Morgunblaðið - 06.03.1998, Síða 31

Morgunblaðið - 06.03.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 31 Steinn Sig- urðsson sýnir í Listakoti STEINN Sigurðsson opnar mál- verkasýningu í Galleríi Listakoti, Laugavegi 70, laugardaginn 7. mars. Þetta er þriðja einkasýning Steins og málar hann með akríl á striga. Myndirnar sýna flestar borg- arlíf með stemmningu frá hinum ýmsu borgum og leitast hann við að nota skæra og lítið blandaða liti, seg- ir í fréttatilkynningu. Á Veraldarvefnum má finna nokkrar af eldri myndum Steins. Netfangið er www.vortex.is/Isteinn. Sýningin í Listakoti stendur til 22,mars. ---------------- Sýningar í gall- eríkeðjunni Sýnirými í mars SÝNINGAR á símbréfum, sem send hafa verið inn á Islenska símbréfalistatvíæringinn í galleríi Sýniboxi við Vatnsstíg, byrja laugar- daginn 7. mars. Fyrri sýningin var haldin í sýningarsalnum við Hamar- inn í Hafnarfirði fyrir tveimur árum. I galleríi Barmi sýnir Sigurður Árni Sigurðsson íslenskt vatn. Ber- andi gallerísins að þessu sinni er Þorvaldur Þorsteinsson sem dvelur um þessar mundir í Kaliforníu. I símsvaragalleríinu Hlust mun Haraldur Karlsson kynna „Harð- stjórann". „Gallerí Hlust heldur í heiðri algjöru málfrelsi eða hljóð- frelsi og því meðal örfárra miðla í veröldinni sem ekki er undir fyrir- hyggjusömu eftirliti," segir í frétta- tÚkynningu. Síminn í galleríi Hlust er 551 4348. -------♦♦♦------ Steingrímur St.Th. sýnir á Vestfjörðum UNDANFARNA daga hefur Stein- grímur St.Th. Sigurðsson, sem nú er búsettur í Hnífsdal að Fitjateigi, haldið málverkasýningu á Vestfjörð- um. Hann sýndi fyrst í Bíldudal á vegum Jóns Þórðarsonar skipstjóra. Næst sýndi Steingrímur í Tálkna- firði, Hóli, húsi verkalýðs- og sjó- mannafélagsins og nú stendui- yfir sýning Steingríms í Kaffisal Odda hf. á Patreksfirði og í kvöld, föstudag kl. 21 mun Ragnar Guðmundsson frá Brjánslæk flytja þar frumsamið ljóð um sýningarhald Steingríms fyrir vestan. Sýningu Steingríms lýkur sunnu- daginn 8. mars. -------♦♦-♦----- Sýningum lýkur Nýlistasafnið SÝNINGU Önnu Líndals, Benedikts Kristþórssonar og tvíburabræðr- anna Andreas og Michael Nitschke lýkur nú á sunnudag. Nýlistasafnið er opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Gallerí Fold Sýningu Þorfinns Sigurgeirsson- ar, Þögn, lýkur nú á sunnudag. Gallerí Fold er opið alla daga frá kl. 10-18, laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl. 14-17. Gallerí 20 fm Sýningu Elsu D. Gísladóttir, Sól- setra á milli, lýkur nú á sunnudag. Sýningin er opin frá kl. 15-18. -------♦♦-♦----- Kynningarfundur á listhandverksfóHd HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ís- lands stendur fyrir kynningu sunnu- daginn 8. mars kl. 14-16 á hand- verksfólki í húsakynnum sínum á Laufásvegi 2, Reykjavík. Handverksfólkið sem mun kynna sig og verk sín er: Anna María Geirsdóttir, vefnaður, Astrid Björk Eiríksdóttir, orkering, Páll Krist- jánsson, hnífagerð, Rut Bergsteins- dóttir, endurvinnsla, og Þórhildur Þorgeirsdóttir, gullsmíði. Morgunblaðið/Kristinn Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónleikar í sal MH TÓNLEIKAR Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykja- vík verða haldnir í sal Menntaskólans við Hamra- hlíð sunnudaginn 8. mars og Jiefjast kl. 17. Á efnisskrá eru Car- neval, forleikur op. 92 og Sinfóma nr. 7 í d-moll eft- ir A. Dvorák. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson. Myndin hér til hliðar var tekin á æfingu Hljómsveit- ar Tónlistarskólans í Reykjavík. Ovitarnir í Borgarnesi Borgarnes. Morgunblaðið. LEIKDEILD Ungmennafélags- ins Skallagríms í Borgamesi fmmsýnir barnaleikritið Óvita eftir Guðrúnu Heljgadóttur í samkomuhúsinu Oðali í Borgar- nesi laugardaginn 7. mars næst- komandi. Leikdeild Skallagríms hefur að undanförnu æft leikritið Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur undir stjóm Harðar Torfasonar leikstjóra. Leikendur em 24, flestir á aldrinum frá 8 til 14 ára, en alls taka um 40 manns þátt í uppfærslunni. í leikritinu em það börnin sem að Ieika þá fullorðnu og þeir fullorðnu sem leika börn. Leikritið Óvitar var framsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1979, verk- ið var aftur tekið til sýninga í Þjóðleikhúsinu árið 1989. AIls urðu sýningarnar í Þjóðleikhús- inu um 100 og áhorfendur hátt í fimmtíu þúsund talsins. Að sögn forsvarsmanna Leik- deildar Skallagríms má segja að þessi uppfærsla sé beint fram- hald af vel heppnuðu leiklistar- námskeiði sem haldið var á vegum leikdeildarinnar í Borg- arnesi s.I. haust. En alls sóttu um 70 krakkar á aldrinum frá 10 til 12 ára það námskeið sem Gísli Rúnar Jónsson Ieikari stjórnaði. Morgunblaöið/Svanur/Theodór HLUTI leikarahópsins í gamanleikritinu Óvitum á æfingu í samkomu- húsinu Óðali í Borgamesi. í Linsunni starfar sérmenntaö fólk sem veitir þér faglega ráögjöf og þjónustu viö val á réttum linsum. Augun þin eiga þaö skiliö aö þú gerir kröfur. LINSAN A ð a I s t-' r æ t i 9 sími 55 1 5055

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.