Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 62
FOSTUDAGUR 6. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Ólakkaður gegnheill viður. Má bæsa með IKEA
viðarbæsi, olíubera, vaxbera, mála eða lakka.
Stærð: B62, D30 og H70.
9.900kR
£
KURS KOHNOÐfl HEÐ ÞREMUR SKUFFUH
Svart- eða hvítlökkuð spóna- og trefjaplata. Kurs
kommóður fást í mörgum stærðum og gerðum, t.d.
fáanlegar beykispónlagðar. Stærð: B81, D39 og H78.
14.90
* •* •*
£
NRRVIK KOHHOÐR HEÐ ÞREHUR SKUFFUH
Gegnheill viður með antikáferð. Fæst einnig í fleiri
stærðum og svo er til heil lína af Narvik húsgögnum,
s.s. rúm, náttborð, hillur og margt fleira.
Stærð: B80, D44 og H78.
.
GfEÐI ERU GOÐ KRUP
FflRBfERT VERÐ, HONNUN, URVflL OG NOTRGILDI
Líttu við í IKEA og láttu vöruúrvalið koma þér á óvart.
Ef þú ert t.d. að leita þér að kommóðu er
IKEA rétti staðurinn. Við eigum mikið
af skemmtilegum kommóðum í öllum
verðflokkum. Komdu og skoóaðu
kommóðurnur okkar.
OPIÐ RLLR DROR
10.00 - 18:30 VIRKft OftOfl
10:00 - 17:00 LRUOflfiOflOft
13:00 - 17:00 SUNNUOftOfl
TULLSTR STÓLL
12.500™
VEflÐ flÐUfl I9.5OO K«.
rÓRMLEOUR í MÖROUM LZTUN.
-fyrir alla muni
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga nýjustu
kyikmynd Kevins Costners. Hún heitir The Postman.
Costner leikur bæði og leikstýrir.
UTLIT og andblær myndarinnar er í anda Mad Max myndanna sem gerðu Mel Gibson frægan.
EINU sinni sem oftar leikur
Kevin Costner góða gæjann í
myndinni The Postman.
Framleiðandinn Steve Tisch
gat hins vegar sannfært Costner
um að nú væri kominn tími til að
hann færi aftur að reyna fyrir sér
sem leikstjóri.
„Mér fannst þetta ögrandi og
heillandi saga þar sem blandað
er saman framtíðarævintýri og
sögu með siðferðilegan boðskap,"
segir Tisch. Hann hafði verið að
leita fyrir sér að samstarfsaaðil-
um um þetta verkefni frá árinu
1985 og loksins gaf Kevin
Costner kost á sér. Tisch fram-
leiddi einnig myndina um
Forrest Gump og er því ekki
óvanur að bíða lengi eftir rétta
samstarfsfólkinu; það liðu 9 ár
frá því að hugmyndin að Gump
fæddist þar til Tom Hanks beit á
agnið. Kevin Costner er einnig
framleiðandi ásamt Tisch og Jim
Wilson, samstarfsmanni Costn-
ers.
The Postman er byggð á
þekktri skáldsögu eftir David
Him. Costner þótti sagan vel
gerð og persóna Póstsins vel
sköpuð á þann hátt að honum
þótti ákveðin ögrun í hlutverk-
inu.
I hlutverk erkióvinarins, Bet-
hlehem, réð Costner Will
Patton, gamlan samstarfsmann
sinn úr njósnamyndinni No Way
Out. Hægri hönd illmennisins
heitir Idaho og er leikin af
James Russo, sem m.a. lék einn
mafíósann í Donnie Brasco. Þá
er ótalinn rokkarinn Tom Petty,
sem leikur hér í sinni fyrstu
kvikmynd og fer með hlutverk
bæjarstjórans.
Pósturinn kem-
ur með frelsið
ÞAÐ er eyðilegt um að litast í þéttbýlinu
eftir gereyðingarstyijöldina.
Frumsýning
RIÐ 2013 er heimurinn
rjúkandi rúst eftir gjör-
eyðingarstrið sem hefur
haft ægilegri afleiðingar en
nokkuð annað stríð í sögu mann-
kynsins. Mannlegt samfélag er
að hruni komið, tæknimenningin
orðin að engu og fólkið sem eftir
lifír dreift í litla frumstæða hópa
sem berjast um lífsbjörgina hver
við annan og án samstarfs.
Yfir þessu eymdarlífi vomir
her illmenna undir stjórn hers-
höfðingjans og einvaldsins Bet-
hlehem (Will Patton). Hershöfð-
inginn rænir þeim mönnum sem
einhver veigur er í og kúgar hina.
Ognarjafnvæginu er raskað
þegar til sögunnar er kynntur
maður sem ekki virðist líklegur
til stórra afreka, flakkari verður
óvart til að vekja framtíðar-
drauma í brjóstum þorpsbúanna.
Hann þykist vera opinber starfs-
maður, póstburðarmaður, til
þess að sníkja sér fæði og húsa-
skjól. Hugmyndin um opinbert
vald og samfélag verður til þess
að fórnarlömbin fara að leita að
kjarki innra með sér til að rísa
upp og taka ábyrgð á eigin lífi og
samfélagi. Allt í einu er flakkar-
inn orðinn byltingarforingi og
hann verður að ákveða hvort
hann ætlar að rísa undir því
hlutverki og takast á við lífið eða
halda áfram flakkinu og flóttan-
um.
The Postman er fyrsta myndin
sem Kevin Costner leikstýrir síð-
an hann leikstýrði frumraun
sinni, Dansar við úlfa með þeim
árangri að myndin hlaut sjö ósk-
arsverðlaun.
Síðan eru liðin mörg ár og
Costner hefur látið sér nægja að
leika í ýmsum stórmyndum, sem
sumar hafa gengið vel og sumar
illa. Síðustu tvær myndir hans
voru golfmyndin Tin Cup og æv-
intýramyndin Waterworld. Hvor-
ug þeirra megnaði að snúa við
þeirri öfugþróun sem orðið hefur
á stjörnuferli Costners undanfar-
in ár eftir þá velgengni sem hann
naut í myndum á borð við JFK,
The Untouchables, Robin Hood:
Prince of Thieves, Bull Durham
o.fl.