Morgunblaðið - 06.03.1998, Page 1
80 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
54. TBL. 86. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuters
Tævanir
taka boði
Kínverja
Taipei, Peking. Reuters.
TÆVANIR féllust í gær á boð Kln-
verja að senda fulltrúa sína til Kína
til að eiga viðræður um samband og
samskipti landanna sem hafa legið
niðri frá því árið 1995. A sama tíma
lýstu kínversk yfírvöld yfir „óánægju
og harmi“ vegna einkaheimsóknar
varaforseta Tævans, Liens Chans, til
Malasíu. Lien hefur m.a. hitt forsæt-
isráðherra landsins, en Malasía við-
urkennir ekki stjórnvöld á Tævan en
hefur stjórnmálasamband við Kín-
yerja. Lien kom í einkaheimsókn tO
Islands á síðasta ári.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær
viðræðumar hefjist en tævanskir
embættismenn gera ráð fyrir að það
verði í lok mars eða byrjun apríl.
Fulltrúar landanna verða úr röðum
embættismanna en Tævanir telja
pólitískar viðræður enn of viðkvæm-
ar tii að hefja þær. Á árlegum fundi
kínverska þingsins í gær hvatti Li
Peng forsætisráðherra Tævani til
þess að koma á tengslum við Kín-
verja og hefja pólitískar viðræður.
Viðræðum Kína og Tævans var
hætt 1995 í kjölfar einkaheimsóknar
Lee Teng-Hui, forseta Tævans, til
Bandaríkjanna, sem vakti geysihörð
viðbrögð kínverskra stjórnvalda.
Mikill við-
búnaður
í Peking
KÍNVERSKA þingið var sett í
gær og af því tilefni voru örygg-
issveitir með mikinn viðbúnað í
miðborg Peking. Hundar voru
notaðir til að leita að sprengjum
á Torgi hins himneska friðar og
lögreglan fylgdist grannt með
uighurum frá Xiiyiang, þar sem
múslimskir aðskilnaðarsinnar
hafa með sprengjutilræðum
barist fyrir sjálfstæði Austur-
Túrkístans, eins og þeir kalla
héraðið. Um 5.000 uighurar búa
í Peking og margir þeirra voru
undir stöðugu eftirliti að
minnsta kosti eins lögreglu-
manns.
Lögreglumenn skoða hér
myndbandsupptökuvél við þing-
húsið eftir að setningarfundin-
um lauk. Li Peng forsætisráð-
herra ræddi þar metnaðarfull
áform um að draga úr skrif-
finnsku með því að fækka ráðu-
neytum og ríkisstarfsmönnum
og skýrsla um breytingarnar
verður lögð fyrir þingið í dag.
■ Ráðuneytum fækkað/26
Her og lögregla fella
fjölda manns í Kosovo
Pristina. Reuters.
SERBNESKAR her- og lögreglusveitir eru sagðar hafa stráfellt íbúa
í nokkrum þorpum umhverfis bæinn Srbice sem er í héraðinu Dren-
ica, um 25 km vestur af Pristina, höfuðstað Kosovo-héraðs. Öryggis-
sveitir í leit að liðsmönnum skæruliðasamtaka, sem nefnast Frelsisher
Kosovo, gerðu harða sprengjuárás á þorpin í gær en stjómarherinn
meinaði fulltrúum vestrænna fjölmiðla að koma nálægt þorpunum.
Reuters
Óstaðfestar fregnir úr röðum
mannréttindahreyfinga og stjórn-
málaflokka albanska meirihlutans í
Kosovo hermdu að sprengjum hefði
verið varpað á þorpin Glogovac,
Likosane, Quirez, Prekaz og
Lausha austur af Pristina. Eru þau
á svæði þar sem albanskir þjóðem-
issinnar njóta mikils stuðnings.
Fullyrt er að tugir manns hafi látið
lífið og aðrir stokkið á flótta.
Aukinheldur héldu fulltrúar Lýð-
ræðisbandalags Kosovo því fram að
lögregla hefði gert árás á þorp með-
fram þjóðveginum er liggur frá
Srbica til Mitrovica í norðurhluta
héraðsins. Um síðustu helgi biðu 30
manns bana í átökum í Pristina.
Lögreglan vildi einungis segja að
leitað hefði verið á svæðinu skæru-
liða er vegið hefðu tvo lögreglu-
menn úr launsátri í héraðinu í gær-
morgun.
Robin Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, er í Belgrad þar sem
hann mun eiga viðræður' við Slobod-
an Milosevic Serbíuforseta um
ástandið í Kosovo. Hitti Cook al-
banska stjórnmálaleiðtoga og full-
trúa námsmanna í gær. Sagði hann
við blaðamenn að mikilvægt væri að
auka pólitískan þrýsting á serbnesk
stjórnvöld í þeim tilgangi að koma í
veg fyrir að upp úr syði í Kosovo,
ekki síst vegna hættunnar á að átök
þar gætu breiðst út. Gagnrýndi
Cook Serbíustjóm og sagði hana
beita íbúa héraðsins harðræði.
-------»♦♦-------
Vatn á
tunglimi
Mountain View. Reuters.
VATN er að finna á svæðum við
norður- og suðurskaut tunglsins, að
því er vísindamenn bandarísku
geimferðastofnunarinnar (NASA)
segja að hafi fengist staðfest við
rannsóknir Tunglkönnuðar (Lunar
prospector). Hann hefur verið á
braut um tunglið í tvo mánuði. Vatn-
ið er í föstu formi og er talið að ísinn
geti mælst einn milljarður tonna.
Blair hyggst bjóða
Adams til viðræðna
Mann-
skæð bíl-
sprensine:
Belfast, London. Reuters.
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, gaf í gær til kynna að
hann hygðist reyna að fá stjórn-
málaarm írska lýðveldishersins,
IRA, til að taka aftur þátt í friðar-
viðræðum á Norður-írlandi. Sagðist
hann bjartsýnn á friðarhorfur.
Talsmaður Blaii-s greindi frá því
að Gerry Adams, leiðtoga Sinn
Fein, yrði sent bréf þar sem honum
yrði boðið að eiga fund með forsæt-
isráðherranum í Lundúnum. Sinn
Fein var tímabundið vísað frá
samningaborðinu 21. febrúar sl. eft-
ir að lögregla sagði öfgamenn úr
röðum IRA ábyrga fyrir tveimur
morðum.
Jafnvel þótt flokki Adams sé
frjálst að snúa aftur að saminga-
borðinu á mánudaginn hefur hann
lýst því yfir að hann geri það ekki
fyrr en Blair á milliliðalausar við-
ræður við Adams.
Morð tveggja vina, sem tilheyrðu
hvor sinni kirkjudeildinni, sl. þriðju-
dagskvöld virðist hafa hleypt nýju
lífi í friðarumleitanirnar.
Pólitískir leiðtogar andstæðra
fylkinga sambandssinnaðra mót-
mælenda og lýðveldissinnaðra kaþ-
ólikka fóru á morðstaðinn í smá-
bænum Poyntzpass, sem er um 40
km sunnan Belfast, til að sýna van-
þóknun sína á ódæðinu og í virðing-
arskyni við aðstandendur hinna
látnu.
En talsmaður kaþólska stjórn-
málaflokksins SDLP vísaði því á
bug í gær að aðilar friðarviðræðn-
anna hefðu sameinazt um drög að
samkomulagi um stofnun norður-
írsks þings.
Blair forsætisráðherra tjáði
brezku ríkisstjórninni á vikulegum
fundi hennar að fyrir hendi væri
„raunveruleg ástæða til bjartsýni" á
að viðræðurnar skiluðu árangri
þrátt fyrir röð morða öfgamanna
andstæðra íylkinga frá því um síð-
ustu jól.
Talsmaður Blairs sagði að brezk
og írsk stjórnvöld gerðu sér vonir
um að takast myndi að fá samnings-
aðila til að sammælast í næsta mán-
uði um nokkur grundvallaratriði,
sem mögulegt yrði að bera undir at-
kvæði á N-íriandi og í írska lýðveld-
inu sem fyrst.
LIÐSMAÐUR skæruliðasamtaka
tamíltígra á Sri Lanka sprengdi
bflsprengju í verslunarhverfi í
Colombo í gærmorgun með þeim
afleiðingum að 32 tnanns biðu
bana og 257 slösuðust, margir
þeirra lífshættulega. Ók maður-
inn sendibifreið hlaðinni
sprengiefni inn í hverfið þar
sem mikill fjöldi fólks var á ferð,
m.a. tvær rútur fullar af skólá-
börnum, en mörg þeirra biðu
bana. Árásin er ein sú mann-
skæðasta á Sri Lanka á undan-
förnum árum en tamfltígrar
hafa staðið fyrir tilræði af þessu
tagi mánaðarlega að undan-
förnu.
Reuters
Pryða bæinn
gnlum borðum
ÍBÚAR bæjarins Eltons á Vestur-
Englandi hengdu í gær upp gula
borða, tákn baráttunnar fyrir frelsi
bamfóstrunnar Louise Woodward
sem sýknuð var af morði í Boston í
Bandaríkjunum í haust. Úrskurðin-
um var áfrýjað og hefst málflutn-
ingur af þeim sökum í Boston í dag.
■ Áfrýjun tekin fyrir/25