Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 29 Oræðir heimar hins ohlutbundna Morgunblaðið/Þorkell ELÍAS B. Halldórsson milli Silfurdaggar og Næturvinda á sýningu sinni. MÁLVERK Einars Þorlákssonar auð- kennir djarft samspil lita og forma. MATTHEA Jónsdóttir sem þekktust er fyrir myndir í kúbískum stíl sýnir nú verk undir áhrifum óhlutbundinnar strangflatarlistar. ans.“ Hún segir að nú hafi orðið viss ÞRJÁR málver'kasýningar verða opnaðar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, á morgun, laugardaginn 7. mars, kl. 15.1 tveimur sölum á jarðhæð sýna þeir Elías B. Halldórsson og Einar Þor- láksson og í sal í kjallara sýnir Matthea Jónsdóttir. Ferill þessara myndlistar- manna spannar 30 til 50 ár. Verkin eru allflest óhlut> bundin en í þeim búa sterkar skirskotanir til umhverfis og náttúru. I verkum Einars eru kröftugar litasamsetn- ingai- allsráðandi. Verk Elí- asar eru bæði óhlutbundnar og hlutbundnar landslags- stemmningar þar sem sama þemað kemur hvað eftir ann- að fyiir,- kona, klettm- og brim. Kúbískur stfll eldri verka Mattheu hefm- nú vik- ið fyrir strangflatai’stefnunni en líkt og þeir Elías og Einar vinnur listakonan úr áhrifum umhverfis og náttúru. Sýn- ingunum lýkur 29. mars. Rekinn áfram af skáldskapnum Elías B. Halldórsson hefur haldið fleiri einkasýningar en tölu verður á komið. Á sýningunni nú eru oh'umál- verk á striga, bæði stærri og minni verk. Myndefnið er ýmist óhlutbundið eða hlut- bundnar svipmyndir úr sjáv- arplássi, - haf, skúta, klettur og konur, „fleiri konur held- ur en ég ræð við,“ segir Elí- as. Hann lýsir sjálfum sér sem „sjúkum landslagsskoð- ai-a,“ og því hlýtur að teijast eðlilegt að áhrifa þess gæti í verkunum, hvort sem er hlutbundin eða óhlutbundin túlkun á náttúrunni. „Það koma eins og óvart einhverjar náttúrustemmningar í verkin. Og það er eðlilegast miðað við landið sem við búum í að náttúran komi fram í málverkinu. Enda fmnst mér það sem er alveg óhlutlægt vera steindautt. Ég er ekkert að leita sér- staklega að þessu, - það bara kemur.“ Elías hefur jafnan lagt mikið upp úr heitum verka sinna. Foklauf og fiðrildi heitir ein myndin og Draum- ur bláu englanna er önnur. „Mér leiðist þegar á annað borð er verið að gefa myndum nöfn að þau skuli þá vera leiðinleg og flöt,“ segir Elías. „Myndimar eru ijóðrænar og það verða titlarnir líka að vera. Nafnið getur oft unnið með myndinni og styrkt hana, þess vegna verður mað- ur að varast að skíra hana út í loftið.“ Hann les mikið af ljóðum og öðrum bókmenntum og segir að þegar öliu sé á botninn hvolft þá sé það skáld- skapurinn sem reki hann áfram í myndsköpun sinni. „Það eru ekki bein tengsl á milli bókmennta, tón- listar og myndlistar en það er sami þokkinn yfir þessu öllu. Listgrein- arnar auðga hver aðra.“ Frá kúbisma til strangflatarlistar Matthea Jónsdóttir hélt sína fyrstu einkasýningu í Ásmundarsal fyrir 31 ári. Síðan hafa einkasýningarnar orð- ið 15 auk þess sem Matthea hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér heima og erlendis. „Ég er fædd austur á Síðu og var þar í sveit sem barn á sumrin. Þar er stuðlabergið allt um kring og ég er ekki í nokkrum vafa um að það hafði mikil áhrif á að ég fór að mála myndir í anda kúbism- kaflaskil í list smm. Kúbísk ahrif hafa vikið fyrir óhlutbundnum strangflat- armálverkum. Litanotkun er einfóld, - grátóna skuggar í anda kúbismans, heitur jarðlitur og kaldur blár. Heiti verkanna vísa ótvírætt til náttúnmn- ar, t.d. Hrím blá, Jarðsýn og Fjall rís. „Ég vinn út frá alls konar áreiti sem ég verð fyrir,“ segir Matthea. „Hvernig svo sem aðrir kunna að líta á það þá finnst mér verk mín vera undir áhrifum frá umhverfinu og náttúrunni.“ Samspil lita og forma Hálf öld er nú liðin frá þvi að list- málarinn Einar Þorláksson steig fyrst fram á sjónarsviðið á samsýningu í gamla Listamannaskálanum. Þetta er 10 einkasýning Einai-s sem sýnir nú nýlegar óhlutbundnar myndir unnar með akrýllitum í bland við nokkur eldri verk, sum allt að 30 ára gömul. Kraftmiklar litasamsetningai- eru ein- kennandi fyrir málverk Einai-s. Þegar eldri og nýlegri verk eru borin saman er áberandi tilhneiging til einfóldunar myndmálsins. 1 nýlegri verkum eru litafletirnir stærri og skipting mynd- arinnar ekki eins mai’gþætt og í eldri absfraksjónum sem oft eru ærið flóknar í uppbyggingu. Þá eru eins og litagleðin hafi aukist og samsetning lita er djörf og persónuleg. Einar seg- fr að við uppbyggingu myndflatai’ins komi litm-inn fyrst. Hann skissar aldrei heldur fer af stað með ákveðna liti í huga og spinnur fi-amhaldið af því. Mótífin vísa bæði til náttúrunnar og manneskjunnar. Hugmyndaheimi verkanna lýsir hann sem hughrifum frá umhverfinu, hvort sem er innan- dyra eða utan. LISTIR Stríðssinfónían eftir Carl Nielsen Hafliði Carl Einar Hallgrímsson Nielsen Jóhannesson TWLIST Háskólabfó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Hafliða Hall- grímsson og Carl Nielsen. Stjórn- andi Jurien Hempel. Fimmtudagur- inn 5. mars, 1998. ÞAÐ ERU ávallt stórtíðindi þegar frumflutt er stórt hljóm- sveitarverk og að þessu sinni var það Hljómsveitarmyndir op. 19 eftir Hafliða Hallgrímsson. Verk- ið er í 9 þáttum og hefjast flestir þættirnir á slagverkshljómi, sá fyrsti á klukkum, þriðji með pák- um, 5. með samleik á litlar trommur, 6. með veikum hljóm á bassatrommu, 7. með víbrafón- leik, svo nokkuð sé nefnt. Þrátt fyrir að ýmislegt fallegt væri að heyra í hverjum þætti, voru þeir fyrstu fimm einum of samstæðir í tónskipan og blæ, þar sem liggj- andi bassatónn var að mestu ráð- andi, er gerði kaflana sérlega miðlægjubundna. Sjötti kaflinn var átaksmestur að gerð og því eins konar hápunktur verksins. Tveir síðustu kaflarnir minntu um margt á Arvo Párt, með sín- um kyrrstæðu og ómblíðu liggj- andi hljómum og einstaka tón- stefi, þó smálega væri skáldað í sterkar ómstreitur inn á milli. Tónmálið er ekki flókið. í fyrstu köflum var að mestu byggt á tví- undatónferli og á stundum nokk- uð einlitt. Þá gat í seinni köflun- um einnig að heyra venjuleg tón- stigabrot og jafnvel heiltónatón- stiga, svo að í heild er verkið áheyrilegt en allt of bundið við lágtónsvið hljóðfæranna og gæti myndgerð verksins verið skamm- degi, myrkt og endalaust. Það sem sagt verður við fyrstu heyrn, er að verkið var vel flutt og kom allt efni þess vel til skila og auð- heyrt að stjórnandinn Jurien Hempel kann eitt og annað fyrir sér í stjórnun hljómsveitar. Meira reyndi á bæði flytjendur og stjórnanda í fimmtu sinfóní- unni eftir Carl Nielsen. Stuttu eftir lok fyrri heimstyrjaldai’inn- ar mun Nielsen hafa ritað drög að þessari sinfóníu og þykir mörgum að heyra megi átök þeirra er hafa einsett sér að lifa af eyðandi illsku og striðshörm- ungar. Fyrsti kaflinn er sérlega átaksmikill og endar á sérkenni- legri tónlínu fyrir klarínett, sem Einar Jóhannesson lék á áhrifa- mikinn máta við undirleik lítillar trommu, sem smám saman hljóðnaði og klarínettið eitt „söng“ síðustu tóna kaflans. Þessi stríðssinfónía endar á mannlegri sátt og af mikilli reisn, er segir að stríðið gegn stríðinu sé unnið, þó ógn þess gleymist ekki. Þetta stórbrotna tónskáldverk var mjög vel flutt undir stjóm Jurien Hempel og er skiljanlegt að Danir ættu ekki auðvelt með að meta Nielsen að verðleikum fyrst framan af, því t.d. í þessu verki má heyra margt sem komst í tísku seinna og er jafnvel enn að gerjast með tónlistaraðdáendum. Það var í raun ekki fyrr en eftir seinni heimstyrjöldina, að tónlist- armenn tóku að kynna sér verk þessa stórsnillings og eiginlega ekki fyrr en Englendingar og Bandaríkjamenn tóku að flytja tónverk hans. Jón Ásgeirsson Aðalfundur SAMTAKA VERSLUNARINNAR — Félags íslenskra stórkaupmanna — Aðalfundur Samtaka verslunarinnar — FÍS verður haldinn í dag, föstudaginn 6. mars, kl. 14.00 á Hótel Loftleiðum, Þingsal 1 og 2. Daaskrá skv. félaqslöqum. Gestur fundarins verður Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Hann mun fjalla um atvinnulíf á íslandi í erlendu samhengi. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins í síma 588 8910. Kári Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.