Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 33
MORGUNB LAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 33 LISTIR Nýjar leiðir í listsköpun í VALI á innlendum listamönnum til þátttöku í samsýningunni var leitað til margi-a myndlistarmanna yngri kynslóðarinnar með það fyrir augum að varpa ljósi á breyttar áherslur í samtímamyndlist. I hópi þessara listamanna eru Guðrún Vera Hjartardóttir sem nýverið lauk framhaldsnámi í myndlist frá Hollandi og Egill Sæbjörnsson sem útskrifaðist frá Myndlista- og hand- íðaskóla Islands fyrir ári. Þau voru spurð að því hvað það væri sem þau sæktust eftir að koma á framfæri með list sinni. „Meira rokk og ról,“ svarar EgOl um- hugsunarlaust. lrA.ð vera tilflnningaleg og hafa það gaman,“ segir Guðrún Vera. Hún bætir við að fyrstu við- brögð sín við viðfangs- efni sýningarinnar hafi verið að fjalla ekki um líkamann heldur hinn ósýnilega innri mann og ýmis tilfinninga- gervi; hið andlega sem andstæðu þess líkam- lega. Egill hyggst sýna litskyggnur þar sem viðfangsefnið er m.a. dans og hreyfingar líkamans. „Samsýning sem þessi opnar mér nýjar leiðir í listsköpun, leið út úr vissri einangrun lista- mannsins og fyrir mér stendur þessi sýning fyrir meira líf - meiri orku!“ seg- ir Guðrún Vera. Egill seg- ist hafa beðið eftir sýningu sem þessari í mörg ár. „Eg lít á þetta sem tækifæri til að gera einhvað virkilega skemmtilegt, hafa gaman af því að búa til myndlist.“ Þau segja að umræða á sem breiðustum grundvelli hljóti að vera til góðs. „Til- finningaleg spéhræðslan hefur lengi loðað við ís- lenska myndlist," segir Guðrún Vera og Egill bætir því við að sú kynslóð lista- manna sem nú sé að koma fram sé að þessu leyti opinskárri og bein- skeyttiá en oft áður. Nýbýlavegi 12, sími 554 4433. Orlan Matthew Barney Slæráir fró 44-58 Jakkor fró 5.900 Buxur fró 2.900 Pilsfró 2.900 Blússur fró 2.800 Jokkor fró 5.900 Buxur fró 2.900 Pilsfró 2.900 Blussur fró 2.800 MORE Vor- og sumarlínan frá Brandtex er komin Ekki verr en ágætlega LEIKLIST Leikfélag Ilúsavfkur ÞREK OG TÁR Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Sínion- arson. Leikstjóri: Sigrún Valbergs- dóttir. Aðstoðarleikstjóri: Halla Rún Tryggvadóttir. Tónlistarstjóri: Jósep Sigurðsson. Lýsing: Jón Arn- kelsson. Leikmynd: Sigrún Val- bergsdóttir, Sveinbjörn Magnús- son, Sigurður Sigurðarson. Bún- ingar: Dómhildur Antonsdóttir. Förðun og hár: Steinunn Askels- dóttir, Erla Bjarnadóttir, Sædís Egilsdóttir, Elísa Ásgeirsdóttir, Hildur Baldvinsdóttir. Leikendur: Ingimundur Jónsson, Oddur Bjarni Þorkelsson, Dóra Ármannsdóttir, Snædís Gunnlaugsdóttir, Kristján Þór Magnússon, Krisfján Halldórs- son, Pétur Veigar Pétursson, Mar- ía Axfjörð, Margrét Sverrisdóttir, Elín Sigurðardóttir, ÓIi Þór Árna- son, Sigurður IHugason, Svavar Jónsson, Hrönn Káradóttir, Baldur Kristjánsson, Berglind Dagný Steinsdóttir, Hjálmar Bogi Hafliða- son, Krisljana María Kristjánsdótt- ir, Ármann Örn Gunnlaugsson. Sýning á Húsavík 25.04. kl. 16. SVO mikil hefur aðsóknin ver- ið á sýningar Leikfélags Húsa- víkur á Þrek og tár að uppselt hefur verið á allar sýningar að undanfömu og jafnvel þótt tvær séu haldnar á dag, eins og var laugardaginn 25. aprfl sl. Fólk drífur að í rútum frá nærliggj- andi sveitum til að skemmta sér drjúga stund með Leikfélaginu og þó hygg ég að flestir séu ekki að sjá Þrek og tár í fyrsta sinn. Fleiri sáu þetta leikrit í Þjóðleik- húsinu en nokkurt annað verk á þeim bæ, og svo skilst mér að rúmur helmingur þjóðarinnar hafi séð síðustu sýninguna í þeirri uppsetningu þegar henni var sjónvarpað fyrir ekki margt löngu. Nei, miðaldra fólk og það- an af eldra fer aftur til að sjá Þrek og tár vegna þess að leik- ritið vekur upp heldur ljúfar endurminningar í brjósti þess líkt og röddin í Ingibjörgu Þor- bergs, og vegna þess að þar birt- ast enn og aftur gömul þemu frá Halldóri Laxness, sem era með tímanum orðin þægileg eins og nikótínplástrar. Þessi þemu holdgerva svo týpur frá Laxness sem eru álíka djúpar og ástin er í dægurlögum, en spígspora samt enn um þjóðarvitundina eftir penna Olafs Hauks og Einars Kárasonar og ræmum Friðriks Þórs: Æðrulausir menn og spak- ir, ungir menn með útþrá, söngn- ir menn í fjötram, kommar, kap- ítalistar, trygglyndar konur. Þetta dugir þeim sem eldri eru. Yngi-a fólk fer örugglega vegna þess að því hefur verið sagt að þetta sé gaman. Og það er lóðið. Það er gaman að Þreki og tárum. Og Leikfélag Húsavíkur bregst ekki fremur en endranær trausti þeirra sem koma í vissu um ánægjulega kvöldstund. Leikmyndin er nokkuð í anda leikstjórans, Sig- rúnar Valbergsdóttur. Þar fer ekkert til spillis. Og ekki veitir af því að nýta þetta litla svið vel, því oft era þar margir í einu. Leikhópurinn var orðinn svo vel samæfður á þeirri sýningu sem ég sá, að allt gekk eins og í sögu. Það er furðu mikil breidd meðal leikenda að þessu sinni hvað tjáningargetuna áhrærh-, og þarna blómstra nokkrir leikarar sem ég hef fylgst með á undan- förnum árum. Oddur Bjarni Þor- kelsson bætir skrautfjöður í hattinn sinn sem söngvari og leikari í hlutverki Ai-na verka- manns á Vellinum. Kristján Þór Magnússon er vel töffaralegur sem Gunni gæi, og Dóra Ar- mannsdóttir syngur fallega og leikur vel hlutverk Helgu. Þá tekst þeim Snædísi Gunnlaugs- dóttur og Eh'nu Sigurðardóttur vel til, og þau Ingimundur Jóns- son, Svavar Jónsson og Hrönn Káradóttir gera góða og oft blæ- brigðaríka hluti, eins og þeirra er von og vísa. María Axfjörð er mátulega mæðuleg sem ráðskon- an, og Margrét Sverrisdóttir hef- ur áraeiðanlega sjaldan fundið sig betur á sviði en einmitt nú í hlutverki Margrétar, dóttur skó- kaupmannsins. Kristján Halldórsson gerði sínu hlutverki einnig góð skil, en þó held ég að honum henti betur raspsölumaðurinn en rússlands- komminn. Sigurður Illugason fór fyrir hljómsveitinni, sem lék vel og kröftuglega þrátt fyrir lítið olnbogarými. Sigurður söng einnig ágætlega og með hvað mestum tilþrifum. Þá er ónefnd- ur Pétur Veigar Pétursson sem leikur Davíð, saxófónleikarann unga. Pétur Veigar vinnur hér talsverðan leiksigur. I túlkun hans er Davíð dreyminn, hrein- lyndur og hjartagóður ungur sveinn. Eg held að hann hafi unnið hjörtu allra kvennanna sem komu með rútunni á sýning- una. Búningar, förðun og hár voru vel unnin og í takt við leik- inn. Eða svo skrumskæld sé setning úr munni Jóhanns kaup- manns í leikritinu: Þetta fór ekki vera en ágætlega. Að lokum þetta: Framsögnin var skýr og afar áheyrileg. Það er gaman að vera fyrir norðan og fylgjast með því hvernig sam- hljóðin takast á loft úr barka leik- endanna, en drabbast ekki út um munnvikin og niður á bringu, eins og stundum vill brenna við hjá ungu kynslóðinni fyrir sunnan. Guðbrandur Gíslason Erlendir gestalistamenn Louise Bourgeois ÞAU eiga það sameiginlegt að fást við mannslíkamann, sinn eigin og annarra, með einum eða öðrum hætti. Louise Bourgeois er frönsk myndlistar- kona á níræðisaldri sem býr og starfar enn af mikium eldmóð í New York. Kynhlutverk- in og táknfræði kynjanna eru henni hugleik- in og hún hefur látið til sín taka á vettvangi jafnréttisbaráttu sem meðlimur í skæruliða- samtökum myndlistarkvenna í Bandaríkjun- um, Guerilla Girls, sem berjast fyrir því að hlutur myndlistarkvenna í listheiminum sé réttur og virtur. Bandaríska myndlistarkonan Barbara Kruger hefur ekki síður beint sjónum að jafnréttismálum kynja og kynþátta í verkum þar sem hún hefur tileinkað sér áróðurs- tækni auglýsinganna og birtir boðskap sinn í formi texta á almannafæri, s.s. á plakötum, Ijósaskiltum og utan á strætisvögnum stór- borganna. Matthew Barney er líka frá Bandaríkjun- um og starfaði áður sem ljósmyndafyrirsæta. Þegar hann síðan gerðist myndlistarmaður hélt hann áfram að vinna með blekkingu ljós- myndarinnar og kvikmyndanna í verkum þar sem hann bregður sér í gervi hálf-mennskra kynjavera, n.k. sambland af kentári, búálfi og manni, - uppfullum af táknrænum tilvís- unum. CREMASTER 4 nefnist nýleg kvik- mynd listamannsins sem sýnd verður í Regnbogan- um dagana 21. og 30. maí og 6. júní kl. 17. Undanfarinn áratug hefur myndlistarkonan Orl- an hvað eftir annað farið í fegrunaraðgerðir og gengið sífellt lengra í skrumskælingu á eigin lík- ama. Ekki alls fyrir löngu lét hún græða á sig horn og árið 2002 gengst hún undir aðgerð í Tókýó þar sem grætt verður á hana eins stórt nef og andlit hennar getur borið. Orlan kemur ein listamann- anna fjögurra hingað til lands og heldur fyrirlestur í Norræna húsinu miðvikudaginn 27. maí kl. 20. Tónlist í SAMSTARFI art.is og Hins hússins verða haldnir þrennir popptónleikar í Nýlistasafninu í tengslum við sýningarnar. Tveir tónlistargjörningahópar sækja hátíðina erlendis frá. Fyrst kemur fram hljóm- sveitin Panorama föstudaginn 22. maí kl. 21. Á sama tíma viku síðar leikur hljómsveitin Maus og þriðja sinni, föstudag- inn 5. júní, Kolrassa krókríð- andi. Metaverse nefnist marg- miðlunargjörningur DJ T-inu og Ulfs Freyhoffs sem haldin verður í Nýlistasafninu fimmtudaginn 4. júní kl. 21. Þá mun Lucky People Center (LPC) frá Svíþjóð sem komið hefur fram í MTV vera með verk á sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.