Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Morris Redman Spivack var fæddur í Rússlandi 20. september 1903. Hann lést í Reykjavík 1. apríl síðastliðinn. Spivack fluttist á barnsaldri með for- eldrum sínum, sem voru af gyðingaætt- um, til Bandaríkj- anna, þar sem hann J*Hst upp og hlaut skólamenntun sína. Hann starfaði við blaðamennsku og ritstörf, samdi skáldverk og vann við myndlist lengst af. Spivack gerði víðreist um heiminn á síðari hluta ævinn- ar og skrifaði þá bækur með frá- sögnum af ferðum sinum. Spivack fékk gyðinglega útför 20. april og var hann borinn til grafar í Gufuneskirkjugarði. Hann sást fyrst á götum Reykja- víkur vorið 1965, lágvaxinn maður með rytjulegt alskegg, kominn vel yfír miðjan aldur að sjá, gráhærður og síðhærður, hár og skegg úfið. '*gptðar um sumarið lagði þessi út- lendi maður leið sína út á land og fór víða um byggðir, gaf sig á tal við fólk á förnum vegi, kvaddi dyra í heimahúsum og bauðst til að teikna mynd af viðmælanda og öðru heimilisfólki gegn vægu gjaldi. Hann kom svo aftur hingað til lands næstu sumur og að nokkrum árum liðnum hafði hann teiknað andlitsmyndir af þúsundum íslend- inga á öllum aldri víðsvegar um land. Pessi sérstæði maður skráði jjíjafnið Morris Redman Spivack undir teikningarnar á þessum ár- um, en síðar tók hann upp höfund- arnafnið Man Man. Og nú er hann dáinn, blessaður karlinn. Hann dó í Reykjavík að morgni miðvikudags- ins 1. apríl sl., en hér í borginni hafði þessi fyrrum heims- hornaflakkari dvalist í einsemd sinni síðustu misseri og ár. En hver var hann, þessi sérstæði útlendi maður, sem flakkað hafði um heim allan á langri ævi, en kaus að eyða ævikvöldinu á Islandi og deyja í Reykjavík? Sá sem þessar línur ritar er ekki fær um að svara þeirri spurningu að neinu gagni, svo brotakennd og gloppótt er vit- neskjan um ævi hans. En við, sem ~"ri\ynntum.st honum lítilsháttar, vit- um að hann var í senn sérvitur furðufugl og fjölmenntaður maður; áhugi hans var ekki bundinn við eina fræði- eða listgrein öðrum fremur, og kannski hefur þetta fjöl- lyndi hans í fræðum og listum vald- ið því, ásamt sérlyndi hans og skaphöfn, að hæfileikarnir virtust ekki njóta sín að fullu neins staðar. Nægan metnað hafði hann þó til að bera fyrr á árum, ómælt sjálfstraust og einstæða sköpunar- þörf, hvort heldur var í myndlist eða leikritun, mannfræði eða stærð- fræði, fornleifafræði eða heimspeki. Morris Redman Spi- vack fæddist, svo hann sagði, í hinni frægu borg Odessa við Svartahaf. Foreldrar hans voru af gyðingaættum, enda var hann í skírninni nefndur Joseph. Hann mun hafa verið á barns- aldri, er fjölskyldan fluttist til Bandaríkj- anna og þar ólst hann upp og hlaut sína skólamenntun. Lauk hann námi í lögfræði og útskrifaðist úr myndlistarskóla (National Academy of Design) árið 1925; síð- ar var hann við nám í mannfræði, lagði stund á blaðamennsku, samdi leikverk, skrifaði ferðabækur, fékkst við heimspeki og fornleifa- fræði og leitaði nýrra úrlausna í stærðfræði og eðlisfræði. Taldi hann sig hafa gert ýmsar uppgötv- anir í þessum fræðigreinum. Friðarhugsjónin var alla tíð hug- leikin MRS og má sjá þess merki víða í verkum hans, ekki síst leikrit- unum. A árinu 1938 var til að mynda verk eftir hann, „Peace and Plenty“, sýnt í New York undir höf- undarnafninu „Joseph Moore“. Pað fjallaði um hættuna, sem þá stafaði af uppgangi nasista í Þýskalandi og nauðsyn þess að þjóðir heims í vestri og austri sameinuðust í bar- áttunni gegn Hitler og ógnarstefnu hans. Vildi höfundur meina að þetta hefði verið eina leikverkið á Broad- way, sem hefði á þessum örlagaríku tímum tekið á þessu máli með þess- um hætti. Síðar samdi MRS nýja gerð af þessu verki og var það sýnt í Svíþjóð 1981 undir höfundamafn- inu Man Man. Leikverk MRS voru mörg, öll stutt og persónur fáar, flest samin í Svíþjóð á áratugnum 1971-1981. Nokkur þeirra munu hafa verið sýnd við frumstæðar aðstæður og fyrir fáa áhorfendur, með áhuga- leikara og höfund í hlutverkum, enda sldpti það Spivack ekki öllu máli að verk hans á bók eða leik- sviði kæmu fyrir sjónir margra. Aðalatriðið var að koma verkunum á framfæri með einhverju móti, losa höfundinn við þau. Bækur hans og rit, fjölrituð og heldur fátæklega út- gefin af höfundi sjálfum, eru því tæpast á margra hendi. Hins vegar eru teikningar og málverk eftir MRS eða Man Man vafalaust víða til. Hann kom, eins og áður var sagt, í fyrsta sinn til Islands vorið 1965 og á næstu fimm árum teikn- aði hann að eigin sögn um 5.000 andlitsmyndir hér á landi og vann sér með þeim hætti inn jafnvirði 10.000 Bandaríkjadala, sem komu sér vel á heimsreisum hans. Spivack var alltaf með teikni- blokkina uppi við á ferðalögum sín- um um heiminn og fékkst jafnframt nokkuð við að mála olíumyndir. Sýndi hann þeim sem sjá vildu myndir sínar, oftast á gistiherbergj- um þar sem hann bjó hverju sinni. Á árinu 1969 bjó hann á Hótel Borg við Austurvöll og setti þá upp litla sýningu verka sinna á hótelher- berginu. Jóhannes S. Kjarval, sem bjó á hæð fyrir ofan, kom eitt sinn niður til að skoða sýninguna og hafði Spivack stoltur eftir meistar- anum þau ummæli, að hann hefði ekki séð betri málverkasýningu í heilan áratug! Síðustu málverka- sýningu sína hélt Man Man í sýn- ingarsal MIR við Vatnsstíg dagana 11.-19. okt. í fyrra og sýndi þá 15 ol- íumyndir málaðar á tréplötur, auk nokkurra teikninga. Sú sýning vakti hvorki umtal né athygli almennings eða gagnrýnenda en var gamla manninum þó mikils virði. Gunnar S. Magnússon myndlistarmaður átti drýgstan þátt í því að af þessari sýningu gat orðið og feginn er ég nú að hafa lagt þeim félögum lið. Þó að teikningar MRS eða Man Man séu trúlega víða til á íslensk- um heimilum, veit ég ekki til þess að aðrar myndir hans séu almenn- ingi til sýnis hér í Reykjavík en stórt málverk, sem hangir á vegg í afgreiðslusal Pósthússins við Póst- hússtræti. Foreldrar MRS munu hafa stundað búskap í Bandaríkjunum og vann hann á yngri árum sínum á sveitabýli fjölskyldunnar, en síðar varð New York dvalar- og vinnu- staður hans um árabil. Snemma á sjötta áratugnum lagðist hann svo í ferðalög. Hann festi ekki lengur yndi í stórborginni, auk þess sem stefna bandarískra stjórnvalda á ýmsum sviðum samrýmdist ekki hugmyndum hans og hugsjónum. Foreldrar hans studdu hann fjár- hagslega á fyrstu ferðum hans um heiminn meðan þau lifðu, en síðar vann hann sér inn farareyri með blaðaskrifum og sölu myndverka. I fyrstu langferðinni lá leið Spi- vacks til ísraels og munaði þar litlu að hann yrði fyrir skoti úr byssu ísraelsmanns, sem hélt að hann væri arabi. Félagi hans gat á síð- ustu stundu leiðrétt misskilninginn og fullvissað byssumanninn um að MRS væri bandarískur þegn. Frá Israel fór hann til Istanbul í Tyrk- landi og síðar lá leiðin til írans og Pakistans, þar sem MRS kvaðst hafa gert sína fyrstu stóru uppgötv- un, að ráða fornar áletranir sem engum hafði áður tekist að lesa. Um þetta ritaði hann bókina ,A World of Contradietions - the Indos Valley Script,“ útg. í Hong Kong 1957. Eftir stuttan stans í Burma og smáástarævintýri með stúlku af Sh- an-þjóðflokki komst MRS til bresku nýlendunnar Hong Kong, þar sem hann dvaldist í fimm mánuði, vann að myndlist og skrifaði m.a. bókina sem áður var nefnd og blaða- og tímaritsgreinar, þar sem hann rök- styður kenningar sínar um þjóð- flutninga í Suðaustur-Asíu og bú- skaparhætti þar fyrir meira en 3.000 árum. Frekari röksemdir fyrir þessu máli sínu taldi hann sig finna á Filippseyjum, er hann var þar á árinu 1957 og leiddi líkur að því að hrísgrjónarækt á stallaekrum hlíð- anna á Luzon-eyju hefði hafist fyrir meira en 3.500 árum, en áður voru þessi mannvirki talin 2.000 ára göm- ul. Um þessa tilgátu sína skrifaði hann bóldna „The Antiquity of the Rice Terraces of Luzon“. Og MRS hélt áfram ferð sinni til Singapore, Víetnams, Afganistans og fleiri landa. Þá varð til bókin „The Cosmic Dance Lascaux", þar sem Spivack heldur því fram að hindúismi sem trúarbrögð sé ekki upprunninn á Indlandi heldur í hell- um á Frakklandi fyrir 20 þús. árum. Önnur bók varð einnig til í þessari ferð, „The Mountains of Elusion", þar sem MRS fjallar um Afganist- an, land og þjóð. Þetta taldi Spivack bestu bók sína og sagðist viss um að hún hefði selst í stóru upplagi, ef hún hefði verið gefin út af þekktu bókaforlagi. Á sjöunda áratugnum og þeim næsta lagði MRS leið sína til Norð- urlandanna, dvaldist hér á landi ár- lega um skeið, nokkra mánuði í senn, og einnig í Danmörku og Sví- þjóð. Svíþjóðardvölin varð löng, en lengst af bjó hann í Uppsölum og Lundi og fékkst þar eins og áður við skriftir og myndgerð. Síðar, á ní- unda áratugnum, lá leiðin til Japans og þaðan yfir til Kína. Bókin „What is China?“ eftir Man Man kom út 1981. Þannig viðaði Morris R. Spivack að sér ýmiskonar efni í heimsferð- um sínum, vann úr því, myndaði sér skoðanir og setti fram í myndum og máli persónulegar kenningar sínai- og hugmyndir. Af framansögðu yf- irliti, sem engán veginn er tæmandi, má ráða að MRS lætur sitthvað eft- ir sig, aragrúa teikninga og mynd- verka og skáldverk og ferðasögur í bókarformi. Um listrænt eða fræði- legt gildi þessara verka hans skal ósagt látið og óvar- legt að taka of mikið mark á áðumefndum ummæl- um Kjarvals um myndlist Spivacks. Meistarinn mun hafa sagt svo MORRIS REDMAN SPIVACK t + Móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og langamma, MAREN ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR, lést mánudaginn 20. apríl. Jarðarförin verður gerð frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 30. apríl kl. 13.30. Reynir Pálsson, Sigríður Björnsdóttir, Bergur Reynisson, Helga Valgeirsdóttir, Unnur Birna Reynisdóttir, Páll Már Reynisson, Guðlaugur Hlífar Bergsson. t Vinur okkar, SIGURBJÖRN RAGNAR GUÐMUNDSSON, Ránargötu 6, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 28. apríl. Kristþór B. Helgason, Kristín f. Benediktsdóttir. + Bróðir minn, SIGURJENS HALLDÓRSSON fyrrverandi bóndi í Svínaskógi, lést þriðjudaginn 28. april í Barmahlíð, Reykhólum. Útför hans verður gerð frá Reykhólakirkju laugardaginn 2. maí kl. 14.00. Fyrir hönd systra, fósturbróður og annarra vandamanna, Jensína Halldórsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkartengda- faðir, afi og langafi, ÁRNI RÖGNVALDSSON, Ægisstíg 4, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 2. maí kl. 11.00. Jónína Antonsdóttir, Birna Árnadóttir, Bjarni Birgir Þorsteinsson, Sigríður Árnadóttir, Örn Arason, Rögnvaldur Árnason, Ingibjörg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. margt um dagana, sem ekki átti að taka alvarlega. Síðustu æviárin, þegar heilsunni hafði hrakað og háum aldri var náð, dvaldist MRS hér á landi; bjó hann síðustu misserin á Gestaheimili Hjálpræðishersins í Reykjavík og naut þar þeirrar aðhlynningar og umönnunar sem hann leyfði í sér- visku sinni. Hlýtur starfsfólkið á Hernum oft að hafa þurft að sýna gamla manninum miída þolinmæði og einstakt umburðarlyndi. Og það var líka hið ágæta fólk á Hernum sem myndaði meirihluta þeirra inn- an við tuttugu einstaklinga, sem viðstaddir voru gyðinglega útför Morris Jospeh Spivacks í suðaust- annepjunni í Gufuneskirkjugarði. Stutt kveðjuathöfn, látlaus og sér- stæð, var vel við hæfi að leiðarlok- um. fvar H. Jónsson. Á björtum septemberdegi 1966, gekk lágvaxinn maður um götur Ölafsvíkur. Hann hélt á pappírsörk- um og gríðarstórum, þrístrendum blýanti. Þessi maður var bandarísk- ur listamaður, Morris Redman Spi- vack, á fyrstu ferð sinni um ísland, þar sem hann fór stað úr stað og teiknaði fólk. Eg hafði heyrt hans getið og bauð honum inn með nokk- urri eftirvæntingu, þar sem ég stundaði sjálfur teikninám í bréfa- skóla. Hann sagðist hafa fæðst um aldamótin í Odessa, sem þá tilheyrði Rúmeníu, en flutt mjög ungur með foreldrum sínum til Bandaríkjanna. Spivack leit á það sem ég var að fást við og bauð mér síðan að koma til sín á gistihúsið og sjá hvað hann væri að gera. Það voru allt andlits- myndir, teiknaðar með sérkenni- legri aðferð, þar sem hann afmark- aði form og skugga með misjafnlega sterkri línu, teiknaðri án þess að lyfta blýantinum. Þarna mátti í rauninni engu skeika, allt varð að ganga upp. Þar sem það hafði tekist var árangurinn frábær. Tvær lands- lagsmyndir hafði hann gert, þær voru af Bæjarfossinum í Ólafsvík, vatnslitlum fossi sem fellur fram af fjallsbrún og norðanvindurinn á til að feykja til baka og aftur yfir sig. Þá man ég að hann var með þykkan bunka af stórum örkum, þétt skrif- uðum með stórgerðri rithönd. Ekki fór á milli mála, að friðarmál voru honum hugleikin og tengdust ferð- um hans um heiminn. Næst hitti ég Spivack í febrúar 1985 og keypti af honum ljósrit af leikþætti, The Peace Machine. Um svipað leyti var ég mikið á Lands- bókasafninu. Þar hitti ég Spivack og við tókum tal saman. Hann sagðist hafa byrjað nám í höggmyndalist, en hún hefði verið líkamlega erfið og hann snúið sér að málaralist. Hann hafði aðsetur á safninu meðan Gríms Helgasonar naut við. Þar voru nokkrir pappakassar með teikningum og skrifum. Hann rifj- aði upp það sem hann mundi frá komu sinni til Ólafsvíkur og spurði um fólk sem hann hafði kynnst þar. Þó kynni okkar hafí aldrei verið mikil, þá hefi ég borið hlýjan hug til Spivacks. Mér hefur þótt listamenn vita of lítið um þennan listamann sem fór um landið og teiknaði Is- lendinga þúsundum saman og á öll- um aldri. Ekki veit ég hvort nokkur hefur litið á skrif hans frá þessum ferðum, eða hvað orðið hefur um þau. Það væri mikill skaði ef þessi skrif hafa glatast. Spivack kom til íslands 1993 og dvaldist á gistiheimili Hjálpræðis- hersins. 25. júlí það ár birtist í Morgunblaðinu frásögn af honum og viðtal þar sem hann lætur í Ijós ósk um að mega teikna þriðju kyn- slóð Islendinga, frá því hann kom hér íyrst. Hann dvaldist á Herkast- alanum til dauðadags og var jarð- settur hinn 20. apríl sl. Við útfórina voru gyðingar, búsettir hér á landi, sem önnuðust greftrunina, starfs- fólk Hjálpræðishersins og fáir vinir hans sem fréttu af jarðarfórinni á síðustu stundu. Þetta var látlaus og hlýleg athöfn, en vafalaust hefðu fleiri viljað heiðra minningu Spi- vaeks, ef þeir hefðu vitað um útför- ina. Helgi Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.