Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Forsætisráðherra leggur fram þingsályktunartillögu um byggðaáætlun Stefnt að 10% fólksíjölg- un á landsbyggðinni LÖGÐ hefur verið fyrii- Alþingi tillaga til þingsá- lyktunar um stefnu í byggðamálum árin 1998 til 2001 sem hefur það að markmiði að treysta bú- setu á landsbyggðinni. Er stefnt að því að fólks- fjölgun þar verði ekki undir landsmeðaltali og nemi 10% til ársins 2010. Davíð Oddsson forsætisráðherra ritaði Byggðastofnun í ágúst 1997 og fór fram á að haf- in yrði vinna við áætlun um byggðamál fyrir þennan tíma. Meðal helstu aðgerða sem lagt er til að gripið verði til eru að unnið verði að fjöl- breytni atvinnulífs á landsbyggðinni, lánastarf- semi Byggðastofnunar verði rekin á arðsemis- grundvelli og byggður upp traustur byggðasjóð- ur sem hafi sérstaklega að markmiði að efla ný- sköpun og auka hagkvæmni í rekstri fyrirtækja á landsbyggðinni, stefnt verði að því að Byggða- stofnun eigi aðild að eignarhaldsfélögum á lands- byggðinni og verji til þeirra verkefna allt að 300 milijónum króna áriega, studdar verði sérstak- lega aðgerðir á afmörkuðum svæðum þar sem veruleg röskun verður á atvinnuháttum og bú- setu, nýjum stóriðjuverum verði fundinn staður utan athafnasvæða höfuðborgarinnar, menntun á háskólastigi verði tekin upp þar sem kostur er m.a. með samningum milli framhaldsskóla og há- skóla, ríkisfjölmiðlar efli starf sitt á landsbyggð- inni og áfram verði unnið að því að lækka kostn- að við hitun íbúðarhúsnæðis. Mikilvægir þættir í betra horfi í greinargerð með þingsályktunartillögunni segir m.a. „Það kann að þykja bjartsýni að við þessar aðstæður sé fólksfjölgun á landsbyggðinni meginmarkmið tillögunnar, en á það ber að líta að mikilvægir þættir sem eru forsenda traustrar búsetu eru í betra horfi en verið hefur. Hér ber sérstaklega að leggja áherslu á eftirfarandi: 1. Afstaða fólks til búsetu á landsbyggðinni er á margan hátt jákvæð. Mim fleiri fýsir að flytja út á land en þaðan til höfuðborgarsvæðisins. 2. Öll almenn þjónusta er í betra horfi á lands- býggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. 3. Ymsar aðgerðir hafa haft jákvæð áhrif á út- gjöld heimilanna. 4. Efnahagsástand er um þessar mundir betra en verið hefur um langa hríð. Það gerir aðstæður einkar jákvæðar fyrir nýtingu auðlinda lands- ins og er atvinnulífi á landsbyggðinni því sér- staklega mikilvægt. 5. Með starfsemi þróunarstofa er fenginn grund- völlur að nútímaatvinnusókn á landsbyggðinni. 6. Fyrir liggur greining þeirra þátta er mestu valda um neikvæða afstöðu til búsetu á lands- byggðinni sem auðveldar að færa þá til betri vegar. 7. Tillaga sú sem hér liggur fyrir, verði hún sam- þykkt og framkvæmd í því horfi sem efni henn- ar stendur til, felur í sér ný og markviss vinnu- brögð í byggðamálum.“ Grundahverfí á Kjalarnesi Stuðningur við nýtt skipulag 116 ÍBÚAR í Grundahverfi á Kjal- amesi hafa lýst yfir stuðningi við nýsamþykkt skipulag í hverfinu og taka ekki undir óánægju þeirra íbúa, sem skrifað hafa undir mót- mæli vegna breytinga á skipulag- inu. Með bréfi til hreppsnefndar og sveitarstjóra frá íbúunum fylgja undirskriftarlistar með nöfnum 116 íbúa og kemur fram að það er hópur áhugamanna um áframhaldandi uppbyggingu á Kjalamesi, sem stendur að undirskriftasöfnuninni. í bréfinu segir að, ,Af þeim undir- tektum að dæma sem undirskriftar- söfnunin fékk þá er staðfest sú vissa okkar að þetta skipulag nýtur al- menns stuðnings íbúa hér á svæð- inu. Það er von okkar að uppbygg- ing samkvæmt hinu nýja skipulagi megi hefjast sem fyrst og viljum við skora á skipulagsyfirvöld að stað- festa skipulagið sem fyrst.“ HUNGRIÐ satt. Frá vinstri: Auður Hafsteinsdóttir með dóttur sína, þá Mona Sandström með David Anton og loks Bryndís Halla Gylfadóttir með Breka. Frjósamt tríó á faraldsfæti 10 stærstu kúabú- in fá 7,5 m.kr. í beingreiðslur TÍU stærstu kúabú á landinu fá að meðaltali 7.455 þúsund krónur í beingreiðslur úr ríkissjóði á ári. Tíu stærstu sauðfjárbúin fá að meðaltali 2.693 þúsund krónur í beingreiðslur. Meðaltal beingreiðslna til allra sauðfjárbænda, sem eru 2.515 tals- ins, nemur rúmum 602 þúsund krónum en meðaltal til kúabænda, sem eru 1.251, er 2.155 þúsund krónur. Þetta kemur fram í svari land- búnaðarráðherra við fyrirspum Vil- hjálms Egilssonar alþingismanns og eru tölur miðaðar við greiðslu- mark í þessum mánuði. 11-30 stærstu kúabúin fá að með- altali 5,3-5,9 milljónir króna en 11- 30 stærstu sauðfjárbúin fá að með- altali 2,1-2,3 milljónir króna. Þar kemur einnig fram að af 2.983 lögbýlum á íslandi sem hafa greiðslumark og eiga því rétt til beingreiðslna úr ríkissjóði vom 696 með minna en 100 ærgildi og alls 1.587 býli með minna en 300 ær- gildi. 475 býli voru hins vegar með meira en 600 ærgildi, þar af 28 með meira en 1.000 ærgilda greiðslu- mark. 1.218 jarðir hafa misst greiðslur frá 1991 Einnig sýna upplýsingar í svari við fyrirspuminni að frá árinu 1991 hefur beingreiðsluréttur í sauðfjár- framleiðslu verið fluttur af 1.218 jörðum í landinu og hafa nú 2.515 lögbýli beingreiðslurétt. Fram- reiðsluréttur í mjólk hefur verið fluttur af 188 jörðum frá 1992 og hafði 1.251 jörð þann rétt í lok síð- asta árs. 821 býli hefur greiðslu- mark bæði til mjólkur- og kinda- kjötsframleiðslu. Þá kemur fram í svari landbúnað- arráðherra að af 7.903 tonna kinda- kjötsframleiðslu á síðasta ári voru 282 tonn framleidd á lögbýlum sem ekki nutu beingreiðslna, en fram- leiðendur utan lögbýla framleiddu 33,8 tonn af kindakjöti. TRIO Nordica gerði víðreist um Mið- og Vestur-Svíþjóð nýverið. Fimm tónleikar voru haldnir á jafnmörgum stöðum, í Folkets Hus í Ulrikehamn, í Gunnebo- höll í Mölndal, í Marieholm, Mariestad, í Immanuelskirkjunni í Borás og í Lansteatern í Skövde. Var tríóinu alls staðar vel tekið og dómar í biöðum voru lofsamlegir. Meðlimir í Trio Nordica, sem fagnar fímm ára afmæli sinu um þessar mundir, eru Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Mona Sandström píanóleikari. Efnisskráin var hin sama á öll- um tónleikunum: Metamorfoser eftir Hafliða Hallgrimsson, Píanótríó í g-moll eftir Elfridu Andrée og Píanótríó í g-moll op. 17 eftir Clöru Wieck-Schumann. En það var fleira en hlýjar við- tökur sem gerði tónleikaferð þessa eftirminnilega fyrir stöll- urnar, ekki s/st þrír ungir ferða- félagar þeirra. Hér er átt við tveggja mánaða dóttur Auðar og þriggja vikna syni Bryndísar Höllu og Monu, sem fæddir eru sama daginn. Voru börnin aldrei langt undan meðan á tónleikun- um stóð enda þurftu þau að fá trakteringar hjá mæðrum sínum í hléi, eins og sjá má af meðfylgj- andi mynd, sem tekin var í Gunnebo-höll. Bæjaryfírvöld Garðabæjar Vilja semja við Jósefs- systur BÆJARSTJÓRANUM í Garðabæ hefur verið falið að leita eftir samningum við reglu Sankti Jósefssystra um leigu á húsnæði þeirra við Holtsbúð þar í bæ. Eru þær orðnar fáar í stóru húsnæði og vilja gjarnan leigja og hafa bæjaryfirvöld haft augastað á húsnæðinu sem dvalar- og hjúkrunarheimili og sem mið- stöð fyrir þjónustu við aldraða í bænum. Húsnæði systranna í Garða- bæ er um 2.300 m2 að stærð og segir Ingimundur Sigur- pálsson bæjarstjóri að það hafi upphaflega verið hannað sem dvalar- og hjúkrunar- heimili fyrir systumar hér. Nú þegar systrunum hafi fækkað sé húsnæðið orðið of stórt og vilji þær flytja og því hafí þessari hugmynd skotið upp að bærinn leigði húsnæð- ið. Segir bæjarstjórinn yfir- völd hafa boðið systrunum að útvega þeim annað húsnæði í staðinn ef á þarf að halda en St. Jósefsreglan rekur hjúkr- unarheimili í Danmörku. Ingimundur Sigurpálsson segir að vistrými geti verið fyrir 20 til 30 manns og sé sú þörf fyrir hendi þrátt fyrir að bærinn eigi 15 herbergi hjá Hrafnistu í Hafnarfirði. „Það myndi stórbæta möguleika bæjaryfirvalda til að þjóna eldri borgurum bæjarins. Þjónustan hefur ekki verið á einum stað en hér er ætlunin að hafa auk vistrýmisins, mið- stöð fyrir heimiÚshjálp, tóm- stundastarf og samastað fyrir alla öldrunarþjónustu innan bæjarins. Ef um semst er gert ráð fyrir því að bærinn taki við húsnæðinu á haustmánuð- um,“ sagði bæjarstjórinn og benti einnig á að fá yrði stað- festingu ráðuneytis á um- ræddum samningi vegna rekstrarleyfís. Varð undir tönn MAÐUR hlaut áverka á höfði og annarri hendi í vinnuslysi í Sundahöfn laust fyrir klukkan fjögur í gærdag, þegar verið var að setja tönn af snjótroð- ara inn í gám. Gámurinn stóð uppi á tengi- vagni vörubifreiðar og voru tveir lyftarar notaðir til að koma tönninni inn í gáminn. Rann tönnin til á brettinu og lenti á herðum mannsins, með þeim afleiðingum að hann féll niður. Maðurinn var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur þar sem gert var að sár- um hans. Hann mun m.a. hafa brotnað í andliti. Bændur brenna sinu MEÐ Ieyfi sýslumanns er heim- ilt að brenna sinu fram til 1. maí eins og bændur undir Hafn- aríjalli nýttu sér í gær. Að sögn lögreglunnar á Akranesi gekk bruninn slysalaust fyrir sig og í dag er spáð rigningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.