Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ * Ráöstefaa um »I fjarskiptatækai og framtíðiaa Erindi flytja fyrirlesarar frá fjórum fyrirtækjum sem móta upplýsingaheiminn í Evrópu. í tengslum við fund í ESB verkefninu JAMES (Joint ATM Experiment on European Services) boðar Landssíminn til ráðstefnu sem opin er áhugasömu fólki um fjarskipta- og tölvutækni. Tungumál ráðstefnunnar er enska og titill hennar er: The role of ATM (Asynchronous Transfer Mode) in the near future development of Telecommunications - Perspectives of a few European Telcos 14:00 Setning 14:10 Erindi: Stuart Perkins, British Telecom_ Volker Reible, Deutsche Telecom Berkom_ 15:10 Kaffihlé 15:30 Erindi: OleKrog Thomsen, TeleDanmark____ SæmundurE. Þorsteinsson, Landssímanum_ 16:20 Umræður og fyrirspumir 17:00 Ráðstefnuslit Ráðstefnan verður haldin í þingsal 1 á Hótel Loftleiðum, mánudaginn 9. mars, og hefst kl. 14:00. Ráðstefnustjóri verður Rögnvaldur Ólafsson, dósent við Háskóla íslands. JAMES LANDS SÍHINN Dagskrá: JAMES er samvinnu- verkefni helstu fjarskiptafyrirtækja í Evrópu og er styrkt af fjarskiptaáætlun ESB. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins: http://www.labs.bt. com/profsoc/james Það eru allar líkur á því að þú finnir kæliskáp hjá okkur við þitt hæfi KœHsHáuar í ótrúiegu úrvali á go&u verði! -!r * Mál hxbxdx Tegund Vörunúmer Kælirými Lítrar Frys'tirými Lítrar Frystir Staösetning Staögreitt 85x50x60 AEG SANTO 1502TK 136 L 8 L Innbyggður 27.900,- 85x50x60 AEG SANTO 1533TK 140 L 32.945,- 85x51x56 INDESIT RG 1145 114L 14 L Innbyggður 29.900,- 85x51x56 INDESIT RG 1150 134 L 29.900,- 85x55x60 General Frost SCR160 147 L 29.900,- 85x55x60 AEG SANTO 1443TK 115 L 19 L Innbyggður 45.464,- 85x60x60 General Frost C 175 158 L 17 L Innbyggður 31.900,- 109x60x60 General Frost C 225 208 L 28 L Innbyggöur 35.900,- 117x50x60 INDESIT RG 2190 134 L 40 L Uppi 44.995,- 127x54x58 AEG SANTO 2532 KA 241 L 59.990,- 127x54x58 AEG SANTO 2232 DT 167 L 46 L Uppi 63.900,- 127x54x58 AEG SANTO 2332 KA 219 L 18 L Innbyggður 63.900,- 130x60x60 General Frost C 275 222 L 28 L Innbyggður 38.900,- 139x55x59 INDESIT RG 2250 184 L 46 L Uppi 49.900,- 140x50x60 INDESIT RG 2240 181 L 40 L Uppi 48.995,- 144x54x58 AEG SANTO 2632 DT 204 L 46 L Uppi 65,849,- 147x55x60 INDESIT RG 1285 232 L 27 L Innbyggður 46.900,- 149x55x60 AEG SANTO 2632 KG 161 L 59 L Niðri 68.990,- 150x55x60 General Frost SCD 260 186 L 59 L Uppi 44.900,- 150x55x60 INDESIT CG 1275 175 L 56 L Niðri 61.950,- 152x55x60 INDESIT RG 2255 183 L 63 L Uppi 52.900,- 155x60x60 AEG SANTO 1555 KS 302 L 69.989,- 162x54x58 AEG SANTO 3032 DT 225 L 61 L Uppi 69.949,- 164x55x60 INDESIT RG 2290 215 L 67 L Uppi 56.900,- 165x55x60 General Frost SCD 290 225 L 62 L Uppi 47.900,- 165x60x60 INDESIT CG 1340 216 L 71 L Niðri 69.990,- 170x60x60 INDESIT RG 2330 258 L 74 L Uppi 59.900,- 170x60x60 AEG SANTO 3232 KG 216 L 79 L Niðri 79.487,- 177x60x60 AEG SANTO 3633 KG 238 L 90 L Niðri 104.900,- 185x60x60 AEG SANTO 1855 KS 354 L 78.540,- 185x60x60 AEG SANTO 1855 KF 178 L 112 L Niðri 92.929,- 186x60x60 General Frost SCB340 207 L 88 L Niðri 68.900,- 195x60x60 AEG SANTO 4133 KG 293 L 90 L Niðri 110.974,- AEG 4^índestf Oþ 'ENERAL FROST Umboðsmsn ft Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgamesi. Blómsturvellit Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal Vestftrðir: Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík.Straumutlsafiröi.Morðurland: Kf.Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkrókl. KEAby^gingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. KEA, Siglufiröi Kf. Þingeyinga, Húsavík.lfö, Raufarhðfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Ntopnfiröinga, Vopnafiröi.Verslunin Vlk, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfirði KASK, Höfn. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þortákshðfn. Jón Þorbergs, Kirtjubaejarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavfk. Rafborg, Grindavlk. Gjaldþrota áfengisstefna Umgengni íslendinga við áfengi segir allt um ágœti þessarar stefnu. UNDARLEGT er hvernig viðtekin sannindi breytast, hvemig viðhorf sem áður voru ekki dregin í efa verða skyndilega úrelt og á stundum grátbrosleg. Vísast verður sá sem kortlagt getur slík umskipti annaðhvort markaðsstjóri hjá stórfyrirtæki eða einsetumaður. A Islandi má finna mörg dæmi frá síðustu árum þar sem viðhorf sem lengi höfðu ekki verið dregin í efa af stjómmála- mönnum urðu skyndilega hróp- leg tímaskekkja. Verður ekki önnur ályktun dregin af þessu en sú að ráðamenn svonefndir séu oftlega í litlum tengslum við VIÐHORF Eftir Ásgeír Sverrisson þær viðhorfs- breytingar sem eiga sér stað í þjóðfélaginu. A sínum tíma höfðu áhrifamenn á Islandi ekki meira álit á íslenskri menningu en svo að þeir treystu ekki þjóð- inni til að þola það að hafa að- gang að sjónvarpi á fimmtudög- um. Menn sem vildu vel efuðust um að þjóðmenningin fengi staðist htasjónvarpið. Ámm saman var því haldið fram í fullri alvöra á Islandi að þjóðar- innar biði hrylhngur og ógæfa fengju landsmenn að drekka bjór. Nú dettur engum í hug að halda fram slíkum sjónarmiðum. Litið er á bjórbannið sem hlægi- legt fyrirbrigði úr fortíðinni. Is- lendingar hafa ánetjast sjón- varpi líkt og aðrar þjóðir og menningin virðist enn skrimta. Landsmenn hafa tekið auknu framboði á sjónvarpsefni fagn- andi enda ekki lengur dæmdir til að tala saman þá mánuði sem þeir neyðast til að halda kyrru fyrir á heimilum sínum vegna veðurs. Til skemmri tíma litið virðist sem að núverandi „áfengis- stefna“ ríkisvaldsins sem svo er nefnd verði næsta menningar- fyrirbrigðið sem tekið verði til gjaldþrotaskipta í samfélaginu. Mikil og almenn forsjár- hyggja einkennir löggjöf um áfengi á Islandi og hlýtur hún að teljast verðugt rannsóknar- efni. Því hefur nefnilega verið haldið fram að einstaklings- hyggja eigi sér djúpar rætur á Islandi og hérlendir menn geymi almennt í brjósti sér frelsisást. Stærstu stjómmála- samtök þjóðarinnar kveðast meira að segja grundvalla þjóð- málabaráttu sína á þeim háleitu hugmyndum. A Islandi hefur m.a. verið fylgt því rökhelda sjónarmiði að þótt ríkisvaldið selji áfengi og hafi af því drjúgar tekjur skuU „torvelda aðgengi" að þessari vöra. Þetta er gert með því að ríkisvaldið tekur að sér að sjá um sölu á þessum varningi í sér- stökum verslunum. Þegar er- lendir gestir koma hingað til lands og kynnast þessari áfeng- isstefnu af eigin raun era við- brögðin fyrst undran, síðan hlátur og loks vorkunnsemi. Reiðin brýst ekki fram fyrr en þeir þurfa að borga. Einkaaðilum er ekki treyst til að selja áfengi og hafa þau rök m.a. verið borin fram að með því móti aukist hættan á að fólk undir lögaldri komist yfir áfenga drykki. Þessu virðist einmitt öfugt farið. Líklegra er að kaupmaður sem selur áfengi haldi uppi mun öflugra eftirhti í verslun sinni en ríkisstarfsmað- ur eigi kaupmaðurinn yfir höfði sér þungar sektir og leyfissvipt- ingu verði hann staðinn að því að selja ungmennum vín. SUku er ekki fyrir að fara verði starfsfólld á mistök í hinum rík- isreknu verslunum fjármálaráð- herra. Með því að torvelda svo mjög aðgengi að áfengi er drykkurinn gerður spennandi og þá um leið eftirsóknarverður í augum hinna ungu. Afleiðingarnar era óskaplegar. íslendingar drekka áfengi, þetta forboðna fyrir- brigði, líkt og vilUmenn og ung- mennin telja það til marks um að viðkomandi sé „orðinn stór“ að komast yfir vínflösku. Verðlagningin verður síðan til þess að mynda neðanjarðarhag- kerfi þar sem fram fara ábata- söm viðskipti með smygl og heimabrugg. Þetta gi-efur und- an virðingu fýrir lögunum og verður það seint talið heppilegt veganesti. Verðið og aðgengis- stefnan kaUa fram þá grimmu helgardrykkju sem einkennir svo mjög „áfengismenningu" ís- lendinga. Helgardrykkjan og virðingarleysið verða síðan mót- andi fyrirbrigði í samfélaginu. Sú skoðun nýtur nú vaxandi fylgis að undarlegt megi kallast að hér á landi sé að finna ráða- menn sem telja það öldungis eðlilegt ástand að Islendingar geti barið áfengisauglýsingar augum í erlendum sjónvörpum og tímaritum en eigi þess ekki kost að meðtaka slíkan áróður á sínu eigin máU og í sínum eigin miðlum. Enn mun ekki hafa komið fram tUlaga um að stöðv- aðar verði gei’vihnattasendingar til landsins og erlend tímarit gerð upptæk. Kann að vera að slíkt sé miklu fremur talið óframkvæmanlegt en óheppi- legt. A vesturlöndum hefur nú um allangt skeið verið fylgt þeirri heimspeki að réttur manna til að lifa sínu lífi á þann hátt sem þeir sjálfir kjósa sé helgur. Það geti ekld verið hlutverk ríkis- valdsins að stjóma lífi manna, móta viðhorf þeiira eða ráða neyslu þeirra á tilteknum vam- ingi. Raunar er það víðast hvar tahð eitt skilgreiningaratriða um lýðræðisfyrirkomulagið að ríkisvaldið hafi ekki óeðlileg af- skipti af daglegu Ufi manna og treysti dómgreind þeiiTa. Svo virðist sem Islendingar hafi ver- ið dæmdir til vistar í apabúrinu í hinum alþjóðlega dýragarði vegna þess hve forsjárhyggjan er djúpstæð í kjömum fulltrú- um þjóðarinnar. Alltjent er varla unnt að álykta á annan veg en þann að þeir telji al- menning ekki hafa þroska til að umgangast áfengi með sama móti og aðrar þjóðir. Verður þeirra manna sem hafa þessa sýn til Islendinga minnst með sama hætti og þeirra sem ekki treystu þjóðinni til að drekka bjór eða horfa á sjónvarp á fimmtudögum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.