Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MORGUNB LAÐIÐ LANDIÐ Svæðisskrifstofa RKI á Austurlandi opnuð Reyðarfirði - Opnuð hefur ver- ið Svæðisskrifstofa Austur- lands. Hún er til húsa í Ráð- húsi Reyðarfjarðar á Búðar- eyri 7. Hlutverk skrifstofunnar er að halda utan um starfsemi deildanna innan fjórðungs og utan. Fréttabréf verður gefið út eftir þörfum. Deildirnar vinna að mörgum málaflokkum, haldin eru námskeið fyrir barnfóstrur, í skyndihjálp, í meðferð fjármuna, sálrænni skyndihjálp og mannlegum stuðningi og öðru því sem upp kemur hverju sinni. Sjúkraflutningar hafa verið stór þáttur í starfseminni og bóklegt og verklegt námskeið haldið í aprfl á Egilsstöðum fyrir sjúkrafiutningamenn og starfsfólk heilsugæslu. Nú er að hefjast söfnum til styrktar fórnarlamba á jarðsprengju- svæðum en önnur verkefni eru í gangi t.d. börn og stríð, um- hverfið og flóttamenn, fata- safnanir, einnig er unnið að neyðarvarnaáætlunum fyrir nokkra staði á Austurlandi. Rauði krossinn á erindi til allra, á vegum hans er unnið fórnfúst starf sem byggist á mannúð og hlutleysi. Svæðis- fulltrúi er Óskar S. Jónsson, s. 474-1464, fax: 474-1438, net- fang: austurlandÉredcross.is. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir KRISTJÁN Sturluson, skrifstofustjóri RKÍ, Sigrún Árnadóttir, framkvæmdasljóri RKÍ, Gísli Jónsson svæðisstjóri og Anna Þrúð- ur Þorkelsdóttir, formaður RKÍ. Leikskóla- gjöld á Húsavík gagnrýnd í FEBRÚARMÁNUÐI sl. gerði Verðlagseftirlit ASÍ, BSRB og Neytendasamtakanna könnun á gjaldskrám leikskóla. I könnuninni kom m.a. í ljós að leikskólagjöld voru einna hæst á Húsavík af öllum sveitarfélögum. Þessi niðurstaða kom bæjarfulltrúum, leikskóla- nefnd og foreldrum á Húsavík á óvart, segir í fréttatilkynningu frá Verslunarmannafélagi Húsavíkur. Þar segir ennfremur: „Stjóm Verslunarmannafélags Húsavíkur fór þess á leit við bæjarstjórn Húsavíkurkaupstaðar að gjald- skráin yrði lækkuð til samræmis við það sem almennt gerist í öðrum sambærilegum sveitarfélögum. Til- laga félagsins var um 10% hækkun auk upptöku gjalds fyrir 8 klst. vistun. Stjórn Verslunarmannafélags Húsavíkur er kunnugt um að mjög góð þjónusta er á leikskólunum á Húsavík en það er hún einnig hjá öðrum sveitarfélögum. Þannig eru yfirlýsingar frá fagnefnd Húsavík- urkaupstaðar (leikskólanefnd) um að börn viðast annars staðar fái ekki jafn gott fæði og á Húsavík í meira lagi undarlegar og alrangar miðað við kannanir sem félagið gefur gert. Málið fór síðan fyrir bæjarstjórn í mars og sáu bæjar- fulltrúar ekki ástæðu til að gera neinar leiðréttingar. Fundur í stjóm Verslunar- mannafélags Húsavíkur lýsir yfir vonbrigðum sínum með ákvörðun bæjarstjómar Húsavíkur að lækka ekki leikskólagjöld eins og félagið hefur lagt til. Stjóm félagsins væntir þess að gjaldskrár leikskól- anna verði leiðréttar við endur- skoðun fjárhagsáætlunar í haust þannig að foreldrar á Húsavík séu ekki að greiða hærra gjald en for- eldrar í öðrum sambærilegum sveitarfélögum. Morgunblaðið/Sig. Jóns. SMÁRI Ársælsson, íslandsmeist- ari í Svarta-Pétri, með sigurlaun- in á heimili sínu á Selfossi. s Islandsmeist- ari krýndur í Svarta-Pétri Selfossi - Smári Ársælsson frá Selfossi sigraði á fslandsmeist- aramótinu í Svarta-Pétri sem fram fór nýlega á Sólheimum í Grímsnesi. Þetta er annað árið í röð sem Smári sigrar á þessu skemmtilega spilamóti. í öðru sæti á mótinu varð Kristín Þóra Albertsdóttir á Selfossi og í þriðja sæti varð Erla Björk Sig- mundsdóttir, Undirhlíð á Sól- heimum. Sigurvegarinn hampaði veg- legum bikar, en auk hans voru 10 þúsund krónur í verðlaun sem ís- landsbanki gaf. Foreldra- og vinafélag Sólheima gaf önnur og þriðju verðlaun, fimm og þijú þúsund krónur. Smári var að vonum ánægður eftir mótið og sagði þetta alltaf skemmtilega keppni. Það væri gaman að spila og oft spennandi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason HÉRAÐSFUNDUR í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi var haldinn í Stykkishólmskirkju laugardaginn 25. aprfl. Þar voru mættir fulltrúar sóknarnefnda og starfandi prestar á svæðinu. Kynnt voru drög að reglugerð- um er varða stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Héraðsfundur í Snæfells- nes- og Dalaprófastsdæmi Stykkishólmi - Héraðsfundur var haldinn í Snæfellsnes- og Dala- prófastsdæmi í Stykkishólms- kirkju laugardaginn 25. apríl. Um var að ræða aukafund. Guðmund- ur Þór Guðmundsson, lögfræðing- ur Kirkjuráðs, og Ragnhildur Benediktsdóttur, skrifstofustjóri Biskupsstofu, komu og kynntu sóknarnefndarmönnum og prest- um ný lög sem samþykkt voru á Alþingi í fyrra um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. I framhaldi af setningu laganna hafa verið skipaðir nokkrir starfs- hópar sem fengu það verkefni að semja drög að nýjum reglugerð- um um hina ýmsu þætti nýju lag- anna. Starfshóparnir hafa lokið störfum. Þau Guðmundur Þór og Ragnhildur útskýrðu fyrirliggj- andi tillögur og þær breytingar sem þær boða. Þar er m.a. um að ræða drög að starfsreglum um skiptingu starfa presta í presta- köllum þar sem fleiri en einn prestur starfar. Fulltrúum á hér- aðsfundi er nú ætlað að skoða fyr- irliggjandi tillögur fram að hér- aðsfundi í haust, en þar er nánar fjallað um tillögurnar og gefst þá möguleiki á að gera athugasemdir áður en Kirkjuþing fær drögin til afgreiðslu. Hérðasfundinn sóttu 30 fulltrúar og prestar og er það mjþg góð mæting. I Snæfellsnes- og Dalaprófasts- dæmi eru 25 sóknir og þeim þjóna sjö prestar. Hefur starfandi prestum fækkað í prósfastsdæm- inu á undanförnum árum. Alls eru 28 kirkjur í umdæminu og eru þrjár í einni sókn. Prófastur um- dæmisins er Ingiberg J. Hannes- son, prestur á Hvoli í Saurbæ. Framboðs- listi Sam- stöðu og sameiningar Vaðbrekku, Jökuldal - FRAM er kominn framboðslisti Samstöðu og sameiningar vegna sveitai-stjórnar- kosninganna 23. maí í sameinuðu sveitarfélagi Jökuldals-, Hlíðar- og Tunguhreppa. Málefnaskrá fram- boðslistans í tíu liðum og listinn sjálfur voru samþykkt á fundi í Tungubúð þar sem mættu rúmlega þrjátíu manns. Helstu flokkar málefnanna eru skólamál, hreindýragarður, fjallskil, félagsþjónusta, sorp- og fráveitumál, vegamál, sameiningamál, atvinnu- mál, refa- og minkavinnsla og lýsing og merking bæja og minja. Framboðslistann skipa, 1. Katrín Ásgeirsdóttir loðdýrabóndi Hrólfs- stöðum, 2. Guðgeir Þ. Ragnarsson bóndi Torfastöðum, 3. Gylfi Hall- geirsson trésmíðameistari Hallgeirs- stöðum, 4. Jón Steinar Elísson bóndi Hallfreðarstöðum og hann er jafn- framt oddvitaefni listans. 5. Sigur- laug Gísladóttir skrifstofumaður og húsmóðir Hlíð, 6. Jón F. Sigurðsson loðdýrabóndi Teigaseli, 7. Björn Hallur Gunnarsson sjómaður Rangá, 8. Eiríkur Magnússon bóndi Hólma- tungu, 9. Hlíðar Eiríksson bóndi Hlíðarhúsum, 10. Aðalsteinn I. Jóns- son bóndi Klausturseli, 11. Birgir Ásgeirsson bóndi Fossvöllum, 12. Dvalinn Hrafnkelsson bóndi Vörðu- brún. 13. Stefanía Hrafnkelsdóttir bóndi Hallfreðarstöðum, 14. Örn Þorleifsson bóndi og kennari Húsey. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason FRÁ opnun tilboða í skrifstofu Stykkishólmsbæjar. Tilboð opnuð í efni fyrir væntan- lega hitaveitu Stykkishólmi - Hönnun hitaveitu fyrir Stykkishólm stendur nú yfir og er reiknað með að framkvæmdir hefjist í sumar. Verkfræðistofa Sig- urðar Thoroddsen hf. tók að sér að hönnun og undirbúning fram- kvæmda. Fyrstu tilboðin vegna hitaveit- unnar hefur verið opnuð. Þau voru í efni í aðveitu til bæjarins og er um að ræða einangraðar stálpípur í hlífðarkápu. í útboðinu er reiknað með að efnið sé komið til Stykkis- hólms. Alls bárust þrjú tilboð. Lægsta tilboð kom frá Seti hf. að upphæð 45.077.655 kr. og 47.290.740 kr. Næstlægst var tilboð frá Nör hf. að upphæð 54.834.991 kr. og ísrör hf. áttu þriðja lægsta tilboðið að upp- hæð 58.330.312 kr. Tilboðin verða nú skoðuð nánar og samið við þann sem er með hag- stæðasta tilboðið. > I > > >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.