Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 49 MINNINGAR KIRKJUSTARF + Ingólfur Jónsson fæddist á Bæjar- stöðum við Stöðvar- fjörð 5. júní 1908. Hann lést á Hlévangi í Keflavík 19. febrú- ar síðastliðnn og fór útfór hans fram frá Fossvogskirkju 27. febrúar. Ég var að frétta að Ingólfur mágur minn væri látinn. Mig langar til að senda honum kveðju mína og þakkir. Ingólfur Jónsson var sonur hjónanna Jóns Jónssonar Færeyings og Jóhönnu Bjamadótt- ur frá Núpi á Berufjarðarströnd. Þau eignuðust tvær dætur, Önnu og Helgu og soninn Ingólf, sem þau létu heita eftir landnámsmanning- um Ingólfi Amarsyni. Þau vom bæði ánægð með það, því ég heyrði Jóhönnu oft segja hálfhátt, eins og við sjálfa sig: „Ingólfur Amarbur", með einlægri aðdáun. Einng gat það tengst því að faðir hans var hálf- gerður landnámsmaður hér, þótt ekki tæki hann sér lendur, því hann var alla tíð sjómaður, en fékk það sem betra var, eiginkonuna, sem reyndist honum góður lífsfömnaut- ur til dauðadags. Mikill vinur hans, Jón Björgólfsson frá Þorv'aldsstöð- um í Breiðdal, sagði mér löngu eftir að Jón féll frá, að hann hefði trúað sér fyrir því að hann hefði flúið frá Færeyjum, vegna þess að það átti að þvinga hann til að giftast stúlku, sem honum væri samboðin sjálfum sýslumannssyninum en hann vildi ekki samþykkja. Ég veit ekki til að Jón hafi nokkum tíma farið til Færeyja, eftir að hann kom hingað til lands. Þau Jón og Jóhanna fluttu frá Bæjarstöðum inn í Kirkjubóls- þorp. Þá vom dætumar báðar upp- komnar og farnar að vinna íynr sér. Þau leigðu um árabil hjá foreldrum mínum á Ekm, höfðu efri hæðina. Þau hjón vom sívinnandi. Flesta daga og kvöld sátu þau við að prjóna, bæði á fjölskylduna og fyrir nágranna. Jón prjónaði tvíbanda peysur á flesta karlmenn í sveitinni og sumum nágrannabyggðum, sem var mjög vinsælt. Þau vom miklir vinir foreldra minna, alla tíð þær mjög samrýndar. Löngu síðar fluttu þau til dætra sinna til Reykjavíkur, þar sem þær vom báðar búsettar. Ingólfur varð eftir og stundaði sjó- mennsku í nokkur ár. Hann var há- seti hjá Einari fóður mínum um tíma. Okkm- krökkun- um þótti afar vænt um hann. Hann átti harm- óniku, sem hann æfði sig mikið á, því hann var oft fenginn til að spila á samkomum. Við stóðum eins og dáleidd og hlustuðum. Ég man eftir því að hann átti koffort, sem hægt var að læsa. í því geymdi hann berin mín, svo enginn næði í þau nema þegar ég vildi. Honum var óhætt að treysta, það fylgdi hon- um alla ævina og hve vandaður hann var. Hann var eins og besti bróðir. Elsa systir mín og hann felldu hugi saman, nokkm síðar fluttu þau einnig suður til Reykja- víkur. Hún fór í Kvennaskólann, sem þá var hússtjórnarskóli. Hann fékk vinnu í fiskverkunarstöðinni Dverg, sem Ingimundur Jónsson, mágur hans, átti. Vann hann þar í mörg ár, lengst af sem vaktmaður á nóttunni. Þau bjuggu fyrst á Tún- götu 42, síðar á Kaplaskjólsvegi 12, í nýbyggðu húsi. Fyrir tilstuðlan þeirra varð mér kleift að fara í Gagnfræðaskólann í Reykjavík, bjó hjá þeim og þau gáfu mér að borða alla vetuma. Elsa og Ingólfur eign- uðust tvær dætur. Ester, sú eldri, andaðist fáiTa vikna gömul, en Nanna er gift Víði Friðgeirssyni, skipstjóra frá Stöðvarfirði, og eiga þau fjögur börn. Þau em nú búsett í Garðinum. Elsa féll frá þegar Nanna var að- eins þriggja ára gömul. Ég var hjá þeim þrjá vetur en fór með hana alltaf í sveit á sumrin til afa hennar og ömmu á Stöðvarfirði. Allan þann tíma hélt Ingólfur áfram að vinna á næturvöktum. Maður getur svo sem ímyndað sér, hve daprir tímar það hafa verið í einvenmni. Aldrei heyrðist æðmorð af hans vöram. Hann var alltaf sama prúðmennið. En hann las mjög mikið af góðum bókum, fór alltaf í bókasafnið að sækja sér bækur, var afar fróður og minnugur, sem hélst alveg fram á síðustu stundu. Ég get ekki skilið við þessar minningar án þess að geta vinnu- staðarins, þar. Þær voru tvær stöðvarnar, önnur sú stærri, sem Ingólfur vann í, var á Bráðræðis- holtinu, hin neðar og norðar. Aðal- vinna hans var að halda við eldinum í stórum katli, sem framleiddi loftið í þurrkhúsið, því þarna var stærðar þurrkhús, sem fiskurinn var hengd- ur upp í, en það gerðu konur, sem unnu þarna alla daga, auk þess að vinna á fiskreitunum er voru þarna allt í kring. Konurnar vora á öllum aldri, margar ungar ekkjur, er höfðu misst mennina sína þegar togararnir voru að farast, þær bjuggu í elstu verkamannabústöð- unum, þökk sé þeim er stóðu fyrir þeim byggingum, svo og ótal marg- ar aðrar. Ingólfur hafði oft verk- efni annað en að moka kolum eða flytja til hitt og annað, það sáum við ungmennin er við litum til hans á kvöldin. Þá þurfti ekki að kaupa mann til þess daginn eftir. Ekki veit ég nú hvort öll þessi nætur- vinna var borguð samkvæmt Dags- brúnartaxta, menn urðu að þegja um slíkt, því atvinnuleysið var svo mikið að tugir soltinna manna biðu fyrir utan til að fá vinnu ef eitthvað losnaði. Þetta var nú smábrot úr sögu Reykjavíkur í kringum 1930. En aftur rofaði til hjá Ingólfi. Hann giftist ungri, vel gefinni konu, Þuríði Árnadóttur, vestan úr Dölum. Þau áttu saman dótturina Steinunni, sem búsett er í Reyka- jvík. Þuríður og Ingólfur slitu sam- vistum. Eftir það flutti hann austur í átthagana til Nönnu og Víðis er þar bjuggu þá. Ingólfur hafði alla tíð mikið yndi af tónlist. Hann var oft að spila á orgelið, ef hann átti frístund og átti þá til að semja lög, en hann brosti bara ef minnst var á það. Honum hefði aldrei dottið í hug að gefa eitthvað út eftir sig. Ég ætla að bæta við einu atviki, sem lýsir honum afar vel. Við tengdafjölskyldan, eigum það til ef við erum saman í hóp að hafa snarpar umræður um allt milli himins og jarðar. Eitt skipti var hann með okkur og datt ekki af honum né draup. Einhver sagði þá: „Þú segir bara ekkert, Ingólf- ur.“ „Ég er að hlusta," var svarið. Það er víst óhætt að segja um hann, að hann hafi verið hógvær og af hjarta lítillátur. A Stöðvar- firði eignaðist Ingólfur marga vini. Hann hafði gaman af að veiða og fór með þeim í margar slíkar ferð- ir, auk þess er hann vann í frysti- húsinu þar. Síðustu árin hefur hann dvalist á dvalarheimili aldr- aðra í Keflavík og unað sér vel, öll- um þótti vænt um hann. Þá var hann í grennd við Nönnu, og var alla tíð mjög kært með þeim feðginum. Víðir er líka einstakur gæðamaður og umhyggjusamur tengdasonur. Ingólfur minn. Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, fylgi þér inn á eilífðarlandið. Þorbjörg Einarsdóttir, stödd í Bandaríkjunum. INGOLFUR JÓNSSON Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur i veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og i tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. MARGRÉT SIGURJÓNSDÓTTÍR + Margrét Sigur- jónsdóttir fædd- ist á Patreksfirði 20. september 1906. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 22. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 1. mars. Hún Margrét móð- ursystir mín er látin eftir langa sjúkdóms- legu, tæplega fjómm mánuðum eftir að Halldór eiginmaður hennar kvaddi þennan heim. Margar góðar minn- ingar á ég um þessi sæmdarhjón, sem bæði voru innfæddir Hafnfirð- ingar og bjuggu í Firðinum alla tíð. Alltaf var gott að heimsækja þau í fallega húsið þeirra á Norðurbraut 13. Þar naut ég einstakrar gestrisni þeirra sem bam sem og síðar með fjölskyldu minni. Það var alltaf gaman að hitta Dóra, hann ræddi ávallt við mig eins og innfæddan Hafnfirðing um fólkið í Firðinum, athafnir þess og ævistörf, og var manna íróðastur um þau mál. Magga var einstakur fagurkeri, og bar heimili þeirra Dóra þess glöggt vitni, því það prýddu margir fagrir og fágætir munir. Hún var einnig listhneigð, átti mörg falleg myndverk, og málaði sjálf eins og fleiri úr hennar systkina- hópi. Alla tíð bar hús þeirra og heimili þess merki að um væri hugs- að af natni og alúð, og andi elsku og samlyndis sveif þar yfir vötnum. Ég hafði sérstakar taugar til Möggu og Dóra og þau til min, þar sem ég var skírður í höfuðið á einkasyni þeirra, sem þau misstu ungan. Magga sendi mér ævinlega gjafir á jólum og afmælum, og eftir að ég varð fjölskyldumaður sendi hún okkur hjónunum jólagjafir og dætram okkar líka. Góðu gjafimar hennar Möggu prýða heimili okkar Áslaugar, þær minna okkur á þessi indælu hjón og munu gera það alla tíð. Frænkum mínum, þeim Höddu, Jonnu og Margréti, og fjölskyldum þeirra sendum við Áslaug og dætur okkar innilegar samúðarkveðjur. Þorleikur Karlsson. Safnaðarstarf Iiallgrímskirkja. Orgelleikur og lestur Passíusálma kl. 12. Háteigskirkja. í dag er Aiþjóðlegur bænadagur kvenna. Af því tilefni verður bænastund í Háteigskirkju í Reykjavík í kvöld kl. 20.30. Sr. Mar- ía Ágústsdóttir leiðir stundina, en frú Margrét Hróbjartsdóttir flytur hugleiðingu. Krystyna Cortes leik- ur á orgel og Gunnbjörg Óladóttir syngur ásamt Bimu Önnu Bjöms- dóttur. I lok stundarinnar verður tekið á móti framlögum til Hins ís- lenska biblíufélags. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11-16. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12.10. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða djákna. Súpa og brauð á eftir. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra á morgun, laugardag, kl. 15. Hamp- iðjan heimsótt. Kaffiveitingar. Þátt- taka tilkynnist kirkjuverði í síma 551 6783. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Ung- lingasamkoma kl. 20.30. Ræðumað- ur Vörður Traustason. Allir vel- komnir. Sjöunda dags aðventistar á Islandi: Á laugardag: Aðventkirkjan, Ing- ólfsstræti 19. Biblíufræðsla kl, 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Sigríður Kristjánsdótt- ir. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík. Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla að guðsþjón- ustu lokinni. Umsjón Ester Ólafs- dóttir. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Aldís Kristjánsdóttir. Aðventkirlqan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Hvfldardagsskóli kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Úlfhildur Grímsdóttir. Loftsalurinn, Ilólshrauni 3, Hafn- arfirði. Biblíufræðsla kl. 11. Ræðu- maður Guðný Kristjánsdóttir. INNLENT 15. Landskeppnin í eðlisfræði Urslitakeppnin fer fram um helgina 15. Landskeppnin í eðlisfræði stendur yfir um þessar mundir og var forkeppnin haldin 17. febrúar síðastliðinn í 12 fram- haldsskólum víðsvegar um land- ið. 186 keppendur skiluðu inn úr- lausnum við 25 fjölvalsspurning- um um verkefni í afl- og raf- magnsfræði. Bestum árangri í forkeppninni náði Þorvaldur Arnar Þorvaldsson, nemandi í MR, með 24 rétt svör. „Nú um helgina fara fram úr- slit i Landskeppninni í húsnæði Verkfræði- og raunvísindadeild- ar Háskólans. 17 efstu keppend- unum úr forkeppninni er boðið til leiks og koma þeir frá 5 skól- um. Frá Menntaskólanum í Reykjavík koma Þorvaldur Arn- ar Þorvaldsson, Jón Eyvindur Bjamason, Kristinn Bj Gylfason, Björn Benewitz, Einar Jón Gunnarsson, Páll Melsted, Árdís Elíasdóttir, Auður Vésteinsdótt- ir, Jóel Karl Friðriksson, Matth- ías Kjeld og Sveinn B Sigurðs- son. Frá Fjölbrautaskóla Suður- lands á Selfossi koma Guðlaugur Jóhannesson og Pétur Runólfs- son. Frá Menntaskólanum á Akureyri kemur Teitur Arason. Frá Flensborgarskóla koma Birgir Björn Sævarsson og Finnbogi Oskarsson og frá Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ kem- ur Baldur Helgi Möller,“ segir í fréttatilkynningu frá fram- kvæmdanefnd Landskeppninnar í eðlisfræði. „Kennilegu verkefni úrslita- keppninnar em 5 og krefjast þau góðrar þekkingar og leikni í eðl- isfræði framhaldsskólans og hef- ur Stefán G Jónsson, eðlisfræð- ingur við Háskólann á Akureyri, samið þau. Verklegu verkefnin krefjast sjálfstæðis og fmm- kvæðis í mælingum og framsetn- ingu niðurstaðna. Eðlisfræði- nemar við Háskólann og fyrrver- andi keppendur á Ólympíuleik- unum í eðlisfræði hafa samið verkefnin en Plastos hefur lánað tæki til tilraunanna. Efstu kepp- endur í úrslitakeppninni fá pen- ingaverðlaun og stendur Morg- unblaðið straum af öllum kostn- aði við keppnina," segir þar enn- fremur. Opið hús í Mennta- skólanum í Kópavogi KENNARAR og nemendur Menntaskólans í Kópavogi kynna starfsemi skólans laugardaginn 7. mars nk. kl. 13-17. Gestum verð- ur m.a. boðið að bragða á ýmsum réttum matreiðslu- og bakara- nema, fara í gönguferð með jarð- fræðikennuranum, skoða sögu- sýningu nemenda, hlusta á kór skólans og önnur söngatriði, sjá enska verðlaunamyndbandið „Soul Searching", spreyta sig á stærðfræðiþrautum, skoða hvemig lagt er á borð fyrir mis- munandi tækifæri, taka þátt í ferðagetraun, hlusta á besta ljóð- ið í verðlaunasamkeppni ís- lenskunema og sjá og upplifa margt fleira. Innan Menntaskólans í Kópa- vogi er að finna fjölbreytt nám: Bóknám: I skólanum eru átta námsbrautir til stúdentsprófs auk tveggja anna skrifstofubrautar og fomám. Hótel- og Matvæla- skólann: Boðið er upp á nám til sveinsprófs og meistararéttinda í bakstri, framreiðslu, kjötiðn og matreiðslu. Einnig er í boði starfstengt nám s.s. matartækna- braut og granndeild í matvæla- greinum, auk matsveinsnáms. Ferðamálanám: Menntaskólinn í Kópavogi er kjarnaskóli í ferða- fræðum á landsvísu. Við skólann er starfandi öldungadeild í ferða- fræðum, einnig geta nemendur stundað IATA-UFTAA nám sem veitir alþjóðlega viðurkenningu. Leiðsöguskólinn er einnig í MK og þar er í boði almennt leiðsögu- nám, auk svæðisleiðsagnar, gönguleiðsagnar og fjallaleið- sagnar. Menntaskólinn í Kópavogi starfar eftir áfangakerfi og hinn 7. mars munu allar kennslustofur verða opnar og nemendur og kennarar kynna áfangana. Með jöfnu millibili munu nemendur skólans flytja skemmtiatriði, svo sem söng, dans og leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.