Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 30. APRIL 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ í leit að ferskleika Flögð og fögur skinn er heiti verkefnis ----------7------------- sem er framlag Islensku menningarsam- steypunnar art.is til Listahátíðar í Reykja- vík. Hulda Stefánsdóttir ræðir við nokkra af fjölmörgum þátttakendum í þessum viðamesta myndlistarviðburði innan vé- banda hátíðarinnar að þessu sinni. Morgunblaðið/Ásdís NOKKRIR fulltrúar verkefnisins Flögð og fögur skinn sem er framlag art.is til Listahátíðar í Reykjavík. Fremst frá hægri: Dagný Kristjáns- dóttir, bókmenntafræðingur, Guðrún Vera Hjartardóttir, myndlistar- kona, Filippía Elíasdóttir, fatahönnuður, Egill Sæbjörnsson, myndlist- armaður, Guðni Elíasson, bókmenntafræðingur og Hannes Sigurðs- son, forstjóri art.is, umsjónarmaður verkefnisins og sýningarstjóri. VIÐFANGSEFNIÐ er mannslíkaminn eins og hann birtist í sínum margbreyti- legustu myndum í okkar nútíma- samfélagi. Vel á annað hundrað lista- og fræðimenn koma að fram- takinu auk fjölmargra fyrirtækja í borginni. Verkefnið er styrkt af Listahátíð og Samskiptum efh., en fyrirtækið heldur upp á 20 ára afmæli sitt og mun efna til samkeppni meðal myndlistarmanna í samvinnu við art.is. Sýningin Flögð og fógur skinn verður haldin í Nýlista- safninu dagana 18. maítil7.júníogíl4 verslunargluggum við Laugaveg í sam- vinnu við Þróunarfélag Reykjavíkur. Fjórir er- lendir gestalistamenn taka þátt í sýningunni; Louise Bourgeois, Bar- bara Kruger, Matthew Bamey og Orlan. Vemdari verkefnisins er Björk Guðmundsdóttir. „Bleikur er ríkjandi tónn í öllu verkefninu svo vísað sé til viðtek- ina hugmynda um kynin,“ segir Hannes Sigurðsson umsjónarmað- ur og sýningarstjóri Flagða og fag- urra skinna, en þetta er í þriðja sinn sem hann tekur þátt í Listahá- tíð í Reykjavík. Upphaflega var hugmyndin sú að taka fyrir femín- isma í íslenskri myndlist. Til þess reyndist sú saga of brotakennd og óljós. „Síðan spratt fram hugmynd- in um Flögð og fógur skinn sem tók að æxlast og stækka líkt og frjóvguð eggfruma uns kynferði af- kvæmisins var ekki lengur alveg á hreinu. Segja má að verkefnið sé einskonar sjálfstæð listahátíð inn- an Listahátíðar," segir Hannes. Ætlunin er að kveikja umræður um viðfangsefnið á sem breiðustum grundvelli. „Markmiðið með . sýningunni og bókinni er að tengja saman ólíka þjóðfélagshópa á þverfaglegum gmndvelli og fá þá til að taka á mark- 5 vissan hátt á einu I umfangsmiklu við- / fangsefni, manns- líkamanum. Það er komin fram ný kyn- slóð í íslenskri mynd- list. Þetta unga fólk er að mörgu leiti opnara, bein- skeyttara og meira í takt við tím- ann en hinir eldri,“ segir Hannes. „Ég leitaði til listamanna sem ég taldi að gætu brugðist við viðfangs- efninu því fremur lítið hefur borið á líkamanum í raunverulegum póst-módemískum skilningi í ís- lenskri myndlist. Með því að leggja áherslu á verk yngri listamanna vona ég að fram fáist samtímaleg viðhorf sem gera muni sýninguna áleitnari og ferskari." starfi sínu sem sýningarstjóri á Mokka og áður einnig í sýning- arsalnum Sjónarhóli sóttist Hannes gjarnan eftir að setja upp sýningar erlendra og innlendra listamanna sem unnu með manns- líkamann. „Fyrir mér persónulega eru Flögðin einskonar samantekt á þessum hluta starfseminnar,“ segir Hannes. Hann óttast ekki að fólk bregðist illa við viðfangsefni sýn- ingarinnar og segir tepruskap gagnvart mannslíkamanum á und- anhaldi. „Viðhorfín hafa gjörbreyst á síðustu 15 árum eða frá því að Stefáni frá Möðrudal var meinað að sýna mynd sína Vorleikur vegna þess að hún þótti særa blygðunar- kennd fólks. Almenningur hefur lítið kippt sér upp við sýningar listamanna á Mokka á síðustu ár- um og ég á því ekki von á mótmæl- um nema frá 19. aldar gagn- rýnendum. Ég er að miða inn í 21. öldina.“ ess skal getið að boðið verð- ur upp á safnaleiðsögn um sýningarnar í Nýlistasafn- inu í umsjón Önnu Einarsdóttur, listfræðings, hjá Þróunarfélagi Reykjavíkur. Þá hefur art.is meðal annars gengið til samstarfs við Sláturfélag Suðurlands sem býður upp á grillaðar pylsur í porti Nýlistasafnið og Gym 80 verður með heilsurækt og fitumælingu fyrir sýningargesti. Þegar Listahá- tíð í Reykjavík lýkur ferðast sýn- ingin Flögð og fögur skinn norður á land þar sem hún verður í Lista- safninu á Akureyri dagana 13. júní til 18. júlí. Fata- menn- in g MEÐAL viðburða á Nýlista- safninu í tengslum við verk- efnið Flögð og fögur skinn má auk þátttöku fjölmargra myndlistarmanna nefna tísku- sýningar íslenskra fatahönn- uða í samstarfi art.is og Eskimo Models. Filippía Elís- dótth- er ein þeirra hönnuða sem verða með sýningu í safn- inu. I grein um veldi tískunnar sem Filippía skrifar í bók art.is um mannslíkamann fær- ir hún rök fyrir því að tískan sé ósýnilegur hluti menning- arinnar, undanskilin fræði- legri umræðu. „Og í því felst máttur hennar. Tískan er alltaf nágranninn, alltaf ein- hver annar,“ lýkur Filippía grein sinni. A sýningunni í Nýlistasafninu hyggst hún skoða tísku dagsins í dag í menningarlegu samhengi. Fyrirsætur eru fólkið „af göt- unni“, í sínum eigin klæðnaði. „Það hefur aldrei verið tek- ið á þessu fyrirbæri sem tísk- an er með fræðilegum hætti og því þarf að breyta,“ segir Filippía. „Með tískusýningu fólksins af götunni langar mig til að gera grein fyrir að tísk- an er alls staðar. Sjálf hef ég mjög gaman af því að skapa ímyndir en sakna þess að bet- ur sé gerð grein fyrir þeim víðu samfélagslegu skírskot- unum sem þessi ímyndagerð felur í sér.“ Sýning Filippíu verður haldin laugardaginn 30. maí kl. 21 í Nýlistasafninu. Fata- hönnuðimir Björg Ingadóttir og Valgerður Torfadóttm í Spaksmannsspjörum verða með tískusýningu á sama tíma laugardaginn áður, 23. maí, og þriðja laugardaginn, 6. júní, verður Linda Björg Arnadótt- ir með sýningu á eigin hönn- un. Þá verða sýnd föt frá herrafatabúðinni Book’s og Absalut Versace. Kyn og kynleysi í samtímanum ÖNNUR hlið verkefnisins Flögð og fögur skinn er útgáfa bókar, rúmlega 450 blaðsíður, þar sem fjallað er um líkamann frá margvís- legum sjónarhomum. Breiður hópur fræði- manna og sérfræðinga af ýmsum sviðum hef- ur lagt til efni og era höfundar yfír 50 talsins. Ritstjóri bókarinnar er Jón Proppé en auk hans sitja í ritstjóm Hannes Sigurðsson, list- fræðingur, umsjónarmaður og sýningarstjóri verkefnisins, og bókmenntafræðingamir Dagný Kristjánsdóttir, Ulfhildur Dagsdóttir, Guðni Elíasson, Geir Svansson og Eiríkur Guð- mundsson. Eitt af markmiðum verkefnisins er að leiða saman krafta fræðimanna og listamanna og reyna með því að höndla með sem víðtækust> um hætti helstu viðhorf og viðhorfsbreytingar okkar til líkamans á síðari áram. Dagný Kristjánsdóttir og Guðni Elíasson sátu fyrir svöram um áherslui- og markmið bókarinnar sem skipt er upp í sex meginefnis- flokka. Kaflamir skarast þó allir á fleiri en einn hátt svo lýsa mætti kaflaskiptum sem fljótandi landamæram. „Hugmyndin að baki þessari bók er að skoða líkamann út frá sem ólíkustu sjónarhomum, en undir mannslík- amann falla nánast allir hlutir með einum eða öðram hætti,“ segir Guðni og Dagný tekur af honum orðið. „Áherslan er þó á kynin og kynjamuninn." Og Guðni bendir á að það sé eðlilegur útgangspunktur þar sem femínism- inn hafi fyrst beint sjónum fólks að því hvem- ig einstaklingurinn talar út frá líkamanum. Frá glansmyndum til grótesku með viðkomu í erfðafræði Undir flokkinn gróteskur fellur umfjöllun um afmyndanir líkamans; líkamlegan húmor og groddaskap og með þann efnisþátt fer Ulf- hildur Dagsdóttir höndum. Guðni sér um sjónarhom glanslíkamans, allt frá Barbie til Valentinos. Bíómyndir, ljósmyndir, auglýsing- ar og margvíslegar hugmyndir um hinn fagra líkama. Líkami vinnunnar nefnist greina- flokkur sem Eiríkur Guðmundsson stýrir. Þar er fjallað um líkamann sem vinnuafl, valda- uppbyggingu samfélagsins og það hvemig samfélagsformið sjálft miðar að stjómun lík- amans. Geir Svansson fjallar um kynstur og kynjalíf, og er viðfangsefnið allt það sem lýtur að kyni, kynmótun og kynhegðun. Einkum verður fjallað um uppbrot kynforma, sem kalla mætti kynusla, og tilraunir til að endur- skilgreina kynin, en eins og Guðni bendir á þá hefur reynst erfíðara en í fyrstu lætur að stilla kynjunum upp sem hreinum andstæð- um. í greinarflokk sínum fjallar Dagný um mat undir yfirskriftinni „Þú ert það sem þú borðar (ekki).“ Loks skal nefndur flokkurinn Póst-húman eða líkami framtíðarinnar sem Jón Proppé hefur umsjón með. Þar er tekið á ýmiss konar umbreytingum líkamans gegnum tækni; s.s. fegranaraðgerðir, sæborga, sam- runa og samband líkama og vélar, endursköp- un líkamans með erfðaverkfræði og líf án lík- ama, líkt og í samskiptum fólks um Netið. Þau Guðni og Dagný hafa átt í vinsamlegri baráttu um einstök greinaskrif og til marks um hve kaflar geta skarast skal nefna skrif um fegurðarsamkeppnir, nánar tiltekið þá sem haldin var hér á landi árið 1983, en þá var gestum boðið að gæða sér á tertu í líki fegurð- ardrottningar ársins á undan. Glansmyndir, matur eða gróteskur? Eða allt í senn? Því verður hver að svara fyrir sig. Gagnrýni á tvíhyggju Dagný segir að bókin geti vel þjónað til- gangi kennsluefnis í framtíðinni og þegar hef- ur verið ákveðið að taka fyrir viðfangsefni bókarinnar á námskeiði hjá Endurmenntun- arstofnun Háskóla Islands næsta haust. „Héma er tekið saman á einn stað efni úr öll- um áttum sem varðar fólk sérstaklega í dag. Bókin er samræða við samtímann þar sem dregin era fram ýmis söguleg sjónarhorn á viðfangsefnið." Guðni kýs að nota orðið marg- sýni til að lýsa innihaldi bókarinnar. „Það sem gerist við lestur bókarinnar er ekki bara það að ólíkar greinar styrki hver aðra heldur leysa þær upp röksemdarfærslur hverjar annarra." Þannig svari bókin ekki endilega spurningum heldur veki fleiri og virki lesand- ann til umhugsunar um viðfangsefnið. Rauðan þráð í gegnum ólíka kafla bókar- innar segir Dagný vera gagnrýni greinahöf- unda á tvíhyggjuna í greiningu kynjanna. Annað einkenni er sá þverfaglegi hugsunar- háttur sem verkið lýsir. „Ég held að það sé mikilvægt að háskólakennarar komi út úr for- tíðinni og horfi til þess samfélags sem við lif- um í,“ segir Guðni. Og Dagný segir að hér sé í raun verið að safna saman flestu því sem ritað hefur verið um viðfangsefni mannslíkamans. „Því hefur verið haldið fram að ekkert hafí verið skrifað um þessi efni hér á landi. Með þessari bók viljum við hins vegar sýna af- rakstur af umræðu sem hefur verið að eiga sér stað á síðustu 10-15 árum.“ Þau segja að vandað verði til útgáfunnar og mikið lagt í myndefni með textunum. Enda sjónræn miðl- un aldrei skipt meira máli en í samfélagi dagsins í dag. „Þetta er ekki bara bókaútgáfa heldur er reynt að setja bókina í samhengi við þann viðburð sem myndlistarsýningin er þannig að allt eins mætti segja að bókin væri lesefni eða sýningarskrá með þeim viðburði sem sýningar hinna fjölmörgu ólíku lista- manna eru,“ segir Guðni. Málþing í samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands efnir art.is til málþings í Nýlistasafninu þrjá sunnudaga í röð. Fyrsta kvöldið, sunnudaginn 23. maí kl. 21 stýra Ulf- hildur Dagsdóttir og Guðni Elísson umræðum um grótesku og glanslíkama. Á sama tíma viku síðar fjalla Eiríkur Guðmundsson og Dagný Kristjánsdóttir um líkama vinnunnar og mat. Sunnudaginn 7. júní verður loks fjall- að um kynstur og póst-húman undir stjórn Geirs Svanssonar og Jóns Proppés. Gestafyr- irlesari verður Ludwig Seyfarth.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.