Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI 627 milljóna króna hagnaður af rekstri Eimskipafélagsins Tveggja niillj■ arða veltufé frá rekstri Lykiltölur úr samstæðureikningi ársins 1997 Rekstur 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur Miiijónir króna 16.287 11.961 +36% Rekstrargjöld án afskrifta 14.348 10.592 +35% Afskriftir 1.404 1.207 +16% Fjármunatekjur og (fjárm.gjöld) 152 398 ■62% Tekju- og eignarskattur (164) (108) +52% Söluhagnaður /(tap)eigna 104 80 +30% Hagnaöur 627 532 +18% Veltufé frá rekstri 2.010 1.554 +29% Efnahagur 31. desember 1997 1996 Breyting Veltufjármunir Milljónir króna 6.294 4.733 +33% Fastafjármunir 13.358 11.769 +14% Skammtímaskuldir 5.301 4.401 +20% Langtímaskuldir 7.448 5.761 +29% Eigið fé 6.903 6.341 +9% Eiginfjárhlutfall 35% 38% Arðsemi eigin fjár 10% 9% Veltufjárhlutfall 1,19 1,08 WM- REKSTUR Eimskipafélags íslands og dótturfélaga skilaði 627 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Er það 95 milljónum kr. meira en á árinu á undan. Forstjóri Eimskips telur þetta áhugaverðan rekstrarárangur, sérstaklega 2 milljarða króna veltufé frá rekstri. Velta Eimskips jókst um þriðjung á árinu, miðað við árið 1996 og hefur veltan aukist um 71% á tveggja ára tímabili. Rekstrartekjur Eimskips og dótt- urfélaga námu tæpum 16,3 milljörð- um króna á móti tæpum 12 milljörð- um árið áður. í fréttatilkynningu frá Eimskip kemur fram að veltuaukn- inguna megi rekja til aukinna flutn- inga og meiri umsvifa Eimskips og félaga í eigu þess. í rekstri erlendis munar mest um rekstur skipafélags- ins Maras Linija Ltd., en velta þess félags var um 1,2 milljarðar kr. á síð- asta ári. Þá má rekja um þriðjung tekjuaukningar á síðasta ári til þess að tekjur vegna for- og áframflutn- ings erlendis eru nú færðar I rekstr- arreikning. Áhugaverður árangur „Okkur finnst þetta áhugaverður árangur. Hann er svipaður því sem við gerðum okkur vonir um eftir að við birtum tölur eftir sex mánaða rekstur. Okkur finnst sérstaklega áhugavert og skipta miklu máli að fá 2 milljarða sem veltufé frá rekstri," segir Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips. Veltufé frá rekstri var 2.010 milljónir kr. á árinu og eru það liðlega 12% af veltu. Árið á undan var þessi fjárhæð 1.554 milljónir sem er svipað hlutfall. Heildareignir Eimskips og dóttur- félaga voru bókfærðar í lok ársins á tæpa 19,7 milljarða króna. Eiginfjár- hlutfall var 35%. Starfsemi Eimskips á árinu 1997 mótaðist af stöðugleika í efnahags- málum og hagvexti á íslandi og helstu viðskiptalöndum, segir í fréttatilkynningunni. Hafi þetta kom- ið fram í auknum vexti félagsins og fjölþættari verkefnum á árinu. Vegna þessarar þróunar og aukinna umsvifa Eimskips undanfarin ár voru gerðar umtalsverðar breytingar á stjórn- skipuiagi féiagsins. Flutningar með skipum Eimskips til og frá landinu námu 1,2 milljónum tonna. Auk þess voru flutt 122 þús- und tonn af inn- og útflutningsvöru í strandflutningi sem umskipað var í Reykjavík. Flutningar Maras Linija Ltd. námu 513 þúsund tonnum sem er 2% aukning frá árinu áður, miðað við heilt ár. Heildarfjárfestingar á árinu námu 2,8 milljörðum króna, einkum í skip- um, gámum og hlutabréfum. Eimskip keypti þrjú skip og seldi eitt á síðasta ári. „Áfram verður unnið að eflingu flutningastarfsemi félagsins hér á landi og erlendis á þessu ári og fjár- fest í áhugaverðum verkefnum. Mið- að við svipaðar aðstæður í samkeppn- isumhverfinu og efnahagsmálum og ef þokkalegur friður mun ríkja á vinnumarkaði er ekki áætlað að veru- legar breytingar verði á afkomu af rekstri Eimskips á næstu misserum," segir í fréttatilkynningu. Hörður Sig- urgestsson segir að ef ekki verði al- varlegar truflanir á vinnumarkaðn- um sé gert ráð fyrir hægum vexti á starfsvettvangi félagsins á íslandi. Stjómendur félagsins velti fyrir sér áhrifum samdráttarins í Asfu en telji að hann hafi ekki mikil áhrif á rekst- ur Eimskips. Aðalfundur Eimskips verður haldinn á Hótel Sögu 12. mars næstkomandi. Þar leggur stjórn fé- lagsins til að hluthöfum verði greidd- ur 9% arður og að hlutafé verði aukið um 30% með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. Samkvæmt núgildandi lögum hafa hlutafélög ekki heimild til að draga frá tekjum arðgreiðslur um- fram 7% og er það því sú arðgreiðslu- prósenta sem flest félög ákveða. Hörður skýrir tillögur stjórnar Eim- skips á þann hátt að í mörg ár hafi verið við það miðað að um það bil þriðjungi hagnaðar fyrirtækisins væri varið til arðgreiðslna. Eðlilegt hafi þótt að halda þeirri reglu. EIMSKIP hefur selt ekjuskipið Vegu, gamla Brúarfoss. Eimskip selur Vegu EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur selt ekjuskipið Vega, sem áður hét Brúarfoss, til belgískra aðila. Sölu- verð er um 800 milljónir kr. Undanfarin tvö ár hafa tvö skip Eimskipafélagsins verið í leigu- verkefnum erlendis. Þetta eru ekjuskipin Vega og Lyra, áður Brúarfoss og Laxfoss. Skipin eru 20 ára gömul. Vega hefur verið í leigu til spænsks útgerðaraðila frá árinu 1996. Skipið hefur verið í flutningum á bifreiðum og öðrum varningi. Lyra var í leigu danskra aðila árið 1996 og sigldi þá á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Síðast- iiðið ár hafa bæði skipin verið í leigu til sama aðiia. Skipin hafa að undanförnu verið til sölu og var í síðustu viku gengið frá samningum um sölu á Vegu til belgískra aðila. Söluverð skipsins var um 800 milljónir króna, sem er í samræmi við áætlað markaðsverð skipsins og það hefur áður verið metið við frágang ársreiknings fé- lagsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Eimskips. Bók- færður hagnaður af sölunni er því áætlaður liðlega 600 milljónir króna og mun koma fram í af- komutölum ársins 1998. Krossanes hf. * M 1 ■ééI ■ Lr Úr reikningum ársir 1997 ZEr ■ Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1997 1996 Breyting Rekstrartekjur 1.022,4 925,1 +10,5% Rekstrargjöld 753,0 640,7 +17,5% Hagnaður f. afskr. og fjármagnsliði 269,4 284,4 -5,3% Afskriftir 93,9 68,3 +37,5% Fjármagnsgjöld -1,7 -4,9 -64,4% Hagnaður af reglulegri starfsemi 173,8 211,2 -17,7% Reiknaöir skattar -58,5 -3,4 +1600% Hagnaður ársins 109,5 207,8 -47,3% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 31/12 '97 31/12 '96 Breyting Veltufjármunir 416,0 215,7 +92,9% Fastafjármunir 466,5 474,4 -1,7% Eignir samtals 882,5 690,0 +27,9% Tekjuskattsskuldbinding 23,4 0,0 - Skammtímaskuldir 208,2 141,2 +47,5% Langtímaskuldir 164,6 156,6 +5,1% Eigið fé 486,2 392,3 +24,0% Skuldir og eigið fé samtals 882,5 690,0 +27,9% Kennitölur og sjóðstreymi 1997 1996 Breyting Eiginfjárhlutfall 55,1% 56,8% Veltufjárhlutfall 2,0 1,53 VeltUfé frá rekstri Milljónir króna 227,5 270,7 -16,0% 1997 var næstbesta árið í sögu Krossaness hf. Hagnaðurinn nam 109 milljónum króna 109,5 MILLJÓNA króna hagnaður varð af rekstri Krossaness hf. í fyrra en var 207,8 milljónir árið áður. Minni hagnað má að miklu leyti skýra með því að félagið hefur nú fullnýtt yfirfæranlegt rekstrartap fyrri ára til lækkunar á skattgreiðsl- um. Þrátt fyrir 47,3% samdrátt hagn- aðar milli ára var árið 1997 þó næst- besta rekstrarár í sögu félagsins. Rekstrartekjur Krossaness námu 1.022 milljónum í fyrra en voru 925 milljónir árið áður og nemur aukn- ingin 10,5%. Rekstrargjöld námu 753 milljónum í fyrra en 641 milljón árið áður og er það 17,5% aukning. Hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagns- gjöld námu 269 milljónum króna en 284 milljónum árið áður. Skattar af reglulegri starfsemi Krossaness margfijlduðust á milli ára og námu 58,5 milljónum króna í fyrra samkvæmt áætlun. f frétt frá Krossanesi kemur fram að þessi mikla aukning stafí af því að félagið hafi nú fullnýtt yfirfæranlegt rekstr- artap fyrri ára til lækkunar á skatt- greiðslum. Að teknu tilliti til áætl- aðra skattgreiðslna sé hreinn rekstr- arhagnaður 109,5 milljónir króna. Verksmiðja félagsins í Krossanesi tók á móti 73.900 tonnum af hráefni á liðnu ári og verksmiðjan í Ólafsfirði tæpum 11.000 tonnum. Til saman- burðar má geta þess að árið 1996 tók verksmiðjan í Krossanesi á móti 81.584 tonnum af hráefni, en það ár var verksmiðjan í Ólafsfirði ekki komin í eigu félagsins. Síðastliðið ár er því metár í sögu félagsins hvað varðar hráefnismagn. Eigið fé Krossaness hf. hefur vaxið jafnt og þétt á undanfömum árum og nam 486 milljónum króna um síðustu ára- mót. Jókst það um 270% frá árslok- um 1995 til 1997. Eiginfjárhlutfallið hækkaði á sama tíma úr 37,6% í 55,1% Jóhann Pétur Andersen, fram- kvæmdastjóri Krossaness, segist vera ánægður með afkomuna, enda sé hún betri en ráð var fyrir gert. Reksturinn skili svipuðum árangri og á árinu 1996, sem var metár hjá fyr- irtækinu. Hreinn rekstrarhagnaður samsvari tæpum 11% af tekjum fyr- irtækisins á árinu og ávöxtun eigin- fjár sé um 25%. Jóhann Pétur minnir á að vinnsla uppsjávarfiska sé sveiflukennd atvinnugrein og því ráð- ist horfur að miklu leyti af því hversu góðar vertíðirnar verði. Miðað við spár fiskifræðinga um stærð loðnu- og síldarstofna sé þó ekki ástæða til annars en bjartsýni. Jafnframt muni Krossanes kappkosta að halda hlut sínum á komandi árum í harðnandi samkeppni um hráefnið. Aðalfundur Krossaness verður haldinn fóstudaginn 27. mars og mun stjórn félagsins leggja til að hluthöf- um verði greiddur 7% arður. Söluaðilar: Nýr geislaprentari OKIPAGE 4m Tæknlval Skeifan 17 • 550 4000 Reykjavðcv.Haf« 550 4020 Tækni til tjáskipta Skipholt 21 • 511 5111 Grensásvequr 10 563 3000 m Apple-umboðið Reiknaðu með OKI. - qoöur á afla kanta ^ Mac/PC OKIPAGE 4m er tiibáinrt tii notkunar fyrir bæði MacOS oa Windowrs samhæfðar tólvur HPaö er mun ódýrara að reka OKIPAGE 4m geislaprentara en bleksprautu- prentara í sama verðflokki. Reiknaöu dæmið sjálf(ur), með fyrstu 50 prentur- unum fylgir OKI reiknivéí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.