Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 13 FRETTIR Fuglaverndarfélag Islands motmælir miðlunarloni Brot á reglum um friðlýsingu Þjórsárvera AÐALFUNDUR Fuglavemdarfé- lags íslands, sem haldinn var í Nor- í’æna húsinu nýlega, mótmælir harð- lega áformum Landsvirkjunar um gerð 62 ferkílómetra miðlunarlóns í friðlandinu í Þjórsárverum, enda muni slíkt lón valda óbætanlegum spjöllum á þessu einstæða og heims- þekkta friðlandi, að því er segir í ályktun fundarins. Þá telur félagið að myndun Norðlingaöldulóns sé brot á reglum um friðlýsingu Þjórs- árvera og brot á Ramsar-sáttmálan- um. Fundurinn ítrekar ennfremur ályktanir aðalfundar frá 1995 um há- lendisvirkjanir. Jafnframt vekur fundurinn athygli á því að Landsvirkjun hyggst reisa 140 MW virkjun við Vatnsfell, en forsenda svo stórrar virkjunar þar er einmitt fyrmefnt miðlunarlón, svonefnd Norðlingaöldumiðlun. Fuglavemdarfélagið mótmælir virkjun við Vatnsfell, sem gerir ráð fyrir að sökkva hluta Þjórsárvera. Þó er bent á að Vatnsfellsvirkjun án Norðlingaöldumiðlunar sé með þeim vistvænni sem kostur sé á hér á landi og því geri félagið ekki athuga- semdir við allt að 100 MW virkjun þar, að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum sem félagið hefur þegar gert Skipulagsstofnun og Landsvirkjun grein fyrir. Norðlingaöldulón yrði þriðja stærsta stöðuvatn landsins í greinargerð með ályktuninni segir: „Þjórsárver eru friðlýst og á skrá Ramsar-sáttmálans um alþjóð- lega mikilvæg votlendissvæði. Þar er langstærsta heiðagæsabyggð í heimi og sérstætt gróðurfar og landslag. Það lón sem nú er á áætlun Lands- virkjunar er að mestum hluta innan friðlandsins. Áætluð stærð þess er 62 km2 og þar af era 17 km2 algróið land, um 15% af varplandi heiða- gæsanna. Auk þess verpa þarna fjöl- margir aðrir fuglar eins og himbrimi, hávella, sendlingur, óðins- hani og snjótittlingur. Norðlinga- öldulón mun algjörlega eyða Ey- vafeni, Þúfuveri að mestu og stór- skaða Tjamarver og Oddkelsver." Þá er bent á að hið fyrirhugaða Norðlingaöldulón yrði þriðja stærsta stöðuvatn landsins. Fyi-ir utan beina eyðileggingu af völdum lónsins yrði rof við bakka þess og hætta á áfoki úr lónstæðinu snemma vors og á haustin. Einnig myndu breytingar á grannvatnsstöðu skapa mikla hættu í þeim hlutum veranna sem eftir yrðu, sífrerinn gæti horfíð vegna varmamiðlunareiginleika vatnsins og aukins grunnvatnsþrýstings. Því gæti verið hætta á að verin hreinlega blási upp. Ennfremur er vakin at- hygli á því að nú þegar hafi talsvert verið gengið á verin og friðlandið austan Þjórsár með Kvíslaveitum en við gerð Kvíslaveitna og tilurð Kvíslavatns og Dratthalavatns hafi verið tekið fyrir um 20% af rennsli Þjórsár um verin og rúmir 7 km2 al- gróins lands settir undir vatn. Fuglavemdarfélagið beinir því að endingu til Náttúravemdar ríkisins að snúa vörn í sókn og kanna hvort mögulegt sé að stækka núverandi friðland, t.d. með því að friðlýsa Ey- vafen, Kjálkaver og Gljúfurleit, hrikaleg gljúfur Þjórsár sunnan Þjórsárvera. Þá er áréttuð sú skoðun Fuglaverndarfélagsins að myndun Norðlingaöldulóns sé brot á friðlýs- ingu Þjórsárvera, brot á Ramsar- sáttmálanum og því algerlega óvið- unandi. Málþing Samtaka um þjóðareign Siðblindan, Landsbankinn og sameignir þjóðarinnar UM 270 manns sóttu málþing sem Samtök um þjóðareign héldu undir yf- irskriftinni Siðblindan, Landsbankinn og sameignir þjóðarinnar um helgina. Frummælendur voru Jóhanna Sig- urðardóttir alþingismaður, Illugi Jök- ulsson rithöfundur og Bárður Hall- dórsson, varaformaður Samtaka um þjóðareign. Bárður sagði í samtali við Morgun- blaðið að um 260-270 manns hefðu sótt málþingið en málshefjendur hefðu bæði fjallað um Landsbanka- málið og önnur hneykslismál sem komið hafa upp undanfarið og einnig um kvótann og „þjóðareignimar og þjóðargjafimar", eins og Bárður tók til orða. Ársfundur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins ÁTVR skilar 2,4 millj- örðum kr. í ríkissjóð ÁRSFUNDUR Áfengis- og tóbaks- verslunar rfldsins var haldinn á þriðjudag. í skýrslu og áritun stjómar og forstjóra á ársreikning fyrir árið 1997 kemur fram að rekstur ÁTVR hafi gengið samkvæmt áætlun á ár- inu. Vörusala hafi verið 3,6% umfram áætlun og vörunotkun 1% umfram áætlun. Hagnaður ársins nam 2.624 milljónum króna. Samkvæmt fjárlög- um átti ÁTVR að skila rfldssjóði 2.305 m.kr. en vegna aukinna tekna af sölu tóbaks urðu skilin 2.427 m.kr. Heildarsala áfengis nam 5.724_m.kr. án vsk. en tóbaks 3.957 m.kr. Áfengi seldist í 9.457.498 lítrum, þar af var bjórsala 7.317.164 lítrar. Heildarsala vindlinga nam rúmum 363 milljónum styklga og sala á vindlum var 11,6 milijónir stykkja. Á árinu fengu 460 manns greidd laun hjá ÁTVR. UmfangsmiMl nám- skeið voru haldin fyrir starfsmenn og voru þau vel sótt. Lögð var áhersla á að auka hæfni í samskiptum við við- skiptavini, fæmi í notkun tölva, þekk- ingu á vörufræðum og réttum við- brögðum til að bæta öryggi starfs- manna og fyrirtækis. Tvær nýjar vínbúðir opnaðar Tvær nýjar verslanir tóku til starfa á árinu, á Patreksfirði í apríl og við Dalveg í Kópavogi í maí. Báðar versl- animar kaupa þjónustu af fyrirtækj- Þrír útsölustjórar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins Morgunblaðið/Kristinn HÖSKULDUR Jónsson, forstjóri ÁTVR, fær aðstoð fúndarmanna á árs- fundi ÁTVR á þriðjudag við að hafa uppi á símanúmeri sem hann vantaði. um sem fyrir voru á staðnum. Þjón- ustusamningur var í október gerður við fyrirtæki á Siglufirði vegna vín- búðarinnar þar. Sú breyting var gerð á starfsemi Heiðrúnar, að verslunin tók að sér smásöludreifingu tóbaks, sem verið hafði á vegum birgðastöðv- ar tóbaks. Fer nú öll dreifing tóbaks til smásöluverslana um vínbúðir ÁTVR. Ný deild sérpöntunai-þjónustu tók til starfa í Heiðrúnu í júní og bætt- ust á árinu um 950 sölutegundir við vöruúrval verslunarinnar. Verslanir ÁTVR eru 26, þar af 8 á Reykjavíkursvæðinu. ÁTVR rekur nú 11 verslanir skv. samningi við önnur fyrirtæki. Rúm tvöföldun á risnu og ferðakostnaði I skýringum með ársreikningi kemur fram að símakostnaður hækkaði milli áranna 1996 úr tæp- lega 5,5 m.kr. í rúmar 7,5 m.kr. Ferðakostnaður hækkaði úr 1.350 þús. í rúmar 3 milljónir króna. Kostnaður við rekstur tölvukerfa fór úr 11,1 m.kr. í 25,2 m.kr. Risna og gjafir hækkuðu úr 2 milljónum króna í tæplega 4,6 m.kr. Stjórn ÁTVR tekur pólitískar ákvarðanir í áfengismálum ÞRlR útsölustjórar ÁTVR sendu í fyrradag frá sér ályktun þar sem þeir segja að stjóm fyrirtækisins hafi tek- ið pólitískar ákvarðanir í áfengis- og tóbaksmálum. Vísað er til þess að með ársreikningi ÁTVR íyrii- síðasta ár fylgi formáli stjómar fyiirtækisins þar sem stjórnin lýsi vonbrigðum með að ekki hafi verið stigið það ski-ef að afnema einkarétt ÁTVR á inn- flutningi á tóbaki. „Yfirlýsing þessi er, í ljósi góðrar afkomu þessa þáttar í starfi fyrir- tækisins, furðuleg en er þó í sam- ræmi við fyrri yfirlýsingar stjómar- innar,“ segir í bréfinu. Stjórnin hafi frá upphafi lýst því yfir að hún stefndi að því að afnema einkarétt ÁTVR á innflutningi á áfengi og tó- baki. „Það er rétt að rifja upp í þessu sambandi að helstu rökin fyrir skipan stjórnarinnar voru þau að stjórnin ætti að styrkja faglega stjórnun fyrirtækisins og gera stjórn þess, þ.e. fyrirtækisins, fjar- læga hinu pólitíska valdi,“ segir enn- fremur. Síðan segir að stjórnin hafi ekki starfað í samræmi við yfirlýstan til- gang heldur hafi hún tekið pólitískar ákvarðanir í áfengis- og tóbaksmál- um. „Nú viljum við benda eigendum þessa fyrirtækis, þ.e. íslenskum skattgreiðendum, á vinnubrögð stjórnarinnar sem virðist ekki að þessu leyti gæta hagsmuna fyrir- tækisins," segir í bréfinu sem er undirritað af Þorgeiri Baldurssyni, útsölustjóra í Holtagörðum, Ottó Hreinssyni, útsölustjóra Heiðrúnar, og Eyjólfi Eysteinssyni, útsölu- stjóra í Keflavík. Eyjólfur sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að yfirlýsingin væri m.a. send í framhaldi af nýlegri álykt- un trúnaðarmanna starfsfólks ÁTVR um að mótmæla ákvörðun fjármála- ráðherra um að setja reglugerð sem banni ÁTVR innflutning á áfengi til sölu í verslununum og vmveitinga- stöðum. Einnig kæmi hún í framhaldi af fundi fulltrúa útsölustjóra með stjóm ÁTVR í nóvember á síðasta ári. Þar hefðu útsölustjórar mótmælt áformum og yfirlýsingum stjómar- manna um breytingar á málefnum fyrirtækisins enda teldu starfsmenn að það væri Alþingis að marka stefii- una í áfengis- og tóbaksmálum þjóð- arinnar en ekki stjómar ÁTVR. SPLENDISSIMA Skin Revolution - Bylting til húðarinnnar frá MARBERT Við 25 ára aldur hægir verulega á starfsemi collagen í húðinni, en við það missir hún teygjanleikann og húðin verður slöpp. En MARBERT hefur nú komið með byltingu í þessum efnum með nýju meðferðarprógrammi Skin Revolution - Ambúlum, kremi og Lifting Baimi. Ambúlurnar notast sem meðferð, annan hvem mánuð. Þessi kraftmikla meðferð fær húðina til að blómstra á aðeins 14 dögum. 24 tíma Skin Revolution Cream inniheldur ASC III, MAP Complex og antiaging effect. Árangur í baráttunni við ótímabærar línur og slappleika húðarinnar er sjáanlegur á örskömmum tíma. Með daglegri notkun á Skin Revolution Cream verður húðin stinnari, iínur hverfa og húðin endurheimtir æskuljómann á ný. 24 tíma Lifting Balm inniheldur ASC III. MAP Comples og Glycine Soya sem er sérstaklega öflugt Lifting effect. Með daglegri meðferð á notkun á Skin Revolution Lifting Balm verður húðín fallegri strax, árangur sem endist dag eftir dag. Velkomin á kynningu í dag, fimmtudag. 10% kynningarafsláttur. GaUeryj Hafnargötu 25, sími 421 1442, Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.