Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Garðvöru- markaður í Blómavali Á MORGUN, föstudaginn 1. maí, verður opnaður garð- vörumarkaður í Blómavali. Svæðið undir garðvörur hefur verið stækkað til muna og úrvalið aukið af garðverk- færum, garðáburði og öðru sem garðeigendur þurfa á að halda. Fagleg ráðgjöf garð- yrkjufræðinga stendur til boða alla daga. Ýmis tilboð verða í Blómavali í tilefni opn- unar garðvörumarkaðarins eins og mosatætari á 12.900 krónur, rafmagnshekkklippur kosta nú 8.900 krónur og kantskerar 1.499 krónur. Ný tækni notuð við húðhirðu SNYRTISTOFAN Eygló á Lang- holtsvegi hefur fest kaup á nýjum tækjabúnaði til að viðhalda fersk- leika húðarinnar og vinna gegn öldrunareinkennum. Tækið, „Four Seasons" fjölvirknivél, djúphreins- ar, djúpnærir og endurörvar sog- æðakerfi andlits- og líkamshúðar með hátíðnihljóðum. Hátíðnibylgj- urnar eru algjörlega skaðlausar og án allra aukaverkana. Tæknin er þróuð af ítölskum fegrunar- og húðsjúkdómasérfræð- ingum í samvinnu við japanska fyr- irtækið Mitsubishi. Tæknisérfræð- ingar fyrirtækisins hafa m.a. þróað tæki sem nota má til að fjarlægja tannstein. nmr tmm Nú er súrmjólkin komin í nýjar eins litra ^ umbúðir. Jafnframt hefur vinnslu- ferlið verið endurbœtl sem skilar f sfr í meiri og jafnari gceðum. & ' Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Sigurjón Viktorsson verkstjóri með makríl og kolmunna. Kolmunni til Seyðis- fjarðar NORSKA nótaveiðiskipið H. Östervold frá Bergen landaði í vikunni um 1.600 tonnum af kolmunna hjá SR-mjöli á Seyðis- fírði. Kolmunni hefur ekki borist á land þar í um tuttugu ár. Afl- inn kemur úr breskri lögsögu og hefur veiðin verið svo mikil þar að undanförnu að verksmiðjur hafa ekki undan. Skoska skipið, Kings Cross, landaði á þriðju- daginn um 1.800 tonnum og norskt skip var væntanlegt til löndunar síðdegis í gær. Að sögn Gunnars Sverrisson- ar, verksmiðjustjóra SR-mjöls á Seyðisfirði, er um gott hráefni að ræða. Fiskurinn er kældur um borð og þolir því vel þessa um það bil 400 sjómílna sigl- ingu. Fituinnihald kolmunna er ekki eins hátt og í uppsjávar- físki Islendinga, enda um „lifr- arfísk“ að ræða og lýsið því geymt í lifur físksins, líkt og hjá þorskinum, en ekki búklýsi eins og í Ioðnu og sfld. Vinnslu- aðferð við kolmunnabræðslu er nokkuð svipuð því sem gerist með loðnu og sfld, en tíma- frekara er að landa henni. Kolmunnaaflinn nú kemur á góðum tíma, því loðnuvertíð er nýlokið og framleiðsla hefði annars legið niðri. Hefur verk- smiðjan þá væntanlega hráefni sem dugar fram á helgina. Stöðvarfjörður og Berufjörður Deilt um tilraunaveiðar Hafrannsóknastofnunar SJÖ smábátaeigendur á Austfjörð- um hafa sent frá sér mótmæli vegna veiða í snurvoð í Stöðvarfirði og Berufirði á vegum Hafrannsókna- stofnunar í nýafstöðnu veiðibanni vegna hrygningar þorsks. Telja þeir í bréfi til hafrannsóknastofnunar „að gróflega sé verið að misnota þessar veiðar í nafni vísinda". Guð- rún Marteinsdóttir, verkefnastjóri kalk- og hrygningarannsókna hjá Hafrannsóknastofnun, visar þessum mótmælum á bug í svari til smá- bátaeigendanna. Segir hún rann- sóknir þessar mikilvægar, enda hluta af alþjóðlegu verkefni til að kanna nýliðun þorsks. í bréfi segir meðal annars svo: „Að okkar mati er alrangt staðið að þessu eftirliti með hrygningu þorsksins. Við teljum óhóflega mik- ið magn veitt úr þessum tveimur fjörðum, 27.457 kíló, og greinilegt að verið er að veiða að stærstum hluta í ágóðaskyni, bæði fyrir stofn- unina og eiganda bátsins." Þeir telja ennfremur að skynsam- legast og ódýrast hefði verið að leyfa þeim sem voru með net í fjörðunum að hafa áfram fáein net með misstór- um möskvum í veiðibanninu. Hefði einn maður frá Hafrannsóknastofn- un átt að sjá um sýnatökur. Guðrún segir að mikill áhugi hafi verið meðal sjómanna að efia rann- sóknir á klaki þorsksins. Því hafi verið farið út í að fylgjast með hrygningu þorsks í Grundai-firði, Eyjafirði, Þistilfírði, Stöðvarfirði og Berufirði ásamt áframhaldandi rannsóknum við suðurströndina. Nauðsynlegt sé að fá mikinn fjölda þorska í hverja sýnatöku svo hún verði marktæk og geti þurft að taka FRYSTITOGARINN Venus land- aði á þriðjudagsmorgun nálægt 300 tonnum af úthafskarfa sem var veiddur á Reykjaneshrygg í lok síð- ustu viku. Guðmundur Jónsson skipstjóri sagði veiði hafa komið „þokkalega upp“ frá fimmtudegi til laugardags, en þó hefði varla verið friður til að veiða. „Ástandið var hroðalegt og við þurftum ítrekað að hrökklast undan erlendum skipum sem voru að veiða innan lögsögunn- ar,“ sagði Guðmundur. Guðmundur sagði að karfinn „dansaði á línunni og eitthvað inn fyrir hana, svona 1-2 mílur,“ eins og hann orðaði það, veiðin væri á litlu svæði og margir um hituna. „Það er sómi að því hvernig Land- helgisgæslan hefur haldið utan um sýni úr allt að 200 til 400 fiskum á hverju svæði. Til að fá sem bezt sýni hafí rannsóknir ýmist farið fram með dragnót, botntrolli eða netum, þar sem trossumar séu sett- ar saman úr fjórum möskvastærð- um. Reynt sé að taka eins lítinn afla úr sjó og hægt sé, og hafi það í flest- um tilfellum tekizt. málin þarna tvö síðustu árin, en fram til þessa hefur þarna verið al- gerlega gæslulaust. Það er alveg ljóst að erlendu skipstjórarnir vita fullvel að skip Gæslunnar hafa ver- ið föst annars staðar og þá er það bara flugvélin og auðvelt að sjá hvenær er gerlegt að fljúga og hvenær ekki. Þarna hefur því verið mjög leiðinlegt ástand," sagði Guð- mundur. Helgi Hallvarðsson forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði í sam- tali við Morgunblaðið að varðskipin hefðu átt að losna úr verkefnum sínum í gær og yrði þegar hafinn undirbúningur að því að senda varðskip á Reykjaneshrygg. „Skip- ið mun þó ekld komast af stað fyri’ en í næstu viku,“ sagði Helgi. Venus með 300 tonn Norrænn sj ávarútvegur til eftirbreytni fyrir ESB? SJAVARUTVEGSRAÐHERRAR Norðurlandanna bjóða nú Evrópu- sambandinu aðgang að áætlun sinni um upplýsingar um sjálfbærar fisk- veiðar, „Grænu bylgjunni", til eftir- breytni við endurskoðun fiskveiði- stefnu sambandsins. Norrænu ráð- herramir leggja áherzlu á að sjálf- bær nýting sé grundvallaratriði til að tryggja heiminum nægilegt framboð af matvælum, enda sé það í samræmi við niðurstöðu ráðstefnu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna árið 1996. í frétt frá norræna ráðherraráð- inu segir að endurskoðun á sjávar- útvegsstefnu Evrópusambandsins skuli lokið innan fjögurra ára. Framkvæmdaráðið hafi í eigin skýrslu meðal annars farið fram á að stefnan verði skýrari og opnari en áður. Sambandið hafi þegar lýst áhuga sínum á að kynnast betur reynslu Norðurlandanna af fisk- veiðistjórnun og nýtingu auðlinda hafsins. Norðurlöndin afli um helmings af þeim fiski, sem veiddur sé af Evr- ópulöndunum, og hafi þau þegar tekið á málum eins og sjálfbærri nýtingu fiskstofna, fiskveiðistjórn- un og umhverfismálum tengdum sjávarútvegi. Norðurlöndin þrjú sem eru í Evrópusambandinu, Dan- mörk, Svíþjóð og Finnland, bjóði því Evrópusambandinu, fyrir hönd norræna ráðherraráðsins, að nýta sér þær upplýsingar sem liggja fyr- ir um þessi mál á Norðurlöndunum til eftirbreytni við mótun sjávarút- vegsstefnu ESB og EES. „Norrænu sjávarútvegsráðherr- amir ákváðu á síðasta ári, meðal annars vegna deilunnar um um- hverfismerkingar á sjávarafurðir, ákvörðun um kynningarherferð fyr- ir sjávarútveginn. Herferðinni er ætlað að styrkja þekkingu og bæta aðgang neytenda að upplýsingum, en einnig að tryggja hagsmunaaðil- um aðgang að endurskoðuðum upp- lýsingum um umhverfismál. Nýting fiskstofnanna ræður úrslitum, bæði efnahagslegum, menningarlegum og félagslegum, fyrir þjóðir og sam- félög sem eru að mestu leyti háð sjávarútvegi. Nýtingin er einnig þýðingarmikil fyrir framboð á mat- vælum i heiminum. Þess vegna verður sjálfbær nýting fiskstofn- anna að vera vel kynnt og fram- kvæmd með lýðræðislegum hætti, ekki bara á Norðurlöndum, heldur einnig innan Evrópusambandsins,“ segir í frétt frá norræna ráðherra- ráðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.