Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 49 MARGRÉT EINARSDÓTTIR + Margrét Einars- dóttir fæddist í Hafnarfirði 18. jan- úar 1913. Hún lést á Landakotsspítalan- um í Reykjavík 24. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingveldur Þórðardóttir, fædd 1888, Teitssonar frá Miðfelli í Ytri- hreppi, og Einar Kristinn Einarsson, fæddur 1873, Ein- arssonar frá Vatns- leysu í Hraunum. Einar fórst við Vestmannaeyjar í apríl 1913. Margrét átti bróð- ur, Jón Þorbjörn, sem lést 8 ára gamall árið 1918. Margrét giftist 21.10. 1933 Þorkatli Ingibergssyni, síðar Elsku Magga. Þú sast fyrir mér, þannig hittumst við fyrst. Þú hafðir haft veður af því að drengurinn þinn væri farinn að hitta stúlku reglu- lega og einn morguninn þegar ég var að læðast út komstu niður stig- ann „af tilviljun". Þetta var ekki sú mynd sem ég hafði hugsað mér að þú fengir fyrst af mér. Þú stóðst þama í glæsilegum kjól með fallega svuntu, enda var farið að nálgast sunnudagshádegi. Seinna sagðir þú mér að þú hefðir haft mest gaman af skelfingarsviprium á mér. Skömmu seinna var ég kynnt fyr- ir allri fjölskyldunni og þá lést þú sem við værum aldavinkonur og það væri eðlilegast af öllu að ég væri þama. Ég þakka þér fyrir að taka mig inn í fjölskylduna, fyrir vináttu þína. Ég minnist stunda á Kirkjuteign- byggingameistara, sem lést árið 1995, Þorkelssonar húsa- smíðameistara í Reykjavík. Böm Margrétar og Þor- kels em Unnur, fædd 1937, Inga, fædd 1943, og Ingi- bergur, fæddur 1947. Eiginkona Ingibergs er Frey- gerður Kristjáns- dóttir. Barnabömin em 8, bamabarna- bömin em orðin 3. Þau Margrét og Þorkell bjuggu í Reykjavík, á Víðimel 19, sem Þorkell byggði árið 1946. Útför Margrétar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. um þegar við bjuggum þar og þú komst í heimsókn til að kenna mér að búa til jóla-triffle með eggjakremi eftir uppskrift sem þú lærðir þegar þú byrjaðir búskap. Þú lést mér finnast ég vera mjög klár að geta lært þetta og að vilja halda í gamlar hefðir. Nú hef ég kennt dóttur minni að gera triffle og ég fann til sama stolts yfir að vera að kenna henni og ég fann fyrir í fyrsta sinn þegar mér tókst að gera triffle „a la Magga“. Þú hélst fast í hefðir og hélst fjöl- skyldunni þétt saman. Það var ekk- ert sem við bömin þín, tengdabörn og barnabörn gátum ekki fram- kvæmt og í þínum augum voram við öll allra best í öllu því sem við tók- um okkur fyrir hendur. Þér var sama hver heyrði þegar þú varst að hæla þínum, eins og á MINNINGAR fæðingardeildinni þegar þú og Kalli komuð að sjá Ástu Dan nýfædda. Hann stóð við gluggann með okk- ur með hattinn í hendinni og þú við hliðina á honum glæsileg að vanda með hatt á höfði, og þú tilkynntir öllum að sonardóttir ykkar væri langfallegasta bamið á deildinni. Þú stóðst alltaf við hlið Kalla, studdir hann og lést þig ekki muna um að rétta honum hjálparhönd í byggingarvinnunni líka. Þegar við voram að tala saman um stöðu konunnar voram við ekki alltaf sammála um hlutina en þó sagðir þú að þú værir búin að mála fleiri ofna um ævina en þú vildir muna. Ég vil skilja það þannig að ef þú værir ung í dag þá myndir þú ekki gera alla hluti eins. Við voram báðar ákveðnar, en þó að stundum syði upp úr þegar hvorag vildi gefa sig, þá jöfnuðum við okkur alltaf og skildum að við þyrftum ekki alltaf að vera sammála því að við vorum vinir og við voram sammála um svo margt. Við elskuðum sama fólkið og það var það sem batt okkur saman. Elsku Magga. Ég kveð þig en á þó alltaf hluta í þér því að í Ástu Dan eru hæfileikar og margir góðir kostir sem hún fékk í arf frá þér. Mér finnst gott að hugsa til þess að nú erað þið Kalli aftur saman, því ef tvær manneskjur voru skap- aðar hvor fyrir aðra þá vorað það þið. Bið að heilsa Kalla. Þín tengdadóttir Freygerður. Elsku besta amma mín. Þú studdir mig alltaf í hverju því sem ég tók mér fyrir hendur. Það skipti ekki máli hvort það var skólinn, hesta- mennskan eða bara hvað ég hafði stækkað mikið þetta sumar. Alltaf varst þú þar, til að elska mig og styðja og segja mér hve miklar framfarir ég sýndi og hvað ég bæri af - hvort sem mér gekk vel eða illa. Því ég var sonardóttir þín og gat hvað sem ég vildi. Ég man sérstaklega eftir því hvað þú varst alltaf ánægð að sjá mig þegar ég kom í heimsókn. Það var eins og þú ljómaðir, og sama hversu veik þú varst þá þekktirðu alltaf hana Ástu þína. Mér þótti svo gott að geta verið með þér svona undir lokin, bara sitja hjá þér, hald- ast í hendur og segja frá því sem komið hafði fyrir eða hlusta á þig segja frá. Elsku amma. Þakka þér fyrir að vera eins góð og þú varst, þér þótti alltaf svo innilega vænt um mig og sýndir það hvenær sem tækifæri gafst. Þú varst manneskja sem var eklri erfitt að elska. Hafðu það gott á himnum. Þín Ásta Dan. Hún amma okkar var Hafnfirð- ingur. Það stóð alltaf upp úr þegar rætt var um gamla daga. Hún ólst upp hjá móður sinni og ömmu en faðir hennar lést sama vetur og hún kom í heiminn. Jón Þorbjöm, bróðir ömmu, fæddist 5. desember 1910 og talaði hún oft um hann með söknuði, en hann lést aðeins 8 ára gamall úr spænsku veikinni, en þá var amma 5 ára. Þetta hafa verið ungri ekkju erfiðir tímar, en amma bjó alla tíð vel að því uppeldi sem hún fékk hjá þessum tveimur góðu konum, þær stóðu þétt saman. Amma var tvítug þegar hún gekk í hjónaband með afa. Þá voru aðrir tímar og þótti sjálfsagt að móðir hennar og amma flyttust inn og byggju með hjónakomunum. Afi hafði lært múriðn hjá föður sínum þremur áram áður og lífið blasti við þeim. Vann hann af kappi með föður sínum við byggingarvinnu og vora ófá húsin sem þeir feðgar reistu. Það verður okkur afkomendunum ómetanlegt að eiga myndimar sem þú tókst af öllum byggingunum hans afa og raðaðir svo haganlega í myndaalbúm og merktir. Þær voru ófáar vinnustundimar sem amma og afi áttu saman við að gera upp húsin sem afí ýmist keypti eða reisti. Árið 1946 fluttu þau á Víði- mel 19 og bjuggu þar í um hálfa ökjL - Elsku amma, við vorum lánsöm að eiga þig og afa að. Við munum ætíð minnast góðu stundanna sem við áttum saman. I minningunni ertu heima á Víðimelnum, og þeim okkar sem búsett era erlendis í dag er sérstaklega minnisstæð gamla góða íslenska matarlyktin sem barst að vitum okkar um leið og maður kom inn! Alltaf vorum við velkomin. Þegar við fengum að gista hjá ykkur afa var það ósjald- an að við fengum aur til þess að ná í appelsín eða sælgæti. Þá vonj^. stólar dregnir saman, svefnpokarn- ir sóttir og okkur raðað niður í stofuna! Eða þegar við komum köld inn eftir skautaferð á Mela- vellinum, þá var gott að fá heitt súkkulaði hjá þér. Við minnumst ferða í Vesturbæjarsundlaugina og ófárra bíltúra í Hafnarfjörðinn með ykkur afa! Við munum minnast þín þegar við lítum á alla fallegu munina sem þú skarst út af mikilli list, hvort heldur var í við eða bein. Við vorum ekki síður stolt en þú þegar gripir þínir voru til sýnis á sýningum. Þú prjónaðir svo mikið, heilu kjólana, ófá lopateppi og vettlinga. Það er gaman að sjá barnabarnabörn þui að leik með hekluðu dúkkufótnv sem þú gerðir fyrir þau, rétt eins og þú gerðir fyrir okkur. Elsku amma, þú varst með glæsi- legri konum, ávallt bein í baki og svo mikil reisn yfir þér. Nú hefur þú fengið langþráða hvfld. Við minn- umst þín þar sem þú varst fyrir tæpum þremur áram við gröf Kalla afa, sendir honum fingurkoss og sagðir: „Bless á meðan, Kalli minn.“ Nú fáið þið að hvfla saman í friði. Þorkell Snorri, Freyja, ^ Unnur Kristbjörg, Kristín Edda og Margrét Þóra. + Katrín Sverris- dóttir fæddist á Akureyri 25. októ- ber 1950. Hún lést á heimili sínu 19. apr- fl síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Sverrir Hermanns- son, húsasmíða- meistari, f. 30. mars 1928, og Auður Halldóra Jónsdótt- ir, f. 12. nóvember 1931. Katrín var eina barn þeirra. Hinn 30. mars 1970 giftist Katrín Jóni Ás- mundssyni, vélvirkja, f. 15. Hver mmning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Þakkir til þín, Kata, fyrir sam- fylgdina í gegnum öll árin sem liðin era síðan þú komst í fjölskylduna með Nonna. Tengdafjölskylda þín öll kveður þig með söknuði og eftirsjá. Megi Guð halda vemdarhendi yfir Nonna, böm- um ykkar, augasteini þínum, bama- baminu Birki Má, og foreldrum þín- um sem sjá nú á eftir einkabarni sínu. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt þjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, ágúst 1949. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Auður Elva Jóns- dóttir, f. 19. janúar 1969, sonur hennar er Birkir Már, f. 2. júní 1992. 2) Guð- rún Lilja Jónsdóttir, f. 12. maí 1974. 3) Sverrir Már Jóns- son, f. 30. janúar 1979. títför Katrínar fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og eilíflega, óháð því sem kemur, í æsku sinnar gullnu fegurð lifir. Sem sjálfur Drottinn miidum lófurn lyki um lífsins perlu á gullnu augnabliki. (Tómas Guðm.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. (V. Briem.) Tengdafjölskyldan. Nokkur fátækleg kveðjuorð til minningar um traustan vin, skóla- systur og nágranna til margra ára. Leiðir okkar Katrínar lágu fyrst saman í barnaskóla. Þessi myndar- lega stúlka með sitt fallega þykka rauða hár og fléttuna stóra vakti at- hygli hvert sem hún fór. Hún minnti á prinsessu úr ævintýri. Það var ekki fyrr en ég og fjöl- skylda mín fluttum í Furulundinn á Akureyri að konan mín og Katrín, sem stuttu áður hafði ásamt fjöl- skyldu sinni flutt í sömu götu, tóku upp kunningsskap og seinna ein- læga vináttu. Það var sameiginlegur áhugi á gróðri og blómarækt sem leiddi þær saman. Sú sterka vinátta stóð allt fram á síðustu stund. Það var á sjómannadaginn sl. að Katrín og Jón eiginmaður hennar komu í heimsókn til okkar og færðu okkur þau hræðilegu tíðindi að hún gengi með ólæknandi krabbamein. Þessi vitneskja kom eins og þrama úr heiðskíra lofti þennan fallega sól- ríka dag. Katrín var staðráðin í því að gefast ekki upp fyrir þessum vá- gesti. Hún barðist eins og hetja en allt kom fyrir ekki. Móttökur hand- an móðunnar miklu til annars og betri heims verða í samræmi við hina vammlausu og prúðu fram- komu sem einkenndi allt hennar líf. Katrín Sverrisdóttir og Jón Ás- mundsson eignuðust þrjú mann- vænleg böm, Auði Elvu, sem er bú- sett á Akureyri, Guðrúnu Lilju, sem er búsett í Reykjavík, og Sverri Má sem býr í föðurhúsum. Þegar halla tók undan fæti hjá Katrínu naut hún ástúðar og tryggð- ar eiginmanns síns sem stóð eins og klettur við hlið hennar. Sú um- hyggja og ást átti stóran þátt í því að hún gat dvalið á heimili sínu allt til enda sem var henni mikils virði. Við hjónin viljum með þessum fáu orðum þakka Katrínu fyrir þau far- sælu og tryggu kynni sem við átt- um. Við biðjum almættið að varð- veita Jón eiginmann hennar, böm + Ingvar Oddsson fæddist í Keflavík 28. mars 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 6. aprfl sfðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkur- kirkju 15. aprfl. Með nokkrum fátæklegum orðum vil ég minnast góðs vinar míns og langafa barna minna, sem er ekki lengur meðal okkar. Fátækleg orð geta á engan hátt lýst þeim söknuði og trega sem fyll- ir hjörtu okkar, er við sem nutum samvista við hann um lengri eða skemmri tíma minnumst hans. Ingvar var rólyndismaður, hjartahlýr og kátur. Hann reyndist og barnabarn ásamt foreldram sem sjá á eftir dóttur sinni yfir landa- mærin miklu. Hvfl þú í friði. Nú finn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin (jóma, og heyri aftur fagra, forna hþóma, finn um mig yl úr bijósti þínu streyma. Eg man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töffaheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. Brosin þín mig að betri manni gjörðu. Bijóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. (Davíð Stef.) Vinarkveðja, Svanberg Árnason og Ragnhildur Thoroddsen. í dag kveðjum við kæra vinkonu okkar, sem lést langt fyrir aldur fram eftir harða og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Kynni fjölskyldna okkar hófust í sumarhúsagarði í Hollandi árið 1990 og voru upp frá því góð vinátta og samskipti á milli okkar sem vora okkur mjög ánæguleg. Katrín var einstaklega heilsteypt og traust mér vel öll þau ár sem við þekkt- umst. Þegar ég átti mitt fyrsta bam gerði ég hann að langafa og var hann stoltur af því, hann var góur afi og hans verður sárt saknað. Elsku Soffía og fjölskylda, algóð- ur guð gefi ykkur kraft og styrk á þessum erfiðu tímum. En minning- arnar um góðan mann munu ylja okkur um ókomin ár. Ég veit að nú ríkir friður í hrjáðri sál. Ég kveð þig, Ingvar minn, með söknuði og virðingu og bið góðan guð að varðveita þig og blessa. Þökk fyrir allt og allt. Kveðja Auður Sveinsdóttir. KATRÍN S VERRISDÓTTIR INGVAR ODDSSON manneskja. Hún var hreinsldlin, sanngjöm og hafði auga fyrir því spaugilega í lífinu. Frá því að Katrín veiktist alvar- lega fyrir um það bil ári jukust sam- skipti okkar vegna tíðra ferða henn- ar suður til að leita sér lækninga. Jafnan var Jón þá með henni í för og stóð eins og klettur við hlið hennar í veikindum hennar. Þrátt fyrir að Katrín berðist við illvígan sjúkdóm sem síðustu mán- uðina lamaði jafnt og þétt þrek hennar, munum við alltaf minnast þess með aðdáun hversu sterk ofp* æðralaus hún var þar til yfir lauk. Um leið og við þökkum Katrínu fyrir samfylgdina og hin frábæru kynni sendum við ykkur, elsku Jón, Auður, Guðrún, Sverrir Már, Birkir Már, foreldrar, tengdaforeldrar og aðrir aðstandendur, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Ásta, Jón Þór og synir á Akranesi. Legsteinar í Lundi , v/NýbýlavegÉw SÓLSTEINAR 564 4566 öa^ðskom v/ Possvo^skiFkjugíArð ' Sími: 55A 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsta. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.