Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Skipverjar Sléttbaks EA fengu hlýjar móttökur við heimkomuna Morgunblaðið/Kristján FJÖLMARGIR vinir og vandamenn voru á Oddeyrarbryggju er Sléttbakur lagðist að bryggju í gærmorgun. FRÍÐUR Jóhannesdóttir, eiginkona Gunnars Jóhannssonar, skip- stjóra tekur á móti bónda sinum með blómi og kossi. SANNKÖLLUÐ hátíðarstemmn- ing ríkti á Oddeyrarbryggju á Akureyri í gærmorgun, er Slétt- bakur EA, frystitogari títgerðar- félags Akureyringa hf., lagðist að bryggju eftir mettúr. Vinir og vandamenn skipverja, með eigin- konur í broddi fylkingar, tóku á móti sínum mönnum með fagnað- arlátum. Þær stóðu á bryggjunni með áletraðan borða, þar sem skipveijarnir voru boðnir vel- komnir heim og færðar ham- ingjuóskir með góðan túr. Kon- urnar færðu mönnum síhum rauðar rósir er þeir stigu frá borði og buðu þeim upp á léttar veitingar á bryggjunni. Þrisvar í land með veika skipveija Aflaverðmæti Sléttbaks í þess- um túr var 104,5 milljónir króna, aflinn um 400 tonn af frosnum afurðum, sem eru um 620 tonn upp úr sjó. Þetta er langmesta aflaverðmæti sem Sléttbakur hefur komið með að landi en áð- ur hafði skipið komið mest með 75 milljóna króna aflaverðmæti. Gunnar Jóhannsson skipsljóri sagði í samtali við Morgunblaðið við komuna til hafnar í gær, að líklega væri þetta mesti afli í túr sem íslenskur togari hefur komið með að landi af Islandsmiðum. Gunnar sagði þó að túrinn hafí Trúlega stærsti ^ túr skips af Islandsmiðum ' HUMT ■ 'f KONUR skipveijanna á Sléttbak tóku vel á móti þeim við komuna til Akureyrar, færðu þeim blóm og buðu upp á veitingar. Hér eru þær að leggja á „veisluborðið" en úti á Pollinum sést Sléttbakur sigla að bryggju. gengið dálítið skrykkjótt og í þrí- gang þurfti hann að sigla til hafnar með veika skipveija. Far- ið var með tvo til Patreksfjarðar og einn til Siglufjarðar. Því þurftu nýir að koma um borð á Siglufirði og veitti ekki af í flakavinnsluna, að sögn Gunnars. Óhemju mikið af þorski fyrir Norðurlandi Sléttbakur hóf grálúðuveiðar á Hampiðjutorginu svokalla, vest- ur af Látrabjargi, og var við veiðar þar í þijár vikur. „Síðan fórum við norður fyrir og byrjuð- um þorskveiðar á Sporðagrunni aðfaranótt mánudags fyrir rúmri viku. Það er alveg óhemjumikið af þorski víða fyrir Norðurlandi og að jafnaði var dregið í 15-20 mínútur upp á 8-12 tonn. Við tók- um þetta þijú hol á sólarhring og þess á milli var samfelld vinnsla. Menn höfðu því nóg að gera um borð og þetta tekst ekki nema með góðum og samstilltum mannskap og kjarninn af þessum mönnum hefur unnið saman í 5- 10 ár.“ Gunnar hefur verið skipstjóri á Sléttbak í um Ijögur ár en áður var hann stýrimaður og afleys- ingaskipstjóri á skipinu. Hann hefur verið um borð frá því að skipinu var breytt í frystitogara, eða á ellefta ár. Morgunblaðið/Kristján Smíði reiðbrúar yfir Eyjafjarðará lokið Hrafnagilsskóli í Eyj afj ar ðar s veit Níu umsókn- ir um stöðu skólastjóra ALLS bárust níu umsóknir um stöðu skólastjóra Hrafnagilsskóla í Eyja- fjarðarsveit en umsóknarfrestur rann út nýlega. Umsóknirnar voru lagðar fram á fundi hreppsnefndar í gær, sem vísaði þeim til skólanefndar og óskaði eftir umsögn nefndarinnar. Umsækjendur um stöðuna eru; Anna Guðmundsdóttir, Eyjafjarðar- sveit, Árni Þorsteinsson, Fáskrúðs- fírði, Bergljót V. Jónsdóttir, Súðavík, Einar Ólafsson, Drangsnesi, Elsa Isafold Amórsdóttir, Danmörku, Finnur Magnús Gunnlaugsson, Akureyri, Karl Frímannsson, Akur- eyri, Svanhildur K. Sverrisdóttir, Garðabæ, og Þorkell Cýrusson, Hell- issandi. Sigurður Aðalgeirsson sem verið hefur skólastjóri Hrafnagilsskóla til fjölda ára, fór í launalaust leyfi í febr- úar sl. og lætur af störfum í vor. Anna Guðmundsdóttir, aðstoðar- skólastjóri, hefur gegnt starfi hans frá þeim tíma en hún er einn um- sækjendaum stöðunainú. SMÍÐI nýrrar reiðbrúar yfir Eyjafjarðará, á móts við Melgerð- ismela í Eyjafjarðarsveit, lauk í gær. Reiðbrúin, sem er trébrú á stálbitum, er 36 metra löng og 2,5 metrar á breidd. Það er Vegagerð- in sem stóð fyrir þessari fram- kvæmd og var kostnaður við verk- ið rúmar 6 milljónir króna. Framkvæmdir við verkið hófust H8. apríl en það vai’ brúai*vinnu- flokkur Vegagerðarinnar á Hvammstanga sem sá um smíði brúarinnar. Framkvæmdin tengist því að reiðleiðin frá Akureyri og suður að Melgerðismelum verði að austanverðu í firðinum. I haust var unnið við nýjan reiðveg frá þver- brautinni sunnan Akureyrarflug- vallar og suður á móts við bæinn Ytra-Gil. Þvi er talið að það stytt- fram á Melgerðismela verði nokk- uð greið austan megin í firðinum. Eins og kunnugt er fer Landsmót hestamanna fram á Melgerðismel- um í byrjun júlí í sumar. Forsvarsmenn Vegagerðarinnar á Akureyri, þeir Guðmundur Svaf- arsson t.h. og Sigurður Oddsson, skoðuðu nýju brúna í gær. Með þeim á myndinni er Hjalti Þórsson iet L að. reiðleiðin frá Akureyrí sem var verktaki.við jarðvinnu. Samkór Svarfdæla Söng- skemmtun á Rimum SAMKÓR Svarfdæla heldur söngskemmtun í léttum dúr og moll á Rimum í kvöld, fimmtudagskvöldið 30. apríl, kl. 21. Kórinn mun syngja einn og óskiptur nokkur lög en einnig munu einstaklingar og hópar innan kórsins láta mjög að sér kveða. Bæði koma fram kvenna- og karlakórar innan vébanda kórsins og þá verður boðið upp á einsöng og tví- söng við píanóundirleik Reyn- is Schiöth og trúbadorar úr röðum kórfélaga leika listir sínar auk þess sem Tjarnar- kvartettinn kemur fram. Kynnir á skemmtuninni verð- ur Þórarinn Hjartarson. Ferming MÖÐRUVALLAPRESTAK ALL: Guðsþjónusta verður í Glæsibæjarkirkju á sunnu- dag, 3. maí kl. 13.30. Ferming og altarisganga. Fermdir verða Elmar Freyr Krist- þórsson, Moldhaugum, Glæsi- bæjarhreppi og Jóhann Helgason, Sflastöðum, Glæsi- bæjarhreppi. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðar- og bænastund á sunnudag, 3. maí, kl. 21. Aksjón Fimmtudagur 30. apríl. 21.00 ^Níubfó-Ógnir næturinnar (Night Hunt) Þijár konur í bfl villast í leit að bensínstöð inn í hættuleg- asta hverfi New York-borgar þar sem glæpagengið „Los Muertos" ræður ríkjum. Þar hefst atburðarás sem ekki sér fyrir endann á. Aðalhlutverk: Stefanie Powers og Helen Shavers. 1992. Stranglega bönnuð börnum. www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.