Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 23 Kim Jong-il hvetur til sameiningar Kóreuríkja Tókýó. Reuters. FJOLMIÐLAR í Norður-Kóreu birtu í gær opið bréf frá leiðtoga landsins, Kim Jong-il, þar sem hann hvetur til þess að Kóreurík- in tvö verði sameinuð. Segir sér- fræðingur í málefnum Kóreu að þetta sé mikilvægasta yfirlýsing sem Kim hafi gefið á þeim fjórum árum sem liðin eru frá því hann tók við völdum. Shinya Kato, sérfræðingur á vegum japanska hópsins Radi- opress, sem fylgist með fram- vindu mála í N-Kóreu, sagði að bréfið væri ótvírætt merki um að n-kóresk stjórnvöld væru reiðu- búin til viðræðna við stjórnina í Seoul um bætt samskipti og sam- einingu. Þótt bréfið væri mörg þúsund orð að lengd væru ekki í því nein- ar nýjar friðartillögur, en engu að síður bæri á það að líta að engin dæmi væru fyrir því að leiðtogi norðurhlutans hefði farið fram á sameiningu ríkjanna með svo beinum hætti. „Við skulum sameina landið á ný á eigin spýtur og með friðsamlegum hætti íyrir tilstilli eindrægni allrar þjóðarinnar,“ sagði m.a. í bréfi Kims, sem dagsett var 18. apríl, en n-kóreska rfldsfréttastofan birti í gær. Þar sagði leiðtoginn ennfrem- ur að sameiginleg ráðstefna norðan- og sunnanmanna í mánuðinum hefði sýnt, svo ekki yrði um villst, að sam- eining væri möguleg þrátt fyrir pólitískan, hugmyndafi-æðilegan og trúarlegan ágreining. Kato sagði að orðalag bréfsins væri mun hógværara en í yfirlýs- ingu sem n-kóresk stjórnvöld birtu fyrr í mánuðinum er við- ræður við S-Kóreumenn fóru út um þúfur í Peking. I bréfinu sagði að S-Kórea eigi ekki að vera háð erlendu valdi, sem er í samræmi við fyrri kröfur norðan- manna um að Bandaríkjamenn verði á brott frá suðurhlutanum. Einnig var gefið í skyn að Norður-Kóreumenn kynnu að vera reiðubúnir til að mæta aftur til viðræðna við sunnanmenn og Bandaríkjamenn og Kínverja um endanleg lok Kóreustríðsins. Við- ræður þessara aðila um frið fóru síðast fram í Genf í mars. Bréf Kims var stílað á þátttak- endur á ráðstefnu, á vegum N- Kóreu, um sameiningu ríkjanna sem haldin er í tilefni af því að Kim Jong-il hálf öld er liðin frá því faðir Kims, Kim Il-sung, efndi til svip- aðrar ráðstefnu. BMW 3 Ifnan BMW 3 línan með ABS sem staðalbúnað I O O ; B&L Suðurlandsbraut 14, sími 575 1210 Stríð á hendur einkabfln- um í Osló BORGARSTJÓRNIN í Ósló sam- þykkti í gær að herða reglur veru- lega um bílaumferð til að stemma stigu við sívaxandi loftmengun í borginni. Samþykkt var að banna akstur helmings bifreiða í borg- inni, banna nagladekk og lækka hámarkshraða úr 80 í 60 km/klst þegar loftmengunin fer yfír ákveð- in mörk. Hins vegar hefur ekki verið ákveðið hver þau eru, að því er segir í Aftenposten. Búist er við að Norðmenn muni nota sömu reglugerðir og Evrópu- sambandið varðandi loftmegnun en það hefði þýtt að hún hefði farið yfir leyfileg mörk fimm daga sl. vetur. Þá hefðu eigendur um 115.000 bíla þurft að láta þá standa heima. Sumir borgarfulltrúar telja að með þessu sé í raun verið að lýsa yfir stríði á hendur einkabflnum og óttast reiði bíleigenda. Hins vegar sé ljóst að grípa verði til einhverra ráða til að draga úr loftmegnun- inni og einna vænlegast sé að fá al- menning til að minnka akstur einkabíla. ------------- Hlátur- draugur London. The Daily Telegraph. FULLYRT er að draugur gangi ljósum logum í nýju Aldamóta- hvelflngunni í London og geri gestum og gangandi þar lífið leitt. Það er svipur Sir George Li- vesey, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra South Metropolit- an Gas-fyrirtækisins, sem sagð- ur er hafa tekið sér bólfestu í hinni nýju byggingu sem verið er að reisa í tilefni af aldamót- unum. South Metropolitan hafði áður höfuðstöðvar sínar á sama stað. Sir George lést fyrir 90 árum og starfsmaður South Metropolitan segir að hann hafi látið til sín taka í fyrirtækinu eftir það og nú hafa starfsmenn í nýju hvelfíngunni orðið hans varir. Fulltrúi fyrirtækisins sem reisir hana sagði: „Fólk hefur heyrt hann hlæja.“ - Sj'áiðA mmairnat Magnús L. Sveinsson Olöf Rún Skuladóttir STOÐ Lilja Karítas, Ungfrú Reykja Sturla Böðuarsson á myndanega fjölskyldu Gauí litli fór I ævintýraferð með MND sjúklinga^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.