Morgunblaðið - 07.03.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.03.1998, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Degussa og Veba stofna efnarisa Frankfurt. Reuters. VEBA, hið fjölþætta þýzka almenningsþjónustufyrir- tæki, hefur skýrt frá því að það muni koma á fót nýju al- þjóðlegu efnafyrirtæki með því að sameina efnadeild sína efna- og málmfyrirtækinu Degussa. Nýja fyrirtækið fær nafnið Degussa-Hiils og verður skráð sem slíkt á þýzkum verðbréfamarkaði. Veba á fyrir 36,4% í Degussa og mun eignast meirihluta í hinu sam- einaða íyrirtæki. Sumir sérfræðingar segja að Veba muni eignast meira en 70% í Degussa-Hiils. Yfírmenn Yamaichi Securities handteknir Tókýó. Reuters. ÞRÍR fyrrverandi yfirmenn hins gjaldþrota verðbréfafyr- irtækis Yamaichi Securities hafa verið handteknir vegna gruns um brot á japönskum lögum um verðbréfamarkaði. Áður hafði leit verið gerð á heimilum yfirmannanna, Tsugio Yukihira, fv. stjórnar- formanns, Atsuo Miki og Ryuji Shirai, og í aðalstöðv- um Yamaichi. Yamaichi var eitt af fjóram stærstu verðbréfafyrirtækj- um Japans og hætti rekstri í nóvember vegna óbókaðrar skuldar upp á 264,8 milljarða jena. Það var mesta gjaldþrot fyrirtækis í Japan fram að þeim tíma. Adidas býst við meiri hagnaði NUrnberg. Reuters. ADIDAS AG, hinn kunni framleiðandi íþróttafatnaðar í Þýzkalandi, býst við að sam- einað fyrirtæki hans og Sal- omon S.A. í Frakklandi muni skila hagnaði 1998. í tilkynningu frá Adidas segir að fyrirhugaðri skrán- ingu fyrirtækisins á banda- rískum hlutabréfamarkaði í ár verði frestað vegna þess að sameining fyrirtækisins og Salomons gangi fyrir. Intel varar við minni hagnaði San Francisco. Reuters. INTEL Corp, hinn kunni hálfleiðararisi, hefur komið fjárfestum á óvart með því að vara við því að afkoman á fyrsta ársfjórðungi muni valda vonbrigðum vegna furðulítillar eftirspumar frá framleiðendum einkatölva. „Gert er ráð íyrir að minni eftirspurn en búizt var við leiði til þess að hagnaður verði minni en Intel gerði sér vonir um á fyrsta ársfjórð- ungi 1998,“ sagði í tilkynn- ingu frá bækistöð fyrirtækis- ins í Santa Clara, Kaliforníu. S Hagnaður á síðasta starfsári ríkisviðskiptabankans Landsbanka Islands Ákveðið að selja 10% í Landsbanka Islands hf. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins FINNUR Ingólfsson undirritar siðasta ársreikning Landsbanka íslands. Við hlið hans sitja Björgvin Vilmundarson, formaður bankastjórnar, og Kjartan Gunnarsson, bankaráðsmaður. RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að selja 10% af hlutafé sínu í Landsbanka Islands hf. til þess að fá markaðsverð á bréf ríkisins í bankanum. Starfsfólki bankans gefst kostur á að kaupa hluta af þessum bréfum á verði sem samsvarar innra virði fyrirtæk- isins um áramót. Kom þetta fram í ræðu Finns Ing- ólfssonar iðnaðarráðherra á fyrsta aðalfundi Landsbanka íslands eftir að honum var breytt í hlutafélag. Áður var haldinn síðasti ársfundur Landsbanka Islands og lauk þar 111 ára sögu ríkis- viðskiptabankans. Liðlega 326 milljóna króna hagnaður varð á sam- stæðureikningi Landsbanka íslands þetta síðasta rekstrarár hans fyrir formbreytingu. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta var 1.512 miHjónir króna, hafði aukist um 898 milljónir kr., og að teknu tilliti til skatta var hagnaðurinn 1.054 milljónir kr. Björgvin Vilmundarson, formaður bankastjórnar, sagði á aðalfundinum að hagnaðurinn væri sá mesti í sögu bankans og við hæfi að ljúka starfi hans þannig. I rekstrarreikningi er fært viðbótariðgjald vegna uppgjörs á eftirlaunaskuldbindingum bankans, 1.085 milljónir kr., og dregur það mjög niður end- anlegan hagnað ársins. í ræðu formanns banka- ráðs, Kjartans Gunnarssonar, kom fram að af þess- ari fjárhæð hafi 600 milljónir farið til þess að greiða væntanlegan kostnað við svokallaða 95 ára reglu líf- eyrissjóðsins. „Þessi afar háu framlög setja auðvit- að sitt strik í endanlega afkomu fyrirtækisins á ár- inu. Það er þó mikil huggun að hér er um að ræða eingreiðslu og lokagreiðslu á þessum skuldbinding- um öllum sem safnast hafa saman á áratugum," sagði Kjartan. Aukin umsvif á öllum sviðum Umsvif Landsbankasamstæðunnar jukust á öll- um sviðum á síðasta ári og starfsvettvangur breikk- aði með kaupum á helmingshlut í VIS, stærsta tryggingafélagi landsins, og líftryggingafélaginu LIFIS. Hreinar vaxtatekjur námu 4.281 milljón og höfðu aukist um 9%. Meðalvaxtamunur stóð hins vegar í stað og var á árinu 3,65%. Aðrar rekstrar- tekjur voru 2.854 milljónir og jukust um 7%. Hrein- ar rekstrartekjur voru 7.135 þúsund kr. Rekstrargjöld voru 5.152 milljónir kr. og að teknu tilliti til færslna á afskriftareikning útlána voru gjöldin 5.623 milljónir kr. Þrátt fyrir aukin umsvif fækkaði starfsmönnum um 25. Stöðugildi voru 904 í árslok. Stöðugildum heíúr fækkað um 162 írá árinu 1992. Heildareignir samstæðunnar voru í árslok 124,5 milijarðar króna og hækkuðu um 14 milljarða á ár- inu. Eigið fé var 7.047 milljónir og hafði hækkað um 453 milljónir milli ára. Eiginfjárhlutfall bankans var 8,7%. Með undirskrift Finns Ingólfssonar viðskiptaráð- herra á ársreikninga Landsbanka íslands lauk sögu ríkisviðskiptabankans en Landsbanki Islands hf. tók sem kunnugt er við eignum og skuldbindingum hans um áramót. Að loknum ársfúndi Landsbankans var haldinn fyrsti aðalfundur Landsbanka Islands hf. Ríkið á öll hlutabréf félagsins og fór viðskiptaráðherra með at> kvæði þess á fundinum en Davíð Oddsson forsætis- ráðherra var sérstakur gestur á báðum fundunum. Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs, sagði frá undirbúningi að breytingu bankans í hlutafélag og stefnumótunarvinnu. Fram kom hjá Finni Ing- ólfssyni viðskiptaráðherra ánægja með það hvað breytingin á rekstri Landsbankans hefði gengið vel fyrir sig. Sagði Finnur að nú færi fram í viðskipta- ráðuneytinu vinna við mörkun stefnu um næstu skref í bankamálunum. Markmið þeirra yrðu að draga úr kostnaði við bankakerfið, að tryggja áfram samkeppni og að sjá til þess að ríkið fengi sem mest fyrir þau verðmæti sem þjóðin ætti í bönkunum. í þessu sambandi lét ráðherra þess getið að væntan- lega kæmi leiðandi aðili að kaupum bankans, kjöl- festufjárfestir, en jafnframt yrði að tryggja dreifða eignaraðild. Finnur sagði að ríkisstjómin hefði ákveðið að bjóða út 10% af heildarhlutafé Landsbanka Islands hf. í þeim tilgangi að fá skráningu hlutabréfa bank- ans á hlutabréfamarkaði og fá markaðsverð á hluta- féð. Jafnframt hefði verið ákveðið að bjóða starfs- fólki bankans að kaupa hluta af þeim bréfum sem seld verða, eða um 6%. Starfsfólkið fær hlutabréfin keypt á gengi sem samsvarar verðmæti jafn háu eigin fé bankans um áramót, svokölluðu innra virði. Tók ráðherrann það fram að nánari útfærsla þessa útboðs yrði kynnt síðar sem hluti af heildará- kvörðunum í málinu. „Það eru spennandi timar framundan. Dagurinn í dag markar upphafið að þeirri framtíð,“ sagði Finnur. Sameining við aðra banka I ræðu sinni á ársfundi Landsbankans fyrr um daginn ræddi Kjartan Gunnarsson um möguleika á samrana banka hér á landi og nauðsyn þess að stækka einingarnar í bankaviðskiptum. Benti á þró- unina á hinum Norðui'löndunum í því sambandi. Taldi að bankinn ætti að hafa vissa forystu í umræð- unni en taka jafnframt tillit til stefnu ríkisvaldsins. Kjartan staldraði einkum við sameiningu Lands- bankans við Búnaðarbankann eða Islandsbanka. Taldi sameiningu við Búnaðarbanka að mörgu leyti eðlilega. Áætlaði árlegan spamað á sameiginlegum rekstrarkostnaði bankanna að minnsta kosti 2 millj- arða kr. við sameiningu. Kjartan lét í Ijósi þá skoðun að sameining Landsbankans og íslandsbanka myndi leiða til ekki síðri fjárhagslegrar niðurstöðu en sam- eining við Búnaðarbanka. Hins vegar væra líkur á að samrunaþróunin gæti orðið hraðari og fjárhags- legur ávinningur kæmi hraðar fram. Þá mætti búast við að eignarhlutur ríkisins í hinum nýja banka yrði verðmætur og auðseljanlegur. Skuldabréf Landsbank- ans skráð í Lúxemborg LANDSBANKI íslands hf. hefur boðið út ný verðtryggð skuldabréf að fjárhæð 1.500 milljónir til 15 ára með svokölluðum Eurobond skilmálum og verða bréfin skráð í kauphöllinni í Lúxemborg. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt íyrirtæki gefur út Eurobond-skuldabréf í íslenskum krónum. Bréfin bera breytilega vexti sem greiddir eru út ásamt verðbótum fjórum sinnum á ári og er það sömuleiðis nýmæli á bankabréfamarkaði. Vextir skuldabréfanna taka mið af þeim flokki spariskírteina sem hverju sinni kemst næst því að eiga eftir 5 ár til gjalddaga, en ekki verður um neitt álag að ræða. Bréfin eru heppileg til skamm- tímaávöxtunar fjármuna, segir í fréttatilkynningu frá Viðskiptastofu Landsbankans, t.d. fyrir verð- bréfasjóði, þar sem þau eru án vaxtaáhættu. Auk þess nýtast þau vel fyrir skiptasamninga og ættu að vera möguleg leið fyrir erlenda fjárfesta inn á íslenska verðbréfamarkaðinn. Fjármögnun af þessu tagi hentar bankanum vel, minnkar vaxta- og verðbólguáhættu, þar sem stór hluti verð- tryggðra útlána er með breytilegum vöxtum. SE-bankinn sér um útboðið SE-bankinn hefur umsjón með útboðinu og mun sjá um skráningu bréfanna í Lúxemborg, en Viðskiptastofa Landsbankans annast sölu þeirra. Landsbankinn skuldbindur sig til að vera með öfl- uga viðskiptavakt á bréfunum, 100 milljóna kaup- og sölutilboð, allt að 400 milljonii- á dag. Eurobond skuldabréf eru almennt gefin út á al- þjóðamarkaði og lýtur útgáfan ekki reglum heimalands útgefandans heldur sérstökum alþjóð- legum reglum. Að útgáfunni standa jafnan aðilar í tveimur eða fleiri löndum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, um áhrif Asíukreppunnar Island betur sett en flest önnur lönd Evrópu VERÐMÆTI útflutnings íslendinga til Asíu minnkaði töluvert á síðasta ári en minni sveiflur voru í innflutn- ingi og vöruskiptin voru Islending- um óhagstæð á síðasta ári ólíkt því sem hefur verið á undanförnum ár- um. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar, skýrist niðursveiflan að mestu leyti af verð- lækkun á loðnu til Japan á síðasta ári en mestur hluti útflutnings ís- lands til Asíu eru sjávarafurðir. Þórður segir að áhrif Asíukrepp- unnar séu ekki mjög mikil á íslandi miðað við áhrifin á flest önnur ríki. Hann segir helstu ástæðuna vera þá að helstu útflutningslönd íslendinga í Asíu, Japan, Tævan og Kína, hafi ekki farið eins illa út úr kreppunni og ríki eins og Indónesía og Kórea. „Eins erum við að flytja út matvörur sem eru eðli málsins samkvæmt ekki eins næmar fyrir óróleika og sveifl- uni í efnahagslífi og t.d. fjárfesting- arvörur. Þannig að ég held að það megi færa fyrir því nokkuð sterk rök að við séum betur sett en flest önnur Evrópuríki," segir Þórður. Áhrif á ál og kísiljárn Að hans sögn er hins vegar viðbú- ið að efnahagskreppan í Asíu hafi áhrif á heimsmarkaðsverð á áli og kísiljámi og það hvernig fjárfestar líti á fjárfestingar í þessum atvinnú- greinum. „Heimsmarkaðsverð á áli og kísiljárni hefur farið lækkandi að undanfórnu og er Asíukreppan að hluta til áhrifavaldur þar. Þetta get- ur eflaust haft áhrif á þá sem eru að taka ákvarðanir um hvar þeir ætla að byggja upp starfsemi í þessum greinum. Hitt er síðan að efnahag- skreppan í Asíu hefur örugglega haft alþjóðleg áhrif til lækkunar á vöxt- um og olíuverði. Jafnframt erum við að flytja inn ódýrari vörur frá þess- um svæðum. Þannig að áhrifin eru ekki eins slæm og þau gætu verið. Ef við leggjum þetta allt saman þá held ég að okkar staða í þessu samhengi sé tiltölulega góð í samanburði við aðrar þjóðir. Nema að sjálfsögðu ef það verður ný dýfa á mörkuðum í Asíu,“ segir forstjóri Þjóðhagsstofn- unar. Hann segir ósennilegt að svo verði út frá efnahagslegum forsendum. Það sem einna helst geti farið úr skorðum er stjórnmálaástandið í löndum eins og Indónesíu þar sem það er mjög viðkvæmt. „Efnahags- legar forsendur í Asíu gefa í raun og vera ekki tilefni til þess að ástandið eigi eftir að versna. Það er verið að gera rétta hluti í hagstjórn og ef stjórnmálaástandið fer ekki úr bönd- um þá held ég að verstu erfiðleikarn- ir séu að baki í ríkjum Asiu,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.