Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKA skattstofan (IRS) hefur upp á síðkastið sætt sívaxandi gagnrýni fyrir harkaleg vinnubrögð og jafnvel ofsóknir á hendur einstak- lingum og fyrirtækjum. f gær greindu nokkrir kaupsýslumenn fjármálanefnd bandarísku öldunga- deildarinnar frá því hvemig fram- koma IRS í garð þeirra hefði verið en í næstu viku verða tekin til um- ræðu lög um breytt fyrirkomulag skattheimtu. „Áhlaupið á heimili mitt hófst með því að útidyrahurðin var brotin upp. Hundarnir mínir voru teknir í gæslu ásamt peningaskáp mínum og skatt- skýrslum og fylgiskjölum síðustu tólf ára,“ sagð John Colaprete, er rekur veitingastað á Virginia Beach. „Þetta minnti helst á innbrot.“ William Moncrief, sem rekur Moncrief olíufyrirtækið í Fort Worth í Texas, sagðist ávallt hafa haldið að áhlaup á vegum IRS væru bundin við eiturlyfjasala og mafíuforingja. „Ef einhver hefði sagt mér að 64 starfsmenn IRS myndu ráðast inn á skrifstofu mína, vopnaðir skamm- byssum og traðkandi á borgaraleg- um réttindum mínum, hefði ég ekki trúað því,“ sagði Moncrief. Líkti hann þessu við herinnrás. Moncrief sagði að hann hefði get- að rekið aðgerðir IRS til upplýsinga sem endurskoðandi er hafði starfað innan fyrirtækisins hafði veitt. „Verðmætasta eign sjálfstæðs ol- íufyrirtækis er orðstír þess; okkar orðstír var rústað. Sá skaði sem þetta olli fyrirtæki fjölskyldunnar og orðspori er ómetanlegur," sagði Moncrief. Honum tókst á 16 mánaða tímabili að safna saman gögnum er sönnuðu sakleysi hans en þrátt fyrir það neituðu skattayfirvöld að láta málið niður falla án þess að greidd yrði 23 milljón dollara sektar- greiðsla. „Okkur var tjáð að ef við semdum ekki á þeim nótum myndu þeir halda áfram að ofsækja okkur ár eftir ár.“ „IRS lýtur engri stjórn" Raunir veitingamannsins Cola- prete á Virginia Beach hófust með því að bókari, er hafði stundað fjárdrátt, Yfirheyrslur í bandaríska þinginu Aðgerðum skattayfirvalda líkt við herinnrás Reuters ROLLS-ROYCE bíll fyrir utan bílaverksmiðju í Crewe. nokkuð vegna vonbrigða með verðið sem samið var um við BMW. Volkswagen boðar nýtt tilboð Stjórnendur Volkswagen brugðust skjótt við yfirlýsingu Vickers og sögðust ætla að senda betra tilboð í Rolls-Royce. Þeir sögðust ætla að auka framleiðslu Rolls-Royce úr 2.000 bílum á ári í 10.000 ef kauptil- boð þeirra verður samþykkt. Stjórn- endur BMW segjast ætla að þrefalda framleiðsluna. Volkswagen hefur sagt að fyrir- tækið kunni að bjóða 400-500 millj- ónir punda í Rolls-Royce. fór til skattayfirvalda og bar lognar sakir upp á fyrirtækið er fjárdráttur- inn kom í Ijós og hann var rekinn frá fyrirtækmu. Greindi bókarinn IRS frá því að Colaprete stundaði pen- ingaþvætti og seldi ólögleg vopn og eiturlyf á veitingastað sínum. I kjöl- farið gerði IRS áhlaup á heimili hans og veitingastað. „Vopnaðir lögregluþjónar og eit- urlyfjahundar ruddust inn á veit- ingastaðinn um morgunverðarleytið, ráku gestina út og yfirheyrðu starfs- fólkið,“ sagði Colaprete, sem hefur höfðað mál á hendur IRS og krefst 20 milljóna dollara í skaðabætur. Eftir fjögurra mánaða rannsókn varð IRS að viðurkenna að ekkert óeðlilegt væri við rekstur hans. Gögnum sem höfðu verið gerð upp- tæk var skilað með því að sturta þeim á gangstéttina fyrir framan veitingastaðinn. Eftir að hafa hlustað á frásagnir mannanna sagði Don Nickles, næst- valdamesti maður öldungadeildar- innar: „IRS lýtur engri stjóm“. Reuters REIÐUR verkfallsmaður bendir á Hans Jensen, formann Sambands danskra verkalýðsfélaga, eftir að verkalýðsleiðtoginn fluttí ávarp á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Svíar fullgilda Amst- ardam-sáttmálann Stokkhdlmi. Reuters. SÆNSKA þingið staðfesti í gær Amsterdam-sáttmálann, endurskoð- aðan stofnsáttmála Evrópusam- bandsins (ESB). 226 þingmenn studdu staðfestinguna en 40 greiddu atkvæði á móti. 7 sátu hjá og 76 þingmenn voru fjarverándi er at- kvæðagreiðslan fór fram. Með staðfestingu þingsins er Sví- þjóð annað landið á eftir Þýzkalandi sem fullgildir Amsterdam-sáttmál- ann, sem tekur við af Maastricht- sáttmálanum. Meðal helztu breyt- inga sem felast í nýja sáttmálanum má nefna að með honum er búið í haginn fyrir stækkun ESB til aust- urs og að ESB-ríkin muni eftirleiðis taka ákvarðanir um málefni flótta- manna á vettvangi ESB. Öll ESB-löndin 15 verða að full- gilda hann til þess að hann geti gengið í gildi. Búizt er við að lang- flest löndin fullgildi sáttmálann vandkvæðalaust, en Danir ganga til þjóðaratkvæðis um hann 28. maí nk. Irskir kjósendur greiða atkvæði um hann um leið og þeir svara því hvort þeir samþykkja eða hafna hinu sögu- lega í'riðarsamkomulagi á Norður- Irlandi, sem undirritað var í páska- vikunni. Lokahönd FABIENNE Courtiade, myndristumaður hjá frönsku myntsláttunni, leggur loka- hönd á myndmótið fyrir útlit þeirra evró-myntpeninga sem settir verða í umferð í Frakk- landi. Um helgina leggja leið- togar Evrópusambandsins (ESB) lokahönd á stofnun Efhahags- og myntbandalags Evrópu með því að ákveða formlega að ellefu lönd verði meðal stofnaðila að bandalag- inu um næstu áramót. Hin sameiginlega Evrópumynt, evróið, ratar þó ekki í vasa þegna þátttökuríkja mynt- bandalagsins fyrr en 2002. í nýrri skoðanakönnun lýstu 67% Frakka jákvæðri afstöðu til EMU og að þeir teldu það verða frönsku efnahagslífi tíl góðs. lögð á evróið Reuters Hjól þjóðfélagsins snúast æ hægar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. VERKFALLSVAKT er víða staðin í Danmörku og verkafólk kemur einnig saman til að halda uppi stemmningunni og sækja sér félags- skap. Verkfallið fer frá og með í dag að hafa alvarleg áhrif, þvi nú bætist bensínskortur ofan á annað. Frá og með í dag verður vart hægt að kaupa bensín á bensínstöðvum á Sjálandi og sama verður uppi á tengingnum víðast annars staðar á morgun. Sjúkrahúsin eiga í vaxandi vand- ræðum vegna þess að sorpið er ekki sótt. Ef ekki fást undanþágur stefnir í að ekki verði hægt að sinna aðgerð- um, því ekki er hægt að bæta meiru sorpi við. En meðan almenningur rekst á æ fleiri tálma á daglega lífínu og skemmtir sér yfir hamsturssög- um glímir ríkisstjórnin við þann álitshnekki í augum umheimsins, sem felst í því að landið lamist og einangrist vegna verkfalla. Og það í nútímalandinu, sem stjómin heldur uppi sem fyrirmynd annarra landa. Nú þegar bensínskortur fer að gera vart við sig mun þjóðlífið breyt- ast til muna. í gær voru póstkassar ekki lengur tæmdir í Kaupmanna- höfn, heldur vora þeir læstir og fólki bent á að fara með póst í kassa við pósthúsin. Enn er póstur borinn út, póstur frá útlöndum berst aðeins að hluta út til fólks og það mun ekki líða á löngu þar til innanlandspóstur fer einnig að dvína. Á vinnustöðum er starfsfólkið far- ið að velta fyrir sér að vinna heiman frá sér, þar sem því verður viðkomið. Enginn kannast enn við matarskort og þeir, sem búa í nágrenni við þýsku landamærin eða við ferjur yfir tH Svíþjóðar, geta brugðið sér þang- að og birgt sig upp af bensíni og mat. Vegna yfirvofandi bensínskorts á Sjálandi er búist við straumi bíla og manna yfir til Svíþjóðar um helgina. I búðum í gær var mest spurt eftir rúgbrauði, meðan ger og pasta höfðu verið eftirsóttustu vörumar dagana áður. Mjólk er orðin stopul, bæði af þvi hún er eftirsótt, en líka af því að umbúðaskortur fer að segja til sín. Dagmamma í smábæ nokkrum lætur það þó ekki á sig fá, heldur festi í gær kaup á kúnni Rósu fyrir rúmar 40 þúsund íslenskar krónur tO að seðja börnin. Þegar verkfallinu lýkur reiknar hún með að selja Rósu. ímynd fyrirmyndarlandsins bliknar Erlendis vekur verkfallið auðvitað athygli. í Róm hafa danskir ferða- menn vakið athygli fyrir að birgja sig ekki aðeins upp af skinku og parmesanosti heldur einnig af hvers- dagslegum vörum eins og geri og klósettpappír. Dönsku hópferðafólki er nú flogið til Málmeyjar og þaðan liggur leiðin svo yfir sundið í verkfallið. í ítölsk- um blöðum er haft á orði að myndin af hinu vel skipulagða fyrirmyndar- landi sé að breytast. Svíar fylgjast af áhuga með hremmingum nágranna smna. Danska samningakerfið hefur af ýms- um verið haldið á lofti sem fyrirmynd í Svíþjóð, því það kerfi sé heppilegra til að halda aftur af óhóflegum verð- hækkunum. I Svenska Dagbladet í gær er hins vegar varað við danska kerfinu, sem kannski henti vel á tím- um atvinnuleysis, en ekki á þenslu- tímum. Danska reynslan nú sýni að til lengdar geti ekkert kerfi haldið aftur af frjálsri launamyndun. Einnig er sagt að eina ástæðan til þess að stjómin hafi ekki gripið inn sé að hún sé jafnaðarmannastjóm og nú sé 1. maí í uppsiglingu. Það skýtur reyndar skökku við að þetta séu einu ástæður þess að stjórnin hafi ekki gripið inn, því það er einmitt stefna hennar að láta aðila vinnumarkaðarins eina um samn- inga, því það sé rétt að þeir, sem ábyrgðina beri, ákveði líka. Danska reynslan sýnir hins vegar að það er ekki auðvelt að semja þegar stöðugt heyrist af uppgangi í þjóðfélaginu, þvi það eflir eðlilega væntingar laun- þega. Flestir danskir sérfræðingar efast um að það sé kerfið, sem sé gallað, heldur sé hægt að misnota það, ef svo vilji verkast. Miðdemókratar hafa komið fram með þá tillögu að stjómin gæti gripið inn í í næstu viku og þá um leið lagt fram aðhaldstillögur í efnahagsmál- um, svo um væri að ræða heildar- efnahagspakka, en enn sem komið er sýnist engin hreyfing í þá átt. Rolls-Royce Tilboði BMW tekið London. Reuters. BRESKA verkfræðifyrirtækið Vickers kvaðst í gær hafa samþykkt að selja þýska bílafyrirtækinu BMW Rolls-Royce bílaverksmiðj- urnar bresku fyrir 340 milljónir punda, andvirði rúmra 40 milljarða króna. Þýska bílafyrirtækið Volkswagen kvaðst þó ekki hafa gefið upp vonina um að geta keypt verksmiðjurnar og ætlar að leggja fram nýtt kauptilboð. Stjórnendur Vickers sögðust hafa náð samkomulagi við BMW um söl- una og samningurinn yrði undirrit- aður í byrjun júlí. Hluthafar Vickers þurfa þó að leggja blessun sína yfir söluna á fundi sem ráð- gerður er í byrjun júní og þeir gætu hafnað samkomulaginu við BMW. „Sem stendur hefur aðeins eitt til- boð borist og það hefm- verið sam- þykkt,“ sagði talsmaður Vickers og bætti við að hluthöfunum yrði skýrt frá því ef tilboð bærist frá öðm fyrir- tæki fyrir fundinn. Hlutabréf í Vickers lækkuðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.