Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn FLOTKVÍIN lagðist að hafnarbakkanum í Hafnarfirði laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. HJÁLMAR Jónsson yfirstýrimaður, Haraldur Arnar Stefánsson og Sævar Sævarsson hásetar á varðskipinu Óðinn. Flotkvíin umtalaða komin til hafnar Eyddu þremur nóttum um borð í kvínni MIKILL mannfjöldi safnaðist saman við höfnina í gærkvöldi til að fylgjast með komu kvíarinnar. NOKKUR hundruð manns söfn- uðust saman við Hafnarfjarðar- höfn á ellefta tímanum í gær þeg- ar flotkvíin sem velkst hefur um hafið undanfarnar vikur kom til hafnar. Nokkurn ti'ma tók að koma kvínni að landi enda erfitt að stjórna ferð átta þúsund tonna kvíar. Þá fyrst gerði mannfjöld- inn sér grein fyrir því hversu stórt mannvirki kvfin er og víða heyrðist hvíslað „Ekki bjóst ég við að hún væri svona stór!“ Flotkvfín slitnaði tvisvar sinn- um úr togi dráttarbáts þegar ver- ið var að draga hana til landsins frá Skotlandi. Ferðin tók því samtals þijátíu daga og varð töluvert lengri en upphaflega var gert ráð fyrir. Tvö varðskip Landhelgisgæslunnar tóku að lokum að sér að koma kvínni til hafnar og var byijað að draga hana til lands á laugardag, en þá var hún um 300 sjómflur vestsuð- vestur af Reykjanesi. Gerð var tilraun til að koma taug í kvína og voru fimm varð- skipsmenn sendir út í hana vegna þess í síðustu viku. Meðal þeirra voru hásetarnir Haraldur Arnar Stefánsson og Sævar Sævarsson. Voru þeir fúsir til að segja frá þeirri reynslu, sem var nokkuð óvenjuleg að þeirra sögn. „Við fórum út í kvína til að reyna að koma taug úr varðskipinu í hana. Þegar kom að því að draga okkur aftur um borð í varðskipið var veðrið orðið svo vont að það var ekki hægt,“ sagði Sævar, og Har- aldur bætti við: „Fyrsta nóttin var blaut og köld, en þetta skán- aði þegar við komum Ijósavélinni í gang, þá fengum við hita og ljós.“ Brotin á við sterkan jarðskjálfta Fjórir varðskipsmenn eyddu þremur nóttum um borð í kvínni, en fyrstu tvær næturnar voru þeir fimm og höfðust við í sljóm- skúr á brúnni aftanverðri. Mat var skotið til þeirra einu sinni á dag með línu og þeir fengu send spil sér til dægradvalar. Þeir Sævar og Haraldur Arnar sögðu fátt sem þeir hefðu reynt áður jafnast á við þessa reynslu. „Þeg- ar brot reið á kvínni var það eins og jarðskjálfti á við sjö á Richter- kvarða," sagði Sævar. Félagarnir sögðust aldrei hafa orðið hræddir um líf sitt, en þeg- ar þeir hefðu farið inn í kvína hefðu drunurnar verið fremur óhugnanlegar. „Maður fann fyrir því hvað sjórinn getur verið kröftugur," sagði Sævar um reynsluna, og Haraldur bætti við: „Manni leið ekkert vel að labba niðri á dekki, drunurnar vom sterkar og það að sjá blýið úr krönunum hangandi út um allt var fremur óhugnanlegt." Eina leiðin til að ná fjórmenn- ingunum um borð í varðskipið á nýjan leik var að festa í þá línu. Þeir stukku í sjóinn og gúmmí- bátur dró þá kröftuglega frá kvínni vegna hættunnar á sogi sem myndast við kvína. „Við vor- um í björgunarbelti og svo stukkum við beint í sjóinn. Þá fékk maður fiðring í magann," sagði Haraldur Arnar og Sævar bætti við: „Enda vorum við orðn- ir vel þreyttir þegar við komumst aftur í okkar eigin koj- ur um borð í varðskipinu eftir þijár nætur í kvínni." „Okkur var þó farið að líka veran þar ágætlega undir lokin,“ bætti Haraldur við. „Mikill léttir að sjá hana nálgast" Guðmundur Víglundsson, ann- ar eigandi flotkvíarinnar sagði að það væri óneitanlega stór stund að sjá kvína koma til hafnar og mikill léttir fyrir sig, en vissulega hefði verið sætara að sjá hana við höfnina mun fyrr. „Þetta er mikil stund fyrir okkur en einnig fyrir atvinnulíf í Hafnarfirði,“ sagði Guðmundur í gærkvöldi. Hann sagði að þeir bræður, sem eru eigendur kvíarinnar, hefðu verið að gæla við þá hugmynd að nota hana eitthvað í sumar en nú væri Ijóst að ekki yrði af því, hún yrði tekin f gagnið seinni hluta ársins eins og gert hefði verið ráð fyrir. Árlegur ráðherrafundur OECD í París Afram unnið að g*erð fjölþjóð- legs fjárfestingasamnings ÁRLEGUR ráðherrafundur Efna- hagssamvinnu- og þróunarstofnun- arinnar, OECD, var haldinn í vik- unni í París. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Geir H. Haar- de fjármálaráðherra sátu fundinn fyrir Islands hönd. Á fundinum var fjallað um ástand og horfur í efnahagsmálum og áhrif fjármálakreppunnar í Asíu. Þá var rætt um nauðsyn ýmissa skipulags- breytinga, þ.m.t. í lífeyrismálum. Ennfremur var rætt um alþjóðavið- skiptamál, einkum hinn fjölþjóðlega fjárfestingasáttmála (MAI), sem hefur verið í undirbúningi í nokkur ár á vettvangi OECD. A fundinum var athyglinni sérstaklega beint að rafrænum viðskiptum og mikilvægi þeirra fyrir framþróun heimsvið- skipta. Að síðustu var fjallað um framtíðarhlutverk OECD. Frelsi til fjárfestinga tryggt með samningi Ráðherrarnir áréttuðu að krepp- an í Asíu hefði sýnt fram á stöðugt vaxandi tengsl milli einstakra landa og mikilvægi heilbrigðs efnahags- lífs. Jafnframt bentu ráðherrarnir á að mikilvægur árangur hefði náðst á sviði efnahagsmála í flestum aðild- arlöndum OECD. Halldór Ásgrímsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að hinn fjölþjóðlegi fjárfestingarsamningur hefði verið stærsta mál fundarins. „Honum er ætlað að tryggja mun meira frelsi í fjárfestingum innan OECD-landanna og í reynd í heim- inum því það hefur verið unnið að málinu með ríkjum sem standa utan við OECD. Það var útlit fyrir á tímabili að ekkert yrði úr samn- ingnum þar sem hann hefur víða verið gagnrýndur og menn telja að það þurfi meiri tíma til að kynna hann en niðurstaðan varð sú að halda verkinu áfram. Síðan var m.a. rætt um tengingu efnahagsþróunar og sjálfbærrar þróunar og umhverfismála sem ákveðið hefur verið að fara að sinna betur á vegum OECD. Þetta er að sjálfsögðu mjög áhugavert fyrir okkur íslendinga þar sem við byggjum afkomu okkar í svo ríkum mæli á náttúruauðlindum: fiski- stofnum og orku. Við höfum í reynd meiri reynslu en margir aðrir af því að tengja saman efnahagslega þætti og stýringu á nýtingu náttúruauð- linda og þar á ég fyrst og fremst við fiskveiðistjórnunarkerfið," sagði Halldór. Ráðherramir lögðu sérstaka áherslu á nauðsyn þess að fylgja eftir ábendingum OECD til að draga úr atvinnuleysi sem ennþá er umtalsvert í ríkjum OECD þrátt fyrir að störfum hafi fjölgað mikið að undanfömu. Þá er hagvöxtur mikill og verðbólga lág og staða op- inberra fjármála hefur batnað vem- lega. Varaði við lækkun lífeyrisaldurs Á fundinum fjallaði fjármálaráð- herra sérstaklega um lífeyrismál og benti á nauðsyn þess að treysta stöðu lífeyriskerfisins. Hann vakti athygli á skipuiagi, uppbyggingu og þróun lífeyrissjóðakerfisins á Is- landi og benti á að í þeim efnum stæði Island nokkuð vel í saman- burði við önnur OECD-ríki. Enn- fremur varaði hann við því að lífeyr- isaldur yrði lækkaður. Frekar ætti að gefa fólki kost á lengri starfs- aldri. Ráðherrarnir lögðu áherslu á mikilvægi frjálsra milliríkjavið- skipta til að örva hagvöxt og bæta lífskjör. í umræðunum um hinn fjöl- þjóðlega fjárfestingarsáttmála töldu ráðherrar almennt mikilvægt að ljúka því starfi sem fyrst. Hins veg- ar lýstu fulltrúar nokkurra ríkja þeirri skoðun sinni að fresta bæri viðræðunum tímabundið og/eða flytja þær yfir á vettvang Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar (WTO) í Genf. Niðurstaða ráðherrafundar- ins varðandi þetta mál varð sú að halda næsta fund samninganefndar- innar í október nk. en í millitíðinni yrði unnið að fjölgun þátttökuríkja og markmiðssetningu um lok við- ræðnanna. Rafræn viðskipti verði ekki tolluð í umræðunum um rafræn við- skipti benti utanríkisráðherra á að í ljósi hinnar öru þróunar í þessari atvinnugrein gæti það ekki orðið hlutverk stjómmálamanna að stýra þeirri þróun, enda væri það óæski- legt. Hlutverk þeirra væri hins veg- ar að tryggja jafnræði og sanngimi í þessum viðskiptum með hagsmuni allra einstaklinga og fyrirtækja að leiðarljósi. Hann lagði áherslu á að tollar yrðu ekki lagðir á rafræn við- skipti. Halldór Ásgrímsson sagðist einnig hafa notað tækifærið til að halda tvíhliða fundi, annars vegar með fulltrúum Kanada og hins veg- ar með Evrópumálaráðherra Frakka þar sem Schengen-málið var rætt. „Sá fundur var afar gagn- legur og ég tel að á honum hafi ým- islegt skýrst sem ég vona að verði til gagns í framhaldinu," sagði hann. Brúðkaup Þráins og Miiruvet 100 manna veisla á Borginni AÐ LOKINNI vígslu borgardómai'a og kirkjulegri blessun yfir Þráni Meyer og Múravet Basaran nk. laugardag verður efnt til veislu á Hótel Borg fyrir 100 manns í boði tölvufyrirtækisins Fronts. Þráinn Meyer sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að borgardóm- ari myndi gefa þau Múravet saman kl. 17 á laugardag. Enn væri þó ekki búið að finna heppilegan sal fyrir þá athöfn en DV hefði tekið það að sér. Þá er heldur ekki frágengið hjá hvaða presti og í hvaða kirkju þau fá blessun. Að blessun lokinni verður haldið á Hótel Borg þar sem tölvufyrirtækið Frontur býður til veislu í Gyllta saln- um. Að sögn Þráins höfðu forsvars- menn fyrirtækisins samband við hann að fyrra bragði og buðust til að halda veisluna og fyrir þann rausn- arskap væru þau Múruvet ákaflega þakklát. Frontur ætlar einnig að sjá um akstur með brúðhjónin og Múru- vet hefur fengið brúðarkjól hjá brúð- arkjólaleigu. Vegna fréttar á Stöð 2 í gærkvöldi sagði Þráinn að sér fyndist ósenni- legt að Rauði krossinn myndi ekki leyfa þeim að halda íbúðinni, sem Múravet og Martin, syni þeirra Þrá- ins, var látin í té. Hins vegar gæfi augaleið að þau myndu finna sér eig- in bústað, hvort sem það yrði hér á landi eða í Þýskalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.