Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ |^14 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 “ AÐSENDAR GREINAR Aukin þjónusta - við minnisskerta sjúklinga 0 í DAG verður opnuð eining innan Öldrunar- lækningadeildar Sjúkrahúss Reykjavík- ur, sem þjóna mun ein- staklingum með sjúk- dóma er íyrst og fremst valda skerðingu á minni og því ástandi sem kall- að hefur verið heilabil- un, en algengastur þeirra er svo kallaður Azheimers sjúkdómur. Með stofnun þessarar einingar næst tvennt. Annars vegar er sam- þætt ýmis þjónusta sem fram að þessu hefur verið aðskilin og hins vegar er bryddað upp á nýjung sem er svonefnd minnismóttaka. Minnismóttaka dóminn á byrjunarstigi. Þó er rétt að vara við of mikilli bjartsýni því þau lyf sem koma á markað á allra næstu árum eru ekki mikilvirk, en þau eru þó byrjunin. Stund- um finnast sjúkdómar sem unnt er að lækna að nokkru eða öllu leyti og stundum kemur í Ijós að gleymskan telst eðlileg. Minnismóttakan hef- ur verið opin í tilrauna- skyni um nokkurt skeið og því komin nokkur reynsla sem nýtist nú þegar tilvera hennar verður kunngerð. Þjónustukeðja vegna heilabilunar Þegar aldurinn færist yfir vill minnið fara að bresta. Hvenær er það eðlilegt og hvenær er það byrj- ■wi á erfiðum sjúkdómi sem að lok- Minnismóttaka hefur veríð opin í tilrauna- skyni um nokkurt skeið, segir Jón Snæ- dal. Þar fer fram grein- ing á ástandinu. "^m rænir einstaklinginn hæfileikan- um að muna nokkum hlut og verða alveg háður öðrum um allar athafnir daglegs lífs? Margir velta þessu íyr- ir sér og hafa af því áhyggjur, stundum vegna þess að þetta hafa orðið örlög nákomins ættingja. í sumum tilvikum virðist viðkomandi einstaklingur lítið taka eftir gleymsku sinni eða afneita henni og eru það því nánustu skyldmenni eða maki sem verða að bregðast við. Meiri ástæða er til að bregðast við ef menn eru enn á besta skeiði (50- 70 ára) en þegar aldurinn er farinn að færast yfir, enda algengara að vægt minnistap geri vart við sig eft- ir sjötugt en áður. Ef gleymska er ggtfarin að hafa áhrif á daglegt líf er ástæða til að athuga sinn gang, en viðkomandi einstaldingur og fjöl- skylda hans eru helzt dómbær á það hvenær þetta er orðið að vandamáli. Eðlilegt er þá að snúa sér til síns 'neimilislæknis sem metur ástandið í byrjun og gefur ráðleggingar um það hvort ástæða sé til að skoða ástandið nánar. Nærtækt er þá að vísa á minnismóttöku Öldrunar- lækningadeildarinnar á Landakoti, en einnig sinna taugasjúkdóma- læknar, öldrunarlæknar og geð- læknar greiningu á þessu vanda- máli. Minnismóttakan sækir fyrirmynd sína til nágrannalanda okkar í austri tyg vestri. Þar fer fram skipulögð at- hugun á minnistapi og breytingum á öðrum svokölluðum vitsmunalegum þáttum svo sem skertri tjáningu, persónuleikabreytingum og skertum hæfileika til ýmissa athafna. Venju- lega kemur hver einstaklingur tvisvar. í fyrra sinnið hittir hann lækni, hjúkrunarfræðing og félags- ráðgjafa og er þá ástandið kannað, hvers eðlis það er, á hvaða stigi það er og fyrstu hugmyndir um orsakir vakna. Fram að næstu komu fara fram þær rannsóknir sem ástæða þykir til að gera og er miðað við að iðurstöður þeirra liggi þá íyrir. í seinni komunni er greint frá því hver niðurstaða rannsóknanna er og hvað sé unnt að gera og fullyrða má að nánast alltaf er eitthvað hægt að taka til bragðs. Það er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga að nú þegar hillir undir að lyf við Alzheimers ggjúkdómi verði skráð hér á landi er ^roikilvægara en áður að greina sjúk- Gleymska getur þróast í alvar- legra ástand er kallað hefur verið heilabilun (dementia). Astandið er ekki unnt að lækna, en mikilvægt er að lifa með vandamálinu og njóta sín sem best og tekst það oft furðu vel. Til þess að svo megi verða þarf að koma til móts við vandann eins og hann er hverju sinni, en það er mis- jafnt eftir því hversu langt sjúk- dómsástandið er gengið. Við höfum kosið að tala um þjónustukeðju því oft þarf að nota hvem hlekkinn á fætur öðrum. Fyrsti hlekkurinn er utan vébanda deildarinnar, en það er heimilislæknirinn sem fyrst er haft samband við. Ef hann metur það svo vísar hann viðkomandi áfram til greiningar á minnismót- töku. Hann og hjúkrunarfræðingar á heilsugæzlustöðvum eru þó oftast nær í einhverjum tengslum við sjúk- linginn áfram. A minnismóttöku fer fram grein- ing á ástandinu. Síðar er eðlilegt að nýta aðra af þeim tveimur dagvist- um sem deildin er í tengslum við, en þar fer fram endurhæfing auk þess sem sjúklingur og aðstandendur hans fá þar ýmsan stuðning. Þegar ekki er unnt að dvelja lengur heima kemur til greina að fara á stoðbýhð sem deildin er í tengslum við ellegar á dvalarheimili eða hjúkrunarheim- ili. A þessum tíma, sem oftast er mörg ár, getur þurft innlögn af ýms- um ástæðum og er þá möguleiki á að nýta legudeildirnar tvær sem eru á Landakoti. Kostirnir við að samþætta þjón- ustuna eru margvíslegir. Sérþekking starfsfólks verður meiri en ella, sam- band milli eininga gerir viðbrögð við aðsteðjandi vandamálum markviss- ari, minni hætta er á tvíverknaði og auðvelt er að hafa yfirsýn yfir þá þjónustu sem í boði er og þar með að veita betri upplýsingar en ella. Samstarfsaðilar Helztu samstarfsaðilar deildarinn- ar eru dagvistimar tvær, Hlíðabær við Flókagötu og dagvist aldraðra við Vitatorg og stoðbýlið Foldabær. Einnig er talsvert samband við Fé- lagsmálastofnanir á höfuðborgar- svæðinu, einkum í Reykjavík og við öll hjúkrunarheimili svæðisins. Leit- að er sérþekkingar til sérfræðinga og annars fagfólks á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eftir því sem þörf er á og rannsóknir eru stundaðar í sam- vinnu við aðila utan deildarinnar. Kennsla er eðlilegur þáttur starf- seminnar. í vaxandi mæli er veitt ráðgjafaþjónusta við aðrar stofnanir. Til er aðstandendafélag sjúklinga með Alzheimers sjúkdóm og skylda sjúkdóma (FAAS) og er eðlilega nokkurt samband við það. Þjónusta við sjúklinga með skert minni og heilabilun hefur verið að eflast und- anfarin ár og sá áfangi sem næst í dag er því varða á langri leið. Höfundur eryfírlæknir við heilabil- unareiningu A öldninarlækninga- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Shirov tapaði- er samt efstur SKAK Linares, Spáni, 22. feb.-í). mars OFURMÓT SJÖ KEPPENDA Aleksei Shirov heldur enn naumri forystu á Linaresmótinu, þrátt fyrir tap á þriðjudag. Seinni hluti deilda- keppni Skáksambands fslands fer fram um helgina. ALEKSEi Shirov heldur hálfs vinn- ings forskoti á stórmótinu í Linares. Hann hefur hlotið fimm og hálfan vinning úr níu skákum, en Indverjinn Anand er næstur með fimm vinn- inga úr jafnmörgum skákum. Tveir stiga- hæstu skákmenn heims, þeir Gary Kasparov og Vladímir Kramnik deila með sér þriðja sætinu og hafa hlotið fjóra og hálf- an vinning, en hafa að- eins teflt átta skákir, einni færra en þeir Shirov og Anand. Shirov og Anand eiga eftir þrjár skákir, en þeir Kasparov og Kramnik fjórar. Frí var á mótinu í gær, en ellefta umferð mótsins fer fram í dag, fóstudag. Þá hefur Shirov hvítt gegn vini sínum og æskufélaga Kramnik, en þeir hafa stundað miklar rannsóknir saman og lært hvor af öðrum. Það er þó ekki líklegt að nein lognmolla verði yfir viðureigninni. Kasparov og Kramnik verða að fara að hrista af sér slenið. Þeir hafa aðeins unnið eina skák hvor, á með- an Shirov hefur teflt miklu frískleg- ar, unnið fjórar og gert tvö jafntefli. Teflt verður daglega þar til mótinu lýkur hinn 9. mars. I síðustu um- ferðinni hefur Shirov hvítt gegn Ka- sparov. Bragi Þorfinnsson hraðskákmeistari Hellis Bragi Þorfinnsson sigraði með yf- irburðum á Meistaramóti Hellis í hraðskák 1998, sem fram fór mánu- daginn 2. mars. Bragi hlaut 13 vinn- inga í 14 skákum og varð heilum þremur vinningum á undan næsta manni. Þetta er þriðji meistaratitill Braga á skömmum tíma, en í febrúar varð hann Norðurlandameistari í sín- um aldursflokki og um síðustu helgi leiddi hann lið Menntaskólans í Reykjavík til sigurs í skákkeppni framhaldsskóla. Svo skemmtilega vill til að Bjöm Þorfinnsson, bróðir Braga, er núverandi skákmeistari Hellis. Röð efstu manna á Meistaramóti Hellis í hraðskák varð þessi: 1. Bragi Þorfinnsson 13 v. af 14 2. Jón Garðar Viðarsson 10 v. 3. Stefán Kristjánsson 9'/2 v. 4. Lárus Knútsson 9 v. 5. Guðni Stefán Pétursson 8/2 v. 6. Ólafur Kjartansson 8/2 v. 7. Davíð Kjartansson 8 v. 8. Ögmundur Kristinsson 8 v. 9. Sigurður Páll Steindórsson 8 v. 10. Kristbjöm Bjömsson 7‘á v. 11. Halldór Pálsson 7 v. 12. Halldór Halldórsson v. Keppendur voru 21. Skákstjórar voru þeir Þorfinnur Björnsson og Daði Örn Jónsson. Guðjón Heiðar gerir jafntefli við Karpov Guðjón Heiðar Val- garðsson, 13 ára, gerði jafntefli við Anatoly Karpov, heimsmeistara FIDE, í fjöltefli sem fram fór á alnetinu síðastliðinn laugar- dag. Guðjón hafði svart. Skákin fór ró- lega af stað og eftir 17 leiki var staðan enn í jafnvægi. Því miður varð þá að binda enda á fjölteflið og skákin var dæmd jafntefli. Það hefði verið fróð- legt að sjá hvort Guðjóni hefði tek- ist að standa í heimsmeistaranum í framhaldinu, en að sjálfsögðu er það frábær árangur hjá svo ungum skákmanni að ná jafntefli við einn sterkasta skákmann heims. Skákin gekk þannig fyrir sig: Hvítt: Karpov Svart: Guðjón Heiðar Enski leikurinn 1. Rf3 - c5 2. c4 - g6 3. g3 - Bg7 4. Bg2 - Rc6 5. 0-0 - d6 6. Rc3 - e6 7. Hbl - Rge7 8. a3 - a5 9. d3 - 0-0 10. Bd2 - Bd7 11. e4 - h6 12. Rb5 - Be8 13. b4 - axb4 14. axb4 - Rxb4 15. Bxb4 - Bxb5 16. cxb5 - cxb4 17. Hxb4 - Hal 18. Dd2 - Da5 19. Hbbl Sjá stöðumynd 19. - Dxd2. Jafntefli. Eins og sjá má hefur Guðjóni tek- ist að jafha taflið alveg og átti því fyllilega skilið að fá jafntefli. Fjölteflið var haldið í tilefni af verðlaunaveitingu vegna kennslu- bókar Karpovs, „Skák og mát“, sem kom út á íslensku í þýðingu Helga Ólafssonar, stórmeistara. Deildakeppnin hefst á föstudag Nú fer að líða að seinni hluta Deildakeppni SÍ 1997-8, en keppnin fer fram á fóstudag og laugardag. Að þessu sinni verður teflt í húsnæði Taflfélagsins Hellis í Þönglabakka 1, Mjódd. Fimmta umferð verður tefld fóstudaginn 6. mars klukkan 20, sjötta umferð laugardaginn 7. mars klukkan 10 og sjöunda umferð sama dag klukkan 17. Eftir fyrri hluta Deildakeppninn- ar er Taflfélag Reykjavíkur með ör- ugga forystu í 1. deild, hefur fengið 29 vinninga af 32 mögulegum. I 2. deild er B-sveit Hellis efst með 19 vinninga af 24 og Skákfélag Reykja- nesbæjar er efst í 3. deild með 18(4 vinning. Hraðskákmót íslands 1998 Hraðskákmót íslands 1998 verður haldið í Hellisheimilinu, Þöngla- bakka 1, sunnudaginn 8. mars. Mót- ið hefst klukkan 14. Þátttökugjald er kr. 700 fyrir 16 ára og eldri, en kr. 400 fyrir 15 ára og yngri. Verðlaunasjóðurinn verður 60% af þátttökugjöldum. Hann skiptist síðan þannig: 1. verðlaun 50%, 2. verðlaun 30% og 3. verðlaun 20%. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson LINARES XXI. Styrkleikaflokkur stig 1 1'Á 2 3 4 5 6 7 VINN RÖÐ: 1 Veselin Topalov BUL 2.740 0'Á 00 % 72 72 1 3 7. 2 Vladímir Kramnik RÚS 2.790 V* 72 72 72 721/2 472 3.-4. 3 Aleksei Shirov SPÁ 2.710 11 'Á 1 72 072 10 572 1. 4 Peter Svidler RÚS 2.610 1/2 'Á 0 72/2 7272 072 10 372 6. 5 Gary Kasparov RÚS 2.825 % 'Á % 172 72 472 3.-4. 6 Vyswanathan Anand IND 2.770 1/2 'Á 11/2 172 01? 72 5 2. 7 Vasílí Ivantsiúk ÚKR 2.740 0 'Á'Á 01 01 72 1? I 4 5. Guðjón Heiðar Valgarðsson BRIPS llmsjón: Arnór G. Ilagnarsson Bridsfélag Akureyrar Lokið er fyrra kvöldinu í tveggja kvölda góutvímenningi BA þar sem 23 pör spila barómeter, 3 spil á milli para. Að spiluðum 9 umferðum standa leikar sem hér segir: Jón Bjðmsson - Bjöm Þorláksson 64 Magnús Magnússon - Grettir Frímannsson 44 Öm Einarsson - Hörður Steinbergsson 39 Kristján Guðjónsson - Haukur Harðarson 35 Preben Pétursson - Helgi Helgason 34 Sveinn Pálsson - Bjami Sveinbjömsson 29 Landsbankamótinu á Húsavík lokið Það fór svo að sveit Björgvins varð að lúta í lægra haldi fyrir sveit Þóris í lokaumferð aðalsveita- keppni Bridgefélags Húsavíkur 1998. A meðan vann sveit Sveins sveit Bergþóru með fullu húsi stiga og því varð röð efstu sveita þannig: Sveit Þóris Aðalsteinssonar 146 stig (Þórir Aðaisteinsson, Gunnlaugur Stefánsson, Friðgeir Guðmundsson og Gaukur Hjartar- son.) Sveit Sveins Aðalgeirssonar 145 stig (Sveinn Aðalgeirsson, Guðmundur Halldórs- son, Óli Kristinsson, Hlynur Angantýsson, Brynjar Sigtryggsson og Magnús E. Magnús- son.) Sveit Björgvins Leifssonar , 135 stig (Björgvin Leifsson, Guðmundur Hákonarson, Magnús Andrésson og Þóra Sigurmundsdóttir.) Lokastaða í fjölsveitaútreikningi: Friðgeir - Gaukur, sveit Þóris, 14 hálfleikir 18,04 Magnús - Þóra, sveit Björgvins, 14 hálfleikir 17,88 Óli - Hlynur, sveit Sveins, 10 hálfleikir 17,67 Mánudagskvöldið 9. mars hefst aðaltvímenningur félagsins í boði Sjóvár-Almennra. Spiluð verða for- gefin spil með barómeterútreikn- ingi, 4-5 kvöld eftir þátttöku. Skráning lýkur á sunnudagskvöld og hægt er að skrá sig hjá: Björg- vin, s. 464 2076, Sveini, s. 464 2026, og Gunnlaugi, s. 464 2127. Bridsdeild Félags eldri borgara, Kópavogi Spilaður var Mitchell-tvímenn- ingur föstud. 27. feb. 30 pör mættu og urðu úrslit þessi: N/S Garðar Sigurðss. - Sigurleifúr Guðjónss. 364 Ingunn Bemburg - Elín Jónsd. 362 Kári Siguijónsson - Páll Hannesson 346 Jón Pálmason - Stefán Ólafsson 339 A/V Ólafúr Ingvarsson - Jón Stefánsson 423 Rafii Kristjánsson - Oliver Kristófersson 386 Bragi Salómonsson - Hannes Alfonsson 347 Magnús Halldórss. - Sæmundur Bjömsson 342 Meðalskor 312 Spilaður var Mitchell-tvímenn- ingur þriðjudag. 3. mars. 30 pör mættu og urðu úrslit þessi: N/S Eysteinn Einarsson - Láms Hermannsson 386 Sigríður Pálsd. - Eyvindur Valdimarsson 357 Ingibjörg Hatld. - Sigvaldi Þorsteinsson 345 Ólafur Ingvarsson - Bjöm Kjartansson 334 A/V Sæmundur Bjömss. - Magnús Halldórss. 394 Jón Stefánsson - Magnús Oddsson 388 Helgi Vilhjálmsson - Guðmundur Guðm. 375 Ernst Backman - Jón Andrésson 365 Meðalskor 312 Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna NÚ STENDUR yfir Barómeter tvímenningur með þátttöku 36 para. Eftfr 14 umferðir er röð efstu para eftirfarandi: Albert Þorsteinsson - Bjöm Ámason 194 Ami Magnússon - Eyjólfur Magnússon 186 María Ásmundsd. - Steindór Ingimundars. 132 Sigurður Ámundason - Jón Þór Karlsson 123 Friðjón Magnússon - Valdimar Sveinsson 119 Besta skor þ. 2. mars sl.: Albert Þorsteinsson - Bjöm Ámason 160 Baldur Bjartmarsson - Halldór Þorvaldsson 76 Ámi Magnússon - Eyjólfúr Magnússon 66 Eyþór Hauksson - Helgi Samúelsson 65 Hjálmar S. Pálsson - Kjartan Jóhannsson 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.