Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 51* + Maren Guðjóns- dóttir fæddist á Enni í Skagafirði 5. mars 1915. Hún lést hinn 20. apríl síð- astliðinn á heimili sínu í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru hjónin Jóna Sigurðardóttir hús- móðir og Guðjón Þórarinsson bóndi á Enni í Skagafirði, en síðar verkamað- ur á Siglufirði. Maren giftist 4. janúar Páli Ingibergssyni, f. 6.5. 1913, d. 15.1. 1988, skip- stjóra og útgerðarmanni frá Vestmannaeyjum. Foreldrar hans voru hjónin Ingibergur Hannesson frá Hjálmholti og Guðjóna Pálsdóttir úr Reykja- vík. Maren ólst upp á Siglufirði frá tíu ára aldri og til ársins 1939 er hún fluttist ásamt Páli til Vestmannaeyja. Lengst af bjuggu þau á Asvegi 23 þar í bæ. Árið 1968 fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu í Hraunbæ 162 til ársins 1988 er + Hermann Samúeisson fæddist í Valhöll á Patreks- firði hinn 24. apríl 1938. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 15. apríl síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Bústaða- kirkju 27. apríl. Nú þegar sumarið var að verða að staðreynd, barst mér sú frétt að hann Hermann vinur minn hefði verið kallaður burt úr heimi. Hann sem í gegnum árin var tákn um hreysti, dugnað og atorku. Það var fyrir rúmu ári að hann fór að kenna sér meins, en engum datt í hug að það gæti verið svo al- varlegt sem raun bar vitni. Sjálfur trúði hann að sigur ynnist, orðaði það við vini sína og fjölskyldu með orðunum „þetta kemur“. Og það reyndist rétt vera, þó með öfugum formerkjum. Sjúkdómurinn skæði kom og vann á sinn hátt sig- ur. Það er erfitt að taka slíkum dómi, en honum verður ekki áfrýj- að. Það sem huggar á slíkum sorgar- stundum, eru annai-s vegar minn- ingarnar góðu um Hemma, og einmitt nú þegar við höfum fagnað páskum, að hann er hjá þeim, sem sigi-aði sjálfan dauðann, og gaf okk- ur mönnunum eilíft líf. Englarnir hans vaka yfir honum eru „yfir og allt um kring“. Eg var svo lánsamur að fá að kynnast Hemma þegar við vorum að alast upp í yngsta hverfi borgar- innar á þeim tíma, Vogahverfinu. Þetta var á árunum 1956-58. A þeim Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systlani, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins í'rarn í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Páll lést. Á sínum yngri ár- um vann Maren við sfld á Siglufirði, en varð siðan húsmóð- ir og stoð athafna- mannsins í erilsömu starfi hans. Sonur Marenar og Páls er Gunnar Reynir, f. 22.5. 1952, kvæntur Sigríði Björnsdótt- ur, f. 4.9. 1957, úr Kópavogi. Eftir að Páll féll frá árið 1988 flutt- ist Maren til sonar síns og tengdadóttur, fyrst að Stóru-Brekku í Fljótum, en síð- an að Birkibergi 22 í Hafnar- firði. Börn Reynis og Sigríðar eru: 1) Bergur, f. 7.7. 1974, unnusta hans er Helga Valgeirsdóttir, f. 24.6. 1976, og eiga þau einn son, Guðlaug Hlífar, f. 24.10. 1987. 2) Unnur Birna, f. 2.10. 1979. 3) Páll Már, f. 2.11. 1982. Útför Marenar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. árum var mikið um að vera í hverf- inu okkar. Ekki lítil áhrif hafði þar á íþróttahúsið Hálogaland sem á þeim tíma var aðalíþróttahús borgarinn- ar. Handboltinn var iðkaður þar af miklu kappi. Eitt var það félag sem var mjög sigursælt á þessum árum. Það var íþróttafélag Reykjavíkur eða ÍR. Margir íþróttamenn gerðu garð- inn frægan á þessum árum. í þeirra hópi voru þeir bræðurnir Beggi og Hermann en hann átti eftir að skipa landslið okkar Islendinga í hand- bolta. Þessir tveir ásamt mörgum öðrum góðum íþróttamönnum voru stjömur þeirra tíma. Þeir voru góð- ir íþróttamenn, en ekki síður góðir drengir. Þetta voru ógleymanlegir tímar, sem þeir bræður settu svo sannarlega sinn svip á. Ég var einn þeirra lánsömu sem fengu að kynnast þeim báðum og eignast þá sem vini. Sú vinátta sem MINNINGAR Elsku amma. Allt of snöggt varstu kölluð frá okkur. Þú varst hérna meðal okkar daginn áður en kallið kom svo hress og ánægð, að engan hefði grunað að þetta væri þinn hinsti dagur. Þú hafðir farið til Bubbu frænku þinnar sem þér þótti svo undurvænt um og væntumþykja hennar til þín var ekki minni. í október í fyrra fæddist svo lítill sólargeisli. Fyrsta barnabamabam þitt. Þú varst alltaf nálægt honum og alltaf brosti hann til þín þegar þú komst til hans. Það verður skrýtið að koma heim og engin amma sem bíðm- eftir okkur og spjallar við okkur eftir langan vinnudag. Heimilið er tómlegt sem aldrei íyrr. En við verðum að sætta okkur við dauða þinn. Þér hefur verið ætlað annað hlutverk og núna ertu komin til afa. Og þótt við munum alltaf minnast þín og sakna vitum við að þér líður vel. Með þessum fátæklegu orðum sem segja svo margt en samt svo fátt vilj- um við þakka þér samfylgdina í öll þessi ár og hve þolinmóð þú varst alltaf við okkur. Deyr fé, deyja frændur, deyrsjálfuriðsama. Egveiteinn að aldrei deyr dómur um dauðan hvem. (Hávamál) Guð geymi þig, elsku amma. Þín bamaböm, Bergur, Unnur og Páll Már. þá skapaðist varð traust og rofnaði ekki þótt ár og dagur liði. Hermann var fljótur að rétta fram hjálparhönd, slíkar minningar eigum við um hann sem iðnaðar- mann þegar við voram að byggja upp veitingastaðinn Laugaás. Þar sem og annars staðar kom fram hve vandvirkur og laginn iðnaðarmaður hann var. Allir sem þekktu hann vissu að það átti ekki við hann að vera oflofaður, á því sviði fremur en öðrum. Ljóst er að hann vann öll sín verk af kostgæfni og dugnaði. Það er erfið staðreynd að standa frammi fyrir að þeir bræður skulu báðir hafa verið kvaddir burt úr heimi í blóma lífsins. Missirinn er eðlilega mestur hjá fjölskyldunni, hjá þér, Sigrún mín, bömunum, tengdabörnunum og barnabömun- um. Það er huggun harmi gegn hve vel þið hafið staðið við hlið hans, þegar róðurinn varð svo erfiður. Minningarnar góðu um hann og trú- arvissan hjálpa, líkna og þerra sorg- artárin. Megi góður Guð styrkja ykkur og leiða á erfiðri stund í lífi ykkar. Ragnar Guðmundsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR BIRGIR DANÍELSSON sölustjóri, Kötlufelli 9, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 28. apríl. Birna Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, HÓLMSTEINN S. JÓHANNESSON, Þorleifsstöðum, Skagafirði, sem lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki mið- vikudaginn 22. apríl sl., verður jarðsunginn frá Miklabæjarkirkju laugardaginn 2. maí kl. 14.00. Gunnfríður Björnsdóttir, Inga Björk Hólmsteinsdóttir, Guðmundur Matthíasson, Margrét Björg Hólmsteinsdóttir, Óskar Halldórsson, Sigríður Birna Hólmsteinsdóttir, Halldór Helgi Halldórsson, Þorleifur Benedikt Hólmsteinsson, Jónína Lára Stefánsdóttir, Hólmfríður Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MAREN GUÐJÓNSDÓTTIR HERMANN SAMÚELSSON + Elskulegur unnusti minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓNSSON, Hringbraut 72, Hafnarfirði, lést á Kanaríeyjum mánudaginn 27. apríl. Elínborg Elísabet Magnúsdóttir, Örvar Sigurðsson, Erla Gunnarsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Valgerður Knútsdóttir, Jón Sigurðsson, Kristín Pétursdóttir, Ómar Sigurðsson, Ágústa Hreinsdóttir, Davíð Art Sigurðsson, Greta Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, + HREFNA PJETURSDÓTTIR, andaðist á Landspítalanum aðfaranótt þriðjudagsins 28. apríl. Pjetur Hafstein Lárusson, Svavar Hrafn Svavarsson. + SIGURÐUR ÖRN BOGASON cand. mag., lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 1. apríl. Útför hans fór fram í kyrrþey. Aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTJÁN SIGURVINSSON, vélsmiður, Kópavogsbraut 104, lést mánudaginn 27. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 7. maí kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast, hins látna er bent á minningarsjóð hans í Landsbanka íslands, Hamraborg, bók nr. 66000. Anna Karlsdóttir, Guðrún Helga Kristjánsdóttir, Tryggvi Ö. Björnsson, Anna K. Tryggvadóttir, Jón Þórðarson, Lóa B. Tryggvadóttir, Hermann Kristjánsson, Kristján B. Tryggvason, Tinna Rut, fris Heiða og Kristján Helgi. + Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, systur, mág- konu og ömmu okkar, ÖNNU HULDU EINARSDÓTTUR frá Borg, Brekkustíg 35, Njarðvík, Einar Jónsson, Hafdís Garðarsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Friðrik Valdimarsson, Jón Einarsson, Garðar Einarsson, Vilborg Sævarsdóttir, Anna Hulda Einarsdóttir, Víðir Einarsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför sonar míns, bróður okkar, sambýlismanns og fósturföður, FRANKLÍNS ÞÓRÐARSONAR bónda, Litla-Fjarðarhorni, Strandasýslu. Ingibjörg Bjarnadóttir, Jóna Þórðardóttir, Ingunn Þórðardóttir, Þórdís Kristjánsdóttir, Steinar Magnússon. ..-•.j.iw.-i: ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.