Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Washington, London. The Daily Telegraph. PILLA sem sögð hefur ver- ið „töfralausn" á getuleysi karla, hefur slegið öll sölumet í Bandaríkjunum á þeim rúma hálfa mánuði sem hún hefur verið til sölu. Lyfið nefnist Viagra og í vikunni sem leið seldust um 113.000 skammt- ar af því en það er sagt hafa áhrif á 70% þeirra sem þess neyta. Þá hafa konur sýnt lyfinu mikinn áhuga og kaupa það handa sjálfum sér, þótt engar sannanir séu fyrir því að lyfið auki kyngetu kvenna og ánægju þeirra af kynlífi. Viagra eykur blóðfiæði í litninn og er i raun bylting þar sem karimenn með risvandamál hafa hingað til þurft að sprauta efni í liminn til að hann rísi. Viagra er enn sem komið er ekki selt hérlendis. Viagra er lyfseðilsskyit og er ekki gefins, því hver pilla kost- ar 12 dali, um 860 ísl. kr. Verðið hefur hins vegar ekki dregið úr eftirspurninni, því hún er svo mikil að komið hefur verið upp heimasíðum á Netinu og sima- þjónustu lækna til að anna henni. Salan á einni viku hefur meira að segja slegið sölu á geð- lyfinu Prozac við. Getuleysispilla slær í gegn Konur sýna lyfinu, sem ætlað er körl- um, mikinn áhuga Var upphaflega lyf við kverkabólgu Getuleysislyfið Viagra var uppgötvað fyrir tilviljun en það var þróað til að vinna bug á kverkabólgu. Það hafði ekki til- ætluð áhrif á hóp háskólanema sem tók það í tilraunaskyni árið 1991 og hugðist Pfizer-lyfjafyr- irtækið hætta við framleiðslu þess er námsmennirnir urðu var- ir aukaverkananna af lyfinu, þeim reis oftar og betur hold en áður. Aukaverkanirnar reyndust fleiri og hefur ekki tekist að vinna bug á þeim öllum, um 16% fá höfuðverk, þar af um 10% mikinn, nokkrir kvörtuðu yfir meltingarörðugleikum og nokkr- “W^'^uefni ir sjá bláa slikju. Ahrifin láta ekki á sér standa. „Það gerir þig ekki tvítugan að nýju, en það leysir vandann," sagði sjötugur maður úr síðasta tilraunahópi. Sumir vísindamenn hafa af því áhyggjur að einhveij- ir karlmenn muni freistast til að taka lyfið allt of oft, til að geta haft samfarir fimm til sex sinn- um á sólarhring. Ofnotkun geti valdið alvarlegum aukaverkun- um. Enn er of snemmt að segja til um það hvort áhyggjurnar eiga við rök að styðjast en salan bendir til þess að það séu ekki einungis þeir sem eigi við getu- leysi að stríða sem taki það. „Alls ekki við hæfí“ Konur hópast til lækna og í Iyfjaverslanir til að kaupa Vi- agra og þá ekki fyrir eiginmann eða ástmann, heldur fyrir sjálfar sig. „Fjölmargar konur spyijast fyrir um lyfið. Þetta er alls ekki við hæfi,“ segir James Barada, þvagfærafræðingur. Hins vegar standa nú yfir til- raunir hjá Pfizer-lyfjafyrirtæk- inu á áhrifum lyfsins á konur og sumir læknar sjá ekkert því til fyrirstöðu að ávísa lyfinu á þær, þar sem snípurinn og limurinn séu svipuð líffæri og Viagra auki blóðfiæði í liminn. Lyfið kunni einnig að vinna bót á ýmsum kynlffsvandamálum kvenna, t.d. kyndeyfð, með sama hætti. Laxveiði- hrun í Englandi London. The Daily Telegraph. LAXVEIÐIN í Englandi og Wales var ein sú minnsta frá upphafi á síðasta ári og eru ástæðumar meðal annars raktar til breytinga á sjávar- hita og straumum og til ofbeit- ar búfjár á árbökkunum. í skýrslu frá bresku um- hverfisstofnuninni segir, að hrygning laxins á síðasta ári hafi aðeins verið 60% af því, sem þarf til að viðhalda stofn- stærðinni. Telja þeir, að ein meginástæðan sé vistfræðileg- ar breytingar í Norður-Atl- antshafi en einnig slæmt og versnandi ástand ánna sjálfra. Það er rakið til mikillar ofbeit- ar á árbökkunum en gróður- eyðingin veldur því, að lífsskil- yrði seiðanna versna stórum og aukinn sandburður eyði- leggur hrygningarsvæðin. Netaveiðin í sjó skilaði alls 31.484 löxum á síðasta ári og stangveiðimenn fengu 13.706 fiska. Þrisvar sinnum áður hef- ur veiðin verið minni, 1976 og 1984, þegar miklir þurrkar voru, og 1984. Veldur þessi þróun miklum áhyggjum og hefur hert á kröfum um, að laxveiði í sjó verði bönnuð. Leiðtogafundur Samveldis sjálfstæðra ríkja Berezovskí falið að efla samtökin Jeltsín hvetur Armena og Asera til að friðmælast í apríl eftir að hafa lofað því að taka harðari afstöðu í deilunni um héraðið en forveri hans, sem sagði af sér eftir að hafa sætt gagnrýni fyrir að leggja til að Armenar féllust á til- slökun í deilunni um héraðið. Aserar hafa sakað Rússa um að hafa torveldað lausn deilunnar með því að sjá Ar- menum fyrir vopnum eftir að stríðinu lauk. mm 'S, " mjog Borís Berezovskí Moskvu. Reuters. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti setti í gær leiðtogafund Samveldis sjálfstæðra ríkja í Moskvu og mælt- ist til þess að Armenar og Aserar leystu deilu sína um héraðið Nagomo-Karabakh. Borís Berezov- skí, umdeildur og áhrifamikill rúss- neskur auðjöfur, var skipaður ritari samtakanna og falið að koma á um- bótum á starfsemi þeirra. „Þið ættuð að setjast niður og undirrita samninga og losa ykkur við vandamálin," sagði Jeltsín við leiðtoga Armenfu og Aserbaídsjans. Hajdar Alíjev, forseti Aserbaídsj- ans, lagði til að Jeltsín tæki þátt í samningaumleitunum. Robert Kotsjarjan, forseti Armeníu, kvaðst samþykkur þeirri tillögu. Nagomo-Karabakh er aðallega byggt Armenum en er í Aserbaídsj- an og sex ára stríði um héraðið lauk árið 1994. Armenar hafa síðan haft yfirráð yfir Karabakh og öðra hér- aði á azersku landsvæði. Kotsjaijan var áður leiðtogi Kara- bakh og var kjörinn forseti Armeníu Umdeildur ritari Markmiðið með stofnun Samveld- is sjálfstæðra ríkja, samtaka tólf af fimmtán fyrrverandi sovétlýðveld- um, var að stuðla að efnahagslegum sammna aðildarríkjanna en lítill ár- angur hefur orðið af starfi þess. Á síðasta fundi samtakanna sætti Jeltsín gagnrýni annarra leiðtoga, sem kvörtuðu yfir því að lítið hefði komið út úr starfi samtakanna og að áhrif Rússa væm of mildl. Borís Berezovskí var skipaður rit- ari samtakanna og falið að efla starf- semi þeirra á fundinum í gær. Hálfu ári áður hafði Jeltsín vikið Berezovskí frá sem varaformanni Örygg- isráðs Rússlands. Berezov- skí er þó talinn hafa verið áhrifamikill í Kreml eftir brottvikninguna og verið í nánum tengslum við dóttur Jeltsíns, Tatjönu Djatsjenko, og skrifstofu- stjóra hans, Valentín Júmashev. Haft var eftir Jeltsín að hann hefði búist við að sú ákvörðun að skipa Berezovskí í embættið yrði mjög umdeild þar sem ftjálslyndir umbótasinnar í stjóminni og komm- únistar á þinginu hafa haft hom í síðu hans. Berezovskí tekur við af ívan Korotsjenja og ritaraskrifstofan hefur verið í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Haft var eftir Ber- ezovskí að skrifstofan yrði ekki færð en ekkert kom fram um hversu lengi hann hygðist dvelja í Minsk. Madeleine Albright í heimsókn í Kína vegna leiðtogafundar í júní Áhersla á tengslin á nýrri öld Peking. Reuters. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, að á fundi Bills Clintons Bandaríkjaforseta með kínverskum ráðamönnum í Peking í júní yrði áherslan á framtíðarsamskipti ríkj- anna en þau hafa lengi verið í skugga blóðbaðsins á Tiananmen- torgi 1989. Albright lýsti þessu yfir á blaða- mannafundi í Peking í gær og svar- aði þannig spumingu um hvort Bandaríkjastjóm hygðist aflétta þeim refsiaðgerðum, sem hún greip til eftir atburðina 1989. Verður Clinton íyrstur Bandaríkjaforseta til að fara til Kína frá þeim tíma og í tilefni af því undirritaði Albright í gær samninga um „beina símalínu“ milli Hvíta hússins og Zhongnan- hai, aðseturs kínversku stjórnar- innar í Peking. Á frétta- mannafundi með Tang Ji- axuan, utanrík- isráðherra Kína, kvaðst Al- bright vona, að vel gengi í við- ræðum leiðtog- anna um ýmis mikilvæg mál, til dæmis um tilraunir til að koma í veg íyrir útbreiðslu ger- eyðingarvopna og mannrétt- indi. Tang lýsti ánægju sinni með vaxandi og Reuters MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, skálar við Tang Jiaxuan, utanríkisráð- herra Kína, f Peking. batnandi samskipti Bandaríkjanna og Kína en sagði, að vissulega væri ágreiningur um ýmislegt, til dæmis Tævan. Vi\ja ekki ræða um Tíbet Þótt vel hafi farið á með Albright og kínverskum ráðamönnum er bú- ist við, að hún muni ræða við þá um mál eins og Tíbet, trúfrelsi og sölu Kínverja á eldflaugatækni til Irans. Með Albright í för em Greg Craig, sem hefur með málefni Tíbets að gera í bandaríska utanríkisráðu- neytinu, og John Shattuck aðstoð- aratanríkisráðherra en hann fjallar sérstaklega um mannréttindamál. Era Kínverjar mjög óánægðir með, að Craig skuli vera í fylgdarliðinu og óvist er, að þeir samþykki að eiga við hann viðræður. ETA vill læra af N-Irum SKÆRULIÐASAMTÖK Baska (ETA) sögðu í yfirlýsingu í gær að friðarsamkomulagið sem náð- ist á N-írlandi um páskana gæti innihaldið vísbendingar um hvemig hægt sé að binda enda á óöldina í Baskalandi. ETA seg- ist horfa með velþóknun til þess að friðarsamkomulagið á N-ír- landi inniheldur heildarlausn og að tekið sé tillit til allra þátta deilunnar. JOHN Prescott, aðstoðarfor- sætisráðherra Bretlands, undirritar Kyoto- samkomulagið. Kyoto-sam- komulagið undirritað AÐILDARÞJÓÐIR Evrópu- sambandsins (ESB) undirrituðu í gær Kyoto-samkomulagið um breytingar á loftslagi jarðar og hvöttu Bandaríkin, sem menga mest allra þjóða í heiminum, að gera slíkt hið sama. ESB sam- þykkir að minnka um 8% á næstu 15 áram notkun efna sem valda gróðurhúsáhrifum. Málsokn Fær- eyja fagnað POUL Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Dana, segist fagna málssókn færeysku lands- stjómarinnar á hendur dönsk- um stjómvöldum og Den Danske Bank vegna Færeyja- bankamálsins, að því er fram kemur í Jyllandsposten í gær. Rasmussen vill að vísu semja við Færeyinga um lausn málsins en telur ágætt formsins vegna að málsóknin hafi verið lögð fram. Dauðsföll í Alsír MÚSLIMSKIR uppreisnar- menn í Alsír drápu 80 hermenn, tóku 40 gísla og stálu miklu magni af vopnum í nýlegri árás á herstöð suður af Algeirsborg. Mannfiillið er það hæsta í árás- um uppreisnarmanna á herinn síðan í mars 1993 þegar fleiri en 40 hermenn vora myrtir í árás á svipuðum slóðum. Líkin hrann- ast upp í Alsír og óstaðfestar fregnir herma að fjöldi al- mennra borgara hafi látist í ný- legum árásum skæraliða. Arangur í Afganistan NOKKUR árangur náðist í við- ræðum stríðandi fylkinga í Afganistan í gær þegar sam- komulag náðist um tilnefningar í samninganefnd sem ætlað er að ræða hvernig koma megi á var- anlegum friði í landinu. Óttast hafði verið að mannaval í samn- inganefndina myndi reynast erf- iður þröskuldur en hann virðist nú yfirstiginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.