Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 18
I 18 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Bæjarmála- félag Akur- eyrarlistans stofnað STOFNFUNDUR bæjarmála- félags Akureyrarlistans, lista jafnaðarstefnu, félagshyggju og kvenfrelsis verður haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri á morgun, laugardaginn 7. mars kl. 14. Gengið verður fonnlega frá stofnun bæjarmálafélagsins, lögð fram tillagá uppstillingar- nefndar að skipan Akureyrar- listans. Tónleikar og fyrirlestur DAGSKRÁ á vegum Félags áhugafólks um heimspeki og Listvinafélags Akureyrarkirkju verður f Akureyrarkirkju á morgun, laugai-daginn 7. mars. Hún er liður í Kirkjuviku sem nú stendur yfir. Jorg Sondermann organisti kemur fram á hádegistónleikum í kirkjunni og hefjast þeir kl. 12. Að honum loknum flytur Ró- bert H. Haraldsson heimspek- ingur fyrirlestur sem hann nefnir „Getur guð dáið?“. Aðalfundur hjá FAASAN AÐALFUNDUR verður hald- inn hjá Félagi áhugafólks og aðstandenda sjúklinga með Alzheimersjúkdóm og skylda sjúkdóma á Akureyri og ná- grenni, á morgun, laugardaginn 7. mars, kil. 13. í Dvalarheimil- inu Hlíð. Þrennir tónleikar ÞRENNIR tónleikar verða um helgina á vegum Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Fyrstu tónleikamir verða í Laugaborg á morgun, laugar- daginn 7. mars kl. 14, þá verða tónleikar í Þelamerkurskóla sama dag kl. 17 og loks verða þriðju tónleikarnir í Gamla skólahúsinu á Grenivík kl. 17 á sunnudag, 8. mars. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskii-kju á morgun, laugardag kl. 11. Guðsþjónusta verður í kirkj- unni kl. 11 á sunnudag, sr. Arn- aldur Bárðarson messar. Vænt- anleg fermingarbörn og fjöl- skyldur þeirra sérstaklega hvött til þátttöku. Kirkjuskóli verður í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á laugardag. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 21 á sunnudagskvöld. Morgunblaðið/Benjamín SIGURÐUR Torfi heitjárnar hryssuna Gleði í hesthúsinu á Torfufelli í Eyjafjarðarsveit. Heitjárnar á heimaslóðum SIGURÐUR Torfi Sigurðsson, járningameistari og rafvirki, er nýfluttur heim frá Bandaríkjun- um og býr nú á æskuslóðum í Torfufelli II ásamt eiginkonu og ungum syni. Sigurður stund- aði nám í jámingum í Eastern School of Farriery í Martins- ville í Virginia. Þar Iauk hann námi og fékk gráðu frá skólan- um 1995 en sótti einnig nokkur námskeið í faginu og vann tvö ár hjá bandarískri járninga- mannaíjölskyldu þar sem fjöl- skyldufaðirinn var orðinn 81 árs og hafði 66 ára reynslu sem atvinnujárningamaður en lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir háan aldur. Þarf minna að tálga Sigurður hefur breytt aflögð- um minkaskála í rúmgott hest- hús. Hann var að heitjárna 12 vetra gamla hryssu sem heitir Gleði og virtist bera nafn með rentu því hún tók þessari óvenjulegu járningaaðferð með stóískri ró og fyrtist ekki þrátt fyrir mikinn reyk sem lagði úr hófunum. Sigurður sagði að þegar heit- járnað væri þyrfti minna að tálga. Skeifan er glóðhituð í ofni og löguð til þangað til hún smellpassar og er sfðan lögð á hófinn og látin brenna þar í hann. Ef uppsláttur er á skeif- unni er hann brenndur inn í hófvegginn og þannig fær skeifan hámarksstuðning. Þá er skeifan kæld og negld undir á venjulegan hátt. Sigurður járn- ar einnig á hefðbundinn hátt og tekur að sér sjúkrajárningar ef svo ber undir. Átök um skipan framboðslista Fram- sóknarfélags Akureyrar Sigfríður velti Valtý úr þriðja sætinu NOKKUR átök urðu á fundi fulltrúa- ráðs Framsóknarfélagsins á Akur- eyri, þar sem gengið var frá fram- boðslista félagsins vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Ein breyt- ing varð á tillögu uppstillingarnefnd- ar og skipar SigMður Þorsteinsdótt- ir bæjarfulltrúi þriðja sæti listans, en uppstillingarnefnd lagði til að Valtýr Sigurbjamarson skipaði það sæti. Á fundi fulltrúaráðsins lagði Sig- fríður sjálf til að hún skipaði þriðja sæti listans og var það samþykkt. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munaði aðeins einu atkvæði á henni og Valtý. Hann gat hins veg- ar ekki setið fundið vegna veikinda. Gísli Kristinn Lórenzson, formað- ur uppstillingamefndar, sagði að nefndin hefði lagt fram lista á fund- inum og á honum hefði orðið ein breyting. „Það segir mér að menn eru sáttir og það er fyrir mestu.“ Valtýr Sigurbjarnarson sagði að væri það rétt að aðeins hefði munað einu atkvæði á honum og Sigfríði hefðu atkvæði fallið jöfn ef hann hefði setið fundinn. „En ef menn telja þetta sterkari lista verða þeir að trúa því og ég vona að flokknum gangi vel,“ sagði Valtýr, sem ekki verður á listanum. Liður í kvennabaráttu Sigfríður Þorsteinsdóttir var að vonum þakklát fyrir stuðninginn sem hún fékk á fundinum og sagðist vissulega til í slaginn. Sigfríði stóð til að boða að taka 6. sæti listans eða heiðurssætið en hún hafnaði því. „Eg tel mig hafa ýmislegt fram að færa og að sú reynsla sem ég hef geti nýst áfram í þágu bæjarfélagsins. Þetta er líka liður í kvennabaráttu, en það er alltaf verið að tala um að við gef- umst fljótt upp. Þessi niðurstaða sýnir konum að þetta er hægt.,“ sagði Sigfríður. Oddur Halldórsson bæjarfulltrúi bauð sig fram í 2. sæti listans á fundi fulltrúaráðsins, gegn Ástu Sigurðar- dóttur bæjarfulltrúa, sem uppstill- ingarnefnd hafði sett í það sæti. Beið Oddur lægri hlut og munaði nokkru að hann næði að fella Ástu. Framsóknarmenn mínir andstæðingar Oddur sagði þessa niðurstöðu vissulega vonbrigði og hann hefði haft fullan metnað til að starfa áfram með flokknum. „Þetta kom mér hins vegar ekki á óvart og ég hef fundið Atvinnumálanefnd Akureyrar - Styrkveitingar Atvinnumálanéfnd Akureyrar veitir tvisvar á ári stýrki til einstaklinga og fyrirtækja á Akureyri sem vinna að atvinnu- skapandi verkefnum. Styrkir til einstakra verkefná geta numið allt að 50% af áætluðum kostnaði við framkvæmd hvers verkefnis. Hámarks styrkupphæð er kr. 400.000. Styrkirnir eru fyrst og fremst ætlaðir smærri rekstraraðilum. Umsækjendur verða að fullnægja skilyrðum atvinnumálanefndar um nýsköpunargildi verkefnisins, auk þess að leggja fram skýrar upplýsingar um viðskipta- hugmynd, vöruþróun, markaðssetningu, rekstraráætlun og fjármögnun. Umsóknareyðublöð liggja fyrir á Atvinnumálaskrifstofu, Strandgötu 29, sími 462 1701. Umsóknarfrestur er til 31. mars nk. Riðuveiki á Ingvörum í Svarfaðardal Fjárlaust verður á bænum í 5 ár , GENGIÐ hefur verið frá samning- um milli ábúenda á Ingvörum í Svarfaðardal og landbúnaðarráðu- neytis um bætur vegna riðuniður- skurðar en þeir eru byggðir á reglu- gerð um riðuvarnir. í lok janúar síð- astliðins var riða greind í kind á bænum og allt fé skorið niður í kjöl- farið. í samningnum er ákvæði um að fjárlaust verði á Ingvörum í fimm ár og er það nýmæli að bæir séu svo lengi fjárlausir eftir riðuniðurskurð. Vaninn er sá að fé er tekið að nýju tveimur til þremur árum eftir niður- skurð. Ólafur Valsson dýralæknir sagði að riða hefði komið upp þrívegis á bænum á síðustu árum en veikin fyrir því sl. fjögur ár að einu and- stæðingar mínir í pólitíkinni eru framsóknarmenn. Ég hef oft verið óþægur og ekki alltaf farið eftir því sem menn hafa viljað. Flokksfélagar mínir hafa því verið hræddir við mig og sniðgengið mig fyrir vikið.“ Oddi var boðið að skipa heiðurssæti list> ans, hann hafnaði því og gaf kost á sér í eitt af þremur efstu sætunum. „Ef ég væri orðinn sextugur hefði ég þegið heiðurssætið. Ég verð áfram bæjarfulltrúi fram á vor en er hættur að starfa með framsóknarmönnum. Ég mun þó ekki valda neinum usla í meirihlutasamstarfinu." Aðspurðui' um framhaldið sagði Oddur að mögu- leiki á sérframboði yrði skoðaður. Eftirtaldir skipa ellefu efstu sætin á lista Framsóknarfélags Akureyrar; 1. Jakob Bjömsson, 2. Ásta Sigurðar- dóttir, 3. Sigfríður Þorsteinsdóttir, 4. Elsa B. Friðfinnsdóttir, 5. Guðmund- ur Ómai- Guðmundsson, 6. Valgerður Jónsdóttir, 7. Friðrik Sigþórsson, 8. Konráð Alfreðsson, 9. Guðný Jó- hannesdóttir, 10. Einar Sveinn Ólafs- son, 11. Sunna Ámadóttir. væri óvenjuþrálát í Svarfaðardal. Allt fé í dalnum var skorið niður árið 1988, en frá því fé var tekið aftur í upphafi áratugarins hefur riða komið upp á sex bæjum. Olafur sagði að fyrir nokkrum ára- tugum hefði riðuveiki verið sérlega mikil í Svarfaðardal og fleiri hund- ruð skepnur drepist af hennar völd- um. „Þótt það sé ávallt áfall þegar riða kemur upp, þá hefur samt náðst árangur í baráttunni og á mörgum bæjum þar sem áður var riða hefur hún ekki komið upp aftur,“ sagði Ólafur. Með fímm ára fjárleysi er þess vænst að sögn Ólafs að komist verði fyrir riðuveikina. Samspil byggðar, umhverfis og menningar RÁÐSTEFNA um byggingar- og sldpulagsmál á norðurslóðum var sett á Fosshóteli KEA í gær og verður henni fram haldið í dag, föstudag. Ráðstefnan er haldin að fi-umkvæði bygginga- nefndar og skipulagsnefndar Akureyrarbæjar en Ferðamála- miðstöð Eyjafjarðar á Akureyri hefur umsjón með undirbúningi hennar og framkvæmd. Viðfangsefni ráðstefnunnar eru byggðir á norðurslóðum og hvernig taka megi tillit til veð- urfars og staðhátta í húsbygg- ingum og skipulagi bæja, bæði almennt og út frá íslenskum að- stæðum. Fjallað er um bygg- ingarhætti og byggingartækni, skipulagsmál, umhverfismál, lifnaðarhætti, menntun og menningu og viðhorf til þessara þátta á norðurhjai'a. Leirlist í Samlaginu KYNNING á verkum Jennýjar Valdimarsdóttur, leirkerasmiðs, hefst í Samlaginu, sem félag myndlista- og listiðnaðarfólks á Akureyri rekur, í dag, fostudag. Jenný ér fædd árið 1966 og var við nám í Den Danske Hus- flidshojskole í Kertemlnde, Danmörku 1989 tál 1991. Vinnu- stofa Jennýjar er að Klettastíg 10 á Akureyri. Kynningin stend- ur í eina viku og er Samlagið op- ið alla daga frá kl. 14 til 18. Vetrargleði í Gilinu VETRARGLEÐI Gilfélagsins verður haldinn í Deiglunni, Kaupvangsstræti, annað kvöld, laugardagskvöldið 7. mars og hefst það kl. 21. Fólk er beðið um að mæta í sínum fínustu vaðmálsfötum og sauðskinnsskóm, borinn verður fram þjóðlegur matur, dísar- mjöður og skörungasnafs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.