Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 44
^4 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FREYJUDAGUR heitir nú föstudagur (hjá þeim sem svelta þennan dag eða, eins og katólíkki sagði mér: borða fisk en ekki kjöt til þess að sýna stað- festu á föstudögum), eða flöskudagur (hjá þeim sem bíða eftir að detta í það yfir helgina). Freyja er hin mikla gyðja norðursins. Hún gæti hafa heitið Nert- raus (síðar Njörður), en nafn hennar verið of helgt til að nota það og hún því verið kölluð frú- in, freyjan, Freyja. Notre Dame og Vor Frue kirke eru tileinkaðar Maríu mey, því Freyja var bönnuð og reynt síðar að hafa Maríu í hennar stað. Feðraveldið stjórnar öllum kennisetningum um Maríu, svo hún getur ekki komið í stað hinnar miklu, frjálsu, stoltu, jafnréttissinn- uðu gyðju norðursins, sem er al- heimskærieikurinn. Guðin aka um akur á eyki (Aths.: guð var hvorugkyn fleirtala í eina tíð (þau, guðin).) ^Mér datt í hug þegar Díana þrinsessa var jörðuð, hvort ekki væri innibyrgð bönnuð þörf fyrir gyðjuna miklu að brjótast út eða springa í hóphluttekningunni sem þá var á götum úti. Díana ók í vagni um göturnar. Fólkið grét því hún var dáin. Gyðjan mikla ók einmitt líka - en lifandi - yfir akurinn á vorin til að blessa uppskeruna. Kannski hét hún þá Sif, en gullið hár Sifjar er þroskað ax akursins. Kannski hét hún Ester (vorið) og var að vekja lífið. Kannski lék stúlka eða kona gyðj- una í þessari helgu ökuferð. Hjá henni (konunni) í eykinu sat maður, aðstoðarmaður gyðjunnar eða konunn- ar, og hann var kallað- ur konungur. Enn aka drottningar með kon- unga um götur í vögn- um, eykjum, og lýður- inn fagnar. Þetta er talið vera frá þessari fornu, helgu uppskeru- blessun komið. Fallbyssuvagnar og prinsessur eru síðari tíma tilbúning- ur. Það á ekki heima í þessari von um frið og blessun og farsæld og uppskeru, sem táknar ósk um við- hald lífsins okkar á Jörðu. Bóndinn á þrumandi dráttai’vélinni er meira í ætt við Þór og Sif, nema hvað sumir hafa týnt úr sér ást til móðurinnar miklu. Ráð til að fækka hjónaskilnuðum Menn gifta sig á laugardögum (þ.e. á degi Loka). Það er slæmt. Loki er Satúrnus eða sanih (sanskrit), og þetta er of viðsjár- verður vikudagur til að taka sjens- inn á. Þetta laugardagsdekur, sem stundum fór út í einhverja þvotta- og baðdellu eða nammiát, er til orðið vegna þess að guð Hebrea (guð hér í Freyja er hin mikla gyðja norðursins. Guð- rún Kristín Magnús- dóttir fjallar um gyðjur og goðafræði. karlkyni eintölu) hvfldi sig á fyrsta degi vikunnar okkar. Sumir menn máttu sofa út þennan fyi-sta viku- dag, dag gyðjunnar Sólar. Menn eru stundum óútsofnir eftir brúðkaups- nóttina sína, og velja því daginn fyr- ir sofidaginn. Nú geta menn sofið út á laugardögum líka, og þá ættu menn að fara að gifta sig frekar á Freyjudögum. Freyja er gæfugjafi. Ást er... Nú er það að athuga að Freyja er alheimskærleikurinn umvefjandi og innan alls. Það er tvennt ólíkt að verða ástfanginn og það að elska allt og alla án skilyrða. Að verða ást- fanginn er oft sjálfselska, þar eð hinn elskaði uppfyllir væntingar og tilfinningar og þrár sem sá ástfangni þarf að fá uppfylltar hjá sér. Þess vegna er það að verða ástfanginn háð tvískinnungi, kallar á andstæð- una hatur, eða afbrýðisemi, eða til- ætlunarsemi, kröfur. Stundum verð- ur þessi ást að sjálfseyðileggingar- hvöt og skorti á skýrum persónu- mörkum, stundum að ofurást og skorti á jafnvægi, ró og gleði og létt- leika ástarinnar. Þessu má ekki rugla saman við ást í merkingunni kærleikur (Freyja), sem gerir engar kröfm’ og er aðeins það að gefa af óendanlegri umyggju sinni öllum til handa, lífinu til handa. Brísingamen Freyju er mannkyn. Hún ber það á brjósti sínu og gætir þess. Sumir guðir hugsa bara um sína menn, og jafnvel telja gott að þeir drepi aðra menn. En heiðnir guðir, heiðnu guð- in (hgk. flt.) gera engan mannamun, engan þjóðamun, og engan manna/kvenna mun. Svitalyktareyðis- kenningin Eg hugsa að svitalyktareyðiskenn- ingin mín hafi við rök að styðjast. Hana verður að ígrunda vandlega í sambandi við hjónabönd. Á ensku heitir hún „the deo theory". Hún gengur út á mikilvægi lyktarskyns okkar, og er svona: í sveitinni í gamla daga angaði fólk af svitalykt, t.d. í heyskap, og ekki síður við mat- ai'borðið, og kynntist því náttúrulega lyktandi. Nú á tímum fer fólk á ball til að ná sér í drasl fyrir nóttina. Þeir (þau) sem kynnast þannig fá ekki rétta lykt hvorir af öðrum, þar sem rakspíri, hárgel, lakk, svitalykt- areyðir, sápuþvottur, sjampú, andremmueyðir og ilmvatn (eaux de toilette og parfume) eru sérstaklega til þess ætluð að eyðileggja eða yfir- gnæfa hina náttúrulegu, eiginlegu, persónulegu líkamslykt. Að auki er reykjarlykt og vínlykt á skemmti- stöðum. Mikill hávaði kemur enn fremur í veg fyrir að maður verði var við fíngerðustu bylgjur sem frá hverri manneskju stafa. Engum samræðum er hægt að halda uppi. Aðeins sjónin er til að byggja á (og allt í meiköppi). Dæmi eru um að fólk sem sofið hefur saman eina nótt eftir að hafa kynnst á balli, þekkist ekki aftur síð- ar, þegar fötin, hárið, gleraugun og/eða umhverfið eru breytt frá því síðast. Menn panta stundum bíl morguninn eftir nóttina, og spyrja stúlkuna í bólinu: „hei, hvar er ég? hvert á ég að segja bflnum að koma?“ Ef fólk hefur kynnst á vinnustað er staðan nokkuð betri, en svitalykt- areyðiskenningin á enn við, því þá fyrst þegar til sambúðar eða hjóna- bands kemur, fer rétta náttúrulega svitabaðslyktin að koma fram í bólinu. Menn fatta þá ekki hvers vegna þeir allt í einu fá leiða og hætta að vera ástfangnir, en hér að ofan er skráð skýringin. Gabb. Bai'a jaðrar við vörusvikalögin. Langur Freyjudagur og Ester vorgyðja Nú skulum við muna að föstudag- urinn langi er fagur, vorlangur Freyjudagur, og muna eftir að njóta páskanna (Esterar vorgyðju) með fjölskyldunni úti í náttúrunni. Kenn- um börnunum að hlusta í náttúrunni, finna lyktina í náttúrunni, horfa á fegurð hennar, og segjum þeim að nú er hún að rísa upp frá dauðum, dái vetrarins. Daginn er að lengja, móðir Jörð er að velta okkur, vagga okkur, í átt til Sólar. Það er komið fram yfir vorjafndægur þegar Ester kemur að gleðjast með okkur. Við skulum líka segja þeim að Eir er gyðja heilbrigðis. Eir er eirð, kyrrð og friður innra með okkur. Ekkert er heilsusamlegra en innri kyiTð, - hún Eir. Höfundur er rithöfundur. Ægifegurð menningararfsins Guðrún Kristfn Magnúsdóttir Rányrkja - ræktun. Hvar liggur vandi sauðfjárbænda? ER EKKI augljóst hvar vandinn liggur? Hann liggur í því að of margir eru að fram- leiða kjöt sem ekki selst. Sauðfjárbændur kenna stjómvöldum um sinn auma hag. Þeir telja að það hafi verið stefna stjóm- plda að minnka bú- rekstur og þar með framleiðslu. Skyldi þessi stefna vera við- höfð vegna óvináttu við bændur? Hvað á að gera við offramleiðsluna? Herdís Þorvaldsdóttir þetta ekki haldið áfram. Helmingur gróðurþekj- unnar er horfinn frá því að land byggðist og enn heldur hraðfara eyðing- in áfram. Þetta em stað- reyndir sem fræðimenn hafa sannað fyrir okkur í dag. Við hljótum að bera fulla virðingu fyrir bar- áttu fólks í gegnum ald- imar við að berjast, með öllum ráðum, við að halda lífi í harðbýlu landinu. Fram á þessa öld varð að nýta gróður- lendi til hins ýtrasta, til skógarhöggs og tfl beit- ar búpenings, en nú blasir eyðileggingin við. Varla er hægt að skikka landsmenn til að láta sér lambakjöt tfl munns. Tímar hafa breyst og þar með matarvenjur ís- lendinga. Þetta verður að horfast í augu við. - vUtflutningur borgar sig ekki þar sem greiða þarf milljónatugi úr ríkis- sjóði í niðurgreiðslur með afurðinni. Það er spurning hvort við eigum að greiða með afurð til útlanda þar sem sama vandamál er fyrir hendi; of- framleiðsla á kjöti. Verst af öllu er þó hvernig þessi rányrkjubúskapur okkar hefur farið með og fer enn flla m«ð gróðurþekju landsins. Þjóðin sér það í hendi sér að þannig getur Breyta á búskap, sem byggist á rányrkju, segir Herdís Þorvalds- dóttir, í ræktunarbú- skap sem framleiðir vistvæna vöru. Nú era aðrir tímar og önnur bjargráð. Við getum ekki horft fram hjá vandanum og haldið áfram þar til ekkert verður eftir að naga. Hvar standa bændur þá? Sumir bændur fullyrða að búskap- ur sé vistvænn og að þeir þekki vel til hvernig umgangast eigi landið til að auka landgæði. Reynslan segir okkur aðra sögu. Eða afhverju er gróðurfar landsins í svo bágu ástandi? Hingað til hefur tíðum eldgosum og kólnandi verðurfari verið um kennt. Staðreynd er hins vegar að eldgos voru einnig tíð fyrir byggð landsins og kuldaskeið komu og fóru. Þó var landið fullgróið gósenland þegar fyrstu landnámsmennirnir stigu hér fæti. Island er skilgreint sem mesta eyðimörk Evrópu, og stór þáttur í því er búseta landsins. Þetta er svartur stimpill á landi sem einnig er þekkt fyrir náttúrfegurð og hrein- leika. Þó nokkrir bændur hafa viður- kennt staðreyndir um afleiðingar rányrkju og vilja gjaman leggja sitt af mörkum, a.m.k. á sínum eigin jörðum. Fyrir nokkrum árum bauð ríkisvaldið bændum sem áttu í rekstrarörðugleikum að þiggja styi'k til að leggja niður búskap eða breyta búskaparháttum. Aðeins örfáir bændur þáðu þann styrk þrátt fyrir að möguleikar til breyttra búskapar- hátta hafi stóraukist, t.d. með skóg- rækt, hönnun útivistarsvæða og með ferðamóttöku. Varla þarf að sýta það á tímum offramleiðslu að gamlir bændur hætti búskap og að fram- leiðsla stöðvist á þeim jörðum. Slíkt hlýtur að bæta hag bænda sem fyrir eru og um leið hlífa landinu og ríkis- sjóði. Staðreyndin sem við blasir er sú, að við verðum að breyta gömlum bú- skaparháttum, sem byggjast á rányrkju, í ræktunarbúskap. Algjört skflyrði er að girða búpening af á ákveðnum beitarsvæðum í stað þess að girða af hvern einasta blett sem á að rækta. Eins og reynslan sýnir ná- um við ekki árangri fyrr en svo verð- ur. Eftirspurn eftir vistvænum neysluvörum hefur stóraukist síð- asta áratug. Ég get ekki séð að hægt sé að flokka vöra vistvæna sem framleidd er með rányrkju. Það hlýt- ur að vera komið að þeirri stund að landsmenn endurskoði og bæti bú- skaparhætti í landinu ef framleiðslan á að sejjast. Höfundur er leikari. Hálmstrá að hanga í í Morgunblaðinu 18. apríl sl. birtist stutt frá- sögn af því að laganefnd þings Évópusambands- ins, hafi (16.4.) hafnað þeim lagalegum for- sendum sem sameigin- legt frumvarp fram- kvæmdastjórnarinnar og ráðherraráðsins um bann við tóbaksauglýs- ingum byggist á. Frá- sögn Morgunblaðsins er í sjálfu sér skýr en samt ófullnægjandi þar sem draga má þá ályktun að frumvarpið eigi ekki við lagarök að styðjast. Það sem er merkilegt við þetta álit er að það hefur ekkert formlegt gildi í umræðunni á þing- inu þar sem laganefndin er ekki um- sagnaraðili í málinu. Það er einnig athygli vert að þetta álit stríðir gegn álitsgerðum lögfræðideilda bæði framkvæmdastjórnarinnar og Margt bendir til að frumkvæði laganefnd- arinnar sé til komið vegna þrýstings frá tó- baksiðnaðinum. Skúli Thoroddsen skrifar um átökin í ES um tóbaks- auglýsingarnar. ráðherraráðsins og einnig þingsins sjálfs. Þær lagalegu forsendur sem frumvarpið byggist á eru þær sömu og lagaforsendur tilskipana um nikótín- og tjörumagn í sígarettum, merkingar á tóbaksafurðum og bann við tóbaksauglýsingum í sjón- varpi sem hingað til hafa ekki verið dregnar í efa. Margt bendir til að þetta frumkvæði laganefndarinnar sé til komið vegna þrýstings frá tó- baksiðnaðinum. Þetta sé þeirra Skúli Thoroddsen hálmstrá að hanga í. Verulegir fjárhagsleg- ir hagsmunir eru í húfi fyrir iðnaðinn ef frum- varpið nær fram að ganga. Sem kunnugt er deyja árlega rúm- lega fimm hundruð þúsund einstaklingar í Evrópu af völdum tó- baksreykinga. Þetta markaðstap verður iðnaðurinn að bæta sér m.a. með mark- vissum auglýsingum sem beinast einkum að börnum og unglingum á beinan og ekki síður dulbúinn hátt. Frumvarpið er nú til annarrar umræðu á þingi Evrópusambands- ins vegna þess að það fékk ekki hljómgrunn hjá ráðherraráðinu fyrr en í desember sl., enda töluvert breytt frá því sem það var fyrst af- greitt við fyrstu umræðu í þinginu 1992. Ekki var gerður ágreiningur um lagalegar forsendur í þinginu þá, frekar en nú, þar til þessu skondna áliti laganefndarinnar skýtur upp. Það hafði þó ekki þýð- ingu, a.m.k. í bili, því í gær, 22. apr- íl, samþykkti hinn formlegi umfjöll- unaraðili þingsins, umhverfis- og heilbrigðisnefndin, frumvarpið án breytinga frá því sem það var af- greitt af ráðherraráðinu. Frum- varpið í heild sinni kemur því til at- kvæðagreiðslu á sameinuðu þingi Evrópusambandsins hinn 12. maí nk. Ekki er unnt að gera breytingar á frumvarpinu í meðferð þingsins úr því sem komið er, og lagalegar for- sendur þess eru staðfestar í þeirri nefnd sem málið varðar. Verði frumvarpið samþykkt í heiid, fer það formlega til ráðherraráðsins, sem mun staðfesta það sem tilskip- un um bann við beinum og óbeinum tóbaksauglýsingum, eigi síðar en 12. júní nk. Höfundur er lögfræðingur á heil- brigðisskrifstofu framkvæmda- stjörnar Evrópusambandsins i Lúxemborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.