Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Rýmið takmarkast aðeins af þolinmæði lesandans Alnetið býður upp á skemmtilega útfærslu fræðanna, segja Kári Bjarnason og Sveinn Yngvi Egilsson í samtali við Orra Pál Ormarsson. Þeir eru ritstjórar__________ Vefnis, fyrsta fræðilega tímaritsins á vefnum hér á landi. FYRSTA forsíða Vefnis. VEFNIR, fyrsta fræðilega raíritið á íslandi, hefur haf- ið göngu sína á netinu. Ut- gefandi er Félag um átj- ándu aldar fræði. Ætlunin er að Vefnir komi út að minnsta kosti einu sinni á ári og munu þar einkum birtast greinar um svoköll- uð átjándu aldar fræði, það er tímabilið frá 1650 til 1850 í menningarsögunni, auk þess sem tímaritinu er ætl- að að vera vettvangur fræðilegra skoðanaskipta. Ritstjórar Vefnis eru Kári Bjamason og Sveinn Yngvi Egilsson. Félag um átjándu aldar fræði var stoíhað 9. apríl 1994. Er það þvervísindalegt fræða- félag sem hefur það að markmiði að efla og kynna rannsóknir á átjándu aldar fræðum og skyldum eftium hér heima og erlendis. Einkum með því að halda fræðafundi. Tíminn frá 1650 til 1850, upplýs- ingartíminn í víðasta skilningi þess orðs, er að mati Kára og Sveins Yngva ákaflega merkilegt rann- sóknasvið enda lítt rannsakað hér á landi. Nefna þeir sem dæmi að tvær bækur Eggerts Olafssonar, „fræg- asta íslendings sem uppi var á 18. öld“, um brúðkaupssiði og réttritun, séu enn í handritum og hafí aldrei verið gefnar út. „Þetta sýnir okkur að rannsóknarefnin eru óþrjótandi,“ segir Kári. Málþing á vegum félagsins hafa verið mörg og vel sótt, meira að segja „óvenjuvel", að því er fram kemur í máli Kára og Sveins Yngva, sem ágætlega þekkja til hjá sam- bærilegum félögum. „Engu að síður hefur okkur alltaf fundist efni þing- anna eiga erindi við ennþá fleiri og í framhaldi af því kom upp sú hug- mynd að feta í fótspor upplýsingar- frömuðanna og nýta okkur nýjustu tækni okkar tíma, alnetið, til að koma fræðunum á framfæri við al- menning. Alnetið býður upp á skemmtilega útfærslu fræðanna,“ segir Sveinn Yngvi. Verður að vera sýnilegt Þeir Sveinn Yngvi kynntu sér fjölmörg erlend tímarit af rafræn- um toga á undirbúningstímanum. Heiðurinn af uppsetningu og útliti Vefnis á Matthías S. Magnússon, sem reyndist ritstjórunum „óskeik- ull og þolinmóður leiðsögumaður um völundarhús tölvutækninnar,“ eins og þeir orða það. Aðrir aðilar sem þeir vilja þakka veittan stuðn- ing eru menntamálaráðuneytið, sem styrkti íyrstu útgáfu Veíhis, og stjóm Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns fyrir að hýsa rit- ið á vefþjóni sínum en, eins og Kári kemst að orði, er mikilvægt að tíma- rit sem fær engan efnislegan líkama sé sýnilegt. Fyrsta útgáfa Vefnis er helguð stöðu átjándu aldar fræða á ís- landi. Greinarnar eru unnar upp Morgunblaðið/Ásdís KÁRI Bjarnason og Sveinn Yngvi Egilsson ritstjórar Vefnis, tímarits Félags um áljándu aldar fræði. úr erindum sem haldin voru á mál- þingi félagsins í byrjun árs 1997. Um er að ræða undirstöðugreinar og bókfræðileg yflrlit sem ritstjór- arnir segja að ættu að nýtast þeim áhugamönnum um „hina löngu átj- ándu öld“ sem vilja kynna sér stöðu rannsókna í ákveðnum greinum fræðanna. „Greinarnar ættu til að mynda að spara þeim stúdentum sporin sem vilja afla sér upplýsinga um það helsta sem skrifað hefur verið um efnið á und- anförnum áratugum,“ segir Sveinn Yngvi. Að þessu leyti er Vefnir hefð- bundið fræðilegt tímarit. Tölvu- tæknin býður aftur á móti upp á ýmsa möguleika sem ekki eru fyrir hendi hjá tímaritum sem eingöngu eru prentuð. Þannig er í Vefni sér- stök rás fyrir fræðileg skoðana- skipti. Nefnist hún Skiptar skoðanir og þar birtast greinar og athuga- semdir um ýmis álitamál í fræðun- um. Fjórar slíkar greinar eru í Vefni að þessu sinni og tengjast annars vegar ritdeilu um íslenska bókmenntasögu og hins vegar rit- deilu um þjóðtrú. Lesendum er fijálst að taka þátt í þessum skoð- anaskiptum með því að senda rit- stjórum athugasemdir og texta í tölvupósti. Rásin fyrir skoðana- skipti verður alltaf opin og verður uppfærð með reglulegu millibili, þótt lengra líði á milli útgáfna Vefn- is sjálfs. Lifandi skoðanaskipti Binda ritstjóramir vonir við að rásin eigi eftir að bjóða upp á lifandi skoðanaskipti, þar sem púlsinn á fræðunum verði tekinn oftar en unnt er í venjulegu tímariti. „Þetta er tilraun til að skapa lifandi orð- ræðu um fræðin þar sem þjóðbraut- in liggur. Fyrst um sinn munum við fylgjast með ritdeilum um þjóðtrú og bókmenntasögu en hver veit hvað á eftir að bætast við?“ segir Kári. I komandi útgáfum Vefnis hafa ritstjórarnir annars vegar hug á að nýta áfram einhvern hluta þeirra erinda sem flutt eru á þingum á vegum Félags um átjándu aldar fræði og hins vegar fá fólk til að skrifa sérstaklega um „hinn lítt þekkta arf íslenskra fræða“, eins og þeir kalla tímann frá 1650 til 1850. Því meira efni þeim mun betra enda takmarkast rýmið, sem Vefnir hef- ur yfir að ráða, einungis af þolin- mæði lesandans, eins og Kári bend- ir réttilega á. Slóð Vefnis á netinu er http://www.bok.hi.is/vefnir/. SILFUR hafsins. Ein af myndum Leifs Breiðfjörö í bókinni The Art of Glass. Helstu glerlistamenn saman í bók BÓK um 35 helstu glerlistamenn heims er nýkomin út hjá Rock- port Publishers í Bandaríkjun- um. Meðal listamannanna er einn íslenskur, Leifur Breiðfjörð. Bókin, sem er skrifuð af Steph- en Knapp, nefnist The Art of Glass. Hver listamaður er kynntur með sex síðna umljöllun, myndum í lit og upplýsingum um feril. Sagt er frá hinum mörgu skreytingum Leifs, heima og er- lendis, einkum í Þýskalandi og Skotlandi, og því sem hann er að fást við nú. Bókin er 176 síður, í stóru broti, og er eins og fyrr segir gefín út af Rockport Publishers, 33 Commercial Street, Gloucest- er, Ma. í Bandaríkjunum. Verk Mans Rays fölsuð París. The Daily Telegraph. BRESKI söngvarinn og lagasmið- urinn Elton John er á meðal þeirra sem talið er að hafi orðið fyrir barðinu á manni sem selt hefur falsaðar útgáfur af ljósmyndum Mans Rays. Kom málið upp á yfir- borðið um svipað leyti og stór yfir- litssýning á verkum ljósmyndar- ans var opnuð í Grand Palais í París. Verkið sem um ræðir kallast „Tár“ og er andlitsmynd af konu með átta tilbúin tár á kinninni. Talið er að Man Ray hafi tekið hana árið 1930. Þrjú eintök af mýndinni eru árituð af Man Ray en nú er talið að fjórða myndin sem John keypti árið 1993 fyrir um 122.000 pund, um 14,6 milljónir ísl. kr. hafi verið stækkuð eftir annarri filmu, án leyfis Rays, og líklega eftir dauða hans árið 1976. Myndin sem Elton John keypti er ekki unnin á sama hátt og hinar þrjár en Man Ray var afar ná- kvæmur með frágang mynda sinna og áletrunin aftan á henni er nú ekki talin eftir Man Ray. Leikur grunur á að óprúttnir aðilar hafi komist yfir filmur sem Man Ray vildi ekki að yrðu notaðar, stækk- að myndir af þeim án þess að hirða um það hvernig ljósmyndarinn vann stækkuðu útgáfurnar, og selt. Alls hafa fundist um tuttugu myndir eignaðar Man Ray, stækk- aðar á pappír er var framleiddur á árunum 1992-1994. Gordimer mótfallin bókmennta- verðlaun- um kvenna London. Rcuters. SUÐUR-afríski nóbelsverð- launahafinn Nadine Gordimer hefur óskað eftir því að vera tekin af lista yfir þá sem til- nefndir eru til bresku Orange- bókmenntaverðlaunanna sem eni einungis ætluð konum. Gordimer, sem er 74 ára, var tilnefnd fýrir bók sína „The House Gun“ en hún fjallar um ofbeldi í borgum og spennu í kjölfar afnáms aðskilnaðar- stefnunnar í Suður-Afríku. Gordimer er ein sjö kvenna sem hlotið hafa Nóbelsverð- launin í bókmenntum. Til- kynnti hún aðstandendum Orange-verðlaunanna að hún vildi ekki láta dæma verk sín á grundvelli kynferðis. Einn dómara keppninnar lýsti því yfir að honum þætti afar leitt að Gordimer skyldi bregðast svona við, þar sem verðlaunin væru til þess að heiðra kvenrit- höfunda, ekki að tefla þeim fram gegn körlum. Saga Islands sýnd í París HEIMILDARMYND um sögu Islands í þúsund ár eftir Kára G. Schram hefur verið valin til sýninga hjá Nútímalistasafn- inu í París í tengslum við sýn- inguna Sýnir úr norðri sem þar stendur yfir til 17. maí nk. Heimildarmyndin Saga ís- lands í þúsund ár (The Iceland- ic Experience) er 45 mínútna löng heimildarmynd þar sem fjallað er um þróun og sögu þjóðarinnar frá landnámi til dagsins í dag. Kvikmyndagerð- in Andrá og kvikmyndagerðar- maðurinn Kári G. Schram unnu myndina sem fyrst var sýnd ár- ið 1995. í tengslum við sýning- una í Nútímalistasafninu í París verða sýndar heimildarmyndir um og frá Norðurlöndunum fimm síðustu dagana í apríl og var mynd Kára valin til sýninga þar af kvikmyndadeild safnsins. Upplestur í Gerðasafni RITLISTARHÓPUR Kópa- vogs stendur fyrir upplestri í Kaffistofu Gerðarsafns, Lista- safni Kópavogs, í dag, fimmtu- dag, frá kl. 17-18. Að þessu sinni mun Hrafn A. Harðarson, skáld og félagi í Ritlistarhópi Kópavogs, lesa úr verkum sínum en hann hefur gefið út fimm ljóðabækur. Þórður Helgason mun kynna skáldið. Aðgangur er ókeypis. Listamiðstöð í Dalsásen NÝ NORRÆN listamiðstöð verður opnuð í Dalsásen í Nor- egi 8. maí nk. Starfsemin mun að mestu snúast um myndlist, listhönnun og byggingarlist, einkum verk sem unnin eru í tré. Norrænar og norskar stofn- anir styrkja þessa nýju lista- miðstöð og munu norrænir listamenn fá þar gisti- og vinnuaðstöðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.