að við gæfum Grensásdeildinni einhverja peninga- upphæð á afmælinu. Það þyrfti ekki að vera stór upphæð en sýndi eigi að síður að við kunnum að meta það sem þar var gert fyrir okkur. Kæru vinir, stöndum nú saman og sýnum manndóm og drengskap. Til allra velunnara Grensásdeild- arinnar. Með bestu kveðjum. SIGURÐUR GUÐJÓNSSON, Árskógum 20b, Egilsstöðum. Frá Þórunni Maggý Guðmundsdóttur: ÉG SÉ að einu sinni enn er verið að tala um Sjómannaskólann og að menntamálaráðherra, Bjöm Bjarna- son, vill að það verði athugað seinna hvað má gera. Þessi orð hans eru svo augljós. Ég spyr þennan háttvirta ráðherra hvort honum finnist það í lagi að alþingishúsið verði gert að prestaskóla af því að Dómkirkjan er svo nálægt, svona til hagræðingar. Er engin virðing borin fyrir sjómönnum þessa lands sem hafa haldið landinu á floti alla tíð? Hvar stæðum við ef ekki væru sjómennimir okkar tilbúnir til að fórna lífi og limum fyrir starf sitt og hafa margir hverjir, einnig vegna starfsins, orðið af öllu venjulegu heimilislífi. Vilduð þér, Björn Bjama- son, vera í burtu frá fjölskyldunni í 30-40 daga og fá 1-2 daga fri á milli túra? Utivistin getur verið enn lengri þótt ekki sé hún eins og þegar siglt var á Grænlandsmið og ferðin stóð jafnvel í þrjá mánuði eða lengur og síðan var siglt með fiskinn. Þá þekktu bömin ekki pabba sinn þegar hann kom heim. Mér er kunnugt um að síð- an frystitogaramir komu til sögunnar geti túrinn orðið ansi langur þannig að það em enn í dag langir túrar. Ég er úr sjómannafjölskyldu svo ég veit hvað ég er að tala um. Pabbi minn og báðir bræður vom sjómenn, skipstjórar sem sóttu þennan virðu- lega skóla, og nú viljið þér, Björn Bjamason, afhenda Kennaraháskól- anum húsnæði hans. Ég á líka fimm syni sem allir hafa sótt sjóinn og þjónað sínu landi á þann hátt og margar hafa and- vökunætumar verið þegar veðrið lamdi rúðurnar svo að hrikti í eða ís- ingin var mikil og maður vissi að drengirnir stóðu og lömdu ísinn af lín- unni tíl að báturinn sykki ekki undan þunganum. Pabbi minn fórst þegar ég var 12 ára, sjórinn tók hann eins og svo marga aðra vaska syni þessa lands. En þrátt fyrir fjarvistir frá heimili og hættur sem fylgja sjósókn hafa ungu mennirnir okkar dug og djörfung til að halda áfram að stunda þetta starf, starf sem þeir er aldi-ei hafa migið í saltan sjó skilja ekki. Það þarf kjark og fómiysi til að vera í burtu frá konu og börnum mest megnis alla ævina að ekki sé nú talað um konuna sem verður að vera bæði móðir og faðir barnanna. Nei, þannig er nú þetta og þér og yður líkar skiljið ekki hvað er verið að tala um. Það ætti að skylda þá, sem aldrei hafa verið til sjós en em samt að reyna að semja um ýmnis kjör er varða sjómannsstarfíð, bæði peninga- lega og virðingarlega, til að fara túra á sjóinn, þá yrðu þeir ef til vill betur í stakk búnir til að semja um kjör sjó- manna. Ég segi: Þið ráðamenn þessarar þjóðar, sýnið í verki hversu mikið þið metið sjómannsstarfið og það sem það færir þjóðinni. Látið Sjómanna- skólann standa sem tákn um samein- ingu þjóðarinnar, gerið hæðina sem hann stendur á að fógrum stað sem verður til fyrirmyndar og ber af í borginni okkar. Hvar værum við stödd ef enginn vildi sækja sjóinn? Ég skora á ykkur að virða þá sem stunda þennan undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Um leið og ég bið guðs hönd að stýra sjómönnunum okkar bið ég öll- um landsmönnum blessunar og frið- ar. ÞÓRUNN MAGGÝ GUÐMUNDSDÓTTIR. — ■ A.CRRISMH Bensíneyðsla -20% HEKLA Afl COa loftmengun 20 Þú getur ekið Mitsubishi Carísma GDI allt að 1000 km á einni tankfytlingu*. Hin glæsilega og ríkulega útbúna Carisma GDI státar af bensínhreyfli með strokkinnsprautun, sem ieiðir af sér allt að 20% minni eldsneytiseyðslu. Mitsubishi Carisma einstök bifreið á ótrúlegu verði! *EySsla mlðað v/ð lafnan akstur á 90 km/klst á lafnslétcu. MITSUBISHI -t mttdum metwn !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.