Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 21 NEYTENDUR Morgunblaðið/Golli AF myndinni má sjá hversu auð- veldlega má misskilja stimpilinn. Ekki dag- setning heldur lotu- merking KONU nokkurri varð um og ó þegar hún rak augun í talnastimpil á um- búðum utan um tannkremstúbu á dögunum. Hún hafði samband við Neytendasíðuna enda virtist fiest benda til að um útrunna geymslu- þolsdagsetningu væri að ræða. Helgi Haraldsson, innkaupastjóri hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi, seg- ir að ekki sé um framleiðslu-, -sölu eða geymsluþolsdagsetningu að ræða. Stimpillinn tákni einfaldlega innanhússframleiðslunúmer eða svo- kallað lotunúmer framleiðandans. Hann viðurkennir að svo óheppilega vilji til að auðvelt sé að misskilja merkinguna. Hann sagði að tannkremstegundin hefði tvisvar verið tii sölu í verslun- inni. I fyrra skiptið í fyrra og aftur fyrir rúmri viku. „Innflytjandinn hef- ur ákveðið að hætta að flytja tann- kremið inn og því var ákveðið að bregða á leik og bjóða fyrirliggjandi birgðir á 9 kr. túbuna. Við höfum fengið talsvert margar fyrirspumir um stimpilinn og getað útskýrt fyrir hverjum og einum hvemig í pottinn sé búið. Hér sé einfaldlega ekki um dagsetningu að ræða heldur innan- hússframleiðslunúmer,“ sagði Helgi og tók fram að áður hefði komið upp svipað dæmi. „Við vorum með niður- suðuvörur með lotumerkingu fyrir um ári. Eins og með tannkremið mátti skilja merkinguna og varð endirinn sá að við urðum að hætta að selja vömna.“ Aðspurður sagði Helgi mismun- andi hvernig tannkrem væri merkt. Oft kæmi fram sölu- eða framleiðslu- dagur en ekki alltaf eins og var í þessu tilfelli. Hreinsiefni frá Olís OLÍS hefur hafíð sölu á hreinsiefnum fyrir tölvur, ljósritunarvélar, prent- ara, myndsenditæki, afgreiðslukassa, afgreiðslukerfí í verslunum, kortales- ara eða svokallaðar posavélar, ljós- myndavélar, linsur, myndsbandstæki og önnur viðtæki. Efnin em flutt inn frá fyrirtækinu Mega Lab-Paragon í Kanada og em í seld stök eða í sett- um í handhægum umbúðum. Meðal annars er um að ræða eftirfarandi efni: blek og límhreinsi, afrafmögn- unarúða, lím og límmiðahreinsi og skjáhreinsi. Þessi sýning er kynningarsýning fyrir hinn almenna neytanda. A henni er samankominn fjöldi þjónustuaðila og fyrirtœkja sem á það sameiginlegt að vera að kynna eða bjóða tilboð á vistvænum, umhverfisvœnum, lífrœnum og náttúruvœnum vörum og þjónustu. BREIÐFYLKiNG FYRIRTÆKJA: Eftirtalin fyrirtœki og einstaklingar kynna vöru sína og þjónustu á sýningunni: Almenna vörusalan, áhugahópur um H.Á.Í., Betra líf, The Body Shop, Enjó, Gróðrarstöðin Lambhaga, Hagkaup, Heilsubúðin Hafnarfirði, Heilsuhornið Akureyri, Hrímgull, KB bakarilð, K.B.M. Landnáma/íslandsflakkarar, Leiðarljós, Lín og léreft, David Calvillo jurtanæringarráðgjafi, Lýsi hf., Magnús Kjaran, Málning, Mjólkursamsalan, Nuddstofa Reykjavíkur, Varan sem virkair, Olís, Plastos, Rainbow Air, Regatta útivistarfatnaður, SG hús, Snæfellsás samfélagið, Sorpa, Spor, Umhverfisvörur, Móðir jörð, Yggdrasill, Æfingarbekkir — Hreyfingar. FJOLDI FYRIRLESARA Á meðan á sýnungunni stendur verða fluttir fjöldi stuttra fyrirlestra um hin ýmsu málefni sem tengjast þema sýningarinnar. Áheyrendum gefst tækifæri til að spyrja fyrirlesarana. Eftirtaldir tyrirlestrar verða fluttir: Föstudaginn 1. maí: Kl. 14.30 Árni Bragason frá Náttúruvernd ríkisins. Umræðuefni: Náttúruvernd, staða hennar og framþróun. Kl. 15.30 Óskar Jónsson frá SG hús hf., Selfossi. Umræðuefni: Vistvænar húsabyggingar. Kl. 16.30 Valur Pór Hilmarsson frá Ferðamálaráði. Umræðuefni: Græn ferðaþjónusta á íslandi. Kl. 17.30 Guðrún G. Bergmann Snæfelisás samfélaginu. Umræðuefni: Náttúrulegra mataræði - ný lífsviðhorf. Laugardaginn 2. maí: Kl. 13.30 Ursula Flatters antropófískur læknir. Umræðuefni: Lækning mannsins í heild sinni. Kl. 14.30 Einar Logi Einarsson, grasalæknir. Umræðuefni: Lækningarjurtir íslenskrar náttúru —nýting þeirra. Kl. 15.30 Guðlaugur Bergmann Snæfellsás samfélaginu. Umræðuefni: Vistvænn hugsunarháttur, vistvæn byggð. Kl. 16.30 Baldvin Jónsson frá Átaki. Umræðuefni: Vistvænt ísland — framtíðarsýn. Kl. 17.30 Þórður Halldórsson lífrænn garðyrkjubóndi, Akri, Laugarási. Umræðuefni: Lífræn ræktun á íslandi. Sunnudagurinn 3. maí: Kl. 13.30 Þorsteinn Njálsson, heimilislæknir, formaður Tóbaksvarnarráðs. Umræðuefni: Ábyrgð, heilbrigði, heilsa. Kl. 14.30 Ragna Halldórsdóttir, kynningarfulltrúi frá Nytjamarkaði Sorpu. Umræðuefni: Ábyrgð fólks á eigin sorpi. Kl. 15.30 Hallgrímur Þ. Magnússon, læknir. Umræðuefni: Tvær leiðir til heilbrigðis, hvor er betri? Kl. 16.30 Tryggvi Felixson frá Umhverfisráðuneytinu. Umræðuefni: Kynning á framkvæmdaáætlun vegna Ríó sáttmálans. Kl. 17.30 Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Háskóla deild Bændaskólans á Hvanneyri. Umræðuefni: Uppgræösla landsins, tilgangur og markmið. Föstudag og sunnudag kl. 14.30 — gönguferð um álfabyggðir Öskjuhlíðar með Erlu Stefánsdóttur, sjáanda. Ókevpis aðaanaur að fvrirlestrum oa bátttöku í aönauferðir. Opnunartími: Föstudagur 1. maí frá kl. 14 til 19 Laugardagur 2. maí frá kl. 13 til 19 Sunnudagur 3. maí frá kl. 13 til 19 Athugið að þessi sýning er líka sölusýning svo það eru mörg áhugaverc tilboð í gangi álla daga sýningarinnar. I Sýningin „Samspil manns og náttúru“ veitir ykkur heildræna yfirsýn yfir þýðingarmikla málaflokka sem eru allir tengdir órjúfanlegum böndum. AÐGANGUR ÓKEYPIS Wmm Island hefur ekki farið varhluta af þeirri gífurlegu vakningu se hefur átt sér stað varðandi umhverfismál og samspil manns og náttúru á undanförnum árum. Samt skortir upplýsingar um það hvert á að leita eftir náttúruvænum vörum og þjónustu eða hvar á að hefja breytingarnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.