Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Jurtaolíur misjafnar að gæðum MIKIL aukning hefur verið á sölu jurta- olía til matargerðar en þær eru mikil- vægar fyrir starfsemi líkamans. Olíurnar eru þó misjafnar að gæðum og næringar- innihaldi eins og fram kemur hjá Rafni Líndal heilsugæslulækni. Hann veitir íþróttafólki ráðgjöf auk þess sem hann hefur haldið fjölda fyrirlestra og skrifað greinar um efnið. „Þeir sem þekkja vel til efnaskipta, fitu og olía í líkamanum og virkni þeirra telja að sú mikla vinnsla sem er á matarolíum dragi úr næringar- gildi þeirra," segir Rafn. „Þær olíur sem seldar eru í verslunum og eru gular eða Ijósar að lit, seldar í glær- um umbúðum og geymdar við hita eru ekki nógu næringarríkar. Ástæð- an fyrir því er sú að þessar fjölómett- uðu olíur eru viðkvæmar fyrir hita og ljósi. Hins vegar er hægt að fá sér- stakar hollustuolíur. Þær eru unnar úr lífrænt ræktuðum fræjum eða korni í stað eiturúðaðs ólífrænt rækt- aðs koms. Þær eru geymdar í kæh í dökkum ógagnsæjum umbúðum og bera á sér merkingu síðasta sölu- dags, 3-6 mánuði fram í tímann, sem hinar gera ekki. Mér vitanlega hafa þessar olíur ekki verið til hér á landi. Ohur eru mikilvægar fyrir starf- DILBERT alla fimmtudaga í yiDSBIPn/AIVINNUlÍF Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur semi líkamans. Skal ég nú útskýra hvernig á því stendur,“ segir Rafn. „Maðurinn þarf tvær lífsnauðsynleg- ar fitusýrur í líkamann til að lifa. Þær er aðeins að fmna í ýmsum fræjum og komi og olíum unnum úr þeim. Ur þeim er hægt að búa til alla aðra fitu fyrir heilsuna. Önnur fitusýran er kölluð Omega 6 eða linoleik sýra og hin Omega 3 eða Alfa linolenik sýra. í óunnu fæði er talið að hlutfallið á milli þessara tveggja sé um fjórir hlutar af Omega 6 á móti einum hluta af Omega 3.1 vestrænu fæði er hlut> fallið á mihi þessara fitusýra tahð vera tuttugu hlutar af Omega 6 á móti einum hluta af Omega 3, í því liggur vandinn. Af þessum sökum hafa sumir tahð að það þyrfti að minnka inntöku af Omega 6 ríkum ol- íum og bæta við Omega 3 ohum. Flestahar jurtaolíur sem seldar eru hér í verslunum eru eingöngu auðugar af Omega 6 fitusýrum. Þeirra á meðal er kornoha, sólblóma- olía og ólívuolía. Þær ohur sem eru auðugar af Omega 3 fitusýrum eru tíl dæmis sojaoha, valhnetuolía, eanola og olíur unnar úr hörfræjum og fræj- um vatnsmelónunnar. Af þessum oh- um er hnoha úr hörfæjum sú eina sem inniheldur meira magn af Omega 3 en Omega 6 eða fjórum sinnum meira af þeirri fitusýru. Því er hnolían sú eina sem getur bætt hlutfalhð þama á mhli verulega. Er hún því talin vera mesta hohustuoh- an. En línolían er viðkvæm vegna þess að hún er mjög fjölómettuð og þolir því alls ekki að það sé steikt úr henni. Þess vegna er hún einkum notuð út á salöt, í bakstur eða hún er tekin inn eins og lýsi. Ólífuolían er sérstök að þvi leytinu Morgunblaðið/Kristinn JURTAOLÍUR eru misjafnar að gæðum og næringarinnihaldi eins og fram kemur í greininni. að hún er einómettuð og því minna viðkvæm fyrir hita eins og myndast við stehdngu en aðrar ohur því er hún heppilegust th eldunar við mik- inn hita. A hinn bóginn inniheldur hún aðeins Omega 6 fítusýrur og Omega 9 fitusýrur sem hafa ýmis já- kvæð áhrif á hehsuna en eru ekki lífsnauðsynlegar. Auka þarf Omega 3 fitusýrur í fæðunni Lýsi og feitur fiskur innihalda líka mikið magn af Omega 3 fitusýrum. Þess vegna er lýsisinntaka svo mikU- væg á norðlægum slóðum þar sem fæði fólks er almennt snautt af soja- baunum, valhnetum og hörfræjum svo dæmi séu tekin. Með þvi að taka inn lýsi er verið að draga úr þessu ranga hlutfalh. Einnig ættu menn að minnka neyslu afurða sem innihalda mikið magn af Omega 6 fitusýrum eins og er í unnum jurtaolíum. Það er þó um- deUt hve menn eiga að ganga langt í þessum efnum. Hvort sleppa eigi al- veg unnum jurtaolíum sem innihalda mikið magn af Omega 6 eða aðeins draga úr neyslu þeirra. Flestir telja að þær megi ekki skorta í fæðunni þó draga megi úr þeim. I heUa, taugakerfi, eistum og eggjastokkum er hlutfall Omega 6 og Omega 3 fitusýra einn á móti einum en í vöðvum fjórir á móti einum. Ymsir telja að aukna tíðni hjarta- sjúkdóma, krabbameins og sjálfof- næmissjúkdóma eins og gigtar megi að hluta rekja til þess að hlutfall lífs- nauðsynlegra fitusýra sé ekki rétt í líkama okkar. Að undanfórnu hafa birst niður- stöður rannsókna sem benda tU þess að með því að breyta hlutfalli þessara efna megi einnig draga úr bólgu sem fylgir ýmsum sjúkdómum. Hefur þetta verið rannsakað hjá þeim sem þjást af gigt og bólgusjúkdómum í ristli. Það verður þó að geta þess að þessum rannsóknum ber ekki öllum saman. Það eru margir gigtarsjúklingar sem trúa því staðfastlega að draga megi úr bólgu og verkjum með auk- inni inntöku af Omega 3 á fastandi maga með því að auka neyslu á lýsi eða línolíu. Lýsi hf. framleiðir nú lýsi sem er kallað Vítamínlágt lýsi og er það helmingi snauðara af A- og D- vítamínum en þorskalýsi. Þeir sem hafa viljað auka inntöku á lýsi og Omega 3 fitusýrum hafa tekið þessa tegund inn og þá í tvöfóldum skammti. Ég vil svo taka það fram að lokum að þeir sem auka mikið neyslu á fjölómettuðum olíum ættu að auka neysluna á vítamínum og þráavam- arefnum eins og E-vítamíni. Olíumar era þó tiltölulega ríkar af E-vítamíni ef þær em rétt unnar,“ segir Rafn. GARÐ- VINNUDAGAR 30. apríl - 4. maí Nú er rétti tíminn til að huga að endurvinnslu í garðinum og búa hann undir sumarið. Trjáklippingar og safnhaugagerð eru nú í brennidepli og því bjóðum við ýmsar vörur pessu tengt á góðum kjörum þessa daga. TILBOÐ: Safnkassar mismunandi ger&ir eftir þörfum hvers og eins. Hjólbörur Greinakvarnir Þú nýtir úrganginn sem náttúrulegan áburö og heldur illgresi í skefjum. Laufsugur Þægindin við að sjúga laufin í poka og koma þeim beint í safnkassann eru ótrúleg. Gott tækifæri til að endurnýja þær gömlu. Margar stærðir. Einnig hjólbörur fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina. Fagbækur um trjáklippingar og safnhaugagerð. KOMIÐ Á GARÐVINNUDAGANA, GERIÐ GOÐ KAUP OG FÁIÐ RÉHU RÁÐIN í KAUPBÆTI! SÉRFRÆÐINGAR veita viðskiptavinum okkar faglega ráðgjöf um garðyrkju, tæki og tól. Op/ð laugardag kl. 10-18 og sunnudag kl.J 1-16 RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.