Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 45 LOFTUR BJARNASON í dag er öld liðin frá fæðingu Lofts Bjarnasonar útgerðarmanns í Hafnarfírði. Ég hef verið að hugsa til hans síðustu daga. Myndin er skýr í huganum: hann gengur svolít- ið álútur, glettinn á svip og hýr til augnanna. Frá honum stafar festa, viljastyrkur og vinsemd. Pó að hann sé knappur meðalmaður á hæð, festa menn augun á hann í fjöl- menni. Hann setur svip á umhverfi sitt hvar sem hann fer. Hann er vel máli farinn og snjall tækifærisræðu- maður, hrókur alls fagnaðar. Loftur Bjarnason var fæddur á Bíldudal við Amarfjörð hinn 30. apríl 1898. Foreldrar hans voru Bjarni Loftsson kaupmaður og kona hans, Gíslína Þórðardóttir. Hún var ættuð frá Sveinseyri við Tálkna- fjörð. En í fóðurætt rakti Loftur ættir sínar á Hvalfjarðarströnd. Afi hans og amma, Loftur Bjarnason og Guðrún Snæbjarnardóttir, bjuggu á Brekku. Loftur var elstur þriggja bræðra. Hinir voru Þórður bókari í Hafnarfirði, kvæntur Valgerði Jó- hannesdóttur, og Kristján, sem kvæntur var Magneu Kristjánsdótt- ur. Hann var stýrimaður á Heklu og drukknaði, þegar henni var sökkt af kafbáti hinn 29. júní 1941. Fjórtán fórust en sex var bjargað eftir að hafa hrakist á björgunarfleka tíu og hálfan sólarhring. Á uppvaxtarárum Lofts rak Pétur Thorsteinsson umsvifamikla útgerð á Bíldudal og hefur vafalaust stælt vilja og þrek þeirra unglinga á staðnum sem veigur var í. Þar var Loftur fremstur í flokki og uppá- tæki hans lengi í minnum höfð eftir að hann hafði hoi’fið á braut. Hann hóf sjómennsku á árabátum strákur 12 ára gamall og var síðan tvö sum- ur á skakskútu, Kútter Helgu, sem Pétur Thorsteinsson átti, en hann skírði skútur sínar í höfuðið á dætr- um sínum. Síðan lá leið hans í Stýri- mannaskólann og lauk hann þaðan meira stýrimannsprófi með hárri einkunn aðeins 18 ára gamall. Páll Halldórsson skólastjóri sagði síðar að Loftur hefði verið yngsti nem- andinn sem hann útskrifaði með meirapróf á þeim 37 árum sem hann fór með skólastjóm. Síðan réðst hann til Eimskipafélags Islands uns hann hætti sjómennsku árið 1926, þá 1. stýrimaður á Lagarfossi. Hann fékk ekki útrás fyrir kraftana í ör- uggu skjóli farmennskunnar, en kaus að brjótast áfram á eigin for- sendum. Hann lét brátt mikið að sér kveða og ýkjulaust má segja að í nær hálfa öld hafi hann verið einn af fremstu útgerðar- og athafnamönn- um landsins. Vorið 1926 settist Loftur að í Hafnarfirði og rak þar stóra fisk- verkunarstöð í félagi við Geir Zoéga um 14 ára skeið. Árið 1927 stofnaði Loftur í félagi við aðra útgerðarfélagið Júní, sem gerði Eljuna út á línu og sfldveiðar, en skipstjóri var Guðmundur Júní Ásgeirsson. Síðar var Loftur einn af stofnendum togaraútgerðarfélag- anna Júpíters 1929 og Marz 1940. Hann var framkvæmdastjóri Júpít- ers til 1940 og Marz til 1946. Arið 1936 stofnaði hann togaraútgerðar- félagið Venus með Vilhjálmi Áma- syni og Þórarni Olgeirssyni ræðis- manni í Grimsby. Félagið keypti síð- ar nýsköpunartogarann Röðul. Var Loftur framkvæmdastjóri félagsins til ársins 1968 þegar Vilhjálmur hætti skipstjórn og tók við starfi framkvæmdastjóra. Loftur var í stjórn Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda frá 1943 og formaður frá 1959 til 1973 er hann baðst undan endurkjöri. Á því ári var hann gerður að heiðursfélaga FÍB, hinn fjórði í nærri 60 ára sögu félagsins. Hinir vom Thor Jensen, Halldór Kr. Þorsteinsson í Háteigi og Þórarinn Olgeirsson. Loftur var í stjórn Landssam- bands ísl. útvegsmanna frá 1944 til nóvemberloka 1973 og varaformað- ur frá 1947 þar til hann baðst undan endurkosningu. Hann átti sæti í stjóm Sfldarverk- smiðja ríkisins 1932-1933, í stjórn Eimskipafélags Islands eitt ár en baðst undan endurkosningu. Hann átti sæti í stjóm Hafrannsókna- stofnunarinnar í 8 ár en baðst þar einnig undan endurkosningu. Hann var í áratugi í stjóm SÍF. Þá var hann meðal helstu hvatamanna að stofnun Stuðla hf. og í stjórn þeirra frá upphafi. Loftm- var fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjóm Hafnarfjarð- ar 1934-1950 og ritstjóri Hamars, blaðs sjálfstæðismanna þar, um skeið. Loftur Bjamason hafði vakandi áhuga á félagsmálum og þjóðmálum. Hann trúði því að frjálsræðið væri forsenda allra framfara. - „En það er ekki nóg að nota frelsið eða frjáls- ræðið,“ sagði hann. „Menn verða að standast þá freistingu að ana ekki út í hvaða vitleysu sem er og einnig að vera ábyrgir gerða sinna ... velta ekki allri ábyrgð yfir á aðra.“ Og hann bætti við: „Enginn okkar getur borið ábyrgð á ógæftum, aflaleysi eða verðfalli. En höft eru manna- setningar og heyra fortíðinni til, í öllum frjálsum löndum, þar sem rík- ið er til fyrir einstaklinginn, en ekki einstaklingurinn fyrir ríkið." Með stofnun Hvals hf. árið 1947 urðu þáttaskil í lífi Lofts Bjarnason- ar. Hann hafði verið einn af helstu hvatamönnum að stofnun félagsins. Vissi sem var að togarasjómenn höfðu orðið varir við mikla hvala- gengd út af SV- og Vesturlandi. Hér á landi var þá engin þekking á veið- um né hvalskurði. Fyrir þá sök var kallaður hingað norskur skipaverk- fræðingur, Herman Christiansen, til ráðuneytis um staðarval og allan undirbúning. Miðsandur í Hvalfirði varð fyrir valinu vegna þess að þar höfðu Bandaríkjamenn skilið eftir margvísleg húsakynni, sem nýttust hinu nýja fyrirtæki, en úrslitum um staðarvalið réð ugglaust að þar var ketilhús með þrem fullkomnum gufukötlum og trébryggja, mikið mannvirki. Framkvæmdastjóri var ráðinn Amljótur Guðmundsson bæj- arstjóri á Akranesi. Fyrstu stjóm skipuðu Loftm- Bjamason formaður, Guðmundm- Kristjánsson skipamiðl- ari, Kristján Guðlaugsson hæsta- réttarlögmaðm-, Othar Ellingsen framkvæmdastjóri og Egill Vil- hjálmsson forstjóri. Stærstu hlut- hafarnir vom togaraútgerðarfyrir- tækin Venus hf., fyrirtæki þeirra Lofts Bjarnasonar og Vilhjálms Árnasonar, og Max Pemberton hf., íyrirtæki Halldórs Kr. Þorsteins- sonar. Hluthafai’ vom 68, sem var óvenjulegt á þeim tíma. Það var að mörgu að hyggja og mörg Ijón á veginum áður en fyrsta vertíðin gat hafist í maí 1948 eða fyrir réttum 50 árum. Lykfllinn var sá að ráða Norðmenn tfl stöðvarinn- ar til að kenna íslendingum veiðarn- ar og skurðinn. Nokkur hagnaður varð af rekstrinum fyrsta árið, en síðan seig á ógæfuhliðina og varð mikill rekstrarhalli næsta ár, sem m.a. var rakinn til þess að sala á kjöti til manneldis í Englandi brást. Mjög hafði gengið á eignir Hvals þegar hér var komið sögu. Stjórnin tók þó þá ákvörðun að halda rekstr- inum áfram og lagði mikið undir, en Loftur tók við framkvæmdastjórn og hélt henni og stjórnarfor- mennsku til dauðadags. Rekstr- arskilyrðin höfðu batnað með gengisfellingunni vorið 1950 auk þess sem lýsisverðið hækk- aði vemlega vegna Kóreu- stríðsins. Þetta hvort tveggja gjörbreytti rekstrarforsendum stöðvarinnar. Með markvissum aðgerðum lagði Loftur brátt traustan grann að framtíðar- rekstri fyrirtækisins. Fyrstu árin stóð lýsið að mestu undir framleiðslukostnaðinum en það átti eftir að breytast. Árið 1952 tókust samningar um útflutning á hvalkjöti til dýrafóðurs til Englands og var það fryst í frystihúsi Heimaskaga á Akra- nesi, sem Jón Amason alþingis- maður rak. Á þessum áram var náin samvinna mflli Lofts og Inga Bjarnasonar efnaverk- fræðings sem leiddi til þess að fyrstu soðkjamatækin hér á landi vora sett upp i hvalstöð- inni vorið 1953 og síðan kom röðin að sfldarverksmiðjunum í Siglufirði. Þessi nýjung gerði hvort tveggja í senn að auka nýtingu hrá- efnisins og gera afurðirnar verð- meiri og próteinríkari. Þetta er nefnt hér sem dæmi um það, hversu vakandi Loftur var i framkvæmda- stjórn sinni og opinn fyrir hverskon- ar nýjungum til sjós og lands sem máttu verða til þess að bæta vinnu- brögð og auka afrakstur framleiðsl- unnar. Hann hafði jafnframt næmt auga fyrir sölu- og markaðsmálum og naut hvarvetna, hér á landi sem erlendis, trausts í viðskiptum. Hann sóttist ekki eftir skyndigróða heldur horfði lengra fram og kaus að kaup- in væru hagkvæm fyrir báða aðila. Það segir sína sögu, að um langt skeið framleiddi Hvalur hf. meiri út- flutningsverðmæti en nokkurt ann- að fyrirtæki hér á landi í einkaeign. Þegar umsvifin voru mest skflaði fyrirtækið um 2% af útflutningstekj- um landsmanna. „Hann fylgdi þeirri farsælu reglu í hækkandi verðlagi að spenna ekki bogann tfl hins ýtrasta, því að eng- inn yrði gjaldþrota á því að selja með hagnaði,“ skrifaði Sveinn Bene- diktsson um Loft látinn, en þeir vora nánir samstarfsmenn og vinir um hálfrar aldar skeið. Ég gæti best trúað því að þeir hafi talað saman á hverjum degi síðustu árin, gaman- samir eða alvörugefnir eftir því sem við átti, - djúpvitrir vfl ég segja á þau málefni eða viðfangsefni, sem þeir sökktu sér niður í og töldu mestu varða fyrir þau fyrirtæki sem þeim var trúað fyrir. Framsýni Lofts kemur glöggt fram þegar saga hvalveiðanna er rakin. Undir lok sjöunda áratugar- ins var orðið ljóst að tekið gæti fyrir innflutning á hvalkjöti til Englands. Þá hafði Loftur tryggt sér viðskipta- sambönd fyrir hvalafurðir í Japan og hófst útflutningurinn árið 1971. Þessi viðskipti urðu brátt umfangs- mikil og má segja að hver kjöttutla hafi verið nýtt tfl manneldis, rengið og mikið af spikinu sem áður hafði allt farið til bræðslu. Japanskir matsmenn kenndu ný vinnubrögð og flokkun kjötsins var flókin og ná- kvæm. Verðmætastur var aftasti bitinn af hryggnum og þótti best ef fituinnihaldið náði því að vera 25% og etinn hrár með sojasósu. Áður þóttu þessir bitar ekki brúklegir til dýrafóðurs. Jafnvel gamirnar vora hirtar til manneldis, en það mat var vandasamt og ekki öðrum en Japön- um ætlandi. Þeir gáfu okkur einu sinni að smakka. Suðu garnirnar í fötu úti á planinu. Þær vora góm- sætar og minntu á kjúklingakjöt. Svo kenndu þeir okkur að þurrka kjötið og eta það hrátt. Það er til marks um nýtni og natni Japananna að frystu hvalafurðirnar vora flokk- aðar í 50-60 undirflokka. Þegar hér var komið sögu skipti lýsis- og mjölframleiðslan æ minna máli en frystu afurðirnar urðu ráð- andi um afkomu fyrii-tækisins. Nú hafði líka sú breyting orðið að Hval- ur hafði eignast hraðfrystihús í Hafnarfirði, stækkað það og endur- bætt svo að það var eitt hið full- komnasta í landinu. Lofti varð það mikið ánægjuefni að hvalurinn skyldi nær allur nýttur til manneldis og taldi að með því hefði framhald hvalveiða við ísland verið tryggt eft- ir því sem hægt væri. Auðvitað var aila tíð lagt upp úr því að nýta innanlandsmarkaðinn en hann var takmarkaður og bundinn við besta kjötið af minnstu hvölun- um. Og svo var alltaf nokkur eftir- spurn eftir rengi og sporði. Fyrstu árin vora hvalskíðin seld til Frakk- lands í lífstykki en síðan leystu gemefni þau af hólmi. Loftur lagði jafnan mikið upp úr því að hráefnið væri óskemmt þegar það barst að landi og að tími ynnist tfl að skera hvalina jafnóðum. Skip- stjórunum vora því sett tímamörk hversu gamall hvalurinn mætti verða frá því hann var skotinn þar til komið var með hann í land og styttist sá frestur veralega eftir að hvalurinn var allur nýttur til mann- eldis. Bátarnir máttu ekki koma með meiri afla en tvær langreyðar eða fimm sandreyðar úr hverri veiðiferð. Um búrhvalinn gegndi sérstöku máli þar sem ekki mátti blanda afurðum hans saman við af- urðir reyðarhvala í vinnslunni. Þess vegna vora búrhvalsveiðar bannaðar þegar mikið veiddist af langreyði og sandreyði. Loftur hafði mikinn áhuga á lífríki hafsins og lifnaðarháttum hvalanna og fylgdist vel með öllu því nýjasta sem fram kom. Hann átti gott sam- starf við Hafrannsóknastofnun. Hann greiddi götu innlendra og er- lendra vlsindamanna í störfum þeirra og stuðlaði með öðrum hætti að því að hægt væri að afla sem mestrar þekkingar á eðli og stofn- stærð hvalanna hér við land. Reynt var að haga sókninni innan þeirra marka að ekki yrði gengið á stofn- inn. Og ég er ekki í vafa um að þess hafi verið gætt eins og nýjustu tölur um stærð hvalastofnanna hafa raun- ar staðfest. Breskur vísindamaður og hvala- sérfræðingur, Sidney Brown, var við rannsóknir í hvalstöðirini nokkur sumur fyrir og eftir 1970. Ég færði framtíð hvalveiðanna einu sinni í tal við hann. Hann var ekki í vafa um að nauðsynlegs hófs væri gætt við sóknina í hvalastofninn hér við land og vfldi ekki trúa öðra en veiðamar ættu langa framtíð fyrir sér. Okkur bæri að nýta þessar auðlindir hafs- ins eins og aðrar. En tíminn vann á móti hvalveið- um sem atvinnugrein svo að eðli þerira breyttist 1986. Þá var þeim stjómað samkvæmt vísindalegri áætlun og hélst svo til 1989. Síðan hefur bátum og verksmiðju verið haldið við í þeirri trú að veiðamar geti hafist að nýju. Fyrir því eru augljós rök. Okkur hefur lærst að halda sókninni innan hæfilegra marka og afurðimar fara nær allar tfl manneldis. Við teljum það sjálf- sagðan rétt okkar, íslendingar, að nýta auðlindir hafsins og óttumst að hvalastofninn vaxi úr hófi fram. Og svo skfla hvalveiðarnar góðum af- rakstri í þjóðarbúið, ef vel er að þeim staðið, - ef þær era reknar á réttum forsendum sem atvinnugrein og frjálst að selja afurðimar þar sem markaður er fyrir þær. Það var gott að vinna í hvalnum. Samfélagið á Miðsandi var kannski ekki stórt og þó. Ríflega 100 manns ef allt var talið. Kjarninn hafði unnið þar árum saman og nokkrir áratug- um saman undir það síðasta. Ingvi Böðvarsson, sem þar er enn starfs- maður, vann á planinu fyrstu vertíð- ina og hefur unnið við hvalstöðina síðan. Starfsfólkið var af ólíkum toga: járniðnaðamienn og vélstjór- ar, bændur og bændasynir, sjómenn og verkamenn, skrifstoftifólk og námsmenn og svo önnuðust konum- ar matseldina. í Hvalnum bundust menn vináttuböndum og vinnan var námsmönnunum holl. En það var einmitt sérstakt fyrir Loft að hann vildi greiða götu námsmanna og - kvenna til þess að þau gætu kostað nám sitt sjálf. Hinn 11. maí 1939 kvæntist Loft- ur Solveigu Ingibjörgu, dóttur Sveinbjamar kaupmanns Kristjáns- sonar á ísafirði og konu hans, Daní- elínu Brandsdóttur. Börn þeirra era Birna og Kristján, en hann er kvæntur Auðbjörgu Steinbach. Kristján tók við framkvæmdastjórn af föður sínum. Hann nauðaþekkir alla þætti í rekstri hvalveiðistöðvar. Fór ungur á bátana og vann síðan náið með fóður sínum. Það var gifta Lofts að hann vissi fyrirtækið í góð- um höndum sonar síns þegar hann félli frá. Starfsaldur Lofts var orð- inn langur. Hann hafði verið heilsu- hraustur lengst af ævi sinnar en um það leyti sem hann varð 75 ára tók heflsan að bila. Gekkst hann þá und- ir skurðaðgerð og náði furðu góðri heilsu að nýju. Hann lést á Landa- kotsspítala hinn 15. júlí 1974 eftir skamma legu. Réttum mánuði áður eða hinn 16. júní var dóttursonur hans, Loftur Bjanú, skírður í Hall- grímskirkju í Saurbæ. Var það í síð-. * asta skipti sem Loftur Bjamason sótti kirkjuna þar í lifanda lífi, en það- an fór útfór hans fram að hans ósk. Þau Solveig og Loftur áttu góða ævi saman, vinmörg og gestrisin svo að af bar. Þau vora jafnan boðin og búin til þess að styðja góð málefni. Okkur gömlum hvalmönnum era þau sérstaklega kær vegna þeirrar birtu og hlýju sem stafaði frá þeim í Hvalfirðinum. Og gildir raunar hið sama um Birnu og Kristján. Solveig og Loftur vora mjög kirkjurækin. Loftur segir frá því tfl gamans í viðtali sem Matthías Jo- hannessen átti við hann sjötugan að ~ hann hafi verið kosinn í byggingar- nefnd Saurbæjarkirkju á Hvalfjarík, - arströnd án þess að hann vissi það.- ’ „En eftir kosninguna var mér til- kynnt að ég væri kominn í stjóm byggingamefndarinnar,“ sagði Loft- ur. „Og í staðinn fyrir að múðra og gera allt vitlaust þótti mér afar vænt um það. Þetta er ánægjulegasta starf sem ég hef haft með höndum. Ég tók að mér að útvega efni og innflutningsleyfi fyrir kirkjuna, en þá voru fjárhagshöft og þurfti að sækja um leyfi. En það gekk vel. Andi séra Hallgríms sveif yfir vötn- um gjaldeyrisnefndarinnar. Það ertf > ótrúleg áhrif sem hann hefur haft - á ótrúlegustu stöðum.“ Loftur mat Hallgrím Pétursson mikils og hafði Passíusálmana jafn- an með í farteskinu. Um tryggð Lofts við minningu sálmaskáldsins og kirkjuna í Saurbæ fórast séra Jóni Einarssyni m.a. svo orð: „Á sín- um tíma átti Loftur sæti í bygging- amefnd Hallgrímskirkju í Saurbæ og þeirri kirkju hefur hann fórnað meira en nokkur annar einstakling- ur. Gjafir þeirra hjónanna og þeirra fyrirtækja, sem Loftur veitir for- stöðu, til Hallgrímskirkju í Saurbæ era svo miklar að vöxtum og gæðum að tfl fádæma má telja í kristnisögu íslands. Meðal þeirra gjafa er altafr istafla kirkjunnar sem hvalveiðifé-' lagið gaf. En eins og kunnugt er er altaristaflan eitt fegursta og sér- stæðasta listaverk hér á landi (gerð af hinum nafnkunna finnska lista- manni Lennart Segerstrále). Það er Lofti Bjamasyni meira að þakka en nokkram öðram, hvílíkt listaverk og menningarprýði Hallgrímskirkja í Saurbæ er. Einstæðrar fórnar hans, höfðingsskapar og örlætis mun kirkjan njóta um allan aldur.“ Loftur var einnig í safnaðarstjóm Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Létu þau Solveig sér annt um kirkjuna í hvívetna. Bændur á Hvalfjarðarströnd héldu Lofti samsæti 75 ára gömlum^ Var hófið haldið að Hlöðum við Fer- stiklu. Sóttu það allir bændur sveit- arinnar að þremur undanskildum sem ekki áttu heimangengt. Færðu þeir honum að gjöf fallegt málverk ~ eftir Svein Þórarinsson af Hall- grímskirkju í Saurbæ með Botnssúl- ur í baksýn. Þeir vildu gleðja hann enda átti hann það skilið. í þessu sambandi rifjast upp fyrir mér sem er kannski smátt hjá öðru meira að síðustu helgina í ágúst árið 1955 rof- aði loksins til eftir langvarandi óþurrka svo að kominn var brakandi þei-rir. Þá deildi Loftur starfsmönn-#" um hvalstöðvarinnar niður á bæina til þess að hjálpa bændum að bjarga heyjunum. Og það skipti sköpum því að svo byrjaði að rigna á ný. Það verða margir til að minnast Lofts Bjamasonar í dag með þakk- læti og virðingu. Og Solveigu send- um við hlýjar kveðjur þar sem hún situr í hárri og góðri elli. Halldór Biöndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.