Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 37
36 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 3f )llre$tsii(Ijifetfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMFELAG FRJÁLSRA ÞJÓÐA FJÓRÐA APRÍL árið 1949 undirrituðu utanríkisráð- herrar 12 stofnþjóða Atlantshafsbandalagsins sátt- mála þess. Einn þeirra var Bjarni heitinn Benediktsson, þá utanríkisráðherra íslands, eyríkis mitt á milli hins gamla og nýja heims, sem gat vegna hnattstöðu sinnar haft úrslitaþýðingu um öryggi landanna við Norður-Atl- antshaf. Tæplega fimmtíu árum síðar er á döfinni stækkun Nató til austurs, en Pólland, Tékkland og Ungverjaland ganga senn í þetta frjálsa samfélag frjálsra þjóða, svo not- uð séu orð Bjarna Benediktssonar. Vinaþjóðir okkar við Eystrasalt, Eistland, Lettland og Litháen, hafa og óskað eftir aðild að bandalaginu. Af þessu tilefni skulu rifjuð upp orð Bjarna Benedikts- sonar þegar hann undirritaði fyrir íslands hönd sáttmála Atlantshafsbandalagsins: „í síðasta stríði tók Bretland að sér varnir íslands, og síðan gerðum við samning við stjórn Bandaríkjanna um hervarnir íslands meðan á stríðinu stóð. Aðild okkar að Norður-Atlantshafssamningnum sýnir, að bæði sjálfra okkar vegna og annarra viljum við svipaða skipan og þá á vörnum landsins, ef ný styrjöld brýzt út, sem við vonum og biðjum, að ekki verði. - En það var ekki aðeins þessi ástæða, sem ráðið hefur afstöðu okkar. Við viljum einnig láta það koma alveg ótvírætt fram, að við tilheyrum og viljum tilheyra frjálsu samfélagi frjálsra þjóða, sem nú er formlega verið að stofna . .. Allir tilheyrum við sömu menningunni, allir mundum við fremur kjósa að missa lífið en frelsið, hvort heldur frelsi sjálfra okkar eða þjóða okkar. Allir trúum við á vinsam- lega samvinnu þjóða í milli - allir óskum við heiminum frið- ar og mannkyninu velferðar. - Þess vegna hittumst við hér í dag með góðar vonir í brjósti til að tengjast tryggða- böndum með undirskrift þessa samnings." Reynslan hefur fært okkur heim sanninn um, að inn- ganga íslands í Atlantshafsbandalagið var mikið gæfu- spor. Það er og fagnaðarefni að grónar austur-evrópskar menningarþjóðir, sem nú byggja á nýjan leik upp þjóðfé- lög lýðræðis og þegnréttinda, leita nú inngöngu í Atlants- hafsbandalagið, sem Bjarni heitinn Benediktsson kallaði frjálst samfélag frjálsra þjóða. NÝLISTASAFNIÐ NÝLISTASAFNIÐ stendur nú á tvítugu og hefur aldrei haft meira umleikis, hvorki í sýningarhaldi né í fjölda félagsmanna sem nú eru orðnir vel á annað hund- rað. Sömuleiðis er listaverkaeign safnsins orðin álitleg, eða um 2.000 verk eftir innlenda og erlenda listamenn. En þótt færa megi rök fyrir því að starfsemin standi með tölu- verðum blóma eru ekki allir jafnánægðir. í dómi sínum um afmælissýningu safnsins í Morgunblaðinu í gær segir einn af myndlistargagnrýnendum Morgunblaðsins að almenn deyfð einkenni starfsemi þess. Gagnrýnandinn segir sýninguna, sem nefnist tími/rými, „varla barn í brók“ sem „metnaðarfullt framlag lifandi samtaka“. Og ennfremur: „Sýningin er ekki annað en tækifærisupphengi af jólabasarsortinni þar sem hver með- limur reynir að toppa náungann í krónísku hugmynda- puðri sem virkar nánast sem biluð grammófónplata." Sýn- ingin afhjúpi undarlegt stefnuleysi sem elti íslenska myndlist á röndum. „Allir verða alltaf að vera með þótt þeir hafí ekkert nýtt né sérstakt til málanna að leggja. Hræðslan við að viðkomandi sé að missa af einhverju - strætó eða heimsfrægð - rekur bestu menn til þátttöku, langt undir getu.“ Þessi áfellisdómur yfír íslenskri samtímalist er umhugs- unarverður og í nokkurri andstöðu við þau viðhorf sem uppi voru í viðtölum við forráðamenn Nýlistasafnsins í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag en þar kom meðal annars fram andúð framkvæmdastjóra safnsins á sýning- arstjórum og ákveðin upphafning á stjórnleysi. Þetta eru ólík en umhugsunarverð sjónarmið. Það má kannski varpa fram þeirri spurningu hvort það myndi skila sér í meiri skilningi og áhuga almennings á samtíma- Jist, ef Nýlistasafnið tæki hlutverk sitt alvarlegar? Málþing um frumvarp um gagnagrunn á heilbrigðissviði Hálf öld liðin frá stofnun Ísraelsríkis Berskjöld- uð á borði vísindanna Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið efndi til málþings í gær um hið umdeilda frumvarp um miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði og nýtingu hans. Hávar Sigur- jónsson fylgdist með málþinginu, en umræð- um um frumvarpið á Alþingi hefur nú verið frestað og verður það endurskoðað í sumar og lagt fram aftur með breytingum í haust. SAMHLIÐA endurskoðuðu frumvarpinu um gagna- grunninn verður lagt fram nýtt frumvarp um lífsýni sem tekur m.a. til vefjasýnasafnsins sem nær allt aftur til ársins 1934. Frummælendur á málþinginu nálg- uðust umræðuna frá ýmsum sjónar- hornum en allir voru sammála um það að frestun frumvarpsins gæfí nauðsynlegan tíma til umhugsunar og endurskoðunar. Ingibjörg Pálmadóttir hóf umræð- una og sagði að kostnaður við upp- setningu gagnagrunnsins hefði verið dreginn í efa og ýmsar tölur nefndar í því sambandi, allt frá 2 milljörðum til 14 milljarða. „Munar íslenska heil- brigðisþjónustu um þetta eða mætti nýta þessa milljarða í eitthvað annað. Ég minni á að nýr barnaspítali kostar rétt innan við einn milljarð. í þessu máli hafa heyrst tölur sem jafngilda rekstrarkostnaði allra stóru sjúkra- húsanna á einu ári.“ Heilbrigðisráð- herra minntist á áhyggjur annarra vísindamanna og stofnana af rann- sóknarstarfi sínu ef frumvarpið yrði að lögum og sagði: „Ekkert af því vís- indastarfi sem þegar er í gangi mun missa spón úr aski sínum þó frum- varpið verði lögfest. Mér hefur ekki verið sýnt fram á neina slíka hættu nema síður væri, miklu heldur að frumvarpið styrki allt vísindastarf í landinu. Raunverulega opnast nýir möguleikar fyrir íslenska vísinda- menn.“ Ráðherrann nefndi hið vænt- anlega frumvarp um lífsýni sem hún sagði aðskilið mál enda sérstaklega undanskilið í frumvarpinu um gagna- grunninn. „Löngu er ákveðið að nýta sumarið til að afla umsagna um frum- varpið. Það verður lagt fyrir Alþingi í upphafí þings, samhliða endurskoð- uðu frumvarpi um gagnagrunninn.“ Heilbrigðisráðherra sagði að þá væri komið að grundvallarspurningunni. „Getum við tryggt persónuvernd? Að svo miklu leyti sem það er yfirleitt hægt er gert ráð fyrir því í frumvarp- inu. Á það legg ég höfuðáherslu. Við verðum að treysta okkur fremstu fagmönnum til að tryggja persónu- verndina. Ef hún er í hættu verður einfaldlega ekki hægt að gefa starfs- leyfið. Það er alveg ljóst að til þess að tryggja persónuvemdina verður að efla tölvunefndina og það verður gert. Við erum aldrei of vel á verði þegar viðkvæmar persónuupplýsing- ar eru annars vegar. Samt finnst mér að umræðan hafi gengið of langt í því að fjalla um hættuna fyrir sjúklinga. Minna hefur verið rætt um hvaða hag sjúklingar geta haft af því vísinda- starfi sem í kjölfarið fylgir. Allir eru sammála um að meiri og betri rann- sóknir leiði til betri meðferðar og betri og skilvirkari heilbrigðisþjón- ustu. Ég tel ótvírætt að ávinningur- inn af frumvarpinu sé margfalt dýr- mætari sjúklingum en áhættan sem tekin er.“ Guðríður Kolbeinsdóttir skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu reifaði efnisatriði frumvarpsins hvað varðar starfsleyfi til reksti'ar gagnagrunns og meðhöndlun hans. Hún benti á að í lögunum væri skýrt kveðið á um að þrátt fyrir að heilbrigðisráðheiTa gæti veitt einum aðila aðgang að sjúkraskrám til flutnings í miðlægan gagnagrunn þá takmarkaði það á engan hátt aðgang að sjúkraskrám vegna vísindarannsókna né aðgang heilbrigðisyfirvalda. „Um það gilda áfram þær reglur sem kveðið er á um í lögum um réttindi sjúklinga," sagði Guðríður. Biyndís Hlöðversdóttir ræddi um starfsleyfið sem íslenskri Erfðagrein- ingu er fengið með frumvarpinu um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði. „Það er fyrst og fremst 5. grein frumvarpsins og einkarétturinn sem slíkur sem vakið hefur úlfúð í samfé- laginu. Mörgum vísindamönnum þyk- ir sá fyrirvari sem settur er í frum- varpinu um aðgang þeirra að upplýs- ingum í miðlægum gagnagrunni lítils virði. Þeir benda á að tilvist sam- hæfðs gagnagrunns, ein og sér, tak- marki strax möguleika þeirra til að fá styrki og til að standa undir rann- sóknum á öðrum sviðum. Verðmæti hinna minni gagnagrunna verður lítið þegar vitað er að til er einn samhæfð- ur grunnur sem einhver tiltekinn að- ili hefur einkarétt á. Ég tel að þetta séu réttmætar athugasemdir og er þeirrar skoðunar eftir að hafa hlustað á rök fjölmargra vísindamanna að einkarétturinn hlýtur alltaf að fela í sér takmörkun á möguleikum ann- arra vísindamanna til rannsókna." Hjálmtýr Hafsteinsson dósent í tölvunarfræði við háskólann ræddi tæknilegu hliðina við uppsetningu gagnagrunnsins og hvemig mætti tryggja persónuvernd með dulkóðun kennitölu viðkomandi. Hann sagði það tæknilega mögulegt að ganga þannig frá málum að nærri því ómögulegt væri brjótast inn í slíkt kóðunarkerfi. „Upplýsingarnar í svona gagnagrunni geta komist í hendur óviðkomandi eftir tveimur leiðum. Annars vegar frá þeim sem vinna með upplýsingarnar og hins vegar eftir ólöglegum leiðum. Þetta er sjálfsagt aldrei hægt að tryggja fullkomlega." Hjálmtýr sagði að með dulkóðuninni yrði mjög erfitt að finna út á almennan hátt um hvaða einstak- ling væri að ræða í hverju tilviki. „Hins vegar þegar kemur að einstak- lingum með ákveðin sérkenni, sér- kennileg ættartré, sérkennilega sjúk- dóma, sem koma mjög sjaldan fyrir í gagnagrunninum, þá getur orðið erf- iðara að verja slíkt. Dulkóðunin ver gagnagrunninn á almennan hátt en sér ekki við þessu. Til þess að varna Morgunblaðið/Ásdís „EF persónuverndin er í hættu verður einfaldlega ekki hægt að gefa starfsleyfið,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. FJÖLDI sérfræðinga á vísindasviði sat málþingið. gegn þessu verður að setja hömlur á meðferð gagnagrunnsins. Það má ekki vera hægt að spyrja spurninga sem hleypa spyrjandanum að þessum einstaklingum. Aðeins má leyfa af- leiddar upplýsingar, s.s. fjölda og meðaltal og einnig verður að tak- marka þau svör sem gagnagrunnur- inn gefur. Það eru auðvitað til aðferð- ir til að sinna þessu en ég hef ekki séð í upplýsingum um þetta frumvarp hvemig ætlunin er að standa að þessu.“ Guðmundur Sigurðsson ræddi mikilvægi þess að viðkvæmar per- sónulegar upplýsingar sem oft eru skrifaðar í sjúkraskrár sem hluti af hugleiðingum heilbrigðisstarfs- mannsins um sjúklinginn, væru ekki fluttar í miðlægan gagnagrunn. „Það er mjög mikilvægt að slíkar upplýs- ingar fljóti ekki með þegar upplýs- ingarnar eru fluttar yfir í gagna- grunninn. I því samhengi sem verið er ræða sjúkraskrár heilbrigðisstofn- ana þá skulum við gera okkur grein fyrir því að það er löng hefð fyrir því að nota upplýsingar úr sjúkraskrán- um án þess að leita eftir formlegu samþykki sjúklinga. Þess hefur reyndar alltaf verið gætt að notkun slíkra upplýsinga gæti ekki skaðað viðkomandi. Jórunn Eyfjörð erfðafræðingur sagði að frumvarpið hefði komið ís- lenskum vísindamönnum sem hafa tekið þátt í alþjóðlegu starfi í opna skjöldu. „Við upplifum þetta þannig að þetta sé mjög úr takt við það sem er að gerast í heiminum á þessu sviði.“ Jórunn sagði mikilvægt að gera sér grein fyrir að gagnagrunn- urinn væri ekki aðeins miðlægur heldur líka sívirkur. „Það verða sífellt að bætast í hann nýjar upplýsingar. Alls staðar í heiminum eru auknar kröfur um upplýst samþykki sjúk- lings fyrir notkun persónulegra upp- lýsinga í þágu rannsókna." Jórunn dró mjög í efa að hægt yrði að vernda gögn í sívirkum miðlægum gagna- grunni í litlu samfélagi. „Kóðun verð- ur nánast marklaus í slíkum gagna- grunni. Kóðinn verður bara einsog ný kennitala. Ég held því einnig fram að einkarétturinn á nýtingu gagna- grunnsins geti hindrað starfsemi og fjármögnunarleiðir annarra vísinda- manna. I frumvarpinu er ekki tryggt að fyrirtækið sem hafi þetta einka- leyfi verði í eigu Islendinga. Það er heldur ekki tryggt að upplýsingarnar í gagnagrunninum verði eingöngu nýttar í vísindaskyni. Einokun og markaðssetning miðlægs heilsufræði- legs gagnagrunns um heila þjóð sam- rýmist ekki almennri siðfræði," sagði Jórunn Eyfjörð erfðafræðingur. Davíð Þór Björgvinsson lagapró- fessor kvaðst eingöngu ætla ræða frumvarpið frá þröngu lögfræðilegu sjónarmiði. Hann kvað engan vafa leika á um að upplýsingar um heilsu- hagi einstaklinga væru einkamál. Hann sagði að frá sjónarmiði lög- fræðinnar þyrfti að komast að niður- stöðu um hvort frumvarpið stangað- ist á við ákvæði stjómarskrárinnar um persónuvernd. Hann sagði að bráðabirgðaniðurstaða sín væri sú að svo væri ekki. „Það er heldur ekki stjómarskrárbrot að fela einkaaðila að starfrækja gagnagmnn. Veikasti þáttur þessa frumvarps er eftirlits- þátturinn með starfrækslu gagna- gmnnsins, hlutverk tölvunefndar og eftirlit hins opinbera með því að öll- um skilyrðum frumvarpsins sé full- nægt er ekki nægilega ljóst.“ Við umræður úr sal að loknum er- indum frammælenda veltu menn því m.a. fyrir sér hvort veiting starfsleyf- is til íslensks lögaðila stangaðist á við samninginn um Evrópska efnahags- svæðið. Kári Stefánsson forstjóri Is- lenskrar erfðagreiningar tók til máls og sagði að sér þætti erfiðast að hlusta á að gagnagrunnsfrumvarpið gæti hindrað íslenska vísindamenn í rannsóknum sínum og störfum. „Það ósköp einfaldlega má ekki verða. Ef hægt er að lesa þetta fmmvarp þannig þá verður að breyta því þannig að það taki af allan vafa um að það skerði ekki möguleika íslenskra vísindamanna til að vinna sína vinnu.“ Björn Þór Guðmundsson lagapró- fessor spurði hvort Islendingar vildu liggja berskjaldaðir á borði vísind- anna. Það er lögfræðilega vandalaust að ganga frá svona frumvarpi, spurn- ingin snýst ekki það. Hún snýst um hvort við viljum þetta. Viljum við slaka svo á persónuvemd einstak- linga hér á íslandi að við getum veitt vísindunum út í heimi einstakt tæki- færi til rannsókna?" i Reuters ÍSRAELAR mynda Davíðsstjörnuna auk tölunnar 50 í tilefni af hálfrar aldar afmæli ríkisins. GLEÐI í SKUGGA KVÍÐANS s / A undanförnum fimmtíu árum hafa Israelar sannað styrk sinn, byggt upp velferðarþjóðfé- lag og unnið hvert stríðið á fætur öðru. Deil- ur við nágrannaríkin og innbyrðis klofningur dregur þó úr gleðinni á þessum tímamótum. ÍSRAELSKAR konur hafa gegnt herþjónustu allt frá stofnun árið 1948. RÁTT fyrir að ísraelar noti að jafnaði rómverska tíma- talið reikna þeir flesta trú- arlega og þjóðlega atburði út frá hebreska tímatalinu sem reikn- að er út frá gangi tunglsins. Mánuðir hebreska tímatalsins em styttri en mánuðir þess rómverska og því er 13. mánuðinum bætt inn í það á nokkura ára fresti. Þetta verður til þess að dagsetningar hebreska og rómverska timatalsins standa misjafnlega saman frá ári til árs. ísraelar jýstu yfir stofnun hins sjálfstæða ísraelsríkis 14. maí árið 1948, sem var 5. dagur Iyarmánaðar árið 5708 samkvæmt hebreska tíma- talinu. I ár ber þann dag upp á 30. apríl og því halda ísraelar afmælishá- tíð sína nú auk þess sem tímamót- anna verður minnst með ýmsum hætti út árið. I vikunni sem leið minntust þeir, eins og aðrir Gyðingar, helfararinnar og í gær var árlegur minningardagur um fallna hermenn. Hin eiginlega sjálfstæðishátíð hófst hins vegar í gærkvöld, þar sem nýr dagur hefst að kvöldi í gyðingdómi, og stendur hún fram á föstudagskvöld. Árlega minnast ísraelar helfararinnar, her- manna sinna og sjálfstæðis í tákn- rænni tímaröð en í ár er alls þessa minnst með meiri glæsibrag, heitari og jafnvel blendnari tilfinningum en ella. Óttuðust uppátæki Breta Árið 1947 samþykkti Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna áætlun um skiptingu Palestínu milli Gyðinga og Palestínuaraba, þar sem gert var ráð fyrir því að hin helga borg Jerúsalem yrði undir alþjóðlegri stjórn. Eftir áralangar erjur höfðu Bretar loks samþykkt að láta Palestínu af hendi þann 15. maí 1948 og leiðtogar Gyðinga bmgðust skjótt við. Klukkan fjögur þann 14. maí komu þeir saman í tónlistarhúsinu í Tel Avív þar sem Davíd Ben-Gurion, sem síðar varð fyrsti forsætisráðherra landsins, las upp stofnyfirlýsingu hins sjálfstæða Israelsríkis. Einungis 25 þeirra 37 sem áttu að skrifa undir yfirlýsinguna gátu verið viðstaddir þar sem vegir voru lokaðir með vegatálmum vegna langvarandi stríðsástands. Þá var einungis 350 gestum boðið að vera viðstaddir at- höfnina þar sem Bretar létu landið ekki af hendi fyrr en á miðnætti og menn óttuðust að þeir myndu nota síðasta tækifærið til að gera mönnum lífið leitt kæmust þeir á snoðir um það hvað til stæði. Fréttin barst þó út eins og eldur í sinu. Bandaríkjamenn, sem höfðu stutt baráttu Gyðinga, viðurkenndu sjálfstæði hins nýja ríkis 11 mínútum eftir að yfirlýsingin var lesin. Ibúar Tel Avív söfnuðust saman við tón- listahúsið og hvarvetna slógu Gyðing- ar upp hátíðahöldum. Tími hátíðahalda reyndist þó stutt- ur. Leiðtogar Jórdaníu, Egyptalands, íraks, Sýrlands og Líbanon bmgðust ókvæða við og næsta dag réðust herir þeirra inn í hið nýja ríki. Israelar tóku á móti af litlum efnum en þeim mun meiri eldmóði. Bardagar stóðu fram í janúar árið 1949 er samið var vopnahlé: „Þeir vissu ekki fyrir hverju þeir börðust," sagði Amnon Dagieli, einn þeirra sem tóku þátt í fyrstu bardögum við egypska herinn. „Það vissum við hins vegar.“ Dreymir um sameiningu í landinu helga Fimmtíu árum síðar velta menn því fyrir sér hvort þjóðin viti enn fyr- ir hverju hún berjist eða hvort gamla sagan um gyðingana fimm sem þurftu sjö samkunduhús muni alltaf eiga við. Afmælið ber upp á viðkvæman tíma í friðarumleitunum Israela og Palestínumanna. í afmælisávarpi sínu beinir Bill Clinton Bandaríkja- forseti þeim tilmælum til ísraelsku þjóðarinnar að hún láti ekki einstakt tækifæri til sátta ganga sér úr greip- um. Henni hafi tekist þrátt fyrir mik- ið mótlæti að uppfylla marga af draumum Ben-Gurions en draumur” hans um réttlátan varanlegan frið sé hins vegar enn óuppfylltur. Sjálfur segist Clinton eiga sér þann draum að þegar haldið verði upp á 100 ára afmæli Israelsríkis muni nágrannar þess alls staðar að úr Miðausturlönd- um geta komið saman og fagnað því í landinu helga. Margir Israelar hafa hins vegar meiri áhyggjur af því að þegnar ríkis- ins geti ekki fagnað saman, svo ólík séu markmið þeirra. Þegar við sam- setningu sjálfstæðisyfirlýsingarinnar þurfti David Ben-Gurion að taka á ágreiningi trúaðra og veraldlega sinnaðra gyðinga þar sem trúaðir kröfðust þess að minnst væri á Guð í yfirlýsingunni en hinir veraldlega sinnuðu tóku það ekki í mál. Mála- miðlunin varð sú að notuð var mynd- líkingin „Hinn trausti klettur ísraels" og líta trúaðir jafnan svo á að þarna sé átt við Guð, á meðan hinir verald- lega sinnuðu sjá í orðalaginu tákn styrkleikans. Gleðin víkur fyrir kvíða ísrael, sem átti að verða það land sem allir Gyðingar gætu snúið heim til, varð strax að heimalandi þar sem fólk frá Norður-Afríku var fyrirlitið fyrir að líkjast aröbum og fómarlömb helfararinnar fyrir viðkvæmni sína og veikleika. Á fimmtíu árum hefur fómarlömb- um helfararinnar hlotnast tilskilin samúð og virðing. Óvild milli trúaðra og veraldlega sinnaðra gyðinga hefur hins vegar einungis aukist á þeim tíma sem liðin er frá málamiðlun Ben- Gurions og vilji til málamiðlana minnkað. Blóðbankinn tekur ekki við blóði fólks frá Eþíópíu og rússneskar konur em víða kallaðar gleðikonur. Þá njóta ísraelskir arabar hvorki trausts Gyðinga né araba. Palestínumönnum er haldið í „stofufangelsi" á Vestur- bakkanum meðan á hátíðahöldunum stendur og lögregla er hvarvetna á verði af ótta við hryðjuverk. x. „Ég finn ekki fyrir neinum létti,“ sagði David Ben-Gurion við stofnun ríkisins fyrir 50 ámm, „einungis djúpum kvíða“. Þrátt fyrir að þjóðin hafi sýnt styrk sinn, byggt upp vel- ferðarþjóðfélag og unnið hvert stríðið á fætur öðru er ekki laust við að mitt í öllum hátíðahöldunum nú virðist kvíðinn víða enn vera gleðinni yfii^1 sterkari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.