Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Samkomulag um sjálfvirkt tilkynninga- skyldurkerfí Eykur mjög á öryggi smábáta SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur ákveðið að komið verði á sjálfvirku tilkynningaskyldukerfi íslenskra skipa. Að því tilefni undirrituðu samgönguráðherra, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Landssími íslands hf., Landssamband smá- bátaeigenda, Póst- og fjarsktipta- stofnun og Slysavamafélag Islands samkomulag um framkvæmd kerf- isins í gær. Gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi þess verði tekinn í gagnið strax í haust en að fullu eftir þrjú ár. I reglugerð um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa sem tekur gildi 1. febrúar 1999 er gerð krafa um að öll skip sem sigla á haf- svæði A1 og A2 verði búin tækjum til sjálfvirkar tilkynningarskyldu. Tilkynningar á 15 múiútna fresti í samkomulaginu sem undirritað var í gær er kveðið á um að skip stærri en 24 metrar verði fyrir utan kerfíð en beri að tilkynna sig á 12 klukkustunda fresti með fjarskipt- um um gervihnött. Skip minni en 24 metrar tilkynna sig á einnar klukkustundar eða 15 mínútna fresti, allt eftir tegund haffæriskír- teinis. I kerfinu verður hægt að senda merkin út tíðar en á 15 mín- útna fresti, t.d. ef skyndilega brest- ur á óveður. Pá mun búnaðurinn einnig geta sent áríðandi tilkynn- ingar til skipa, s.s. um versnandi veður. Handvirka tilkynningaskyld- an verður rekin í allt að þrjú ár samhliða sjálfvirka kerfinu en þá verður hún lögð af. Þá er og gert ráð fyrir í samkomulaginu að hægt verði að nota tækjakost og fjar- skiptaleiðir kerfisins til fjarskipta vegna fyrirhugaðs veiðieftirlits. Slysavarnafélag Islands mun eft- ir sem áður annast rekstur stjóm- stöðvar tilkynningaskyldunnar og mun 5.000 króna árgjald frá skipum renna til rekstursins. Uppsetning hennar mun einnig verða kostuð af SVFÍ. Landssími Islands hf. mun sjá um uppsetningu og rekstur sjálfvirka kerfisins og hefur ríkis- stjóm íslands ákveðið að veita fyr- irtækinu um 25 milljóna króna styrk til þessa sem greiðast á á þremur ámm. Póst og fjarskipta- stofnun annast eftirlit með fram- kvæmd fjarskiptaþátta kerfisins. Ríkissjóður mun ennfremur veita Morgunblaðið/Þorkell HALLDÓR Blöndal, samgönguráðherra, gerir grein fyrir samkomulaginu við undirritun þess í gær. einstökum skipum 40.000 króna styrk til kaupa á búnaði í sjálfvirka kerfið. Gert er ráð fyrir að kostnað- ur hvers skips verði þá á bilinu 85- 90 þúsund krónur vegna kerfisins. Hugbúnaðurinn þróaður áfram Verkfræðistofnun HI og verk- fræðistofan Stefja hafa unnið að þróun hugbúnaðar í sjálfvirka til- kynningaskyldukerfið en Alþingi samþykkti í byrjun þessa áratugar að styrkja verkefnið. Þróun hug- búnaðarins er nú á lokastigi og er reiknað með að fyrstu áfangar kerf- isins verði teknir í gagnið næsta haust. Ennfremur er áætlað að halda áfram að þróa hugbúnaðinn sem staðsetningarkerfi á landi. Þá em einnig möguleikar á að mark- aðssetja búnaðinn erlendis en ís- land er fyrsta þjóðin í heiminum til að taka upp tilkynningaskyldukerfi af þessu tagi. Mikilvægt öryggistæki Öm Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segist ánægður með að málið sé nú loksins í höfn, enda hafi LS lengi barist fyrir þessu öryggistæki. „Tækið sem hér um ræðir eykur ör- yggi sjómanna á minnstu bátunum á margan hátt. Á þvi verður sérst- kakur neyðarhnappur sem menn geta þrýst á ef eitthvað bjátar á. Þá þurfa menn ekki að fylgjast með því hvort tækið er í lagi eða ekki, því ef það bilar hættir það að senda frá sér merki,“ segir Öm. Esther Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Slysavamafélags Is- lands, tekur í sama streng og segir nýja kerfið vera eitt besta öryggis- tæki sem sjómenn og fjölskyldur þeirra geti hugsað sér. „Ef ekki ber- ast boð frá smábátum þá vitum við aðeins 15 mínútum síðar að hugsan- lega hafi eitthvað komið upp á. Við höfum þá upplýsingar um staðsetn- ingu viðkomandi báts og alla nær- stadda báta og getum látið hefja eft- irgrennslan strax. I dag geta liðið allt upp í 12 klukkustundir áður en eftirgrennslan hefst. Þetta er því mikil aukning á öryggi sjómanna og okkur er kunnugt um fjölmörg dæmi þar sem hægt hefði verið að bjarga mannslífum ef þessarar tækni hefði notið við,“ segir Ester. Komiðoggerið góð kaqp Éh. leilsuhúsið Hollráð i vetrarkuldanum 3 þekkt bætiefni úr ríki býflugunnar sem styrkja varnir líkamans: Propolis ♦ Pollen frjókom ♦ Drottningar- hunang (Royal Jelly) aðeins kr. 1.945 Herbamare, kryddsaltið góða á sértilboði 90 g kr. 160 - 250 g kr. 260 - heilt kfió kr. 800. 20% afsláttur af EPIFINE kryddolíunum vinsælu, 9 tegundir sem allar henta vel til alls konar matargerðar. VANDAÐIR LEÐURHANSKAR LEÐURIÐJAN ehf. Laugavegi 15, sími 561 3060 ht. iMsonj iLangur laugardagur Síðasti dagur útsölunnar 2.Á. 4.’..:.1 <LS J...Í Gerðu góð kaup rúðil* Skólavörðustíg 21 a, sími 551 4050. i a morgun Herra stutter- mabolir kr. 1.500 Dömu stuttermabolir kr. 1.000 Opið föstudag kl. 10-19 - Opið laugardag kl. 10-17 Laugavegi 51, sími 552 3045 t t I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.