Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 48
-•^8 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG SALOME SVEINSDÓTTIR FJÓLA JÓNSDÓTTIR örmum. Ég veit að í dag stígið þið dansinn saman í sandinum á hinni einu sönnu sólarströnd. Þín sonardóttir, Brynhildur Georgsdóttir. + Ingibjörg Sal- ome Sveinsdóttir fæddist á Sauðár- króki 10. maí 1947. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Guð- mundsson og Guð- björg Þorvaldsdótt- ir, d. 1994. Ingibjörg var eina bam móður sinnar en átti þijá hálfbræður sam- feðra. Ingibjörg eignað- ist Hmm börn og þrjú barnaböm. Börn Ingibjargar era: Linda, f. 1966, Davíð, f. 1968, Júlíana, f. 1974, Jón Snorri, f. 1979, og Sóley, f. 1986. Utför Ingibjargar fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 3. mars. Ég kveð þig nú í hinsta sinn, mamma mín. Vonandi líður þér bet- ur þar sem þú ert núna heldur en í þessari jarðvist. Margar spumingar brenna á vörum mínum þegar þú NÍfeefur nú öðlast hvfld og kvatt þenn- an heim. Hvers vegna valdir þú lífi þínu þennan farveg? Svör við spumingum fást ekki nú en þegar við hittumst hinum megin þá fæ ég svörin. Ég veit að nú hefur sál þín öðlast frið og Guðbjörg amma hefur tekið á móti þér. Ég mun geyma í hjarta mínu minninguna um þig og þær góðu stundir sem við áttum saman. Lífið fór ekki um þig mildum höndum en þú ert og verður alltaf mamma mín Pjgg amma bamanna minna. Blessuð sé minning þín. Eg fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma, og pfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Linda. Vinkona mín úr bamæsku, Ingi- björg Salóme Sveinsdóttir eða Bússý eins og við kölluðum hana, er látin. Hér á Sauðárkróki átti hún heima fyrstu árin. Er foreldrar liennar skildu fluttist hún til ^xleykjavíkur með móður sinni og ' ólst upp hjá henni og stjúpföður sín- um, Erlendi Þórðarsyni, sem henni þótti afskaplega vænt um alla tíð. Hér á Sauðárkróki dvaldist hún öll sumur fram að unglingsárum. Hún var skemmtilegur félagi og alltaf kvödd með söknuði á haustin er hún fór aftur suður. Bússý var einstakur dýravin- ur og mörg vom þau dýrin sem nutu umönn- unar hennar og gæsku. Oft fékk hún að fara upp í Skarð til Jórann- ar og Olafs og þaðan átti hún góðar minn- ingar. Vinátta hennar og Olafs hélst alla tíð þó ekki hittust þau í áratugi. Þau fylgdust hvort með öðru og alltaf var ég beðin fyrir kveðju til hans, er við höfðum samband. En æskunnar vor leið hratt og leiðir okkar skildu í mörg ár, eða þar til dóttir hennar Júh'ana kom til okkar hjóna í framtíðarfóstur og svo þrettán árum síðar systir henn- ar Sóley, yngsta bam Bússýar. Vin- konu minni fannst gott að vökva lífsblómið eins og mörgum, en hún missti tökin og árin urðu mörg þar sem lítil gleði var í lífi hennar af þeim sökum. Móður sína missti hún í desember 1995 og saknaði hún hennar sárt, enda mjög kært með þeim mæðgum. Bússý bar ekki gæfu til að ala upp sín böm, en fylgdist með þeim eins og hægt var og aldrei gleymdust afmæli né jól. Samband okkar hélst gott alla tíð og gátum við glaðst með henni þeg- ar allt gekk vel, misstum aldrei af henni lengi í einu þegar dimmast var í lífi hennar. Bússý var orðin illa farin að lík- amlegri heilsu mörg síðustu árin. Hún sagði mér í janúar síðastliðn- um að hún væri tilbúin að kveðja þennan heim og er gott að vita að hún sofnaði sátt svefninum langa á heimili sínu. Ég bið almættið að blessa fólkið hennar, bömin hennar og fjölskyldur þeirra. Blessuð sé minning Ingibjargar Salome Sveinsdóttur æskuvinkonu minnar. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt. Burt úr þjáning og þraut þú ert svifinn á braut. Vakirvinurþérhjá hann mun vel fyrir sjá. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt, fyrir frelsara þinn fer þú vinurinn minn. Vafínn kærleika Krists átt í komandi vist. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt. (Sig. Helgi Guðm.) Kristín Helgadóttir. + Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför móður okkar, GUÐRÚNAR ELÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Sérstakar þakkir til orgelleikara og kórs Akur- eyrarkirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbrún Inga Sæmundsdóttir, Óli Helgi Sæmundsson. t Alúðarþakkir til þeirra mörgu, sem sýndu okkur vinarhug við fráfall og útför JÓHÖNNU BJÖRGVINSDÓTTUR fyrrum prestskonu á Raufarhöfn og Skinnastað. Sigurvin Elíasson, dætur, tengdasonur og dætradætur. + Fjóla Valgerður Jónsdóttir var fædd á Daðastöðum á Reykjaströnd í Skagafirði 27. októ- ber 1922. Hún Iést á sjúkrahúsi Reykja- vfkur 28. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, síðast bóndi á Steini á Reykjaströnd, og kona hans, Sigfríður Jóhannsdóttir. Bræður Fjólu eru fjórir og allir á lífi, Páll, rafvirki á Akureyri, Sigur- finnur, verksljóri hjá Rarik á Sauðárkróki, Friðvin, vélsljóri á Hofsósi, og Halldór bóndi á Steini. Ejóla giftist 14. febrúar 1943 Tryggva Haraldssyni frá Fagra- nesi í Oxnadal, sem lengst af starfaði við verslunar- og skrif- stofustörf á Akureyri. Bjuggu þau á Akureyri samfellt til ársins 1984, er Tryggvi lést. Synir þeirra eru þrír: 1) Georg H. Tryggvason, lögfræðingur og forsljóri Ekrunnar ehf. í Reykja- vík, fæddur 26.10. 1941. Hann er kvæntur Ástríði Hauksdóttur og eiga þau fjögur börn, Brynhildi, Hildigunni, Hörpu og Tryggva Harald. 2) Hersteinn Tryggvason Elsku amma! Ég missti þig allt of fljótt - í raun varstu nýkomin til mín. Lengst af skildu okkur að fjöll og haf og oft leið langt á milli funda. Síðustu mánuði lífs þíns varstu nágranni minn og sá tími er mér dýrmætur. Við sátum ófáar stundir og ræddum lífið og tilver- una, ástina, drauma og væntingar. Frá þér geislaði orka og kraftur og í þér sameinaðist á einstakan hátt bjartsýni og þrjóska, kímni- gáfa og kærleikur. Þú varst ein- sem starfrækir bók- haldsþjónustu á AKureyri, fæddur 8.7. 1943. Hann er kvæntur Birnu Jón- asdóttur og eiga þau einnig íjögur börn, Höllu, Fjólu, Lindu og Börk Má. 3) Bjarki Tryggvason, húsgagnasmiður og fyrrum söngvari og hljóðfæraleikari, fæddur 25.3. 1947, en hann stundar nú nám í gullsmíði. Hann er kvæntur Hansínu Jensdóttur og er sonur þeirra Jens Tryggvi. Fyrri kona Bjarka er Málfríður Baldursdótt- ir og eiga þau fjögur börn, Björk, Sigríði, Sunnu Osp og Völu Hrönn. Auk þess ólu Fjóla og Tryggvi upp til 16 ára aldurs Sig- urð Margeirsson, son Sesselju tví- burasystur Tryggva. Árið 1988 flutti Fjóla búferl- um til Reykjavíkur og starfaði þá um nokkura ára skeið á hjúkrunar- og elliheimilinu Grund. Hún var alllengi búsett á Grandavegi 45 í Reykjavík en síðasta árið á Skeljatanga 38 i Mosfellsbæ. Fjóla verður jarðsungin frá Höfðakapellu á Akureyri í dag og hefst athöfnin klukkan 15.30. stök manneskja og ég minnist þín með stolti. Ég veit að þú vildir ekki fara, þú áttir svo margt eftir ógert. Ferðir til framandi landa, þátttaka í lífi og ást- armálum barnabarnanna, konfektið og kaffið sem þú vildir veita og dansinn sem þú vildir stíga. Þú barðist allt til enda og þú gafst aldrei upp. Ég veit að þegar þú kvaddir okk- ur heilsaðir þú afa. Ég veit að hann beið þín og hann tók þér opnum Elsku amma. Nú ertu farin á betri stað eftir stutt en erfið veikindi. Við sitjum hér saman barnabörnin þín og rifjum upp liðna tíð og allar þær ánægju- stundir sem við höfum átt með þér. Það sem okkur er minnisstæðast er hvað þér var umhugað um að við fær- um aldrei svöng frá þér og það brást aldrei. Þegar við komum í heimsókn til ykkar afa Tryggva í Skarðshlíðina, þá biðu okkar staflar af pönnukökum, kleinum eða vöfflum og þú varst aldrei ánægð fyrr en við stóðum á blístri. Oft fórum við niður að Glerá og tíndum handa þér vönd af vflli- blómum og alltaf settir þú vöndinn í vatn og á besta stað, jafnvel þótt ein- hver skorkvikindi fylgdu með. Einnig era ferðimar með ykkur afa í sveitina þína, á Reykjaströnd í Skagafirði ofarlega í huga. Þá var sungið hástöfum alla leið frá Akur- eyri og stungið upp í sig nammimola þess á milli. Fyrir níu árum fluttir þú tfl Reykjavíkur, en afi var þá látinn. Þau okkar sem enn vora búsett fyrir norð- an áttu alltaf vísan stað hjá þér, þegar við bragðum okkm- suður og eklri var í kot vísað, heldur dekrað við okkm- á allan hátt. Áhugamál áttir þú mörg, s.s. sveitatónlist og ferðalög. Þú varðst aldrei gömul, krafturinn var slíkur að það gafst enginn tími tfl slíks. Vinnusemi var þér í blóð borin, enda vannstu úti alveg þar tfl þú veiktist fyrir rétt rúmu ári. Elsku amma, við þökkum þér inni- lega fyrir allar samverastundimar. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (úr Spámanninum) Þín barnabörn. RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Ragnheiður Guð- mundsdóttir fæddist í Reykjavík 29. mars 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga 27. febrúar síðastliðinn. Ragnheiður bjó alla tíð í Reykjavík, nú síðast í Bólstaðarhlíð 46. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sveinsson, f. 14.10. 1877, d. 22.5. 1966, og Guðfinna Magnús- dóttir, f. 12.2. 1881, d. 19.6. 1953. Þau giftust 12.11. 1901 og eignuðust ellefu börn, tvö dóu í æsku en níu komust til fullorðins- ára. Ragnheiður var næstyngst systkin- anna sem nú eru öll látin. Ragnheiður giftist ekki, en eignaðist einn son, Svein, f.5.5. 1951, með Benóný Magnússyni, f. 10.1. 1921, d. 9.10. 1997. Sveinn er kvæntur Svövu L. Magnús- dóttur og eiga þau tvær dætur, Ragn- heiði og Hrönn. Útfór Ragnheiðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Vinkona mín Ragnheiður Guð- mundsdóttir er látin, tæplega 77 ára. Hún lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga, þar sem sonur hennar og fjölskylda hans býr. Við Heiða höfum þekkst nánast alla ævi, frá því ég flutti þriggja ára á Grettisgötuna og kynntist sex ára hnátu sem leiddi mig þegar ég rataði ekki sjálf. Það handtak hefur verið hlýtt og traust og reynst mér vel gegn um árin. Það er nú svo oft að bestu vinina eignumst við í æsku, en kunningja þegar við eldumst. Seinna flutti ég á Bergþóragötu og hún á Kárastíg, og að lokum flutti ég í Álftamýri og hún í Bólstaðar- hlíð, þar sem við höfum búið síðustu 35 árin. Við unnum saman sem ung- ar stúlkur hjá sælgætisgerðinni Freyju, en síðustu starfsár sín vann hún hjá Bókfelli. Það má segja að við höfum gengið þessa lífsbraut meira og minna saman. Hún Heiða vinkona mín var góður félagi og vin- ur hér á jörð. Ferðalög vora hennar yndi og ferðuðumst við mikið sam- an, allt frá Grænlandi til Rúmeníu, Búlgaríu, Austurríkis, Lúxemborg- ar og víðar. I Evrópu hreyfst hún af söfnum, kirkjum og merkum bygg- ingum og dáðist að list gömlu snill- inganna. Hún var sjálf mjög smekk- leg kona, snyrtimennskan í fyrir- rúmi og átti einstaklega fallegt heimili. Hún eignaðist einn son, Svein, með Benóný Magnússyni. Sveinn og fjölskylda hans vora henni mjög hugleikin, sérstaklega barnabörnin, dætur hans tvær, þær Ragnheiður og Hronn. Einn var sá staður sem henni þótti afskaplega vænt um en það var úti í „húsi“ eins og hún kallaði það, Félagsheimili aldraðra í Ból- staðarhlíð. Þar var dansað hjá Sig- valda, farið í leikfimi og drukkið kaffi. Heiða var mikil félagsvera og naut þess að blanda geði við fólk. Hún var létt á fæti, kvik, grönn og vel á sig komin andlega og líkam- lega. Fyrir nokkram mánuðum greindist hún með ólæknandi krabbamein og heilsu hennar hrak- aði ört, þar til hún lést 27. febrúar síðastliðinn. Hvað er hægt að segja þegar æskuvinkonan er kvödd? „Vertu sæl vinan, og þakka þér fyrir öll árin okk- ar saman. Ég kem til með að sakna þín, að heyra ekki hlátur þinn né sjá þig framar, en góðu minningamar á ég og hver veit nema ég sjái þig seinna þegar ég hverf yfir móðuna miklu. Það er okkur hulið sem hér eram.“ Ég, Bára og fjölskyldur okk- ar vottum syni hennar, Sveini, Svövu og dætranum samúðarkveðjur. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útfór er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir há- degi á föstudag. I miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Nú andar næturblær um bláa voga. Við bleikan himin daprar stjömur loga. Og þar sem forðum vor í sefi söng nú svífurvetramóttin löng. (Tómas Guðmundsson.) Magnea Albertsdóttir og fjölskylda. Elsku amma, takk fyrir allt. Þín Ragnheiður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.