Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Rjúkandi gangur í loðnu- vinnslunni MIKIÐ af loðnu berst nú til Vest- mannaeyja enda stutt á miðin þaðan en góð loðnuveiði var skammt undan Alviðru, um 15 sjómflum austan við Hjörleifs- höfða í gær. Þennan myndarlega reykjarmökk lagði frá fiskimjöls- verksmiðjunni í Vestmannaeyjum í gær en hann heyrir nú brátt sögunni til því nýr mengunar- vamabúnaður við verksmiðjuna verður tekinn í notkun í septem- ber nk. Nokkur loðnuskip fengu afia úr seinni loðnugöngunni undan Stokksnesi í gær en þar var ekki mikið magn á ferðinni að sögn Þórðar Sigurðssonar, stýrimanns á Gullbergi VE. Nú styttist óðfluga í að loðnan hrygni en í gær var hrognafyll- ing hennar komin í um 21%. Öryggisráðstafanir vegna leiks fsraelsmanna og Egypta í handbolta Einu samskipti leikmanna verða meðan á ieik stendur LÖGREGLAN í Reykjavík hefur tekið að sér ör- yggisgæslu vegna leiks Egypta og Israelsmenna í handbolta í dag, samkvæmt ósk sem barst frá for- svarsmönnum síðamefnda liðsins með milligöngu HSÍ. Einu samskipti liðanna tveggja verða á með- an leik þeirra stendur. Jónmundur Kjartansson yfirlögregluþjónn staðfesti í samtali við Morgunblaðið að lögreglan hefði ákveðna öryggisgæslu með hendi og væri í því sambandi fylgt tilteknum vinnureglum, sem eru trúnaðarmál. Örn Magnússon, framkvæmda- stjóri HSÍ, segir þær kröfur sem gerðar eru af hálfu ísraelsmanna hefðbundnar. FyUsta öryggis gætt „Þegar ijóst varð að ísraelsmenn kæmu gerðu þeir vissar varúðarráðstafanir og það gildir einu hvert þeir fara; þessar ráðstafanir eru alltaf gerð- ar til að gæta fyllsta öryggis. Lögreglan í Reykja- vík hefur verið svo vinsamleg að hjálpa okkur við að uppfylla þau skilyrði sem sett eru, en þar eru m.a. kvaðir um hótel og fleira. Engar kvaðir þó sem teljast of strangar." Jónmundur segir að Israelsmönnum sé sér- staklega umhugað um að öryggisatriði séu eins og best verður á kosið, enda annt um að fá að vera í friði. „Þegar ísraelsmenn léku hér fótboltaleik fyrir nokkru urðu þeir fyrir lítilsháttar aðkasti ör- fárra unglinga, sem var kannski ekki alvarlegt, en mönnum finnst betra að hafa vaðið fyrir neðan sig,“ segir Jónmundur. Þá munu liðin ekki dvelja á sama hóteli, ekkd matast á sama stað og ekki æfa samtímis, þannig að þau hittast eingöngu meðan á leik þeirra stendur. „Það er vitað mál að í andrúmsloftinu á milli þessara þjóða er ákveðin spenna og í stað þess að taka einhverja áhættu var ákveðið að stilla málinu upp þannig að liðin þyrftu ekki að hafa nein afskipti hvort af öðru nema á leiknum sjálf- um,“ segir Örn. „Með þessu reynum við að koma í veg fyrir að nokkur vandamál geri vart við sig. ísraelsmenn segjast hins vegar hafa litlar áhyggjur á íslandi og þeir telji málið í góðum höndum.“ Leikur ísraelsmanna og Egypta á að hefjast í dag klukkan 18.30 í Laugardalshöll. Þá leika Egyptar við Portúgala á morgun klukkan 14.20 á sama stað og Israelsmenn etja kappi við íslenska landsliðið klukkan 16.20. Sömu lið leika á sunnu- dag, þ.e. ísrael og Portúgal, klukkan 14.20, og ís- land og Egyptaland klukkan 16.20. Morgunblaðið/Emil Þór Viðræður um endurskipulagningu og aukið samstarf samtaka atvinnurekenda MIKILL meirihluti atvinnurekenda virðist vera á þeirri skoðun að nauð- synlegt sé að gera breytingar á skipulagi samtaka vinnuveitenda, í átt til aukinnar samþjöppunar eða samstarfs, samkvæmt könnunum sem gerðar hafa verið meðal félags- manna í samtökunum. Til að mynda sagðist 91% fulltrúa í Samtökum iðnaðarins á nýafstöðnu iðnþingi telja breytinga þörf í sam- starfi atvinnurekenda, m.a. til að auka skilvirkni í starfsemi þeirra og þjónustu, samkvæmt upplýsingum Sveins S. Hannessonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Áþekkar niðurstöður komu út úr könnun sem VSÍ gerði meðal beinna félagsmanna sinna, en samanlagt mynda þessir félagar um 70% af VSÍ. Umræður um breytt skipulag at- vinnurekendasamtakanna og hugs- anlega myndun öflugra heildarsam- taka hafa staðið yfir um skeið, og voru þessi mál til umræðu á sérstök- um fundi forystumanna samtaka at- vinnurekenda fyrr í þessari viku. Engar niðurstöður liggja enn fyrir um hvaða leiðir verða famar og hef- ur enn sem komið er ekki reynt á hvort samkomulag næst um breyt- ingar. Meðal þess sem rætt hefur verið eru möguleikar á sameiningu VSÍ og Vinnumálasambandsins. Þá Meirihluti vill breyta skipulaginu hafa fulltrúar Verslunarráðs íslands og Sambands íslenskra viðskipta- banka tekið þátt í viðræðunum. Er stefnt að næsta fundi 23. mars og gert ráð fyrir að þá liggi fyrir skýr- ari mynd af því hvaða leiðir verða famar í skipulagsmálum, skv. upp- lýsingum Morgunblaðsins. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði í gær að á fundinum hefðu skýrst þeir valkostir sem eru í stöðunni varðandi breyting- ar á skipulagi samtaka atvinnurek- enda. Ákveðið hefði verið að halda viðræðum áfram og næsti fundur væri fyrirhugaður að hálfúm mánuði liðnum. Þórarinn sagði hugsanlega nauðsynlegt að fá dýpri sérfræðinga- álit á lagalegum þáttum málsins m.a. með vísan til þeirra breytinga sem hafa verið verið gerðar á EES-löggjöf og fyrirhugað er að gera. Finnur Sveinbjömsson, fram- kvæmdastjóri Sambands viðskipta- banka, segir að bankamir hafi ákveðið að fylgjast með þessari um- ræðu. Viðskiptabankamir hafa ekki verið í samtökum með öðrum at- vinnurekendum en mynda með sér hagsmunasamtök í Sambandi við- skiptabanka. Hafa kjaraviðræður farið fram á vegum samninganefnd- ar viðskiptabanka, Seðlabankans og sparisjóða. Aðspurður hvort áhugi sé á þvi meðal bankanna að taka þátt í sam- starfi eða samruna annarra samtaka atvinnurekenda sagði Finnur að bankakerfið ætti mjög sterkar ræt- ur í ríkiskerfinu vegna þess hve rík- ið hefði verið stór eignaraðili við- skiptabanka, en aðstæður væra nú að breytast. „Menn hafa ef til vill ekki litið á bankarekstur sem at- vinnurekstur en ég tel að sá skiln- ingur fari vaxandi að bankastarf- semi sé eins og hver önnur atvinnu- grein. Ríkið hefur markað þá stefnu að losa um eignarhald sitt í banka- kerfinu og því er ekki óeðlilegt að bankamir velti fyrir sér hvort þeir eigi ekki samleið með öðram at- vinnurekendum,“ sagði hann. Ráðgjafar gera úttekt á verkefnum og skipulagi Ákveðið var sl. haust að láta gera úttekt á verkefnum og skipulagi samtaka atvinnurekenda með það að markmiði að kanna hvort annað skipulag geti þjónað fyrirtækjunum betur. Var fyrirtækið C.I. ráðgjöf ehf. fengið til að taka verkefnið að sér og stýrir Bjami Snæbjöm Jóns- son rekstrarráðgjafi því starfi. Forsvarsmenn Samtaka iðnaðar- ins settu í upphafi umræðunnar fram þá hugmynd að aðildarfélög- um og beinum aðilum VSÍ verði skipt upp í fjóra hópa og samtökin verði í framtíðinni byggð upp af fjórum stoðum. í þeirri fyrstu væri flutningastarfsemi og veitinga- og ferðaþjónusta, Samtök iðnaðarins væra önnur stoðin, í þeirri þriðju væra LÍÚ og Samtök fiskvinnslu- stöðva og fjórða stoðin hefði að geyma verslun og fjármálaþjón- ustu. Málefni fatlaðra til sveitarfélaga Yfirfærslu frestað um óákveðinn tíma ÁKVEÐIÐ hefúr verið að fresta um óákveðinn tíma yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga en þau áttu að taka við þeim málaflokki um næstu áramót. Að sögn Páls Pétursson- ar félagsmálaráðherra var ákvörðunin tekin að ósk Reykja- víkurborgar og að höfðu samráði við Samband ísl. sveitarfélaga. Sagði hann að komandi sveitar- stjómarkosningar ættu þar stærstan hlut að máli. „Sveitarfélögin óskuðu ein- dregið eftir því að fá málefni fatlaðra til sín og einnig samtök fatlaðra,“ sagði Páll. „Við urð- um við þeim óskum og fórum að vinna samkvæmt því. Ákveð- ið var með skilyrtri löggjöf að færa um næstu áramót málefni fatlaðra yfir til sveitarfélaga, þ.e. nærverkefni, en að verk- efni á landsvísu yrðu áfram hjá ríkinu eins og t.d. greiningar- og ráðgjafarstöð." Sagði hann að síðan hefði komið ósk frá Reykjavíkurborg um að fresta yfirtökunni og taldi hann að þar ættu komandi sveit- arstjómarkosningar stærstan þátt. „Sveitarstjómarmenn eru uppteknir af sveitarstjómar- kosningunum og í öllu falli verða engir nýir samningar gerðir fyrr en nýjar sveitarstjómir era teknar við í landinu," sagði Páll. „Við heyrðum úr fleiri áttum að tíminn væri naumur og ákváð- um þá að höfðu samráði við Samband ísl. sveitarfélaga að skjóta þessu á ffest.“ Áfram unnið að málinu Sagði Páll að vinna við yfir- færslu héldi áfram og er verk- efnisstjóm að störfúm, laga- nefnd, sem hefur það hlutverk að fella lög um málefni fatlaðra inn í lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, kostnaðarnefnd, sem metur kostnað og semur við sveitarfélögin um kostnað við málaflokkinn og loks er út- tektarhópur, sem á að meta þörfina. Ráherra sagði að þrátt fyrir að flutningnum hefði verið frestað væri hann tilbúinn ef sveitarfélög eða samtök sveitarfélaga vildu taka fyrr við málaflokknum. Minnti hann á að sveitarfélög í Norðurlands- kjördæmi eystra, á Höfn í Homafirði og í Vestmannaeyj- um hefðu þegar tekið við mála- flokknum með góðum árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.