Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998
]
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
0
I
9
I
KRISTIN
JÓNSDÓTTIR
+ Kristín Jónsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 4. maí 1909. Hún
andaðist á Droplaug-
arstöðum 21. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Jón
Jónsson frá Bala á
Kjalarnesi, fæddur
14.3. 1877, d. 16.5.
1948, og Sigurlín
Katrín Jónsdóttir,
fædd 15.11. 1879, d.
25.8. 1933. Kristín ólst
upp á Kárastíg 7 til 16
ára aldurs en fluttist
þá á Bárugötu 30 þar
sem hún bjó fram til ársins 1995
er hún flutti á Droplaugarstaði.
Kristfn giftist 24.10. 1942 Mar-
inó Halldóri Nordquist Jónssym,
f. 3.10. 1902, d. 11.2. 1987. Eign-
uðust þau Qögur börn: 1) Sigur-
jón, f. 25.5. 1943, kvæntur Auði
Jónsdóttur. Börn þeirra eru tvö,
Elín Marfa, sem á einn son, Ás-
geir, og Marinó
Freyr. 2) Margrét
Sigrún, f. 9.1. 1945,
var gift Róbert
Yeoman. Börn þeirra
eru Qögur: John, sem
á tvö börn, Ilildi
Björk og Kjartan
Örn, Kristm á þijú
börn, Tinnu, Victor
og Tanyu, Erik á þijú
böm, ívar Erik,
Andra Má og Mar-
gréti Dís, og Elsa
Hrafiihildur, sem á
einn son, Kolbein. 3)
Hrafnhildur, f. 18.10.
1946, d. 6.5. 1986, var gift Þor-
varði Björnssyni. 4) Auður, f.
13.10. 1948, gift Sigurði Þór
Magnússyni. Böm þeirra em þijú,
Margrét Elsa, sem á eina dóttur,
Klöm Dögg, Kristín og Ingibjörg.
Útför Kristínar fer fram frá
Fríkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku mamma. Það er erfitt að
kveðja, því ég get ekki séð framtíð-
ina án þín, en ég veit að þú ert kom-
in á langþráðan stað og þess vegna
gleðst ég í hjarta mínu fyrir þína
hönd.
Hvfl í friði, elsku mamma, og Guð
geymi þig.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Þín dóttir,
Auður.
Elsku amma okkar er dáin. Það
var alltaf gott að koma til ömmu og
afa á Bárugötuna. í hvert skipti
sem farið var í bæinn var komið þar
við.
Hún var myndarkona, boðin og
búin til að hjálpa öllum. Ekki vfldi
hún þó láta mikið fyrir sér hafa,
hvað þá að þiggja aðstoð. Meira
segja á hennar síðustu stund fannst
henni þetta allt tómt vesen og til-
stand á gömlu konunni. Amma var
hógvær kona með húmorinn í lagi.
Alltaf var hún í léttu skapi og alveg
fram undir lokin gat hún verið að
grínast. Hækjumar sínar kallaði
hún annaðhvort „herramennina
sína“ eða „Knold og Tot“. Hún var
mikið fyrir dulræn mál og þótti
gaman að ræða drauma og fara á
miðilsfundi. Góðar voru kökumar
hennar. Marmarakaka og vöfflur
vora hennar sérgrein og uppháhald
okkar ömmubamanna. Sjálfri
fannst henni gaman að fara í bfltúr
og kaupa ís.
Við gleymum ekki hvað hún var
dugleg að leika við okkur systum-
ar. Ymislegt kenndi hún okkur,
eins og að leggja kapal, spila,
prjóna, sauma og hekla. Amma var
músíkölsk. Á áram áður spilaði hún
á orgel og alltaf þótti henni gaman
að syngja, kenndi hún okkur að
spila lagið „Ó Jesú bróðir besti“.
Hún fylgdist vel með okkur ömmu-
bömunum og langömmubömunum.
Ekki var hún samt hrifin af flakk-
inu á fjölskyldunni, sagði alltaf
„heima er best“. Sjálf hafði hún
lúmskt gaman af ferðalögum. Mun-
um við vel þann tíma er við dvöld-
um í Rockport með Hröbbu og átt-
um við þar margar skemmtilegar
stundir.
Fyrir rúmum tveimur áram flutti
hún á Droplaugarstaði og var hugs-
að vel um hana þar.
Elsku amma okkar, nú ertu far-
in, við vitum að þér líður vel, komin
til afa og Hröbbu.
Minning þín lifír í hjörtum okkar.
Margrét og Ingibjörg.
Elsku amma mín, nú ertu búin að
fá hvfldina góðu. Ég veit að vel hef-
ur verið tekið á móti þér og að nú
líður þér vel. Ég vil þakka þér fyrir
allar okkar góðu samverustundir.
Það var alltaf gott að koma til þín á
Bárugötuna og tekið vel á móti
mér. Ég hef alltaf verið stolt af að
heita í höfuðið á þér og munt þú
eiga sérstakan stað í hjarta mínu.
Vonandi verð ég eins góð amma og
þú varst, já, þú varst alveg sérstak-
lega hlý og góð kona. Við gátum
talað um allt milli himins og jarðar.
Mjög gaman var að tala við þig,
sérstaklega um dulræn málefni
eins og t.d. líf eftir dauðann og ráða
í drauma. Mér verður alltaf í minni
hvað þú varst þolinmóð að leika við
okkur systumar er við voram í
pössun hjá þér. I búðarleik klæddir
þú þig upp í alls kyns búninga, og
þótti mér alveg rosalega spennandi
að vera ekki alltaf að afgreiða sömu
konuna. Já þú varst svo skemmti-
leg, amma mín, og gaman var hvað
þú gast stundum verið að stríða
honum afa og okkur krökkunum.
Já, margar era minningarnar um
þig og ég er viss um að við eigum
eftir að gleðjast saman aftur einn
góðan veðurdag.
Hafðu það nú gott hjá afa og
Hröbbu, elsku amma mín. Það er
erfitt að trúa því að ekki er hægt að
hitta hana ömmu á Báragötunni í
næstu ferð til íslands.
Elsku amma mín, guð geymi þig
og blessi minninguna um þig.
Kristín Sigurðardóttir.
Ég vil í örfáum orðum minnast
elsku ömmu minnar, hennar ömmu
Stínu sem í dag verður jarðsett. Ég
á margar góðar minningar um hana
frá Báragötunni, þar sem hún bjó
nær allt sitt æviskeið. Minningam-
ar um hana einkennast að miklu
leyti af hennar lundarfari. Af þeirri
miklu ró og yfirvegun sem hún bjó
yfir sem varð til þess að í bemsku
naut ég þess einstaklega vel að
vera í návist hennar. Hennar sam-
skipti við mig bæði sem barn og
fullorðinn einkenndust ávallt af
virðingu og alúð og lét hún sig
ávallt varða um hagi mína. Einnig
er mér minnisstætt hennar ein-
staka skopskyn sem ég kunni svo
vel að meta. Amma mín var þessi
einstaka ekta amma sem ég var svo
heppinn að fá að eiga.
Nú er of seint að þakka þér
og þungu létta sporin,
þú svífur fyrir sjónum mér
semsólargeisliávorin.
Þú barst á örmum bömin þín
o_g baðst þau guð að leiða.
Ég veit þú munir vitja mín
og veg minn áfram greiða.
(Eiríkur Einarsson, Réttarholti)
Elsku mamma, Auja og Diddi.
Samband ykkar við ömmu, móður
ykkar, var svo fallegt. Ávallt þessi
mikla gagnkvæma virðing og kær-
leikur. Svona samband ætti að taka
til fyrirmyndar. Minning um ömmu
mun lifa um ókomna tíð í huga mér.
Erik R. Yeoman.
Mig langar að minnast með örfá-
um orðum ömmu á Bárugötu, eins og
við systumar vorum vanar að kalla
hana. Stína amma var seinni konan
hans afa, en hann dó fyrir nokkrum
árum. Þó að móðir mín Sigríður
Norðqvist hafi ekki verið dóttir henn-
ar þá kom hún fram við hana sem
slíka. Hún amma var með stórt
hjarta, og okkur þótti innilega vænt
um hana, alltaf tók hún á móti okkur
með kossum og faðmlögum. í minn-
ingum mínum var yndislegt að koma
í heimsókn á Báragötuna til ömmu
og afa, úti í garði vora stór og mikil
tré sem við lékum okkur að klifra í,
garðurinn var ævintýralegur í mín-
um augum, því að heima í Bolungar-
vík voru engin svona tré.
Kæra Auður, Diddi, Magga og
fjölskyldur, ég og fjölskylda mín
vottum ykkur okkar dýpstu samúð.
Guð geymi þig, elsku Stína amma.
Hvert blóm, sem grær við götu mína,
er gjöf frá þér,
og á þig minnir allt hið fagra,
sem augað sér.
Sól og jörð og svanir loftsins
syngja um þig.
Hvert fótspor, sem ég færist nær þér,
friðar mig.
(Davíð Stefánsson)
Árný Hafborg
Hálfdánsdóttir, Sandgerði
+
Frændi okkar,
GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON
frá Gaularási,
sem lést fimmtudaginn 26. febrúar sl., verðurjarðsunginn frá kirkjunni að
Krossi í Austur-Landeyjum laugardaginn 7. mars kl. 14.00.
Kjartan Jón Hjartarson,
Geir Hjartarson,
Ingólfur Þórir Hjartarson,
Kristín Guðrún Hjartardóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI ÞÓRÐARSON,
er andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 1. mars sl., verður
jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 7. mars kl. 13.30.
Jarðsett verður í Ólafsvallakirkjugarði.
Sigurlaug Sigurjónsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabarn.
Með nokkram orðum langar mig
að minnast ömmu minnar, Kristín-
ar Jónsdóttur, sem lést laugardag-
inn 21. febrúar sl.
Lyktir og hljóð fylgja yndisleg-
um minningum mínum um hana
ömmu. Hjá henni þótti mér alltaf
best að vera. Ást, vinátta og hlýja
var á milli okkar alla tíð og finnst
mér ég vera mjög heppinn að fá að
hafa notið þess. Ótrúlegustu
skemmtunum fundum við upp á,
t.d. var eitt mjög vinsælt hjá okkur
stöllum, það var að liggja yfir
brauðristinni meðan hún var að
rista. Svo skoppuðum við upp þegar
brauðið kom og veinuðum úr hlátri.
Já, svona einfaldir hlutir fylltu
hjörtu okkar. Amma var mér alltaf
svo þolinmóð og góð. Einn af henn-
ar gullmolum var sá að hún átti
mjög auðvelt með að draga fram
kosti alls og allra, gott væri að til-
einka sér þann mola. Hana var auð-
velt að gleðja og svo fékk maður
það margfalt til baka í þúsund koss-
um og knúsum af mýkstu konu í
heimi.
Elsku amma mín, ég er svo þakk-
lát fyrir það að hafa verið hluti af
þínu lífi og þú af mínu. Það hafa
verið viss forréttindi fyrir mig að
hafa alist upp við þig. Þú munt
alltaf vera hluti af mínu hjarta.
„Þegar maður hefur tæmt sig af
öllu, mun friðurinn mikli koma yfir
hann. Allir hlutir koma fram í til-
vistina, og menn sjá þá hverfa aft-
ur. Eftir blóma ævinnar fer hvað
eina aftur til upphafsins.
Að hverfa aftur til upphafsins ef
friðurinn; það er að hafa náð tak-
marki tilvistar sinnar.
Að ná þessu er að öðlast eilífðina.
Sá, sem finnur til eilífðarinnar,
nefnist vitur. Sá, sem skynjar ekki
eilífðina, veitir ástríðum ráðrúm og
verður fyrir ógæfu. Að finna til ei-
lífðarinnar víkkar sálina og lyftir
henni. í samúðinni finnst konung-
dómurinn, í konungdóminum him-
inninn, og í himninum Alvaldið. Sá,
sem dvelur með Alvaldinu, líðu^.
ekki undir lok; þó að líkaminn leys-
ist sundur, er engin hætta á ferð-
um.“
(Ur bókinni um veginn eftir Lao-
Tse.)
Mér mun alltaf þykja rosalega
vænt um þig, elsku amma.
Þín
Elsa.
Elsku amma mín. Þegar ég
kvaddi þig fyrir mánuði flaug sú
hugsun í gegnum huga minn ac^
kannski yrði þetta í síðasta sinn
sem ég sæi þig og hálfum mánuði
síðar fékkstu hvfldina. Minningarn-
ar tengdar þér era margar. Allir
sunnudagsbíltúramir á Báragöt-
una, nætumar sem við systkinin
gistum hjá ykkur afa, þá var ég j
stundum lengi að softia því það var
svo notalegt að liggja í rúminu og
bíða eftir því að þú kæmir næst inn
til þess að athuga hvort ekki væri
allt í lagi, og það gerðir þú með ;
fárra mínútna millibili. Við fóram í *
gönguferðir í búðina og niður á
Tjöm. Þú kenndir mér líka margt. .
Þú sagðir mér frá lífinu þegar þú
varst ung. Þú hafðir þolinmæði til
þess að kenna mér að prjóna og all^...
spilakaplana sem þú kenndir mér
kann ég enn og nú er ég byrjuð að
kenna syni mínum þá.
Ég finn ekki réttu orðin til þess
að lýsa þér en þú varst eina amman
sem ég kynntist og í huga mínum
ert þú allt það góða sem amma á að
vera. Það er erfitt að kveðja þig en
ég þakka þér fyrir allt. Minningin
um þig mun ávallt fylgja mér.
Elín María
Elskuleg dóttir mín, sambýliskona, móðir og
systir okkar,
EYGLÓ ÓSK EINARSDÓTTIR,
lést á heimili sínu, 81351 Princes Hwy., Bomba-
dený, N.S.W. 2541, Ástralíu, hinn 3. mars.
Einar Árnason,
John Glenn Kelson, Ari Þór Kelson,
Ámi Einarsson, Áslaugur Einarsson,
Arnar Einarsson, Guðlaug Einarsdóttir.
Dóttir mín, fósturdóttir, systir, móðir okkar og
amma,
INGIBJÖRG SALÓME SVEINSDÓTTIR,
lést á heimili sínu í Reykjavík föstudagiinn
20. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum hlýhug og auðsýnda samúð.
Sveinn Guðmundsson, Erlendur Þórðarson,
Alfreð Wolgang, Guðmundur Sveinsson,
Óskar Páll Sveinsson,
Linda Udengaard, Davíð Þ. Magnússon,
Júlfana Ingimarsdóttir, Jón Snorri Guðmundsson,
Salóme Sóley Ingimarsdóttir
og barnaböm.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓHANN EYSTEINSSON,
Skólavegi 36,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Landakirkju laugar-
daginn 7. mars kl. 14.00.
Selma Jóhannsdóttir, Gunnar Jónsson
Elín Bjarney Jóhannsdóttir, Svavar Sigmundsson,
Ástráður Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.