Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Fjársöfnun undir
fölsku flaggi
FYRIR allmörgum
árum var í einhver tvö
til þrjú haust gerður út
bátur til þeirra nýstár-
legu veiða að fanga lif-
andi háhyrninga.
Ef rétt er munað
náðust þannig nokkur
dýr sem síðan voru
seld til sjávardýra-
^safna erlendis eins og
til var stofnað. Eitt
þessara dýra sem nú
ber nafnið Keikó öðlað-
ist heimsfrægð (a.m.k.
í Ameríku) þegar það
var aðalhlutverki í
kvikmyndinni „Frels-
um Villa“.
Þar með voru örlög Keikós ráð-
in. Eftir að fundinn var heppilegur
staður var að undangenginni fjár-
söfnun byggð fyrir hann hvalaþró
sem kostaði margar milljónir doll-
ara. Keikó var síðan fluttur sjúkur
til þessara nýju heimkynna við
mikla athygli fjölmiðla og áhuga al-
mennings.
* 1 Ekki þarf að orðlengja að Keikó
skapaði strax mikla aðsókn og hef-
ur svo verið æ síðan. Sagt er að
ekki færri en þrjár milljónir manna
komi árlega að búrinu hans til þess
að sjá þetta fræga dýr með eigin
augum.
Háhyrningar eru vissulega falleg
dýr og sannkallað augnayndi, sem
hægt er að kenna og láta gera
ýmsa hluti sé matargjöf notuð sem
umbun. Þessar staðreyndir duga
þó skammt til þess að skýra hina
V
miklu aðsókn og at-
hygli sem Keikó nýt-
ur, ekki heldur það að
hann lék eitt sinn í
kvikmynd. Hér kemur
fleira og meira til.
Enda þótt ótrúlega
fátt fólk átti sig á því
felst skýringin í því að
Keikó var einfaldlega
markaðssettur.
Keikó „heim“
Og nú hafa íslensk-
um stjórnvöldum
borist óformlegar ósk-
ir um að greiða fyrir
móttöku Keikós til
sinna gömlu heim-
kynna. Forsætisráðherra er sagður
hafa tekið slíkum óskum vel, sem
ég tel að hafí verið hyggilegur leik-
ur í stöðunni.
En hvenær er von á Keikó? Um
leið og þau áform kviknuðu að
frelsa Keikó og koma honum
„heim“ að nýju var fyrir því séð að
sem flestir ættu þess kost að ger-
ast fjárhagslegir styrktaraðilar
hans enda um kostnaðarsamt íyrir-
tæki að ræða.
Nú virðist draumurinn ætla að
verða að veruleika. Keikó baðar sig
nú í kastljósi fjölmiðla og nýtur
mikils áhuga og velvildar almenn-
ings. „Keikó sjóðurinn" nýtur góðs
af.
Með dýravernd að yfírskini
Allt er þetta sjónarspil sett upp
til þess að græða mikla peninga.
Að gera út á tilfínning-
ar fólks er ábatasöm
iðja, segír Óskar Þór
Karisson, en hann
telur að sjónarspilið
í kringum Keikó sé
sett upp til þess að
græða peninga.
Nánast engar líkur eru til þess að
tilgangurinn sé nokkur annar, ein-
faldlega vegna þess að ef sönn
dýraverndunarsjónarmið ein
fengju að ráða dytti mönnum aldrei
þvílíkt og annað eins í hug.
Flest venjulegt fólk hefur já-
kvæð viðhorf til dýra og náttúru.
Það er því auðvelt verk að vekja
hlýjar tilfinningar hjá fólki og jafn-
vel framkalla múgsefjun eins og
virðist hafa átt sér stað gagnvart
Keikó.
Sú útgerð sem upphaflega stóð
að því að fanga Keikó hér við land
er sannkallaður „fímmaurabiss-
ness“ í samanburði við þá útgerð
sem sköpuð var með frægð hans og
þeirri „göfugu fyrirætlan“ að flytja
hann aftur heim og sleppa honum
að nýju. Sú fyrirætlan á hins vegar
ekkert skylt við dýravernd.
Hinn napri sannleikur þessa
máls er því sá að allt umtalið og
umhyggjan fyrir Keikó gegnir ekki
öðru hlutverki en því að vera
Óskar Þór
Karlsson
skrautlegur umbúnaður til þess að
fela það löðurmannlega athæfi sem
felst í því að „gera út“ á tilfinning-
ar fólks undir yfirskini dýravernd-
ar og gera sér það að féþúfu.
Utgerð af þessu tagi hefur tröll-
riðið húsum, ekki síst í bandarísku
þjóðfélagi á síðustu misserum enda
ábatasöm iðja. I einu tilviki var til
dæmis um það að ræða að fólki
gafst kostur á að taka hval í fóstur,
með því að greiða tiltekna upphæð
og síðan reglulega upphæð til þess
að standa straum af fæðiskostnaði!
Auðvitað fylgdi svo ættleiðingar-
skjal sem hinn örláti dýravinur
fékk í hendur.
Salan gekk glimrandi vel og virt-
ist einu gilda þótt viðkomandi hval-
ir syntu um úthöfin. Er þetta nefnt
hér sem dæmi um hve langt er
hægt að ganga í því að spila á
tillfinningar, þegar í hlut á fólk
sem lifir í stórborgum án nokkurra
tengsla við hina villtu náttúru.
Eins og alkunnugt er má nú svo
heita að búið sé að gera hvali að
heilögum skepnum í Ameríku og
reyndar víðar, ekki síst vegna
sterkra áhrifa þaðan.
Bandarísk stjórnvöld hafa hrifist
með almenningsálitinu og tekið það
að sér að vera nokkurs konar al-
þjóðalögregla gegn meintum óvin-
um hvala. Telja sér sjálfsagt ekki
annað fært til þess að varðveita
góða ímynd gagnvart kjósendum
sínum.
Varhugaverð þróun
Eins og flestir vita voru hval-
veiðar stundaðar hér við land um
alllangt skeið. Voru veiðarnar tak-
markaðar við það sem öruggt var
talið þannig að ekki yrði gengið á
stofnana. Færðar voru nákvæmar
veiðiskýrslur og á allan hátt staðið
þannig að þessum veiðum að til
fyrirmyndar þótti, m.a. í Alþjóða-
hvalveiðiráðinu. Sú ákvörðun Al-
þingis að samþykkja formlega
hvalveiðibann á sínum tíma er því
óskiljanleg.
En það eru stærri hagsmunamál
í húfi. I vaxandi mæli gætir andúð-
ar gagnvart fiskveiðum. Er þá
gjarnan gripið til þeirra röksemda
að fiskurinn í sjónum sé fyrst og
fremst fæða fyrir þá sem þar lifa og
að tryggja verði hvölum næga
fæðu.
An þess að ástæða sé til þess að
mála skrattann á vegg þá er þessi
þróun vissulega áhyggjuefni fyrir
okkur sem fiskveiðiþjóð.
Henni verður að mæta með festu
og sannfærandi málflutningi fyrir
því að sjálfbær nýting dýrastofna í
hafinu og náttúru- og dýravernd
fari ágætlega saman. Og menn eiga
að snúa vörn í sókn og ekki hika við
að láta hispurslaust í ljós álit sitt á
þeirri loddaramennsku sem stund-
uð er undir yfirskini dýraverndar.
Þjóðir við NA-Atlantshaf sem eiga
sameiginlegra hagsmuna að gæta
verða að sameinast um að tefla fram
skynsamlegum og heiðarlegum mál-
flutningi á þessu sviði. Þegar allt
kemur til alls eiga auðvitað allir
jarðarbúar þá sameiginlegu hags-
muni að náttúruauðlindir jarðarinn-
ar séu nýttar á skynsamlegan hátt.
Hvað Keikó varðar er vandi á
höndum. A’ minnsta kosti þurfum
við að gæta þess vel að svo komnu
máli að lenda ekki í hlutverki óvina
hans enda þótt slík uppákoma kæmi
sér áreiðanlega ekkert illa fyrir
nánustu „vini“ Keikós. Ættum við
kannski bara að bjóða honum frítt
far heim? Æ, nei. Hins vegar ráð-
legg ég mönnum að fara hægt í fjár-
festingar vegna ferðamanna-
straums hans vegna. Mig grunar að
svo kynni að fara að athyglin dvini
ótrúlega fljótt eftir að Keikó hættir
að vera bisness.
Höfundur er fiskverkandi, sport-
veiðimaður, dýravinur og náttúru-
unnandi.
„...ilmar af
villtri náttúru og
stilltu mannlífi.41
:stt>V*wC'
4
iMmi
Gunnar Hersveinn heimsækir tviburaborgirnar Minneapolis og St. Paul
Ferðalög í blaðinu á sunnudag.
mm
itfil
mmm**
NÉf