Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri um fyrirhugað fjármálaeftirlit Tryggja verður Seðla- bankanum fullan að- gang að upplýsingum STEINGRÍMUR Hermannsson seðlabankastjóri segir að vel megi búa við sameiningu bankaeftirlits Seðlabanka íslands og Vátrygg- ingaeftirlitsins, og hann voni að inn í frumvarp um sameininguna komi ákvæði sem tryggi Seðlabankanum fullan aðgang að nauðsynlegum upplýsingum og sömuleiðis heimild til að afla þeirra milliliðalaust ef bankinn telji þörf á þvi. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hyggst Finnur Ing- ólfsson viðskiptaráðherra kynna í ríkisstjórninni frumvarp um sam- einingu bankaeftirlitsins og Vá- tryggingaeftirlitsins í nýja stofnun, Fjármálaeftirlitið, en frumvarpið kemur í kjölfar niðurstöðu nefndar sem fjallaði um þetta mál. Vildu styrkt bankaeftirlit „Við í Seðlabankanum hefðum að vísu kosið að hafa þetta nokkum veginn óbreytt, en að vísu styrkja bankaeftirlitið að ýmsu leyti með ákvæði um það í lögum, en halda því innan Seðlabankans,“ sagði Stein- grímur. „Eg held að öllum sé það ljóst að Seðlabankanum er afar nauð- synlegt að hafa beinan aðgang að upplýsingum um stöðu viðskipta- bankanna og annarra stofnana á fjár- málamarkaði, bæði fyrir peninga- málastefnu sína og sömuleiðis sem lánveitandi til þrautarvara eins og sagt er. Við viðurkennum hins vegar að það eru líka til rök fyrir því að sameina þetta, og við neitum því ekki alfarið. Sú var niðurstaða meirihluta nefndarinnar og það virðist vera póli- tískur vilji, að minnsta kosti hjá við- skiptaráðherra, að fara þá leið. Við höfum fengið þetta frumvarp til um- sagnar ásamt frumvarpi um Seðla- banka Islands og höfum gert ýmsar tillögur um breytingar, sem mér hef- ur verið tjáð að verði nánast allar teknar til greina, ef ekki allar,“ sagði Steingrímur. Verðlaun veitt fyrir jólafrímerki ÍSLANDSPÓSTUR hf. hefur að undanförnu staðið fyrir samkeppni meðal grunnskólabama um hönn- un jólafrímerkis 1998 og hafa tvö ffímerki verið valin sem gefin verða út fyrir næstu jól. Verðlaun voru veitt fyrir fyrstu tvö sætin og hlutu þau þær Telma Huld Þrast- ardóttir í Þinghólsskóla í Kópa- vogi og Thelma Björk Ingólfsdótt- ir f Engjaskóla í Reykjavík. Hlutu þær 75 þúsund krónur hvor ásamt viðurkenningum, en tólf aðrir fengu afhentar sérstakar viður- kenningar fyrir sitt framlag. Verð- launin voru afhent í hófi sem hald- ið var fyrir alla þá skóla sem þátt tóku í samkeppninni, en alls var um að ræða 7 skóla og rúmlega 70 nemendur. Á myndinni sjást verð- launahafarnir við myndir sínar. ♦ ♦♦ Fyrirspurn um dóttur- fyrirtæki bankanna Ekki hægt að veita upplýsingar VIÐSKIPTARÁÐHERRA telur ekki fært að verða við beiðni Einars K. Guðfinssonar, alþingismanns Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, um að gefa upplýsingar um hlutafjár- eign dótturfyrirtækja ríkisbankanna, en Einar bað um upplýsingar þar að lútandi í fyrirspurn til ráðherra. I svari viðskiptaráðherra kemur fram að dótturfyrirtækjum bankanna megi skipta í tvennt, annars vegar verðbréfa- og hlutabréfasjóði og hins vegar eignarhalds- og eignarum- sýslufélög. Minnt er á að í skýrslu forsætisráðherra um aðgang að upp- lýsingum um hlutafélög í eigu rílds- ins sem lögð var fram á yfirstandandi þingi komi fram að réttur þingmanna með leyfí Alþingis til að krefja ráð- heira upplýsinga samkvæmt 54. gr. stjórnarskrárinnar og 49. gr. þing- skaparlaga nái aðeins til þeÚTa mál- efna sem talist geti opinber. Ráð- herra sem fari með eignarhlut í hlutafélagi beri að halda trúnað um upplýsingar sem honum séu veittar og skaðað geti hagsmuni félagsins. „Þessi sjónarmið eiga hér við þótt ríkisviðskiptabankarnir fari með eignarhlut í umræddum félögum," segir í svarinu. Opid í örfáa daga RUSSELL ATHLETIC Fleecfatnaður Bómullarfatnaður ^Columbia laugardag á Fosshálsi frá kl. Sportswear Company© Úlpur Vettlingar Húfur Skíðaföt o.m.fl. 20-70% afsláttur af öðrum fatnaði REYSTI VERSLANIR 19 - S.568-1717 - Fosshálsi 1 - S.577-5858 Allur barnafatnaður a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.