Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ .40 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 Samsæri þagnarinnar Þeir sem andœft hafa gegn veldi sam- tryggingarinnar ogþeirri vanburða siðferðisvitund sem afhenni hefur leitt eiga e.t.v. von á óvæntum liðsmanni? Eitthvert versta átu- mein íslensks þjóð- félags hefur verið svokallað „samsæri þagnarinnar“. Það hefur birst með ýmsum hætti, en í sinni einföldustu mynd lýsir það sér í því að maður þegir um yfirsjónir annarra vegna þess að hann sjálfur hefur eitthvað að fela eða vill ekki styggja ein- hvern sér nákominn. Megin- ástæðan fyrir þessum samfélags- lesti eru náttúrlega hin nánu bönd fjölskyldu og vina í okkar litla landi. Að hluta til er þó or- sakarinnar að leita í hinu mikla flokkaveldi sem hér ríkti lengi. Einnig er að nefna það flókna kerfi greiða- VIÐHORF ffsemhér ----- heíur þroast Eftir Jakob F. jafnt í stóru Ásgeirsson sem smáu; það er almennur skilningur manna að greiði kem- ur á móti greiða. Af öllu þessu myndaðist geysiumfangsmikið samtryggingarkerfi ekki aðeins milli einstaklinga og fjölskyldna innbyrðis, heldur milli fyrirtækja og ekki síst stjórnmálaflokka. Af samtryggingunni leiddi svo „samsæri þagnarinnar“ sem hér hefur oft á tíðum verið yfirþyrm- andi, þótt úr því hafi nokkuð dregið á síðari árum. Ohætt er að segja að hér hafi verið um alvarlegra samfélags- vandamál að ræða en í flestum öðrum löndum. Langtímum sam- an hefur verið þagað um mikils- verð mál, vegna þess að það gæti komið einhverjum illa að fjallað sé um þau. Þegar svo stíflan hef- ur brostið af einhverjum ástæð- um hafa menn reynt hver um annan þveran að setja málið í annarlegt Ijós, t.d. að gera það „pólitískt" á einhvern hátt eða að persónulegu skítkasti. Þetta hef- ur m.a. haft það í för með sér að siðferðisvitund landsmanna hef- ur löngum verið vanburða og að sumu leyti staðið í vegi fyrir heilbrigðum starfsháttum í stjórnmálum og stjórnsýslu. Ennfremur hefur veldi sam- tryggingarinnar og „samsæri þagnarinnar“ orðið til þess að kjaftasögur hafa blómstrað; al- menningur fær útrás með því að slúðra, oft á rætinn hátt, og hef- ur af því hlotist margvísleg and- styggð því það er eðli slúðursins að menn og málavextir eru af- fluttir. Ofangreindar vangaveltur sóttu á mig við lestur greina Sverris Hermannssonar í Morg- unblaðinu. Sumir skilja þessar greinar svo að Sverrir sé að sýna samferðamönnum sínum framá að varast beri að kasta steinum úr glerhúsi. Þetta er misskiln- ingur. Dæmið ekki svo þér verðið ekki sjálfir dæmdir. Þessi orð hljóma að sönnu undarlega úr munni Sverris Hermannssonar. Hann hefur um ævina verið manna orðhvatastur og ekki dregið af sér í dómum um jafnt andstæðinga sem samherja, sbr. margvísleg ummæli hans í blöð- um undanfarið og endurminning- ar hans, Skýrt og skorinort, þar sem ekki eru sparaðir sleggju- dómamir um menn og málefni. Enda er það ekki það sem vakir fyrir Sverri Hermanns- syni, að gerast boðberi umburð- arlyndis og kærleika á gamals- aldri, heldur hitt að minna fólk á að samtryggingin sé í fullu gildi. Sverrir leitar skjóls í „samsæri þagnarinnar" og vill sýna framá að hver sá sem vogi sér að gagn- rýna hans gerðir skuli hafa verra af, það séu fleiri en hann með óhreint mél í pokahorninu. Og þess vegna hugsar Sverrir nú þegar hann les þessar línur: Hvað hef ég gert þessum manni? Er hann ekki að vestan? Af hverju er hann að ráðast á mig? Sverrir virðist ekki geta skilið að Landsbankamálið snýst alls ekki um hans persónu per se, heldur um siðferðislega ábyrgð manna í opinberu lífi. Hans fyrsta hugsun þegar hann heyrir gagnrýni í sinn garð er að þar sé á ferð annaðhvort pólitískur andstæðingur eða einhver sem eigi persónulegra harma að hefna. Öll viðbrögð Sverris í þessu Landsbankafargani hinu nýja hafa verið í anda gamla samtryggingarkerfisins. Og þess vegna hafa þau verið tóm geig- skot. Tímarnir eru nefnilega óð- um að breytast. Vafalaust á Sverrir til mörg svæsnari dæmi en hann hefur þegar dregið fram. Akvæði um bankaleynd setja honum eðlilega miklar skorður í árásum á nafn- kennda menn og fyrirtæki. En Sverrir á að láta af sínum leiða ósið að persónugera umræðuna. Slík vinnubrögð eiga að heyra til liðnum tíma. Og með því gæti hann hugsanlega komist að ein- hverju leyti framhjá þeim skorð- um sem bankaleyndin setur hon- um. Sverrir Hermannsson býr yfir ómetanlegri vitneskju um inn- viði íslensks fjármálalífs. Það væri því geysimikill fengur að því ef Sverrir tæki sig til og lýsti með málefnalegum en opinská- um hætti störfum sínum í bank- anum: Hvernig stjórnmálaflokk- arnir hafa ráðskast með bank- ann í gegnum tíðina, þau sérkjör sem áhrifamikil fyrirtæki og ein- staklingar hafa búið við í bank- anum á sama tíma og gengið hefur verið að sauðsvörtum al- múganum, og hvernig stjórn- málamenn og hæstsettu ríkis- starfsmenn hafa í reynd farið með skattfé landsmanna. Sverrir á að hætta þessu ómerkilega krafsi í menn sem einkennt hefur blaðaskrif hans undanfarið. Hann á að láta skeika að sköpuðu um banka- leyndina og skrifa þungvæga bók - ekki til að leggja líf ein- stakra manna eða fyrirtækja í rúst, heldur til að fjalla um al- varlegt þjóðfélagsmein með mál- efnalegum og ábyrgum hætti þannig að yngra fólk og kom- andi kynslóðir geti lært nokkuð og tamið sér heilbrigðari vinnu- brögð í framtíðinni. Með því ynni Sverrir Her- mannsson hið mesta þjóðþrifa- verk og fengi fyrir vikið sann- gjarnari dóm í sögunni. Og þar með legði hann þungt lóð á vog- arskálarnar við að kveða niður veldi samtryggingarinnar og það „samsæri þagnarinnar“ sem hér hefur grafið um sig. _________AÐSENPAR GREINAR____ Vonum það besta, verum viðbúin því versta PÁLL Zophoníasson var krafta- karl á fyi'ri hluta aldarinnar. Hann var af bestu ættum kominn, afi hans Jón Pétursson háyfirdómari og afabræður hans hinir merkustu leiðtogar á 19. öld, Brynjólfur Pét- ursson forsvarsmaður Islands í Kaupmannahöfn og Pétur biskup þá talinn auðugasti maður á land- inu. Páll var búfræðingur frá land- búnaðarháskólanum í Khöfn, kenn- ari á Hvanneyri og skólastjóri á Hólum. Hann var fjörugur, geysi nýjungagjarn, baráttuglaður og mælskur með afbrigðum, þótt hann væri nokkuð latmæltur og yrði frægur fyrir óðamála orðaleppa sína eins og „að súpa úr nálinni“. Logandi af áhuga um úrbætur í landbúnaði, einkum búfjárrækt, gerðist hann áhangandi Hriflu- Jónasar og eftir valdatöku hans 1927 varð hann ráðunautur Búnað- arfélagsins, allsráðandi til sjós og lands bæði yfir sauðfján-ækt og nautgriparækt. Valdataka hans átti eftir að hafa geigvænleg áhrif fyrir þjóðina eins og fleiri uppátæki Hriflu- Jónasar flokksins, því að Páll beitti sér af fít- onskrafti fyrir því að fluttar yrðu inn til landsins 20 kindur af Karakúlstoíhi. Af því leiddi hrikalegt áfall, því að með þessum út- lendu kindum bárust margar drápspestir: mæðiveiki - votamæði, þurramæði, garnaveiki sem smitaði bæði fé og nautgripi og loks að líkindum riðan í sauð- fé, þótt sumir haldi því fram að hún hafí verið fyrir í landinu (fjöruskjögur). Þannig gerðist þessi annars ágæti þjóðholli maður hinn mesti meinvaldur þjóðarinnar á öldinni, sem átti eftir að kosta hana á nú- tímamælikvarða margra milljarða skaða og félagslegt niðurdrep, þótt auðvitað hafi það ekki verið vísvit- andi né af illu innræti gert, heldur einungis af höfuðhleypingshætti og blindu vegna framfaraglýjunnar í augunum. Til merkis um það hve trúr hann var má nefna að hann fékk sjálfan tengdafóður sinn, Jón í Deildartungu í Borgarfirði, til að taka nokkrar Karakúlkindur, sem varð síðan versti útbreiðslustaður sjúkdómanna og var mæðiveikin í fyrstu kölluð Deildartunguveikin. Þetta sýnir hve einlægur hann var og vil ég ekki álasa honum í sjálfu sér því að „maðurinn vissi ekki bet- ur þá“ (eins og nú er sagt um gömlu Stalínistana), enda ferst mér það ekki, þegar ég hugsa til þess að forfóður mínum, Skúla fó- geta, varð á lík reginskyssa tveim- ur öldum fyrr að flytja til landsins spænska Merínóhrúta sem komu með kláðamaurinn í farteskinu með svakalegum eftirköstum, svo að minnstu munaði, saman við aðra óáran, að landið eyddist og þjóðin yi-ði forfærð suður á Jótlandsheið- ar. En Páll Zophoníasson ætlaði ekki að gera það endasleppt, hæst- ráðandi bæði yfir kindum og kúm. Hann var sífellt að tönnlast á „arð- semi“ fjárins og bar fram heldur en ekki nýstárlega hugmynd: - Hvað eruð þið bændur að láta gamalroll- ur lifa fram á elliár, eyða í þær fóðri og húsakosti, þótt þær gefi ekkert af sér. Ykkur væri nær að taka þær og slátra þeim. - En hvað á að gera við krofið af þeim? Mér er í bernsku minni það snjallræði sem Páll fann upp á. Hann stakk upp á því í fúlustu al- vöru að gamalærnar yrðu hakkað- ar niður og gefnar kúnum. Þannig væri Framsóknar“arðsemin“ tryggð með margföldum hætti, gamalrollur slegnar af, töðufengur sparaður og kýrnytin aukin með þessum „frábæra" fóðurbæti. Eg man sem strákur, hvað sveitafólki þótti þetta fáránlegt. Mig rámar rétt í skopvísu sem endaði svo: „að gefa ærnar kúnum" og væri gaman ef einhver vísnaspekingur vildi koma með vísuna alla. Fleiri vísur voru á kreiki um þetta og „þjófinn úr heiðskíru lofti“. Hins vegar finn ég í gömlum Spegli skopmynd af þessu at- viki þar sem Páll er að uppvarta kýrnar og mig langar til að birta hér með. Nútímafólki ætti að vera ljóst (eftir á) hve hörmuleg eftirköst þessi tillaga Páls hefði getað haft, einkum þar sem fjárrið- an hafði orðið samferða Deildar- tunguveikinni inn í landið. Það er hugsanlegt, ég segi hugsanlegt, að þúsundir ef ekki tugþúsundir manna hér á landi væru nú að visna upp í helgreipum Creutz- feldt-Jakobs-sjúkdómsins. En sem betur fer hafði kotbóndinn Bjartur Hér er alvarlegt stór- mál á ferðinni, segír Þorsteinn Thoraren- sen, ekkert minna en hættan á hruni ís- lenskrar hestamennsku og hestaútflutnings. hér vit fyrir sérfræðingnum úr kaupstaðnum. Bændakarlamir bara hlógu að þessari dæmalausu vitleysu og þjóðin slapp með skrekkinn. Því rifja ég upp þetta sem er mér svo glöggt í barnsminni, að nú stöndum við enn einu sinni frammi fyrir líkum vanda. Fyrir einu eða tveimur árum tókst okkur að forð- ast salmonellufaraldur með kjúklingalærum frá salmonellubúi í Svíþjóð, en nú dynja yfir slæm tíð- indi að upp gýs í Reykjavík hesta- sóttin og breiðist út um landið. Það alversta er þó að sjúkdómur þessi er áður með öllu óþekktur. Það bendir hugsanlega til þess, að þetta sé ný pest líkt og kjúklinga- inflúensan í Kína, sem gjósa upp eins og fleiri sjúkdómar upp á síðkastið, vegna breyttra þjóðfé- lagshátta samfara breyttu matar- æði (fóðri), gerviefnum og mengun. Sé það rétt erum við í reglulega vondum málum. Meðan sjúkdóm- urinn er enn óþekktur er ólíklegt að nokkrir íslenskir hestar fáist innfluttir til megin- landsins. Evrópumenn yrðu ekki hrifnir af því að fá yfir sig óþekkta pest sem gæti lagst á alla hesta þar í álfu. Það bann myndi ekki aðeins vara í nokkra mánuði, heldur mörg ár. Við getum heldur ekki boðið erlendum túristum í reiðtúra sem gætu smitað hesta í heimalandi þeirra hálfs dags flugferð yfir haf- ið. Hitt getur að vísu verið að veikin fjari út og verði eftir nokkur ár álitin skaðlaus, en ekki veldur sá sem varar. Líkt og í upphafi mæðiveikinnar vita menn nú ekki hvernig á að bregðast við þessum ósköpum. Upp kemur ringulreið þar sem hver höndin er upp á móti annarri og á meðan breiðist sýkin stjórnlaust út um landið. Ekkert hefur verið gert af viti til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins, meira að segja hefur hrossatað verið flutt átölulaust sem áburður milli lands- hluta og hestamenn úr fleiri lands- hlutum eru að koma saman á fundi og hitti það nokkuð vel í mark hjá Karli Ágústi í Spaugstofunni, þar sem hann varaði á skoplegan hátt við „fjölmiðlasmiti“. Sumir vilja smita allt landið sem fyrst, svo að þeir geti haldið hestamót í sumar!! Svona togast óskhyggja, kæruleysi og hagsmunapot á við skynsemina. Algjört öngþveiti ríkir og nú er veikin komin upp í Borgarfjörð og austur undir Eyjafjöll. Hér er al- varlegt stórmál á ferðinni - ekkert minna en hættan á hruni íslenskrar hestamennsku og hestaútflutnings, þjóðartjón strax upp á nokkur hundruð milljóna sem getur orðið enn stórkostlegra ef allt fer á verri veg og innflutningsbann yrði var- anlegt á meginlandinu. Missir markaðarins gæti orðið varanleg- ur, öll kynræktartengsl við Island myndu rofna og þýskir hestamenn sjálfir taka að sér ræktun nýs heil- brigðs stofns, sem yrði jafnvel stæm og betri markaðsvara en sá íslenski. Þegar svo mikið er í húfi þarf að grípa til skjótra aðgerða, koma upp öflugum varnarsvæðum með girð- ingum og fjölda hreinlætisvarð- stöðva, kannski með lýsólsteypi- böðum á alla merarmanga á flæk- ingi um landið og þungum viður- lögum gegn brotum á farsóttar- reglum. Fyrst og fremst þarf að verja með öllum ráðum Húna- vatnssýslu og Skagafjarðarsýslu, þar sem dýrmætustu hrossakynin er að finna. Ef til kæmi að þyrfti að skera niður hrossastofninn í öðrum landshlutum mætti ef til vill byrja frá grunni með Hindisvíkurstofni séra Sigurðar Norlands, þess mæta manns. Eg vil sérstaklega hvetja Norð- lendinga til aðgerða meðan ski-if- finnarnir í Reykjavík vita ekki sitt rjúkandi ráð. Hafið varann á Norð- lendingar og munið fordæmi og viðnám Péturs amtmanns sem sameinaði norðlenska bændur og snerist af alefli gegn lækningamis- tökum Jóns Sigurðssonar forseta, þegar engin lækning var enn möguleg. Þannig björguðu Norð- lendingar norðlenska fjárstofnin- um á síðustu öld, annars hefði ekk- ert sauðagull komið inn í landið sem varð svo mikil vítamínsprauta fyrir íslenskt atvinnulíf og efnahag undir síðustu aldamót, að þjóðin gat glöð heilsað nýrri öld. En hvernig geta hestamenn nú heilsað nýrri öld? Höfundur er rithöfundur og bókaút- gefandi. Þorsteinn Thorarensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.