Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 29 Sýningin Bjartar nætur fellur niður á Listahátíð TIL stóð að einn þriggja hluta sýn- ingar Nútímalistasafnsins í París á norrænni myndlist, Bjartar nætur, kæmi hingað til lands í sumar og yrði sett upp á Kjarvalsstöðum á Listahátíð í Reykjavík. Ljóst er að af því verður ekki vegna fjárkröfu Nútímalistasafnsins sem fram kom á síðustu stundu. Sýnir úr norðri er yfirskrift sýn- ingarinnar í París. í þeim hluta sem nefnist Bjartar nætur er úi’val verka yngri listamanna á Norður- löndunum og var sýningin unnin af þeim Hans Ulrich Olbrist og Laurence Bossé. Sýningin er styrkt af Norrænu ráðherranefnd- inni og með lánum á verkum frá norrænum listasöfnunum. Að sögn Eiríks Þorlákssonar, forstöðu- manns Listasafns Reykjavíkur, hafði safnið unnið að því ásamt Listasafninu í Bergen, í Gautaborg og í Pori í Finnlandi að fá að setja upp lokahluta sýningarinnar í þess- um söfnum síðar á árinu. Fyrst átti sýningin að koma á Listahátíð í Reykjavík við sýningarlok í París um miðjan maí. I mars hafi Nú- tímalistasafnið í París hins vegar sett fram kröfur til safnanna fjög- urra um umtalsverðar peninga- greiðslur íýrir komu sýningarinn- ar. „Slíkt hafði aldrei verið rætt áð- ur á undirbúningsstigum sam- starfsins og forsvarsmenn nor- rænu safnanna vora einhuga um að hafna þessum kröfum sem við fór- um jafnframt fram á að yrðu dregnar til baka,“ segir Eiríkur. „Þegar það var ekki gert heldur boðað til samningaviðræðna við söfnin var ákveðið að aflýsa sýn- ingunni í Reykjavík þar sem tíminn var orðinn of naumur." Hann segir þessi málalok vissulega vonbrigði fyrir safnið, viðræður við annan sýningarstjórann, Hans Ulrich 01- brist, hófust fyrir tveimur árum og því hafi ekki mátt ætla annað en að samningar hefðu verið fullfrá- gengnir. I stað norrænu samsýningarinn- ar Bjartar nætur verða sett upp á Kjarvalsstöðum verk í eigu safns- ins. Þetta er sumarsýning safnsins sem fyrirhugað var að setja upp að lokinni Listahátíð. Framlag Lista- safns Reykjavíkur til Listahátíðar verður eftir sem áður sýning á verkum eftir Erró sem opnuð verð- ur í Hafnarhúsinu við setningu há- tíðarinnar 16. maí nk. Námskeið um írskar fornsögur Endurmenntunarstofnun Háskól- ans býður á tímabilinu 4.-27. maí upp á kvöldnámskeið um írskar fornsögur. Námskeiðið ber nafnið Dyggðum prýddir kappar og vilja- sterkar konur eða „Worthy Men of Noble Deeds and Brave Feats and Strong-Willed Women: The Irish Sagas“. Námskeiðið fer fram á ensku og verður haldið á mánudags- og mið- vikudagskvöldum. Það er ætlað fólki sem þekkir lítið til írskra forn- sagna en hefur almennan áhuga á sögu, félagsfræðum og bókmennt- um. Líkt og okkar sögur ^ í kynningu á námskeiðinu segir: „Irar hófu snemma að rita sögur af köppum sínum og eru þær um margt sambærilegar við íslenskar fornsögur. Líkt og okkar sögur eiga írskar fornsögur sér rætur í fornum hefðum úr heiðni, munn- legri geymd og kristnum hug- myndum sagnaritara á miðöldum. I sögum þeiira er fjallað um bar- daga karlmanna, lagaflækjur, kveðskap og trúarbrögð og dregin upp mynd af samfélagi þar sem konur njóta mikils frjálsræðis. Lögð er áhersla á ættfræði og tryggð við vini, fjölskyldu og leið- toga um leið og lýst er átökum milli eigin hagsmuna og þeirra skuldbindinga sem á mönnum hvfla.“ Fyi’irlesari á námskeiðinu verð- ur Heidi Anna Lazar-Meyn. Hún er með BA-próf í málvísindum frá Princeton háskóla og MA-gráðu í sömu fræðum frá University of Pennsylvania, hvaðan hún er nú í leyfi frá doktorsnámi. Heidi hefur fengið útgefnar ýmsar ritgerðir um fornírsku sem er hennar sérsvið og önnur keltnesk mál. INGIBJÖRG Ágústsdóttir er fatahönnuður og hefur hannað og saumað brúðarkjóla sem hún sýndi á sýningu Emblu í Norska húsinu. ARNDIS Jóhannsdóttir og Anna Þóra Karlsdóttir úr Reykjavík við eitt verka sem var á listsýning- unni, blöðrustrengur. Listsýningar í Stykkis hólmi í sumarbyrjun Styldíishólmi. Morgunblaðið. FELAGIÐ Emblur í Stykkishólmi stóð fyrir listsýn- ingu í Norska húsinu í tengslum við vorvöku sína. Þar sýndu 8 konur frá Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4 í Reykjavík, handunna og nýstárlega listmuni unna úr margvíslegu efni. Arndís Jóhannsdóttir var með muni úr fískroði, Anna Þóra Karisdóttir teppi og muni úr ullarflóka, Valdís Harrysdóttir með hluti úr grísablöðrum, hör og hrosshári, Unnur Knudsen sýndi textílverk, Hulda B. Agústsdóttir með skartgripi unna úr plasti, málmi og silki, Margi’ét Guðnadóttir sýndi körfur, Fríða Krist- insdóttir var með vefnað og Olöf Erla Bjarnadóttir sýndi muni úr jarðbrenndum steinleir. Konurnar eiga það sameiginlegt að eiga og reka verslunina Kirsuberjatréð í Reykjavík þar sem þær selja þá muni sem þær búa til. Ingibjörg H. Ágústsdóttir, fatahönnuður í Stykkis- hólmi, sýndi brúðarkjóla sem hún hefur hannað og saumað. Þai’na voru 5 brúðarkjólar eftir hana ólíkir hver öðrum. Mikil vandvirkni og nostur einkenna verk hennar. Kjólana tengdi hún ýmsum ævintýrum. Bernt H. Sigurðsson smiður í Stykkishólmi sýndi samborgurum sínum nýja hlið á sér. Hann var þarna með 35 listmuni gerða úr steini og smíðajárni. Hann hefur fengist við þessa sköpun síðustu 13 árin heima hjá sér í bílskúrnum og sýnir nú afraksturinn í fyrsta skipti. Listsýningin í Norska húsinu var opnuð sumardag- inn fyrsta og stóð í 4 daga. Sýningin var mjög fjöl- breytt og vakti hún mikla athygli bæjarbúa. Mikil að- sókn var að sýningunni og er talið að yfir 300 manns hafi komið í Norska húsið á sumardaginn fyrsta og eru Emblu-konur og sýnendur mjög ánægð með viðtök- urnar. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason BERNT H. Sigurðsson í Stykkishólmi sýndi í fyrsta sinn verk sem hann hefur unnið í frítíma sínum og vöktu þau mikla athygli. Hér heldur hann á tveimur þeirra. Formaður með fjölbreytt áhugamál FINNLANDSSÆNSKA rithöf- undasambandið kaus sér nýlega formann og tók Thomas Wulff við af ljóðskáldinu Agneta Ara. Wulff (f. í Helsingfors 1953) sem er jafnvígur á ljóð og sagnagerð er áhugamaður um búddíska list, Andrés önd, bófa- og einkalöggur, kvikmyndir og goðafræði. Hann hefur samið bók um aðdráttarafl hins illa, en í henni er hlutur bófa stór. Við sama tækifæri úthlutaði Rit- höfundasambandið verðlaunum og styrkjum. Skáldið og þýðandinn Caj Westerberg fékk hæstu verð- launin, 30.000 finnsk mörk, fyrir snjallar þýðingar sínar á ljóðum Finnlandssænskra skálda á finnsku. Athugið að verð á NOOTEBOOM vögnunum er nú mjög hagstætt A Verktakar - Vörubíls Sýnum þriggja öxla vélavagn á loftfjöðrum. Hönnun og smíði skv. Evrópustöðlum. Sjón er sögu ríkari, komið og sjáið það nýjasta! NOOTEBOOM sem er einn virtasti framleiðandi Evrópu býður vagna í stærðum upp í 150 tonna burðargetu og eru þeir þekktir fyrir hugvitsamlega hönnun og vandaða smíð. Skútuvogur 12A - Reykjavík - Sími 568 1044
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.