Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 54. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Tævanir taka boði Kínverja Taipei, Peking. Reuters. TÆVANIR féllust í gær á boð Kln- verja að senda fulltrúa sína til Kína til að eiga viðræður um samband og samskipti landanna sem hafa legið niðri frá því árið 1995. A sama tíma lýstu kínversk yfírvöld yfir „óánægju og harmi“ vegna einkaheimsóknar varaforseta Tævans, Liens Chans, til Malasíu. Lien hefur m.a. hitt forsæt- isráðherra landsins, en Malasía við- urkennir ekki stjórnvöld á Tævan en hefur stjórnmálasamband við Kín- yerja. Lien kom í einkaheimsókn tO Islands á síðasta ári. Ekki hefur verið ákveðið hvenær viðræðumar hefjist en tævanskir embættismenn gera ráð fyrir að það verði í lok mars eða byrjun apríl. Fulltrúar landanna verða úr röðum embættismanna en Tævanir telja pólitískar viðræður enn of viðkvæm- ar tii að hefja þær. Á árlegum fundi kínverska þingsins í gær hvatti Li Peng forsætisráðherra Tævani til þess að koma á tengslum við Kín- verja og hefja pólitískar viðræður. Viðræðum Kína og Tævans var hætt 1995 í kjölfar einkaheimsóknar Lee Teng-Hui, forseta Tævans, til Bandaríkjanna, sem vakti geysihörð viðbrögð kínverskra stjórnvalda. Mikill við- búnaður í Peking KÍNVERSKA þingið var sett í gær og af því tilefni voru örygg- issveitir með mikinn viðbúnað í miðborg Peking. Hundar voru notaðir til að leita að sprengjum á Torgi hins himneska friðar og lögreglan fylgdist grannt með uighurum frá Xiiyiang, þar sem múslimskir aðskilnaðarsinnar hafa með sprengjutilræðum barist fyrir sjálfstæði Austur- Túrkístans, eins og þeir kalla héraðið. Um 5.000 uighurar búa í Peking og margir þeirra voru undir stöðugu eftirliti að minnsta kosti eins lögreglu- manns. Lögreglumenn skoða hér myndbandsupptökuvél við þing- húsið eftir að setningarfundin- um lauk. Li Peng forsætisráð- herra ræddi þar metnaðarfull áform um að draga úr skrif- finnsku með því að fækka ráðu- neytum og ríkisstarfsmönnum og skýrsla um breytingarnar verður lögð fyrir þingið í dag. ■ Ráðuneytum fækkað/26 Her og lögregla fella fjölda manns í Kosovo Pristina. Reuters. SERBNESKAR her- og lögreglusveitir eru sagðar hafa stráfellt íbúa í nokkrum þorpum umhverfis bæinn Srbice sem er í héraðinu Dren- ica, um 25 km vestur af Pristina, höfuðstað Kosovo-héraðs. Öryggis- sveitir í leit að liðsmönnum skæruliðasamtaka, sem nefnast Frelsisher Kosovo, gerðu harða sprengjuárás á þorpin í gær en stjómarherinn meinaði fulltrúum vestrænna fjölmiðla að koma nálægt þorpunum. Reuters Óstaðfestar fregnir úr röðum mannréttindahreyfinga og stjórn- málaflokka albanska meirihlutans í Kosovo hermdu að sprengjum hefði verið varpað á þorpin Glogovac, Likosane, Quirez, Prekaz og Lausha austur af Pristina. Eru þau á svæði þar sem albanskir þjóðem- issinnar njóta mikils stuðnings. Fullyrt er að tugir manns hafi látið lífið og aðrir stokkið á flótta. Aukinheldur héldu fulltrúar Lýð- ræðisbandalags Kosovo því fram að lögregla hefði gert árás á þorp með- fram þjóðveginum er liggur frá Srbica til Mitrovica í norðurhluta héraðsins. Um síðustu helgi biðu 30 manns bana í átökum í Pristina. Lögreglan vildi einungis segja að leitað hefði verið á svæðinu skæru- liða er vegið hefðu tvo lögreglu- menn úr launsátri í héraðinu í gær- morgun. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, er í Belgrad þar sem hann mun eiga viðræður' við Slobod- an Milosevic Serbíuforseta um ástandið í Kosovo. Hitti Cook al- banska stjórnmálaleiðtoga og full- trúa námsmanna í gær. Sagði hann við blaðamenn að mikilvægt væri að auka pólitískan þrýsting á serbnesk stjórnvöld í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að upp úr syði í Kosovo, ekki síst vegna hættunnar á að átök þar gætu breiðst út. Gagnrýndi Cook Serbíustjóm og sagði hana beita íbúa héraðsins harðræði. -------»♦♦------- Vatn á tunglimi Mountain View. Reuters. VATN er að finna á svæðum við norður- og suðurskaut tunglsins, að því er vísindamenn bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA) segja að hafi fengist staðfest við rannsóknir Tunglkönnuðar (Lunar prospector). Hann hefur verið á braut um tunglið í tvo mánuði. Vatn- ið er í föstu formi og er talið að ísinn geti mælst einn milljarður tonna. Blair hyggst bjóða Adams til viðræðna Mann- skæð bíl- sprensine: Belfast, London. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, gaf í gær til kynna að hann hygðist reyna að fá stjórn- málaarm írska lýðveldishersins, IRA, til að taka aftur þátt í friðar- viðræðum á Norður-írlandi. Sagðist hann bjartsýnn á friðarhorfur. Talsmaður Blaii-s greindi frá því að Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, yrði sent bréf þar sem honum yrði boðið að eiga fund með forsæt- isráðherranum í Lundúnum. Sinn Fein var tímabundið vísað frá samningaborðinu 21. febrúar sl. eft- ir að lögregla sagði öfgamenn úr röðum IRA ábyrga fyrir tveimur morðum. Jafnvel þótt flokki Adams sé frjálst að snúa aftur að saminga- borðinu á mánudaginn hefur hann lýst því yfir að hann geri það ekki fyrr en Blair á milliliðalausar við- ræður við Adams. Morð tveggja vina, sem tilheyrðu hvor sinni kirkjudeildinni, sl. þriðju- dagskvöld virðist hafa hleypt nýju lífi í friðarumleitanirnar. Pólitískir leiðtogar andstæðra fylkinga sambandssinnaðra mót- mælenda og lýðveldissinnaðra kaþ- ólikka fóru á morðstaðinn í smá- bænum Poyntzpass, sem er um 40 km sunnan Belfast, til að sýna van- þóknun sína á ódæðinu og í virðing- arskyni við aðstandendur hinna látnu. En talsmaður kaþólska stjórn- málaflokksins SDLP vísaði því á bug í gær að aðilar friðarviðræðn- anna hefðu sameinazt um drög að samkomulagi um stofnun norður- írsks þings. Blair forsætisráðherra tjáði brezku ríkisstjórninni á vikulegum fundi hennar að fyrir hendi væri „raunveruleg ástæða til bjartsýni" á að viðræðurnar skiluðu árangri þrátt fyrir röð morða öfgamanna andstæðra íylkinga frá því um síð- ustu jól. Talsmaður Blairs sagði að brezk og írsk stjórnvöld gerðu sér vonir um að takast myndi að fá samnings- aðila til að sammælast í næsta mán- uði um nokkur grundvallaratriði, sem mögulegt yrði að bera undir at- kvæði á N-íriandi og í írska lýðveld- inu sem fyrst. LIÐSMAÐUR skæruliðasamtaka tamíltígra á Sri Lanka sprengdi bflsprengju í verslunarhverfi í Colombo í gærmorgun með þeim afleiðingum að 32 tnanns biðu bana og 257 slösuðust, margir þeirra lífshættulega. Ók maður- inn sendibifreið hlaðinni sprengiefni inn í hverfið þar sem mikill fjöldi fólks var á ferð, m.a. tvær rútur fullar af skólá- börnum, en mörg þeirra biðu bana. Árásin er ein sú mann- skæðasta á Sri Lanka á undan- förnum árum en tamfltígrar hafa staðið fyrir tilræði af þessu tagi mánaðarlega að undan- förnu. Reuters Pryða bæinn gnlum borðum ÍBÚAR bæjarins Eltons á Vestur- Englandi hengdu í gær upp gula borða, tákn baráttunnar fyrir frelsi bamfóstrunnar Louise Woodward sem sýknuð var af morði í Boston í Bandaríkjunum í haust. Úrskurðin- um var áfrýjað og hefst málflutn- ingur af þeim sökum í Boston í dag. ■ Áfrýjun tekin fyrir/25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.