Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 64
■*64 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Frá A til Ö: Hvað er að gerast? Hverjir voru hvar? Hvað er í boði - á skemmtistöðum? 1. Heiða Jónsdóttir sáum að svala þorsta þeirra sem leið áttu á Bíó- barinn. 2. Sólveig, Arnar, Þyrí, Anna og ónefndur vinur. 3. Þóra M. Birgis- dóttir, Sigurður Einarsson, Þor- steinn Einarsson og Marcus Gr- indeback. 4. Karen Bern, Cecilia Gahnström og Sif Svavarsdóttir. 5. Bíóbarinn var þéttsetinn þegar líða tók á nótt- ina. Barinn með kvikmynda- þemað Bíóbarinn hefur verið hluti næturlífs Reykjavíkur í rúm sjö ár. Guðmundur As- geirsson kom þar við eina helgina. KLAPPARSTÍGURINN er orðin ein helsta skemmtanagata borgar- innar. Við hann standa fjögur öldur- hús, veitingastaður, vídeóleiga og sjoppa. Bíóbarinn stendur á mótum Klapparstígs og Hverfisgötu, eins og hann hefur gert síðan 1991. Eins og nafnið gefur til kynna er staðurinn tileinkaður kvikmyndum, sem eru einskonar þema í skreytingum á efri hæðinni. Upphaflega stóð þar röð af básum með raunverulegum gömlum bíósætum og borðum þöktum kvik- myndaleikskrám eins og tíðkuðust í ^fyrndinni. Bíósætin hafa nú vikið ' 'fyrir hefðbundnari húsgögnum, sem sjálfsagt gefa fleirum kost á að hvíla lúin bein. Aldnar kvikmyndaauglýs- ingar prýða veggi, auk ýmissa muna sem minna á kvikmyndaheiminn. Bakgarðurinn var lokaður, eins og hann hefur verið í vetur, en fréttir hermdu að hann yrði opnaður helg- ina eftir, strax í upphafi sumars. Það var rólegt á Bíóbamum fram eftir fóstudagskvöldi. Heiða á bai-n- um ljóstraði því upp að tónleikar annars staðar í miðbænum löðuðu marga af fastagestum staðarins í burtu og bjóst við rólegri vakt. Kjall- arinn var lokaður þetta kvöld þar sem Kristinn Gunnar Blöndal, aðal plötusnúður staðarins, var einmitt staddur á þessum sömu tónleikum að gegna skyldum sínum sem hljóm- borðsleikari sveitai-innar Botnleðju. Mislitur hópur vermdi þó flest sæti á efri hæð. Greinilegt er að fólk úr ólíkum áttum sækir Bíóbai’inn, fólk á öllum aldi-i og af ýmsum gerðum. Um tvöleytið íylltist staðurinn. Það er reyndai- algengt að borgarbúar geri fjöldaáhlaup á barina rétt fyrir lokun, hvers vegna veit ég ekki. Eina stundina sveif ró yfír bjórum, tíu mín- útum seinna vai- Bíóbarinn troðfullur. Hluti hópsins reyndi að komast að bamum á meðan hinir sóttu fast að komast niður í kjallarann til að skvetta þar ærlega úr klaufunum. Það var mikið fjör í kjallara Bíó- barsins á laugardagskvöldið, þegar skífuþeytirinn var kominn til starfa á ný. Leiðin niður á dansgólfið var opnuð og þang- að streymdi fríður flokkur tón- elskra ungmenna, enda staður- inn þekktur fyrir að leika það nýjasta í tónlistinni hverju sinni. Þangað koma reglulega þekktir útlenskir plötusnúðar til að hrista upp í stemmningunni. Ekki að hún þyrfti hristingar við þetta kvöldið, því villtur dans dunaði í kjallara Bíóbarsins, langt, iangt fram eftir nóttu. Veitingar: Kranabjór kostar kr. 300-500 kr. stór, 200-300 kr. iítill. Tvöfaldur al- gengur í gosi kostar 750 kr. Boðið er upp á staðbetri veitingar í samvinnu við pizzustaðinn Eldsmiðjuna. í bak- garðinum er grill sem gestir geta notað þegar veðrið leikur við okkur á sumrin. ■ ÁLAFOSS FÖT BEZT Á fimmtu- dagskvöld verða tónleikar með Bubba Morthens og hefjast þeir kl. 22. Á fóstudags- og laugardagskvöld leikur Vestmannaeyjahljómsveitin Dans á rósum. Námskeið í Kjalnes- ingasögu hefst mánudag. ■ 8-VILLT leikur á Gauki á Stöng fimmtudagskvöld og í Hlöðufelli, Húsavík, föstudagskvöld. ■ BROADWAY A fimmtudagskvöld verður sýningin Rokkstjörnur ís- lands þar sem allir helstu rokkarar sögunnar eru heiðraðir. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur á dansleik að lokinni sýningu. Á laug- ardagskvöld heldur sýning á nýrri söngdagskrá ABBA áfram. Þeir sem koma fram eru Sigurður H. Ingi- marsson, Kristján Gislason, Erna Þórarinsdóttir, Rúna G. Stefáns- dóttir, Birgitta Haukdal og Hulda Gestsdóttir. Hljómsveitarstjóri er Gunnar Þórðarson, um sviðsetningu sér Egill Eðvarðsson og dansstjóri er Jóhann Örn. Á eftir leika þeir Bjarni Ólafur (Daddi) og ívar Guð- mundsson og Stuðbandalagið. ■ BÚÐARKLETTUR, BORGAR- NESI Á fimmtudagskvöld leikur hljómsveitin Úlrik og á fóstudags- kvöld leikur Hörður G. Ólafsson. ■ CAFÉ MENNING, DALVÍK Á föstudagskvöld verður herra- og konukvöld þar sem heiðursgestir verða systkinin Jóhannes Kristjáns- son eftirherma og Elísabet Krist- jánsdóttir gleðipinni. Dansleikur verður á miðnætti þar sem hljóm- sveitin Tvöfóld áhrif leikur. Að- gangur er 2.000 kr. Hjón/par 3.500 kr. Miðasala hjá leikmönnum meist- araflokks UMFS. Innifalið í miða- verði er borðhald, skemmtiatriði og dansleikur. ■ CAFÉ ROMANCE Ástralski pí- anóleikarinn Robin Rose er staddur hér á landi í 3. sinn og leikur frá þriðjudagskvöldi til sunnudags- kvölds frá kl. 22 fyrir gesti veitinga- hússins. ■ CATALÍNA KÓPAVOGI Fimmtudags-, fostudags- og laugar- dagskvöld leikur dúettinn Juke Box. ■ CROISZTANS heldur sína síð- ustu tónleika hér á landi föstudaginn 1. maí. Tónleikarnir verða jafnframt útgáfutónleikar því út er komin frumraun hljómsveitarinnar Karta. Croisztans er á förum í tónleikaferð um Evrópu og er ekki væntanleg aftur fyrr en á næsta ári. Tónleik- arnir verða haldnir í Rósenberg og hefjast kl. 23. Aðgangseyrir er 200 kr. Boðið verður upp á léttar veiting- ar og skemmtiatriði. ■ DANSHÚSIÐ GLÆSIBÆ Á laug- ardagskvöld_ leikur Hljómsveit Ara Jóns og Úlfars Sigmars. Lokað fóstudagskvöld. ■ FEITI DVERGURINN Á föstu- dags- og laugardagskvöld leikur Einar Jónsson. ■ FJARAN Jón MöIIer leikur róm- antíska píanótónlist fyrir matar- gesti. ■ FJÖRUGARÐURINN Veislur að hætti víkinga. Víkingasveitin leikur og syngur fyrir matargesti. Hljóm- sveitin KOS og Magnús Kjartansson leika fyrir dansi fram eftir nóttu fóstudags- og laugardagskvöld. ■ GAUKUR Á STÖNG Á fimmtu- dagskvöld Jeikur hljómsveitin 8-vilIt til kl. 3. Á fóstudags- og laugardags- kvöld leikur hljómsveitin Papar og á sunnudags- og mánudagskvöld verða tónleikar með Blúsmönnum Andreu. Hljómsveitina skipa: Andrea Gylfa- dóttir, Guðmundur Pétursson, Ein- ar Rúnarsson, Haraldur Þorsteins- son og Jóhann Hjörleifsson. ■ GISTIHEIMILIÐ ÓLAFSVÍK Á fimmtudagskvöld skemmtir Hörður G. Ólafsson. ■ GRAND HÓTEL v/Sigtún Gunn- ar Páll leikur og syngur perlur dæg- urlagatónlistarinnar fyrir gesti hót- elsins fóstudags- og laugardagskvöld kl. 19-23. ■ GULLÖLDIN Á fimmtudagskvöld leika Gleðigjafarnir André Bach- Frá A til Ö mann og Kjartan Baldursson til kl. 3. Á föstudags- og laugardagskvöld leika félagarnir Svensen & Hall- funkel til kl. 3. Á fimmtudagskvöld verður djass með Kvartett Þorsteins Eiríkssonar. Kvartettinn skipa auk Þorsteins þeir Sveinbjörn Jakobs- son, Siguijón Árni Eyjólfsson og Jón Þorsteinsson. Aðgangur er ókeypis. ■ H.M. KAFFI SELFOSSI Dúettinn Brilljantín leikur föstudagskvöld. Dúettinn sem skipaður er þeim Ingvari Valgeirssyni, gítarleikara og söngvara og Sigurði Anton bassa- leikara mun hefja leik um kl. 23.30 og er aðgangur ókeypis. ■ HOTEL SAGA Fimmtudags- og sunnudagskvöld er Mímisbar opinn frá kl. 19-1. Föstudags- og laugar- dagskvöld opið kl. 19-3. Stefán Jök- ulsson og Ragnar Bjarnason leika um helgina. í Súlnasal verður skemmtidagskráin Ferða-Saga þar sem landsfrægir skemmtikraftar spyrja gesti og gangandi „How do you like Iceland?" Dansleikur með hljómsveitinni Saga Klass til kl. 3. ■ HÓTEL ÖRK A föstudagskvöld er dansleikur með hljómsveitinni Pass og á laugardagskvöld eru spánskir tónar með Kristni H. Árnasyni, gít- arleikara og dansleikur á eftir. ■ KAFFI AKUREYRI Á fimmtu- dagskvöld verður konukvöld með tískusýningu. Kynnir er Sunna Borg. Sigga Beinteins og Grétar Ör- vars leika frá kl. 24-3 en þau leika einnig fóstudagksvöld. Á laugardags- kvöld sér Elli Erlends um danstón- list. ■ KNUDSEN STYKKISHÓLMI Hljómsveitin Stykk leikur fóstudags- og laugardagskvöld. ■ KRINGLUKRÁIN Á fimmtudags-, fóstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld leikur hljómsveitin Léttir sprettir. í Leikstofunni fimmtudags- kvöld leikur Ómar Diðriksson og á föstudags- og laugardagskvöld tek- ur Viðar Jónsson við. ■ LANGISANDUR, AKRANESI Á laugardagskvöld verður dansleikur með Bjarna Ara og Milljónamæring- unum. ■ LEIKHÚSKJALLARINN Á fimmtudagskvöld þeytir Matthilding- urinn Siggi Hlö skífur og á fóstu- dagskvöld er það ívar Guðmundsson sem sér um tónlistina. Á laugardags- kvöld verður dansleikur með Sljórn- inni. ■ LUNDINN, VESTMANNA- EYJUM Dúettinn í hvítum sokkum leikur fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld en dúettinn gaf út geisladisk á síðasta ári og munu þeir eflaust leika lög af honum ásamt nýju efni í bland við annað. Dúettinn skipa þeir Guðmundur R. Lúðvíks- son og Hlöðver S. Guðnason. ■ NAUSTIÐ er opið öll kvöld frá kl. 18 fyrir matargesti. ■ NAUSTKJALLARINN Á fimmtu- dagskvöld leikur Skugga-Baldur til kl. 2. Á fóstudags- og laugardags- kvöld verður lifandi tónlist til kl. 3 bæði kvöldin. Dúettinn Þotuliðið leikur. ■ NÆTURGALINN Á fimmtudags- kvöld verður kántrýkvöld með Við- ari Jónssyni og á föstudags- og laug- ardagskvöld leikur Galabandið ásamt Önnu Vilhjálms til kl. 3. Á sunnudagskvöld tekur Hljómsveit Hjördísar Geirs við og leikur gömlu og nýju dansana til kl. 1. ■ RAIN, KEFLAVÍK Hljómsveitin Hafrót leikur fimmtudags-, fóstu- dags- og laugardagskvöld. ■ REYKJAVÍKURSTOFAN píanó- bar við Vesturgötu. Hilmar J. Hauksson leikur á flygil. ■ RÚNAR ÞÓR og hljómsveit leika fimmtudagskvöld í Hrísey og fóstu- dags- og laugardagskvöld á Rauða ljóninu, Reykjavík. ■ RÓSENBERG Á fimmtudags- kvöld verða rokk/metal tónleikar með hljómsveitunum Bisund, Spit- sign, Krumpreður, Kuml og Krisen- íus. Tónleikarnir hefjast kl. 23. Á föstudagskvöld leikur hljómsveitin Croisztans; ■ SIR OLÍVER Á fimmtudagskvöld leikur trúbadorinn Ingvar Valgeirs- son, fóstudagskvöld leikur blússveit- in Barflugnr, á laugardagskvöld leikur dúettinn Trípóli' og á sunnu- dagskvöld leikur dúettinn Vilhjálm- ur Goði og Pétur Örn. ■ SIXTIES leikur fóstudagskvöld í Félagsheimilinu á Blönduósi og á laugardagskvöld á Bíókaffi, Siglu- firði. Hljómsveitin er að fara að gefa út plötu í lok maí með sínum bestu lögum auk tveggja nýrra. ■ STELPUPARTÝ MATTHILDAR verður haldið í Þórshöll, Brautar- holti, laugardagskvöld. Kynnir kvöldsins verður Heiðar Jónsson. Þeir sem koma fram eru Davíð Þór með uppistand og Páll Óskar og Casino. Einnig verður undirfatasýn- ing frá Ég og þú og happdrætti. Forsala aðgöngumiða er í Cosmo, Laugavegi, en miðafjöldi er tak- markaður. Verð 1.200 kr. ■ THE DUBLINER Á fimmtudags-, föstudags- og laúgardagskvöld leik- ur hljómsveitin Hálfköflóttir. Á sunnudagskvöld er Ceól Chun Ól. ■ ÚLRIK leikur á dansleik í Búðar- kletti Borgarnesi fimmtudagskvöld og á fóstudagskvöld leikur hljóm- sveitin á Kristjáni IX., Grundar- firði. ■ VEGAMÓT Öll fimmtudagskvöld er ,Absalout“ jasskvöld. Á föstu- dagskvöld verður salsa og á laugar- dagkvöld verður funk-kvöld þar sem fram koma tveir bongótrommuleik- arar ásamt D.j. Flux & Ýmir. ■ TILKYNNINGAR í skemmtana- rammann þurfa að berast í síðasta lagi á þriðjudögum. Skila skal til- kynningum til Kolbrúnar í bréfsíma 569 1181 eða á netfang frett@mbl.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.