Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 31 Byggðin mín fagra o g bjarta LEIKLIST Freyvangsleikhúsið f Eyjafirði VELKOMIN í VILLTA VESTRIÐ Höfundur: Ingibjörg Hjartardóttir. Höfundar tónlistar: Eiríkur Bóasson, Ingólfur Jóhannsson, Jóhann Jónasson. Höfundar texta: Hannes Orn Blandon, Helga Ágústsdóttir, Ottar Björnsson, Þórarinn Hjartarson. Leikstjórn: Helga Elín- borg Jónsdóttir. Aðstoðarmaður leikstjóra: Helga Ágústsdóttir. Ljósahönnuður: Björn Guðmundsson. Sviðsmynd: Helga Jónsdóttir, Halldór Sigurgeirsson o.fl. Hljómsveitar- stjórn: Ingólfur Jóhannsson. Leikendur: Stefán Guðlaugsson, Elísabet B. Björnsdóttir, Olafur Theodórsson, Hanna Rúna Jóhannes- dóttir, Sigríður Arnardóttir, Valþór Brynjarsson, Friðrik Stefánsson, Leifur Guðmundsson, Hjördís Pálmadóttir, María Gunnarsdóttir, Árni Friðriksson, Jón G. Benjamíns- son, Stefán Aðalsteinsson, Valþór Brynjarsson, Árni J. Gunnarsson, Friðrik Stefánsson, Jón. G. Benja- mínsson, Pálmi R. Þorsteinsson, Fanney B. Pétursdóttir, Gerður Ó. Hjaltadóttir, Gunnur Y. Stefánsdótt- ir, Marfa Gunnarsdóttir, Sigríður Arnarsdóttir, Þórný Barðadóttir, Þuríður Schiöth. Sýning í Freyvangi, Eyjafirði, 24.04. ÞEIR Eyfirðingar í Freyvangs- leikhúsinu vilja helst blása leiklífi í texta sem snýst um lífið og tilver- una á þeirra eigin heimaslóð. Það gerðu þeir með miklum ágætum í Kvennaskólaævintýrinu sællar minningar, og gera nú enn með Villta vestrinu, nokkurs konar leik- og söngverki þai’ sem lýst er raun- verulegum hagsmunaárekstrum í byggðarlaginu undanfarin misseri, en með skoplegum hætti þó. Hér takast á kúabændur og hestamenn um landnýtingu og konur og verður ekki annað til talið sem skiptir öllu meira máli í dreifðum byggðum og kannski alls staðar. Allt byrjaði þetta þannig að kúa- bóndi innan úr Eyjafjarðarsveit hringdi til Ingibjargar Hjartai’dótt- Tímarit • ANNAR árgangur af Ritmennt, tímariti Landsbókasafns Islands - Háskólabókasafns, er nýkominn út. I ritinu er rúmlega tugur greina og frásagnarþátta. Þar á meðal er grein um handritadeild safnsins í tilefni af 150 ára afmæli deildarinnar. Saga Kvennasögu- safns Islands er rakin í ritinu og sagt frá frumkvöðulsstarfi Önnu Sigurðardóttur. Töluvert af efni ritsins tengist bóksögu, bókagerð og bókaútgáfu. I langri grein er leitast við að tímasetja þá útgáfu hinnar fornu lögbókar sem kennd hefur verið við Núpufell. Grein er um William Morris þar sem metið er framlag hans til bókagerðar. Þá er birt töl- fræðilegt yfirlit um íslenska bóka- útgáfu síðustu þrjátíu ára, og mun það þykja forvitnilegt ekki síður en samsvarandi yfirlit fyrri áratuga sem birtist í Arbók Landsbóka- safns 1967. Sagt er frá samkomu í bókasafn- inu á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 1997, þar sem frú Auður Laxness aíhenti safninu handrit eiginmanns síns, Halldórs Lax- ness, og birtir eru kaflar úr bréfi sem Halldór skrifaði móður sinni frá Kaupmannahöfn sautján ára gamall. Óhætt er að segja að Hall- dór birtist þar lesendum sínum með allt öðrum hætti en áður hef- ur sést á prenti. Sagnfræðin á sinn sess í ritinu þar sem í langri gi-ein er leitast við að bregða nýju ljósi á heimildagildi nokkurra annála að því er tekur til ur, þeirrar í Hugleik fyrir sunnan, og pantaði leikrit um hestamenn... Jú, hestamenn þeysa um sviðið í Villta vestrinu, skárra væri það nú, og fara stundum geyst, en það eru kúabændurnir sem fara sér hægar en vekja ekki síður athygli áhorf- andans. Atökin milli þessara fylk- inga mynda nokkurs konar bak- grunn fyi’ir ástarævintýrið í Villa vestrinu, og þar er margt snotur- lega gert í sviðsetningunni og margt vel sungið, en skemmtilegast þótti mér þó að heyra kveðskapinn. Þar fór kúabóndinn Ami Friðriks- son á, hm, kostum. En það er draumkennd, blá- klædd ráðskona, náfrænka Úu í annarri sögu, sem veldur straum- hvörfum í lífi eins gildasta bóndans í sveitinni og hefur ómæld áhrif á flesta sveitungana. Þessi kona þekkir áhrifamátt grasa, forsmánar kjötið sem bændur framleiða og trúir því að mannskepnan eigi að elska alla. Því miðui’ tekur Álfheið- ur síðasttalda atriðið bókstaflega, og því fer sem fer... Elísabet B. Björnsdóttir fer ágætlega með hlutverk Alfheiðar og það sama má segja um Stefán Guðlaugsson sem stórbóndann Friðrik sem festir á Alfheiði of- urást. Þau tvö fara með veigamestu hlutverkin, en auk þeirra fara með allstór hlutverk ýmsir máttarstólp- ar Freyvangsleikhússins í gegn um tíðina og vanir menn: Ólafm’ Theo- dórsson, Hanna Rúna Jóhannes- dóttir, Valþór Brynjarsson, Hjördís Pálmadótth’ og fleiri. Þá var ánægjulegt að sjá unga fólkið í söng og dansi. Lög og textar eru mörg áheyrileg og hafa verið gefin út á geisladiski. Það var ánægjulegt að sjá Villta vestrið í Freyvangsleikhúsinu, og þótt nafngiftin orki tvímælis ef litið er inntaksins, er hér á ferðinni leik- rit sem sýnir að þeir Eyfirðingar hafa ekki aðeins sköpunargáfuna í lagi, heldur kunna þeir einnig að gera grín að sjálfum sér. Hvort- tveggja er til merkis um heilbrigt og þróttmikið samfélag. Guðbrandur Gíslason frásagna þeirra af Svarta dauða. Meðal styttri þátta í Ritmennt er frásögn af fornum Islandskort- um sem safnið hefur sett á Netið og gert þannig aðgengileg um- heiminum, og lýst er nýlegri Pass- íusálmaútgáfu safnsins sem er ólík öllum hinum 82 útgáfum sálmanna sem áður höfðu birst. Ritmennt er 160 blaðsíður að stærð ogprýdd fjölda litmynda. Ritstjóri er Einar Sigurðsson, en í ritnefnd eru Kristín Indriðadóttir, Porleifur Jónsson og Ogmundur Helgason. Nýjar bækur • Gylting er eftir franska rithöf- undinn Marie Darrieussecq í þýð- ingu Adolfs Friðrikssonar. Gylt- ing er saga um konu í karlaveldi sem komið er fram við eins og svín uns hún breytist í svín, bók- staflega. I kynningu segir m.a., að ung og atvinnulaus stúlka starfi við ein- hvers konar nudd á vinsælli snyrti- stofu og verði vinsælasta stúlkan meðal karlgestanna. En hún tekur breytingum,fitnar og húðin verður æ grófari, viðskiptavinimir gerast ruddalegri og kærastinn sífellt af- undnari. Og þegar umbreytingin er um garð gengin og hún er orðin að gyltu er ekki um annað að ræða en að leita niður í holræsin, enda vargöld runnin upp í París nálægr- ar framtíðar. Gylting er 121 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápuna gerði Guðjón Ketilsson. Verð: 2.980 kr. LISTIR Morgunblaðið/Örlygur Steinn Sigurjónsson FRÁ Laxnessárshátíð Grunnskólans í Skógum. Grunnskólanemar heiðra minningu Halldórs Laxness Skógum. Austur-EyjaQöllum. Morgunblaðið. NEMENDUR í Grunnskólanum í Skógum undir Eyjafjöllum héldu árshátíð sína nú í aprílbyrjun og höfðu að leiðarstefí verk nóbels- skáldsins Halldórs Laxness. Nemendur fyrsta til tíunda bekkjar unnu að gerð fjöl- breyttrar dagskrár með kennur- um sínum og tjáðu árangurinn með leik, söng og upplestri. Auk þess skreyttu þeir árshátíðarsal sinn með myndverkum unnum út frá sögum Laxness, Sölku Völku, Paradísarheimt og Is- landsklukkunni. Barnakór skól- ans flutti fjögur lög sem gerð hafa verið við ljóð Laxness, Bráðum kemur betri tíð, eftir Atla Heimi Sveinsson og Hall- ormsstaðaskóg, við erlent lag, að ógleymdri Maístjörnunni eftir Jón Ásgeirsson. Þá söng Barna- kórinn einnig lag Jóns Nordal Hvert örstutt spor, úr Silfur- tunglinu, og kór eldri nemenda flutti nokkur lög undir stjórn Jónu Guðmundsdóttur, tónlistar- kennara. Ýmsar kunnuglegar persónur birtust á sviðinu í leikatriðum nemenda. Gestir voru leiddir af nemendum 8.-9. bekkjar aftur á 18. öld í Islandsklukkunni þar sem píslarganga Jóns Hreggviðs- sonar var að heljast. Huldufólks- • kvæði Laxness, Dáið er allt án drauma, úr Barni náttúrunnar, var leikið af nemendum 1.-3. bekkjar undir upplestri og ljóðið Unglingurinn í Skóginum var túlkað með leikrænum hætti af 4.-6. bekk, sem einnig túlkaði á líkan hátt ljóðið Kveðið eftir vin minn. Nemendur eldri bekkjanna fluttu gestuin sínum nokkrar hugleiðingar um Halldór Lax- ness og stöðu skáldskapar í nú- tímanum og lásu upp úr verkum skáldsins. Tíundi bekkur vann leikatriði upp úr Englum al- heimsins eftir Einar Má Guð- mundsson, en bókin var lesin til samræmds prófs í íslensku í skól- um landsins f fyrsta skipti í vor. Dagskráin var vel sótt af for- eldrum og velunnurum skólans og mæltist inntak hennar vel fyr- ir enda lögðu nemendur og kenn- arar metnað sinn í vinnu við æf- ingar og leikmyndir. Nemendur Grunnskólans í Skógum eru alls 39 og starfa átta kennarar við skólann. TRÍÓ Tómasar R. Einarssonar ásamt víbrafónleikaranum Árna Scheving leikur á Múlan- um í kvöld. Tríó Tómasar R. ásamt Arna Scheving TÓNLEIKAR á vegum djass- klúbbsins Múlans verða haldnir í kvöld kl. 21 í Sölvasal á 2. hæð Sól- ons Islandusar. Að þessu sinni leikur tríó kontra- bassaleikarans Tómasar R. Einars- sonar ásamt víbrafónleikaranum Árna Scheving. Tríóið skipa auk Tómasar; Eyþór Gunnarsson píanó- leikari og Gunnlaugur Briem trommuleikari. Þeir félagar munu aðallega spila nýleg lög Tómasar auk nokkurra klassískra djasslaga. Næstu tónleikar eru á sunnudag- inn með Kvartetti Ómars Einars- sonar og munu þeir félagar leika latin-lög og þekkt djasslög. Hamagangur í Harlem KVIKMYJVDIR Laugarásbíó „HOODLUM“ ★ % Leikstjóri: Bill Duke. Aðalhlutverk: Laurence Fishburne, Tim Roth, Andy Garcia, Vanessa Williams, Cicely Tyson. United Artists. 1997. EINN stærsti gallinn við mafíumyndina „Hoodlum“ í leik- stjórn Bills Dukes er sá að allir í henni ei'u svo greinilega að leika mafíósa í gangstermynd að þeir verða eins og óvart hlægilegir. Það er eins og þeir hafi horft of oft á Guðfoðurinn. Tim Roth er einn af þeim. Hann tekur hlut- verk sitt sem glæpamaðurinn Dutch Schultz ákaflega alvarlega allur skakkur og skældur og geð- sýkislegur en hann verður óvart fyndinn fremur en ógnvekjandi. Andy Garcia sem Lucky Luciano er ótrúlega fínn í tauinu og talar eins og sá sem valdið hefur en er svo meðvitaður um hvað hann er svalur að það er erfitt að taka mark á honum. Cicely Tyson er ákaflega dramatísk í hlutverki mafíudrottningar. Laurence Fis- hburne leikur foringja svert- ingjamafíunnar í Harlem og seg- ir myndin af því hvernig hann rís í hæðir innan hennar og nær henni undan áhrifavaldi hvítu mafíósanna. Fishburne er ábúð- armikill í hlutverkinu en það vantar alla dýpt í persónuna. Það ofleika allir í myndinni, hver á sína vísu. Það er kannski ekki nema von að leikararnir eigi erfitt með að fóta sig í þessari mynd því hún er gersneydd frumlegri hugsun og minnir á ódýrar mafíumyndir áttunda áratugarins; maður kemst aldrei undan þeirri tilfinn- ingu að hér sé á ferðinni eftirlík- ing af eftirlíkingu af mafíumynd. En hún er líka að reyna að vera svolítið meira. Leikstjórinn Duke er að fjalla um stöðu svertingj- anna í mafíuheimi New York borgar og hvernig þeir berjast um yfin-áðin í sínu eigin hverfi, Harlem. Duke, sem er svertingi, gerir heilmikinn dýrling og bjargvætt úr foringja svertingj- anna og býr til enn eina vitund- ar- eða vakningarmyndina með því að gera mafíusögu svartra að andófssögu gegn kúgun hvíta mannsins. Hún verður nánast að mannréttindamynd í höndunum á honum og er gamaldags mafíu- mynd sérkennilegur vettvangur slíkra pælinga. Þessi mynd kemur á undarleg- um tíma. Mafíumyndirnar sem gerast fyrir stríð hafa rannið sitt skeið og það er greinilegt á „Hoodlum" að tími er kominn til að kveða niður þann gamla draug. Það er greinilega búið að þurrmjólka kúna. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.