Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 68
Jternát -setur brag á sérhvern dag! fHttigttiiÞfnMfr UNAÐARBANKINN traustur banki MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ(3>MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samningi um kaup á liðvögnum ríft Vélin full- - nægði ekki settum skil- yrðum STJÓRN Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að rifta kaupum á tveimur Scania lið- vögnum frá Heklu hf. þar sem í ljós hefur komið að annar vagnanna sem afhentur var SVR í desember síðast- liðnum fullnægir ekki settum skil- yrðum í kaupsamningi. Síðari lið- vagninn átti samkvæmt samningn- um að afhenda í ágúst 1999. Að sögn Alfreðs Þorsteinssonar, t Tggjormanns stjómar Innkaupastofnun- ar, var krafa um að í vögnunum væri 200 kw vél sem stæðist Evrópustaðal um mengunarvamir. Scania hafði boðist til að afhenda vagn sem væri með 235 kw vél en þegar til kom reyndist vélin í vagninum, sem kom í ■ desember, ekki vera nema 191 kw. „Það var þegar haft samband við Heklu og leitað skýringa á því hvem- ig á þessu stæði, og þá mun hafa komið í Ijós að til að uppfylla þennan Evrópustaðal hefði 235 kw vélinni T^erið breytt með þeim afleiðingum að ‘ *ún varð aflminni. Scania hefur boð- ist til að breyta vélinni á nýjan leik til að uppfylla kröfumar um 200 kw og er að vinna að því að fá vottun fyrir þá vél um að hún uppfylli þennan staðal um mengunarvamir. Málið er núna í höndum borgarlögmanns sem á í viðræðum við Heklu. Að þeim við- ræðum loknum kemur í ljós hvort SVR muni festa kaup á þessum Scania vagni breyttum og að upp- fylltum þessum kröfum sem gerðar vora, eða hvort samið verður við Brimborg sem bauð Volvo og átti næstlægsta tilboð,“ sagði Alfreð. -------------------- Veizla á Grandagarði ÞEIR vaka yfír loðnubátunum, múkkamir á Grandagarði. Bát- arnir koma drekkhlaðnir til hafn- ar og í gær var fúglafjöldinn slík- ur, að halda mátti að yfir stæði af- mælisveizla hjá vinsælum og sí- ungum fugli. Morgunblaðið/RAX Vala sigraði en heims- metið stóðst atlöguna VALA Flosa- dóttir sigraði í stangarstökki á alþjóðlegu stökkmóti IR1 Laugardals- höll í gær- kvöldi. Hún fór yfir 4,36 m en mistókst í þremur til- raunum að setja nýtt heimsmet með því að fara yf- ir 4,46 m. „Tæknin var slæm þjá mér í kvöld, stökkin voru illa útfærð og því má í sjálfú sér að segja að 4,36 hafi verið ágætt þegar öllu er á botninn hvolft,“ sagði Vala við Morgunblaðið. Nýbakaður Evrópumeistari og heimsmethafi innanhúss, Anzhela Balakhonova frá Úkraínu, stökk 4,31 m og varð í öðru sæti. Hún reyndi einnig við 4,46 en felldi þá hæð þrívegis eins og Vala. Morgunblaðið/Golli ■ Heimsmetið/Cl ----♦-♦-♦--- Skáleyjar Bóndinn heim í þyrlu L ANDHE LGISGÆSLAN var í gær fengin til að flytja bóndann í Skáleyj- um á Breiðafirði heim til sín í þyrlu. Bóndinn hafði um nokkurra daga skeið verið að reyna að komast yfir í eyjuna en ekki tekist vegna mikilla ísalaga á Breiðafirði. Varð að grípa til nútímaúrræða og fá þyrlu til að flytja bóndann frá Brjánslæk og heim til sín. Auðunn Karlsson sigmaður á þyrl- unni segir að þarna hafi Landhelgis- gæslan verið að sinna einu af megin- verkefnum sínum, sem er að sinna þörfum afskekktra byggða þegar eðlilegar samgöngur bregðast. Risastór flotkví keypt til Hafnarfj ar ðar VÉLSMIÐJA Orms og Víglundar í Hafnarfirði hefur fest kaup á stæn'i flotkví en áður hefur þekkst hér á Islandi. Flotkví þessi getur tekið allt að 10.000 tonna skip í slipp en sú sem fyrirtækið á fyrir hefur 2.750 tonna lyftigetu. Eirík- , ur Ormur Víglundsson, fram- r kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að nú verði ónauðsynlegt fyrir út- gerðarmenn að senda togara sína erlendis í slipp. Eiríkur telur að með nýju flot- kvínni verði hægt að þjónusta alla togara og öll fiskiskip á landinu. „Við höfum hingað til tekið skip sem hafa sjö metra djúpristu en getum með þessari flotkví tekið skip sem hafa tíu og hálfs metra djúpristu." Hefur þurft að hafna mörgum beiðnum um viðgerð Eiríkur bendir á að vélsmiðjan hafi hafnað mörgum verkum á síð- astliðnu ári einfaldlega vegna þess að kvíin hefur verið upptekin, með um 95-96% nýtni. Nýja flotkvíin komi til með að geta tekið tvö stór skip í einu og geti því skipt miklu fyrir rekstur fyrirtækisins. „Við ættum að geta tekið grænlensku togarana sem verið hafa við ís- landsstrendur en þurft að fara til NÝJA flotkvíin var keypt af breska hernum. Danmerkur og Evrópu til að sækja Flotkvína kaupir véismiðjan af ur segir að kaupin séu frágengin þjónustu. Við ætlum að róa á þann breska hernum en þar mun hún og að von sé á flotkvínni til Hafn- markað." m.a. hafa þjónustað herskip. Eirík- aríjarðar innan tveggja mánaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.