Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrirspurn um kaup Landsbankans á veiðileyfum í Hrútafjarðará Búist við svörum í næstu viku FINNUR Ingólfs- son viðskiptaráð- herra skýrði frá því í upphafi þing- fundar á Alþingi í gær að skriflegra svara við fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingflokki jafnað- armanna, um kaup Landsbanka Is- lands á veiðileyf- um í Hrútafjarðará væri að vænta í næstu viku. Þetta sagði ráðherra eft- h- að Jóhanna hafði innt hann eftir því hvenær búast mætti við að svörin yrðu lögð fram á Alþingi. Benti hún á að fyrirspuminni hefði verið dreift á Alþingi fyrir um einum og hálfum mánuði en samkvæmt þingsköpum Alþingis ætti ráðherra að gefa skrif- legt svai- eigi síðar en tíu virkum dögum eftir að fyrirspum væri leyfð. Jóhanna og aðrir þingmenn stjórn- arandstöðu töldu mikilvægt að um- rædd svör bærast fyrir þinglok í vor, þannig að þau gætu komið til um- ræðu á Alþingi. Fyrirspurn Jóhönnu er í sex liðum og er m.a. spurt að því hve mörg laxveiðileyfi Landsbanki ís- lands hafi keypt af leigutaka Hrútafjarðarár sl. 15. ár. Kvaðst Jóhanna hafa nefiit það við ráð- herra að hún væri tilbúin til að þess að láta fyrir- spurnina ná til færri ára til að greiða fyrir því að svör bærust. I máli viðskiptaráðhen'a kom fram að hann hefði fyrr um morguninn átt í viðræðum við ríkisendurskoðanda um málið. Þar hefði komið fram að vegna anna hefði sá síðarnefndi ekki treyst sér til þess að svara umræddri fyrirspurn áður en þingi lyki í vor. Ráðherra sagði hins vegar að í ljósi þess að Jóhanna væri tilbúin til þess að fækka þeim áram sem nefnd væru í fyrirspurninni hefði hann nú þegar farið fram á það við ráðuneyt- ið að það leitaði svara við fyrirspurn- inni beint frá Landsbankanum, en ekki í gegnum Ríkisendurskoðun. ALÞINGI Gagnrým á vinnubrögð fé- lagsmálanefndar ÖGMUNDUR Jónasson, þingmaður Alþýðubandalagsins, kvaddi sér hljóðs á Alþingi á þriðjudag um störf þingsins og sagði meirihluta félagsmálanefndar hafa að morgni dagsins rifið út úr nefndinni frum- varpið til nýrra húsnæðislaga gegn eindregnum mótmælum fulltrúa stjórnarandstöðunnar í nefndinni. Þingmaðurinn sagði þetta og gert gegn vilja og óskum samtaka launa- fólks og nánast allra félagasamtaka sem hefðu með félagslegt húsnæði að gera. Sagði hann þessa aðila alla hafa viljað leggja fram tillögur til úrbóta við frumvarpið til að forða því slysi sem fyrirsjáanlegt væri. Spurði þingmaðurinn hvort þessi gjörningur væri tilviljun nú nokkrum dögum fyrir baráttudag verkalýðsins, fyrsta maí, og sagði húsnæðismálum láglaunafólks stefnt í tvísýnu með þessum vinnubrögð- um. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, sagði vinnubrögð félagsmálanefndar hafa verið vönd- uð, 30 aðilar hefðu komið á fund nefndarinnar, um 100 umsagnaraðil- ar og um 30 klukkustundir farið í málið á 10 fundum nefndarinnar. Hún sagði hins vegar pólitískan ágreining um málið og um hann ætti að takast í dag, fimmtudag. Einar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, sagði framvarpið hafa fengið 'eðlilega með- ferð hjá félagsmálanefnd og ítarleg- an undirbúning og umfjöllun í nefnd- inni áður en það var lagt fram. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur jafnaðarmanna, tó, þingmaður ut- an flokka, undir gagm-ýni Ögmundar og sagði að þarna væri verið að fjalla um eitt stærsta málið á Alþingi sem sneri að heimilum landsmanna. Kvaðst hún spá því að á þessum síð- ustu starfsdögum þingsins í vor ætti mestur tíminn eftir að fara í umræð- ur um vinnubrögð félagsmálanefnd- ar og þá fyrirætlan stjómai-flokka að keyra frumvarpið í gegn með hraði. Hún sagði gildistöku hvort eð er ekki ráðgerða fyrr en um næstu ára- mót þannig að nægur tími ætti að gefast á haustþingi. Kristín Ástgeirsdóttir sagði vinnu við framvarpið alls ekki lokið þótt það hefði verið tekið úr nefndinni, margt væri enn óljóst, m.a. hvað varðaði áhrif á íbúðamarkaðinn. Bætur úr ríkissjóði til þolenda afbrota sl. tvö ár Yfír 53 milljónir HEILDARGREIÐSLA ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota var sam- tals 53.325.162 kr. á áranum 1996 og 1997. Skiptist greiðslan á milli 105 aðila og nam hæsta einstaka greiðsl- an á tímabilinu 3.152.162 kr. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu Þorsteins Pálssonar dómsmálaráð- hema um útgjöld vegna laga um greiðslu rikissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Umrædd lög tóku gildi hinn 1. júlí 1996 og gilda um tjón sem leiðir af brotum á almennum hegningarlögum sem framin vora 1. janúar 1993 og síðar. „Samkvæmt lögunum var sett á laggimar sérstök nefnd, bótanefnd, sem metur hvort skilyrði era uppfyllt til greiðslu bóta úr ríkissjóði samkvæmt lögunum. I nefndinni eiga sæti Hákon Amason hrl., sem jafnframt er formaður, Erla Amadóttir hrl. og Þorgeir Ingi Njálsson héraðsdómari," að því er fram kemur í skýrslu ráðherra. Morgunblaðið/Porkell FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra, sem hér hlýðir á umræður ásamt Davíð Oddssyni forsætisráðherra, benti á að Ríkisendurskoðun væri að vinna að umræddri greinargerð og sagði að menn þyrftu að sætta sig við að það tæki tíma. „Ég á von á því að geta í næstu viku lagt fyrir þingið svör við þeim spurn- ingum,“ sagði ráðherra. Risna Búnaðarbanka og Seðla- banka verði einnig rædd Jóhanna spurði ráðhema einnig að því hvenær búast mætti við greinargerð Ríkisendurskoðunar um risnu, ferðakostnað og laxveiðar Búnaðarbanka íslands og Seðla- banka íslands. Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags og SVAVAR Gestsson, þingmaður Al- þýðubandalags og óháðra, fór fram á það í upphafi þingfundar á Alþingi í gær að framvarpið um breytingu á lögum um skipulags- og byggingar- mál, sem Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra kynnti á Alþingi í fyrradag, yrði strax tekið til umræðu á Alþingi eða á sama þingfundi og framvarp til sveitarstjórnarlaga. Kom fram í máli Svavars að þing- menn Alþýðubandalags og óháðra væra tilbúnir til þess að samþykkja afbrigði frá þingsköpum þannig að framvarp ráðherra kæmist strax á dagskrá. I máli þingmanna kom fram að frumvarpi ráðherra væri ætlað að vera málamiðlun í deilum um stjórn- sýslu á miðhálendinu en gert er ráð fyrir því að mælt verði fyrir því á Al- þingi í haust. Svavar velti því hins vegar fyrir sér hvers vegna ekki hefði verið óskað eftir því að umrætt frumvarp yrði þegar sett á dagskrá þingfundar og sagði greinilegt að á bak við málið væri blekkingarvefur sem Framsóknarflokkurinn væri að reyna að spinna til að reyna að koma óháðra, tók undir þessa spurningu og sagði óhjákvæmilegt að Ríkis- endurskoðun flýtti þem'i úttekt þannig að hún gæti komið til um- ræðu á Alþingi áður en þingi lyki í vor. Viðskiptaráðherra benti á að Ríkisendurskoðun væri að vinna að umræddri greinargerð og sagði að menn þyrftu að sætta sig við að það tæki tíma. Ekki væri þó við Ríkis- endurskoðun að sakast þar sem óvenjumikið væri að gera hjá henni um þessar mundir. frumvarpinu um sveitarstjórnarlögin í gegnum þingið. Fleiri þingmenn stjórnarandstöðu tóku undir ósk Svavars og töldu margir hverjir eðlilegt að frumvarp umhverfisráðherra færi í gegnum þingið á sama tíma og frumvarpið um svejtarstjómarlög. Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, tók á hinn bóginn fram að framvarp umhverfisráðherra hefði eingöngu verið lagt fram á vorþingi til kynningar. Það væri seint fram komið og að ekki hefði verið óskað eftir því að það yrði tekið á dagskrá með afbrigðum. Umræður fram eftir kvöldi Önnur umræða um framvarp til sveitarstjórnarlaga, sem gerir m.a. ráð fyrir því að landið allt skiptist milli sveitarfélaga, hélt áfram á Al- þingi allan gærdaginn og stóð fram eftir kvöldi. I þeim umræðum tóku fleiri þingmenn stjórnarandstöðu undir þá ósk að framvarp umhverfis- ráðherra um skipulags- og bygging- armál yrði tekið til umræðu samhliða frumvarpinu um sveitarstjórnarlög. Stofnaðar 24 nýjar ríkisstofn- anir síðasta áratuginn FRAM er komið á Alþingi svar forsætisráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunn- arssonar, þingmanns Alþýðu- bandalagsins, um ríkisstofn- anir. Kemur þar m.a. fram að á síðasta áratug hefur 24 nýj- um stofnunum verið komið á fót og hefur stöðugildum þeirra fjölgað úr 547 í 678 eða um 131 frá stofnun. Fyrirspurn þingmannsins var á þessa lund: Hvaða rík- isstofnanir hafa verið stofn- aðar síðustu tíu ár og hvenær, hvert er verksvið þeirra, hve margir störfuðu við hverja og eina í byrjun og hve margir nú, í hvaða sveit- arfélögum fer starfsemin fram, hverjar eru heildar- launagreiðslur miðað við heilt ár og hvernig skiptast þær eftir sveitarfélögum? Hvaða kröfur eru gerðar um mennt- un í hverri stofnun? Meðal stofnana sem hér um ræðir eru umboðsmaður barna, Lánasýsla ríkisins, Barnaverndarstofa, Vinnu- málastofnun, einkaleyfastof- an, Samkeppnisstofnun, Lög- gildingarstofa, Háskólinn á Akureyri, Fiskistofa og Rat- sjárstofnun og fleiri, alls 24 stofnanir en 34 ef taldar eru allar starfsstöðvar eins og til dæmis hjá Siglingamála- stofnun, en allmargir starfs- menn hennar hafa aðsetur út um landið. Helmingur þess- ara 34 stofnana er í Reykja- 'vík, ein í Kópavogi, ein í Mos- fellsbæ og síðan eru stofnanir á Húsavík, Hornafjarðarbæ, Bolungarvík, Bakkafirði og víðar. Um menntunarkröfur má almennt segja að krafist sé háskólamenntunar á sviði við- komandi stofnana, svo sem lögfræði, viðskipta, félagsvís- inda, tölvunarfræði, skip- stjórnar og fleira. Einnig er nokkuð um störf sem krefjast stúdentsprófs og sums staðar eru störf fyrir ófaglærða. Morgunblaðið/Þorkell SVAVAR Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, fór fram á að frumvarpið um breytingu á lögum um skipulags- og byggingarmál, yrði strax tekið til umræðu á Alþingi eða á sama þingfundi og frumvarp til sveitarstjórnarlaga. Vilja strax ræða um frumvarp um- hverfísráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.