Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 41' Stórum hópi láglaunafólks verður úthýst FYRIR Alþingi liggur nú frumvarp til laga um húsnæðismál þar sem lagðar eru til grundvallarbreytingar á félagslega húsnæðis- kerfinu. Ríkisstjórnin hyggst keyra þetta frumvarp í gegn fyrir þinglok þrátt fyrir harða andstöðu verka- lýðshreyfingarinnai', en félagslegt húsnæðis- kerfí hefur verið bar- áttumál hreyfíngarinn- ar frá því á fyrstu ára- tugum aldarinnar og er það þeirri baráttu að þakka að láglaunafólk hefur getað eignast öruggt og gott húsnæði á viðráðanlegu verði. Með þessu frumvarpi verður stórum hópi láglaunafólks hreinlega út- hýst. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að í stað 90% láns með niður- greiddum vöxtum verði 65-70% Þrátt fyrir fögur orð, segir Rannveig Sigurð- ardóttir, er ekkert sem tryggir að ríki og sveit- arfélög muni taka á sig kostnað við niður- greiðslu húsaleigu. kostnaðar lánuð með markaðsvöxt- um eins og nú er í húsbréfakerfinu. Því til viðbótar verði þeim, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem enn hafa ekki verið sett, gefínn kostur á viðbótarláni fyrir 20-25% af kostnaði sem einnig verður með markaðsvöxtum, enda gert ráð fyr- ir að íbúðarlánasjóður, sem stofna á samkvæmt frumvarpinu, standi undir sér. Frumvarpið gerir jafn- framt ráð fyrir því að niðurgreiðsla á húsnæðiskostnaði láglaunafólks verði í gegnum vaxtabætm-. Vegna hertra skilyrða verður einnig fjölda fólks vísað út á leigumarkað án þess að gengið hafi verið frá því að nægilegt framboð á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum sé tryggt. ASÍ og BSRB hafa bent á að eitt helsta einkenni frumvarpsins sé hversu margt sé óljóst um það hús- næðiskerfi sem verið er að koma á. Einnig hafa samtökm bent á að þættir sem hafa afgerandi áhrif á kjör þeirra sem húsnæðiskerfið á að þjóna séu afar ótryggir. Hér verður einungis vikið að vaxtabóta- kerfinu og niðurgreiðslu leigu- kostnaðar. Vaxtabótakerfinu ekki treystandi Ef taka á upp markaðsvexti á lánum og flytja niðurgreiðslu hús- næðiskostnaðar láglaunafólks yfir í vaxtabótakerfið er ljóst að búa verður þannig um hnútana að hægt sé að treysta því að ekki verði krukkað í það eins og gert hefur verið ítrekað í þau átta ár sem vaxtabótakerfið hefur verið við lýði. í efnahagslægðinni í upphafi þessa áratugar voru gerðar árlegar breytingar á vaxtabótakei-finu til að draga úr útgjaldaaukningu rík- issjóðs vegna vaxtabóta. Vaxta- bótakerfið byggist á því að ef tekj- ur húsnæðiskaupenda dragast saman t.d. vegna samdi'áttar í hag- kerfmu aukast vaxtabætur þeirra. Það hefur í fór með sér að útgjöld ríkissjóðs vegna vaxta- bótakerfísins aukast verulega. Reynslan sýnir okkur að þá gríp- ur ríkisvaldið inn í og bréytir forsendum til að spara útgjöld, því tekjusamdrætti hjá einstaklingum vegna samdráttar í hagkerf- inu fylgir einnig tekju- samdráttur hjá rflds- sjóði. Ein leið til að skerða vaxtabætur væri að láta hámarksupphæð þeirra ekki hækka í takt við vísitölubreyt- ingar en sú ákvörðun er nú háð geðþóttaákvörðun við af- gi-eiðslu fjárlaga ái' hvert. Reynsl- an af þróun persónuafsláttar eftir að honum var kippt úr sambandi við vísitöluhækkanir er gott dæmi um það sem gæti gerst með vaxta- bætumar ef ekki fæst öruggari trygging fyrir þeim áður en fram- varpið verður samþykkt. Leigumarkaðurinn getur ekki tekið við fólkinu Ljóst er að ef frumvarpið verður óbreytt að lögum verður stóram hluta þeiraa, sem hingað til hafa getað keypt félagslega eignaríbúð, vísað út á leigumarkað. Ástæðan er í fyrsta lagi sú að ekki verða lengur veitt 100% lán sem heimilt hefur verið að veita til þeiraa sem eiga í veralegum erfiðleikum við kaup á íbúð ef um er að ræða sérstaklega erfiðar fjölskyldu- eða fjárhagsað- stæður og umsækjandi sýni fram á greiðslugetu. Rök ráðherra fyrir þessari breytingu era að margir hafi lent í fjárhagserfiðleikum vegna þessara lána. Ef litið er til reynslu undanfarinna ára sést að milli 67 og 75% þeirra sem fengið hafa slík lán ráða við að kaupa íbúð einmitt vegna þessa möguleika. Þessi hópur verður nú að leita út á leigumarkað en undanfarin ár hafa um 170 manns fengið slík viðbótar- lán. Hin ástæðan fyrir því að vænta má fjölgunar á leigumarkaði er að allt bendir til að forsendur greiðslumats verði þrengdar. Greiðslumat í félagslega eignarí- búðarkerfinu byggist nú á því að greiðslubyrði vegna húsnæðislána fari ekki yfir 28% af tekjum. Sam- kvæmt frumvarpinu á að setja um þetta nýjar reglur með hliðsjón af tillögum starfshóps um nýtt greiðslumat. Þessi reglugerð verð- ur ekki sett fyrir afgreiðslu lag- anna en ef tillögur starfshópsins eiga að liggja þeim til grandvallar er ljóst að kröfur um greiðslubyrði verða hertar. Færri munu þá eiga þess kost að kaupa íbúð og verður leigumarkaðurinn þeiraa eina úr- ræði. Eins og er er mikill skortur á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjöram. Verði framvarpið að lög- um mun því nýr og fjölmennur hópm- leita út á leigumarkaðinn en hvergi er í framvarpinu gengið frá því hver eigi að standa undir niður- greiðslu á leigukostnaði hans. Niðurgreiðsla húsaleigukostnað- ar getur farið fram, annars vegar með húsaleigubótum, hins vegar með niðurgreiðslu vaxta frá ríkinu. Fram hefur komið að Samband ís- lenskra sveitarfélaga vill taka upp viðræður um breytt fjárhagsleg samskipti við ríkið vegna þessa frumvarps. Jafnframt kemur fram í greinargerð með framvarpinu að teknar verða upp viðræður við Rannveig Sigurðardóttir Samband íslenskra sveitarfélag um hvernig „sveitarfélögin komi nánar að fjármögnun lána til leiguíbúða... Gert er ráð fyrir að niðurstaða þessara viðræðna liggi fyrir við gildistöku þessara laga“. Báðir að- ilar gera ráð fyrir að hinn borgi og því ekki að undra að samkomulag náist ekki milli aðila fyrir lögfest- ingu framvarpsins, eins og gert er ráð fyrir í greinargerðinni. Nú hefur það gerst að félags- málaráðheraa hefur lagt til í breyt- ingartillögum við framvarpið að skipuð verði nefnd skipuð fulltrú- um ASÍ og BSRB, félagslegra byggingaraðila, sveitarfélaga og fjármálaráðherra til að „vinna út- tekt á leigumarkaði hér á landi og kanna þörf fyrir leiguíbúðir næstu ár. Á grandvelli samstarfs þessara aðila skal lögð fram framkvæmda- áætlun sem framlög ríkisins og sveitarfélaga skuli taka mið af í framtíðinni". I þessu sambandi er rétt að benda á að þrátt fyrir fögur orð um framkvæmdaáætlun og framlög ríkis og sveitarfélaga til niðurgreiðslu húsaleigukostnaðar er ekkert, hvorki í frumvai-pinu né öðrum lögum, sem tryggir að ríki eða sveitarfélög muni taka á sig þennan kostnað. Verkalýðshreyfingin fagnar því að gera eigi úttekt á þörf á leigu- húsnæði þótt hún telji að réttara hefði verið að gera það áður en framvarp, sem vísar stóram hópi láglaunafólks út á leigumarkaðinn, er samþykkt sem lög frá Aiþingi. Höfundur er hagfræðingur BSRB. Pokinn SVO mælti Njarð- víkurprestur í messu 19. aprfl sl. (leturbr. era mínar). „Það er einmitt staðfesta sem hefur verið svo mikið til umræðu nú undan- farna daga í fjölmiðl- um. (Jú, og Spaug- stofan tók upp málið.) Kemur þá upp í hug- ann umræðan um Landsbankann. Sú umræða er samt ekki eingöngu í fjölmiðlun- um heldur hvar sem maður kemur meðal fólks, allir era að ræða þetta tiltekna mál. Ég hefi heyrt mikið notað orð eins og spilling sem að þarna hafi átt sér stað, algjör sóun, segja sumir, og fólki er brugðið og verður heitt af reiði. Jú þetta er nú banki allra landsmanna. Við eigum bankann segir fólk. Einn bankastjóranna hefur síðan verið að leigja út leyfi í laxveiðiá sem liann sjálfur liefur haft með að gera eða fjöl- skyldan. Og svo þegar hann er spurður um allt þetta, þá snýr hann upp á sig. Engin iðrun. Jú, hvernig er það ef að fleiri toppar í þjóðfélaginu hafa nú gert eitthvað þessu líkt? Lifum við kannski í svona spilltu þjóðfélagi?" Þegar sérann var inntur eftir þessum ummælum í sjónvarpi 28. aprfl mæltist honum svo: „Það sem að ég var nú að ræða um í út- varpspredikun núna síðastliðinn sunnudag var það sem að maður er náttúralega að heyra í þjóðfélaginu. Fólk er að koma til manns og ræða um það sem að því finnst og fólk er svekkt og það sem að ég var náttúralega fyrst og fremst að segja í minni predikun er það að við verðum náttúrulega að hlusta á rödd fólksins í þjóðfélaginu. Ég aftur var ekki að kveða upp neina dóma í minni predikun og kvað skýrt á um það að ef eitthvað sak- næmt hefði gerst að þá yrðum við náttúrulega, fólk í landinu, þá yrð- um við að láta dómstóla um það að kveða upp dóma og við mættum ekki fara í neinar nornaveiðar. Það er ekki hlutverk okkar og við verðum náttúrulega líka að passa okkur á því að vera heldur ekki of dómhörð." Af þessu má sjá að „sáluhjálp- ari“ þessi notar alls ekki fleiri en níu boðorð Guðs. Og nálægðin við Völlinn gerir tungutakið svona lip- urlegt. Höfundur er fv. hankastjóri. Sverrir Hermannsson Maður líttu þér nær NÚ VIRÐIST sem djöfulganginum gegn írak sé að linna og sannarlega tími til kom- inn. Það er alveg með ólíkindum moldviðrið sem þyrlað hefur verið upp vegna þessa. Fremstir í flokki hafa farið Bandaríkjamenn, forystumenn þeiraa eru linnulaust í fjölmiðlum, maður kveikir ekki á sjónvarpi, útvarpi eða flettir dagblöðum án þess að allt sé þar yfir- fullt af þessum kónum. Þeir berjast við að tárast ekki vegna Sadd- ams Husseins og fólskuverka hans. Já, hann er ein- ræðisheraa og hefur margt ljótt á samviskunni, ekki skal því mót- mælt, en drottinn minn dýri hvílíkir hræsnarar. Þeir sem gagnrýna ein- hvern eða eitthvað verða að hafa efni á því, hafa hreinan skjöld eins og það er stundum kallað og þá fer nú heldur betur að kárna gamanið fyrir Bandaríkjamenn. Gegnum tíð- ina hafa miskunnarlausir einræðis- herrar tröllriðið gervallri Ró- mönsku Ameríku, mannréttindi fót- um troðin og allur almenningur bú- ið við afar bág kjör. Bandaríkjamenn hafa með ráðum og dáð stutt þessa skúrka enda átt þarna mikilla hagsmuna að gæta, hafa átt og eiga enn miklar eignir og raka saman ógrynni fjár á sama tíma og mikill meirihluti lands- manna rétt nær að draga fram lífið. Árum saman traðkaði Marcos á löndum sínum á Filippseyjum, tryggur rinur Bandaríkjanna. Lengi vel fór lítið fyrir lýðræði eða mannréttindum í S-Kóreu, stjórn- endur þar sömuleiðis tryggir Washingtonheraunum, Pakistan ná- inn bandamaðm- þeirra Hvítahúss- manna, Stjórnvöld þar ekki verið þekkt fyrir lýðræðisást. Á Tævan ríkti algert einræði áratugum sam- an. Hvíti minnihlutinn í S-Afríku stjórnaði landinu af mikill grimmd, blökkumönnum að meirihluta sem þeir litu á nánast sem skepnur. Þessir þrælahaldarar voru dyggir stuðningsmenn Bandaríkjanna. í Kína, eins og allir rita nátturlega, ríkir algert einræði kommúnistanna, ‘ komi menn saman og krefj- ast mannréttinda sem sjálfsögð þykja í hinum vestræna heimi þá er ekið yfir þá á skrið- drekum, kínversku kommúnistaófreskjurn- ar réðust á Tíbet og innhmuðu landið í ríki sitt, ekki töluðu vest- rænir leiðtogar þá né síðar um viðskiptabann, enn síður um að ráðast á Kína, nei böðlarnir njóta bestu viðskipta- kjara í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn studdu gerspillta vald- hafa S-Víetnams vel og lengi og sendu svo þangað hundruð þúsunda hermanna þegar þjóðin reis upp gegn valdhöfum með tilheyrandi tölum, beittu t.d. óspart hinum skelfilegu Napalm-sprengju en allt kom fyrir ekki, þeir lutu í lægra haldi. Ekki má gleyma nánasta bandamanni Bandaríkjamanna, Isr- ael, þar ráða ferðinni einhverjir al- verstu grimmdarseggir er um get- ur, þeir byggðu upp ríki sitt með því að tortíma því ríki er fyrir var, sPalestínu, og er það nú hoifið af landakortum og Palestínu-arabarn- ir berjast nú vonlausri baráttu fyrir seinustu landskikum sínum. Áhrifa- miklir gyðingar hafa aldrei farið leynt með áform sín. Josef Waitz sagði t.d. þegar árið 1940: „Það verður að vera ljóst að ekki er rúm fyrir báðai' þjóðirnar í þessu landi. Flytja verður alla araba burt til nærliggjandi landa. Við megum ekki skilja eitt einasta þorp eftir, ekki einn einasta ættbálk.“ Dayan, fyrrum landvarnarráðheraa ísraels, saði meðal annars þegar hann ávarpaði skólanema á sínum tíma: „Byggð voru gyðingaþorp í stað ar- abískra þorpa. Þið vitið ekki einu sinni hvað þessi þorp hétu og lái ég ykkur ekki þekkingarskortinn, ekki bara þorpin sjálf era horfin heldur era landafræðibækurnar ekki leng- ur til.“ Svo mörg vora þau orð, allt sem sagt á réttri leið. Meðferð ísraels-dáta á þessu fólki hefur verið og er svo hroðaleg að æ fleiri eru farnir að líkja fram- göngu þeirra rið framferði Gestapo og SS-sveitanna eins og þær hög- uðu sér verst í hemumdum löndum seinni heimsstyrjaldarinnar. Neðar í ómennskunni verður vart komist. „Og ég skal hjálpa til að leiða þá aft- ur sem frjálsa menn heim í land þeiraa Palestínu, sem þið hafið rek- ið þá frá eða kveljið þá í, þið læri- sveinar hakakrossins, þið aular og umskiptingar mannkynssögunnar sem látið stjörnu Davíðs á fánum ykkar breytast í hið bölvaða tákn, með fjórum örmum sem þið viljið ekki sjá þótt þið gangið götu þess.“ Þetta er kafli úr ávarpi eftir Erich Fried. Seint koma tárin út á bandarísk-* Seint koma tárin út á bandarískum ráða- mönnum, segir Guðjón Y. Guðmundsson, vegna grimmilegra örlaga Palestínu- þjóðarinnar. um ráðamönnum vegna grimmi- legra örlaga Palestínuþjóðarinnar. j^. Skyldi nokkur hafa trúað því fyrir rúmri hálfri öld að gyðingar ættu eftir að taka sér til fyrirmyndar liðsmenn úr Gestapo og Waffen S.S. Það er ömurlegt að sjá íslenska ráðamenn rölta á eftir Wasington- mönnum eins og þægir rakkar og það á hverju sem gengur. Hvað er það sem bannar svo auganu að sjá og eyranu sannleik að heyra? Hvort stafa ei óvættir okinu frá sem andann í fangelsi keyra? Hvað stoðar að eiga sér styrk og þor ef stigið er öfúgt í blindni hvert spor? í*1 Svo orti stórskáldið Einar Bene- diktsson. Sjaldan eða aldrei hafa þessi orð átt betur við en einmitt nú. Maður líttu þér nær. Þeir í Washington ættu að reyna að skilja hvað felst í þessum orðum. Höfundur er eftirlaunaþegi. Guðjtín V. Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.